Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 12
2 Orð og tunga
Liðirnir í (1) verða í greininni nefndir orðlíkir seinni liðir.3 Svipuð dæmi
eru þekkt úr öðrum málum og ýmis heiti hafa verið notuð til þess að
greina liðina frá hefðbundnum viðskeytum.4 Mætti þar nefna hálf-
orð (e. semi words), viðskeytislíki (e. suffixoids) og bundna liði (e. bound
forms).5 Síðasttalda heitið hefur víðari merkingu en þau sem nefnd
eru fyrr því að það getur átt við alla orðhluta sem ekki geta stað-
ið sjálfstæðir (sjá umfjöllun um þessi fyrirbæri hjá t.d. Ascoop og
Leuschner 2006 og Kenesei 2007).
Í þessari grein verður lögð áhersla á að kanna bundnu liðina í
(1), þ.e. seinni liði samsetninga sem mynda nafnorð. Liðirnir verða
born ir saman við sjálfstæð orð og viðskeyti, einkum þau sem til eru
kom in vegna kerfisvæðingar (e. grammaticalization, sjá ýmis dæmi
hjá Iversen 1973:162) til þess m.a. að kanna hvort liðirnir sjálfir séu
þann ig tilkomnir. Gerð verður tilraun til þess að tengja liðina við þá
grósku miklu umræðu sem átt hefur sér stað undanfarin ár og áratugi
um viðskeytislíki og kannað að hve miklu leyti liðirnir líkjast þeim.6
Fjöl marg ir aðrir bundnir liðir eru til í íslensku fyrir utan þá sem
nefnd ir eru í (1) og verður fjallað um suma þeirra í 2. kafla en að öðru
leyti vísað til Kristínar Bjarnadóttur (2005) almennt um slíka liði og
Margrétar Jónsdóttur (2005) sem fjallar sérstaklega um seinni liðinn
-væða sem myndar sagnir.
Í greininni verður ýmsum prófunum beitt til þess að komast að
því að hve miklu leyti orðlíkir seinni liðir líkjast sjálfstæðum orðum.
Ein helsta niðurstaða greinarinnar er að það sé ekki mikill munur á
orðum og orðlíkum seinni liðum og raunar fátt sem skilur á milli.
Ýmis próf leiða í ljós meiri skyldleika með orðum og orðlíkum liðum
en með orðlíkum liðum og ýmsum öðrum bundnum liðum.
3 Stong-Jensen (1987) fj allar um hvorugkynsliði eins og -yrði og skoðar samsetningar
með þeim í ljósi orðhlutahljóðkerfi sfræði (e. lexical phonology). Hennar niðurstaða
er sú að liðirnir séu myndaðir með „ofvirkri orðmyndun“ (e. lexical overgeneration)
sem felst í að orðmyndunarregla, sem skeytir við viðskeytinu -i í þessu tilfelli,
býr til orð af sjálfstæðu orði, þ.e. yrði af orð, sem hvergi kemur fyrir nema í sam-
setningum, sbr. slanguryrði.
4 Hér má t.d. nefna liði í norsku á borð við -auke, -haver, -dømme og -løyse i lønnsauke,
makthaver, herredømme og arbeidsløyse (sjá Leira 1992:112 o.áfr.).
5 Einnig eru til forskeytislíki (e. prefi xoids) en saman eru forskeytislíki og viðskeytislíki
nefnd einu nafni aðskeytislíki (e. affi xoids).
6 Í umfjöllun um íslensku hafa liðirnir gengið undir ýmsum nöfnum sem og sam setn-
ingarnar sem þeir eru hluti af. Þar má nefna afleiddar samsetningar (Eiríkur Rögn-
valdsson 1990), viðskeyti II (Þorsteinn G. Indriðason 1994), bundna afleidda seinna
hluta (Kristín Bjarnadóttir 2005), bundna samsetningarliði (Guðrún Kvaran 2005) og
heitið samsetta afleiðslu um orðmyndunartegundina (Ari Páll Kristinsson 1991).
tunga_18.indb 2 11.3.2016 14:41:07