Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 86

Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 86
86 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Jólamatur Eva Björk Sveinsdóttir er manna fróðust um áfengi enda er hún vöru- merkjastjóri hjá Haugen Gruppen og hefur þar umsjón með sölu létt- víns og sterks áfengis. Eva segir kokkteilamenninguna á Íslandi á uppleið og að margir geri tilraunir með að blanda drykki heimafyrir. „Lengi vel miklaði fólk kokkteilagerðina fyrir sér og hélt að hún væri svo flókin. En raunin er að það þarf ekki mikið meira en þrjú innihaldsefni og góðan hristara til að gera fínan kokkteil. Verslanir hér og þar leggja sig líka fram við að bjóða upp á vandaðar barvörur jafnt fyrir byrjendur og þá sem vilja sýna meiri kúnstir við drykkjablönd- unina.“ Aðspurð hvað landsmönnum þyki svona skemmtilegt við að blanda kokkteila segir Eva að því fylgi viss hátíðleiki að gera góðan kokkteil. Hvort sem um er að ræða ljúffengan drykk til að njóta kvöldsins eftir krefjandi vinnudag, eða hressilegan sopa til að gleðja gesti eftir mat- arboð, þá lífgar kokkteill upp á hversdagslífið. Kokkteill í eftirrétt Meðal vinsælustu kokkteilanna í dag nefnir Eva Esspresso martini. „Þessi drykkur er hálfgerður eft- irréttur og hentar vel eftir mat. Í hann fer vodki, espresso-kaffi, síróp og Galliano-vanillulíkjör og allt hrist saman með klökum. Blöndunni er hellt í martini-glös, og skreytt með rjóma og dökku súkkulaði. Bragðið minnir á Baileys en hefur meiri kaffikeim og vodkinn gefur kokkt- eilnum meiri styrkleika.“ Þeir sem vilja eitthvað smærra í sniðum gætu prófað Galliano Hot- shot, sem er kokkteill sem bland- aður er í skotglasi. „Í þann drykk á að nota Galliano-vanillulíkjör, espresso-kaffi og þeyttan rjóma og er þetta borið fram í skotglasi með skeið.“ Langi fólk að fá meiri léttleika í jólakokkteilinn segir Eva einfalt að laga drykk úr Contreau-appelsínu- líkjör og sódavatni. „Drykkurinn er skreyttur með sneið af rauðu epli og rósmaríngrein og er þá kominn flottur kokkteill með jólalegu epla- og appelsínubragði,“ segir hún. „Freyðivín með Contreau, skreytt með appelsínuberki er síðan flottur kokkteill fyrir áramótin.“ Hvítt með hamborgarhrygg Sumum finnst gott að hafa vín í glasi á meðan nartað er í jólasmá- kökurnar eða saxað á konfektkass- ana. Eva segir púrtvín geta passað við súkkulaðið og ekki amalegt að útbúa kaffi á írska vísu með hálf- mánunum og gyðingakökunum. Að velja rétta vínið með jólamatn- um getur verið snúið. Íslendingar borða mjög saltan, reyktan og sykr- aðan mat í desember og ekki öll vín sem ráða við það að vera borin fram með t.d. rjúpu eða hambrogarhrygg. „Með hamborgarhryggnum getur farið vel á því að bera fram höfugt og þykkt hvítvín eins og pinot grigio frá Alsace í Frakklandi. Það er sætt vín með möndlutónum og keim af hitabeltisávöxtum sem passar ágæt- lega við tónana í reykta svínakjöt- inu. Létt hvítvín, eins og pinoit noir frá nýja heiminum, er síðan flott með kalkúnakjöti.“ Rauðvínið passar hins vegar bet- ur með nautalundum og bragðmikilli villibráð eins og hreindýri og rjúpu. Hangikjötið á aftur á móti hvorki góða samleið með rauðu víni né hvítu. „Í staðinn myndi ég velja dökkan porter eða doppelbock-bjór. Það gæti jafnvel gengið að blanda appelsíni saman við bjórinn og sakar a.m.k. ekki að prófa.“ ai@mbl.is Kokkteilar sem koma fólki í jólaskapið Það getur gert jól og áramót gleðilegri að blanda sér hátíðlegan kokkteil. Eva hjá Haugen Gruppen lumar á nokkrum góðum jólalegum kokkteiluppskriftum og deilir hagnýtum ráðum fyrir þá sem vilja para vín með jólaréttunum. Morgunblaðið/Eggert Handbragð Kokkteilagerð er ekki flókin, að sögn Evu. „Það þarf ekki mikið meira en þrjú innihaldsefni og góðan hristara til að gera fínan kokkteil.“ 6 cl Cointreau 3 cl ferskur limesafi 12 cl sódavatn 3 þunnar eplasneiðar 1 rósmaríngrein Aðferð: Hellið Cointreau og limesafa út í glasið ásamt klaka og hrærið. Skreytið með eplum og rósmaríni. Cointreau Fizz með eplum og rósmaríni 50 ml af vodka 25 ml Galliano Vanilla 1 espressoskot 25 ml sykursíróp (hægt að búa það til ef þið eig- ið það ekki, leysa 1 dl af sykri upp í heitu vatni og kæla í ísskáp) Aðferð: Kælið kokteilglasið með klökum á meðan drykkurinn er blandaður. Setjið öll hráefnin í hristara og hristið vel. Takið klakana úr glasinu áður en þið hellið drykknum í glösin. Skreytið með þeyttum rjóma og dökku súkkulaði. Espresso Martini Hráefni fyrir tvö glös: 100 ml þeyttur rjómi 3 msk sykur 3 tsk vanillusykur 1 tsk Stroh 60-romm 4 msk kakó 400 ml af mjólk 40 g af súkkulaði (dökku) 2 til 4 cl Stroh 60-romm Aðferð: Rjómablandan: Þeytið rjóma með 1 msk sykri og 1 tsk vanillusykri. Rétt áður en rjóminn er orðinn stífþeyttur bætið þá við 1 tsk af Stroh-rommi. Stroh-kakó: Blandið kakódufti, dökku súkku- laði, mjólk og 2 msk sykri og 2 tsk vanillusykri í pott og hrærið saman við vægan hita. Takið pottinn af hitanum og bæt- ið 2-4 cl af Stroh-rommi út í pottinn og hrærið. Hellið kakóblöndinni í bolla eða glas og bætið svo rjómanum ofan á. Fallegt að skreyta með smá púð- ursykri eða súkkulaðispæni. Heitt súkkulaði með Stroh
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.