Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 113
Orð og tunga 18 (2016), 103–109. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, Reykjavík.
Robert Nedoma
Um uppruna norr. ørhœfi, ørœfi
1 Inngangur
Í þessari stuttu grein verður kynnt og rökstudd ný skýring á uppruna
norr. ør(h)œfi , nísl. öræfi . Fyrri skýringum, þar sem orðliðurinn -hœfi
hefi r ýmist verið rakinn saman við norr. hǫfn eða við norr. hœfi (sbr.
hóf, nísl. hæfi legur), er hafnað. Þess í stað er því haldið fram að orðið
(frgerm. *uz-hōbij a-) tengist vesturgermönskum orðmyndum, sbr.
fh þ. huoba ‘ræktað land (af ákveðinni stærð), bóndabær, býli, byggð’,
mhþ. huobe, fsax. hōva, o.s.frv. < frgerm. *hōbō-. Þar sem ør- er neitandi
for skeyti hafi merking orðsins ør(h)œfi í norrænu því verið ‘það sem
er langt frá ræktuðu landi, óræktað svæði: óbyggðir, eyðimörk’.
2 Heimildir, uppruni og orðsifjar
Norr. ørhœfi, ørœfi h.et./ft . (ja-stofn) og nísl. öræfi h.ft . merkir annars
vegar ‘óbyggðir, eyðimörk’, hins vegar ‘hafnleysa’ (nísl. öræfi einnig
‘grynningar’).1 Elstu heimildir um norr. ør(h)œfi eru frá um það bil
1275:
1 Öræfi er, eins og kunnungt er, nafn sveitar í Austur-Skaft afellssýslu. Auk þess er
Öræfi titill skáldsögu eft ir Ófeig Sigurðsson (Reykjavík 2014); er í henni nefndur
prófessor í örnefnafræðum við skandinavistíkurdeild há skól ans í Vínarborg.
Eleonore Guðmundsson (Vínarborg) benti mér á skáld sögu Ófeigs og aðstoðaði
við að brúa bilið milli forníslensku og nú tíma ís lensku. Fyrir það fær hún hjartans
þakkir. Greinin hefði þó ekki orð ið til nema með aðstoð Ara Páls Kristinssonar og
þakka ég honum kærlega fyrir.
tunga_18.indb 103 11.3.2016 14:41:16