Orð og tunga - 01.06.2016, Page 20

Orð og tunga - 01.06.2016, Page 20
10 Orð og tunga við hana. Dæmi um slíkar samsetningar eru leikfimi-s-hús og hræsni- s-fullur. Í fjórða lagi er svo vert að minnast á svonefndar þágufallssamsetn- ingar (sjá Kristínu Bjarnadóttur 2000). Þágufallssamsetningar eru tak- markaður hópur samsetninga þar sem fyrri liðurinn er í þágufalli en seinni liðurinn getur verið lýsingarháttur þátíðar, sbr. fánum-prýddur, gulli-blandaður og hugsjónum-borinn, lýsingarorð, sbr. sjálfum-glaður og ljónum-líkur, sögn, sbr. fótum-troða, tryggðum-binda og gulli-mála, eða nafn orð, sbr. sjálfum-gleði og hugum-stærð. Þessar samsetningar líkjast að sumu leyti svonefndum innlimunarferlum (e. incorporation). Í fán- um-prýddur er hreyfingin frá sögn (sem reyndar er lýsingarháttur) og andlagi yfir í andlag og sögn, sbr. prýddur fánum → fánum-prýddur. Í fimmta og síðasta lagi má svo nefna setningarlegar samsetningar (e. phrasal compounds) sem eru byggðar upp af fyrri lið sem er setn ing- arliður eða jafnvel heil setning og seinni lið sem er venjulegt orð (sjá Kristínu Bjarnadóttur 2005 og Þorstein G. Indriðason 2012), sbr. dæmi eins og Tryggvi Þór spilaði út [[bannað-að-gera-grín-að-fötluðum]-spilinu] (no.) þar sem greina má setningarstrúktúrinn í lýsingarorðslið með nafnháttarsetningu. Setningarlegar samsetningar eru nokkuð óvenju- legar því að oftast er gert ráð fyrir að orðasafn og setningahluti séu aðskildir þættir málfræðinnar og að reglur um samsetningu eigi heima í orða safni og geti þar af leiðandi ekki náð í setningarliði eða heilar setningar úr setningahluta (sjá nánari útlistun á þessu fyrirbæri hjá t.d. Wiese 1996, Scalise og Guevara 2005 og Sato 2010). Segja má að algengustu gerðir samsetninga séu nafnorðs sam- setn ing ar og lýsingarorðssamsetningar. Hér verður einnig minnst á sagna samsetningar en dæmi um þá tegund eru frekar fá.15 Í nafn orðs- sam setningum er seinni liðurinn nafnorð og ákvarðar bæði orðflokk og beygingu samsetningarinnar. Fyrri liðurinn getur verið nafnorð, lýs ing ar orð, sögn, fornafn, atviksorð, töluorð eða forsetning, sbr. (9): (9) hesta(no.)-maður, háa(lo.)-loft, sendi(so.)-bréf, sér(fn.)- viska, heim(ao.)-sókn, þrí(to.)-fótur, á(fs.)-veita Í lýsingarorðssamsetningum er seinni liðurinn lýsingarorð en fyrri liðurinn getur verið nafnorð, lýsingarorð, sögn, fornafn, atviksorð, töluorð og forsetning þótt ekki séu þessar tegundir allar jafn algengar: 15 Þessi heiti eru notuð hér vegna þess að þessar samsetningar enda á nafnorði, lýsingarorði eða sögn. tunga_18.indb 10 11.3.2016 14:41:08
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.