Orð og tunga - 01.06.2016, Page 56

Orð og tunga - 01.06.2016, Page 56
46 Orð og tunga 3 Beygingarsaga kvíða 3.1 Sögnin kvíða í veikri og sterkri beygingu Lítum nú til útgefi nna heimilda um elsta málið. Larsson (1891:192) hefur aðeins eitt dæmi um kvíða og segir sögnina veika. Það sama gera Fritzner (1954:373) og Cleasby og Vigfússon (1874:365). Mest kemur samt á óvart það sem segir í Lexicon poëticum/poeticum Sveinbjarnar Egilssonar. Í frumútgáfunni (1860:486) er sögninni lýst svo: „kvíði, kveið et kvídda, kviðit“. Í útgáfunni (1931:353), sem Finnur Jónsson rit stýrði (og er örlítið breytt frá útgáfunni 1916), er lýsingin aðeins öðru vísi: „-dda og kveið, -tt “. Hér er upplýsingum víxlað, veika þátíðin sett á undan þeirri sterku og lýsingarhátt ur þátíðar veikur. Ætla mætt i því að Finnur hefði litið svo á að sögnin væri fyrst og fremst veik og þannig til í öllum kennimyndum; sterka þátíðin væri þá hliðarmynd við þá veiku. Sá hængur er þó á að dæmin, sem þeir gefa, eru öll veikr ar beygingar. Samt er þessi breytt a lýsing Finns svolítið sérstök; hún er án efa meðvituð og ekki fer hjá því að hún veki grunsemdir.5 Í þessu sambandi er líka vert að vísa til rits Björns K. Þórólfssonar um málið á 14. og 15. öld en þar (1925:57) segir að kvíða hafi stundum veika beygingu. Þessi orð eru athyglisverð enda er í þeim fólgin sú staðhæfi ng að beygingin hafi fyrst og fremst verið sterk á umræddum tíma.6 En dæmin um sterku beyginguna eru engin og einungis eitt dæmi um þá veiku.7 Spurningin er því sú á hverju Björn byggir þessa skoðun sína, t.d. hvort hann sé að vísa óbeint til Sveinbjarnar og Finns. Í þessu sambandi má geta þess að í rímnaorðabók Finns Jónssonar (1926–1928) eru engin dæmi um sögnina. 5 Sé sögnin bjarga, sterk sögn sem síðar varð veik, skoðuð til samanburðar þá er hún sterkbeygð hjá þeim báðum; Finnur (bls. 49) getur þess þó að í Lilju (14. öld) sé dæmi um veika nútíð. Chase (2007:648‒649) staðfestir einmitt þetta í nýrri rann- sókn á Lilju; þar kemur líka fram með tilvísun til Jóns Helgasonar að þett a sé lík- lega elsta dæmið um veika beygingu sagnarinnar. Í ONP eru elstu dæmin um veika beygingu frá 15. öld; þau eru úr þátíð. Í elstu dæmunum í ROH er beygingin veik sé hún greinanleg. Dæmasafnið í heild er einnig athyglisvert fyrir það hve dæmin, sem vott a sterku beyginguna, eru fá, einkum þau úr nútíðinni. 6 Björn spyrðir sterku sögnina svíða saman við kvíða og segir hana stundum hafa verið veika. Hann vísar til Finns Jónssonar (1901:96) en þar er aðeins dæmið um svíða (í veikri beygingu). Í Lilju er svíða í veikri beygingu í nútíð; þett a má sjá hjá Chase (2007:648). Í ONP eru örfá dæmi um veika beygingu svíða. Ólíkar forsendur eiga því við um kvíða og svíða. 7 Dæmið er úr Króka-Refs sögu og er frá um 1450‒1500; sjá líka ONP. tunga_18.indb 46 11.3.2016 14:41:11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.