Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 24
14 Orð og tunga
Áhersluforliðirnir voru hér áður fyrr tengdir við slangur en hafa
orðið almennari í notkun, bæði í ritmáli og þó aðallega í talmáli.17 Þeir
geta eftir breytinguna einnig tengst ýmsum lýsingarorðum en sjálf-
stæðu afbrigðin, sem þeir eru komnir af, tengjast aðallega nafn orðum.
Þetta sést ágætlega ef við berum áherslu forliðinn ösku- saman við
sjálf stæða orðið ösku í samsetningum. Kerfis vædda myndin er notuð
með lýsingarorðum en sjálfstæða orðið með nafnorðum (yfirleitt):
ösku- sem áhersluliður (málfræðilegt) ösku- sem sjálfstætt orð
ösku-vondur (lo.) ösku-bakki (no.)
ösku-viljugur (lo.) ösku-tunna (no.)
ösku-illur (lo.) ösku-ský (no.)
ösku-reiður (lo.) ösku-fall (no.)
Tafla 4. ösku- sem áhersluliður og sem sjálfstætt orð.
Sams konar yfirlit má setja upp fyrir hund- þar sem sjálfstæða orðið get-
ur komið fyrir bæði í stofnsamsetningum og eignarfallssamsetning-
um (hund-18, hunds-, hunda-) sem eru nafnorð en áhersluforliðurinn
kem ur nær eingöngu fyrir með lýsingarorðum (þó eru til sagnir eins
og hundelta og hundleiðast):
hund- sem áhersluliður (málfræðilegt) hund- sem sjálfstætt orð
hund-heiðinn (lo.) hund-eigandi (no.)
hund-votur (lo.) hund-skömm (no.)
hund-leiður (lo.) hunda-kúnstir (no.)
hund-gamall (lo.)19 hunda-æði (no.)
Tafla 5. hund- sem áhersluliður og sem sjálfstætt orð (hund-, hunda-).
19
Þriðja dæmið, sem vert er að skoða, er rok-. Í Beygingarlýsingu íslensks
nútímamáls koma fyrir dæmi þar sem rok er notað sjálfstætt, sbr. rok-
dagur, rokbylur og rokhrina og í ISLEX kemur fyrir dæmið rokgjarn. Ýmis
dæmi eru um forliðinn rok- eins og rokdýr, rokfínn, roksala og roktekjur
17 Margir af áhersluforliðunum, sem fi nna má hjá Merði Árnasyni, Svavari Sig-
munds syni og Örnólfi Thorssyni (1982), eru nú notaðir í venjulegu tali og marga
þeirra má fi nna í dagblaðatextum á timarit.is.
18 Eft irfarandi dæmi um hund- í nafnorðssamsetningum má fi nna í Beygingarlýsingu
íslensks nútímamáls: hund-bjálfi , hund-gá, hund-grey og hund-skratt i. Einnig eru til
dæmi um lýsingarorðssamsetningar, sbr. hund-heldur, hund-eygur og hund-laus.
19 Hér er vert að nefna að sögulega séð er hund- í hundgamall og fleiri orðum trúlega
annað en hund- í t.d. hundvotur, þ.e. þá frekar skylt hundrað þótt menn hafi sam-
tímalega ekki neina tilfinningu fyrir þessum mun.
tunga_18.indb 14 11.3.2016 14:41:08