Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 114
104 Orð og tunga
(1) AM 243 b α, fol. – Konungs skuggsjá, kafl i 5: oc ꝩæita
strannder þa þar (i) margum stoðum hafner sæm fyʀ ꝩar
œrœfi (Kgs.:8 29–30);
(2) GkS 1009, fol. – Morkinskinna, kafl i 21 [36] (Auðunar
þátt r vestfi rzka): at illt er til hafna fi rir landi yþro oc ero
viþa ꜹrefi oc hét scipom (Mork.:185 19–21);
(3) GkS 1009, fol. – Morkinskinna, kafli 56 [71] (Mannjafnaðr
konunga): Fyr Agþanesi voro orhøfi oc hafnleysi (Mork.:384
14–15).
Einnig er til annað dæmi sem sýnir upphafl egt -h- í innstöðu:
(4) AM 351, fol. (Skálholtsbók eldri; um 1360–1400) – Jónsbók,
Farmannalǫg, kafl i 3: ef skíp er j aurhæfí þar er fi rdir eru fyrir
eða sund. þa er bondí skýlldr at fa þeim skíp (Jb. 2010:364
5–6), sbr. leshátt inn í GkS 3270, 4° (um 1350) (ofæru eða)
orhæfi (Jb. 1904:238 15 í apparatus criticus; „e.“).
Annars hefi r -h- fallið brott (sbr. Noreen 1923:217–218 § 294) í á herslu-
litlum síðari orðliðum. Heimildir norræns prósaskáldskapar eru
skráð ar í ONP (undir ør-hǿfi); orðið vantar í eddu- og skáldakvæðum.
Það er óumdeilt að myndin norr. ør(h)œfi inniheldur forskeytið ør-
(ritað ‹or-›, ‹aur-›, ‹ꜹr-›, ‹œr-› o.s.frv.)2 sem er komið úr frgerm. *uz-
‘úr, frá, út frá, burt frá, afar, ó-’ (með u > o og ʀ-hljóðvarpi o > ø; Noreen
1923:127 § 146,3, 66 § 71,3); það má einnig sjá í gotn. us-, fe. ff rísn.
or-, fsax. ur-, or-, fh þ. ur- o.s.frv. Samsvarandi forsetning er gotn. us,
norr. ór (með þöndu sérhljóði á undan ʀ og vantar hljóðvarp; Noreen
1923:110–111 § 126,1, 67 § 72) og úr, ýr, fh þ. ur, ir, ar ‘úr, frá, út frá’.
Síðari hluta orðsins, -(h)œfi (< frgerm. *hōfi ja- eða *hōbij a-), tengir
Bloomfi eld (1937:307) við norr. hǫfn kv. ‘höfn’ (< frgerm. *hab(a)nō-,
auk þess í fe. hæfen(e) kv., mlþ. havene kv./k. o.s.frv.). Þykir honum það
vera dæmi um frumindóevrópsk hljóðskipti eins og gotn. dags ‘dagur’ :
gotn. ahtau-dogs /-dōgs/ lo. ‘átt a daga gamall’. Alexander Jóhannesson
(1956:187 undir ǫr(h)œfi) og de Vries (1962:683 undir ørhœfi) fallast á
skýringu Bloomfi elds. Bloomfi eld tjáir sig ekki um hvort hann telji
að gotn. -dogs og norr. -hœfi (bæði með germönsku rótarsérhljóði
/ō/) séu mynduð með svokallaðri vr̥ddhi-afl eiðslu (sbr. Darms 1978).
Hvernig sem á hlutina er litið er munurinn milli n-viðskeytis í hǫf-n
og -(i)j-viðskeytis í (ør-)hœf-i óútskýranlegur og við þurfum tæpast að
reikna með gömlum hljóðskiptum a : ō hér.
2 Um nísl. ör- sbr. Guðrúnu Kvaran (2005:128, 129).
tunga_18.indb 104 11.3.2016 14:41:16