Orð og tunga - 01.06.2016, Side 55

Orð og tunga - 01.06.2016, Side 55
Margrét Jónsdóttir: Veik sögn verður sterk 45 fi nna í „eldri“ dönsku eins og lesa má hjá Kalkar (1976:672). Í Nudansk Ordbog (1982:538) er veika sögnin kvie, áður kvide (þ.e. eldri nýdanska (1500–1700)), og sagt að í nútímamáli hafi merkingin komið úr norsku í lok 19. aldar: han kviede sig ved (ɔ: havde ikke megen lyst til) at sige sandheden. Í Norsk ordbok (2007:1450) er kvida/kvi. Fylgiorðin geta verið for, med, mot, på og ved. Með aft urbeygða fornafninu geta fylgiorðin með kvida seg verið for, med, på, til og ved. Í Riksmålsordboken (1977:395) eru kvie seg for og kvie seg ved og í Nynorskordboka er kvi, kvide; kvi imot/ sig for. 3 Enda þótt kvida sé sögð veik eru dæmi um sterka beygingu í mállýskum eins og lesa má hjá Venås (1967:31). Hjá honum (bls. 53) kemur líka fram að sögnin sé þar í hópi með fj ölmörgum veikum sögnum af sömu gerð sem eru til í sterkri beygingu að hluta til eða öllu leyti. Hjá Hellquist (1948:535) má sjá að í sænsku er sögnin kvida, í fornsænsku kviþa; hann segir jafnframt að vegna áhrifsbreytinga hafi sögnin orðið sterk í nútímasænsku. Þrátt fyrir að merkingin sé ekki alltaf nákvæmlega sú sama í íslensku og hinum norrænu málunum snýst hún um tilfi nningalega reynslu eða skynjun enda telst sögnin til skynjunarsagna. Það er eft irtektarvert hve margt er á huldu um uppruna sagnar- inn ar og hve upplýsingarnar um hana eru rýrar. Að baki kvíða er ekki þekkt indóevrópsk sögn (sjá t.d. Mailhammer 2007:213). Hún er þó ekki ein á ferð að mati Pokornys (1959:467) sem telur kvíða vera af sömu rót og kveina og segir sagnirnar hljóðgervinga.4 3 Í færeysku, dönsku og norsku getur sögnin tekið með sér fylgiorð en líka aft ur- beygt fornafn. Í íslensku hefur sambandið kvíða fyrir algjörlega leyst kvíða við af hólmi. Í elsta máli var kvíða við nánast einhaft væri sögnin forsetningarsögn og þannig var það fram um og yfir 1900; frá 16. öld við hlið kvíða fyrir sem er einhaft í nútímamáli; hjá Cleasby og Vigfússon (1874:365) kemur einmitt fram að fyrir með kvíða sé úr nútímamáli. Í elsta máli eru nokkur dæmi um kvíða með aft urbeygðu fornafni, kvíða sér. Sú notkun er eingöngu bundin við það skeið. Hvernig kvíða fyrir leysti kvíða við af hólmi er dæmi um að óhagkvæmt sé fyrir málið að hafa tvö form sömu merkingar eða í sama hlutverki. Benda má á að kenningar Martinets (1964:167‒168) um hagfræði málsins og lögmál hinnar minnstu áreynslu fjalla ein- mitt um slíka óhagkvæmni. Það hvernig kvíða fyrir leysti kvíða við af hólmi minn ir á tálmunarkenninguna (The Blocking Eff ect) að því er hagkvæmnina varðar, þ.e. útkomuna. Grundvöllur tálmunarkenningarinnar byggist hins vegar á frjósemi. Þannig yrði að gera ráð fyrir því að fyrir, sbr. kvíða fyrir, væri frjórri fylgiliður en við, sbr. kvíða við. Engar vísbendingar eru hins vegar um það. Um tálmunarkenninguna má lesa hjá Haspelmath (2002:266). 4 Ábending óþekkts yfi rlesara. tunga_18.indb 45 11.3.2016 14:41:11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.