Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 56
46 Orð og tunga
3 Beygingarsaga kvíða
3.1 Sögnin kvíða í veikri og sterkri beygingu
Lítum nú til útgefi nna heimilda um elsta málið. Larsson (1891:192)
hefur aðeins eitt dæmi um kvíða og segir sögnina veika. Það sama gera
Fritzner (1954:373) og Cleasby og Vigfússon (1874:365). Mest kemur
samt á óvart það sem segir í Lexicon poëticum/poeticum Sveinbjarnar
Egilssonar. Í frumútgáfunni (1860:486) er sögninni lýst svo: „kvíði,
kveið et kvídda, kviðit“. Í útgáfunni (1931:353), sem Finnur Jónsson
rit stýrði (og er örlítið breytt frá útgáfunni 1916), er lýsingin aðeins
öðru vísi: „-dda og kveið, -tt “. Hér er upplýsingum víxlað, veika þátíðin
sett á undan þeirri sterku og lýsingarhátt ur þátíðar veikur. Ætla mætt i
því að Finnur hefði litið svo á að sögnin væri fyrst og fremst veik og
þannig til í öllum kennimyndum; sterka þátíðin væri þá hliðarmynd
við þá veiku. Sá hængur er þó á að dæmin, sem þeir gefa, eru öll
veikr ar beygingar. Samt er þessi breytt a lýsing Finns svolítið sérstök;
hún er án efa meðvituð og ekki fer hjá því að hún veki grunsemdir.5
Í þessu sambandi er líka vert að vísa til rits Björns K. Þórólfssonar
um málið á 14. og 15. öld en þar (1925:57) segir að kvíða hafi stundum
veika beygingu. Þessi orð eru athyglisverð enda er í þeim fólgin sú
staðhæfi ng að beygingin hafi fyrst og fremst verið sterk á umræddum
tíma.6 En dæmin um sterku beyginguna eru engin og einungis eitt
dæmi um þá veiku.7 Spurningin er því sú á hverju Björn byggir þessa
skoðun sína, t.d. hvort hann sé að vísa óbeint til Sveinbjarnar og Finns.
Í þessu sambandi má geta þess að í rímnaorðabók Finns Jónssonar
(1926–1928) eru engin dæmi um sögnina.
5 Sé sögnin bjarga, sterk sögn sem síðar varð veik, skoðuð til samanburðar þá er hún
sterkbeygð hjá þeim báðum; Finnur (bls. 49) getur þess þó að í Lilju (14. öld) sé
dæmi um veika nútíð. Chase (2007:648‒649) staðfestir einmitt þetta í nýrri rann-
sókn á Lilju; þar kemur líka fram með tilvísun til Jóns Helgasonar að þett a sé lík-
lega elsta dæmið um veika beygingu sagnarinnar. Í ONP eru elstu dæmin um
veika beygingu frá 15. öld; þau eru úr þátíð. Í elstu dæmunum í ROH er beygingin
veik sé hún greinanleg. Dæmasafnið í heild er einnig athyglisvert fyrir það hve
dæmin, sem vott a sterku beyginguna, eru fá, einkum þau úr nútíðinni.
6 Björn spyrðir sterku sögnina svíða saman við kvíða og segir hana stundum hafa
verið veika. Hann vísar til Finns Jónssonar (1901:96) en þar er aðeins dæmið um
svíða (í veikri beygingu). Í Lilju er svíða í veikri beygingu í nútíð; þett a má sjá hjá
Chase (2007:648). Í ONP eru örfá dæmi um veika beygingu svíða. Ólíkar forsendur
eiga því við um kvíða og svíða.
7 Dæmið er úr Króka-Refs sögu og er frá um 1450‒1500; sjá líka ONP.
tunga_18.indb 46 11.3.2016 14:41:11