Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018
Búið er að setja upp vinnupalla við
kór Hallgrímskirkju í Reykjavík og
eru steypuviðgerðir þar hafnar.
Jónanna Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hallgrímskirkju,
segir viðgerðirnar koma í fram-
haldi af leka- og rakavandamálum,
en árin 2008 og 2009 var gert við
kirkjuturninn. Árið 2016 hófust svo
viðgerðir á vængjum eða álmum
Hallgrímskirkju að framanverðu.
„Í tvö ár erum við búin að vera í
mjög miklum viðgerðum og tókum
þá í gegn norður- og suðurhlið að
utanverðu. Eftir það þurfum við
einnig að ráðast í viðgerðir innan-
húss,“ segir Jónanna í samtali við
Morgunblaðið og bætir við að í vet-
ur hafi svo komið upp „mjög mikill“
leki í kór kirkjunnar, innan altaris.
„Það hefur verið nokkuð um úr-
helli í vetur og vor og þá kom þetta
í ljós. Núna erum við því komin í
viðgerðir þar og er lekinn mjög
mikill,“ segir Jónanna og bendir á
að hún viti ekki til þess að skemmd-
ir hafi orðið innandyra vegna
þessa. Þá er einnig unnið að því að
skipta út gluggum á þessum hluta
byggingarinnar. khj@mbl.is Morgunblaðið/Valli
Viðgerðir
vegna nýs
lekavanda
Karlmaður á fertugsaldri var í sl.
viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi
í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að
nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni,
brjóta ítrekað gegn nálgunarbanni
og hafa komið fyrir staðsetningar-
tæki í bifreið konunnar og fylgst
með ferðum hennar. Þá var mað-
urinn dæmdur fyrir að hafa fróað
sér og horft á klámmyndir fyrir
framan son þeirra sem sé undir lög-
aldri.
Maðurinn var auk fyrrnefndra at-
riða einnig ákærður fyrir tilraun til
nauðgunar, nauðgun, frelsissvipt-
ingu og að hafa beitt konuna ítrek-
uðu og alvarlegu ofbeldi.
Sannað þótti að maðurinn hefði í
eitt skipti þvingað konuna gegn vilja
sínum til að veita sér munnmök en
dómurinn taldi ekki sannað að mað-
urinn hefði í það skipti frelsissvipt
hana í sex tíma og ekki þótti sannað
að hann hefði í eitt skipti gert til-
raun til að nauðga konunni og í ann-
að skipti nauðgað henni.
Vegna ítrekaðs ofbeldis í nánu
sambandi var ákært samkvæmt b-
lið 218 gr. almennra hegningarlaga,
en meint brot áttu sér stað áður en
lögin tóku gildi og var maðurinn því
sýknaður af þeirri háttsemi.
Veitti konunni eftirför
Talið var sannað að maðurinn
hefði fróað sér að syni sínum ásjá-
andi en sonurinn lýsti að pabbi sinn
hefði alltaf horft á klámmyndir og
hrist á sér typpið þegar hann væri
fullur.
Maðurinn játaði brot gegn nálg-
unarbanni. Á þremur mánuðum
hringdi hann 102 sinnum í konuna
og sendi 64 SMS-skilaboð. Áður
hafði hann ítrekað samband við
hana.
Hann nálgaðist annan son þeirra
fyrir utan Kvennaathvarfið og gaf
sig á tal við konuna. Þá veitti hann
henni eftirför og reyndi að opna bif-
reið hennar. Að lokum játaði mað-
urinn að hafa sett eftirfarar- og
staðsetningarbúnað í bifreið kon-
unnar og fylgst með ferðum hennar.
Maðurinn var dæmdur í fjögurra
ára fangelsi og þarf að greiða kon-
unni 1,6 milljónir króna í miskabæt-
ur en einkaréttarkröfu sonar
mannsins sem konan lagði fram fyr-
ir hans hönd var vísað frá.
Nauðgari fær fjögurra ára dóm
Njósnaði um, ofsótti og nauðgaði fyrrverandi eiginkonu
sinni Þarf að greiða konunni 1,6 milljónir í miskabætur
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Það er íþyngjandi og ósanngjarnt að í
lögum um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna sé ákvæði um að
þeim sé skylt að vinna yfirvinnu. Þetta
segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja,
BSRB, en í fyrradag sendi fjármála-
og efnahagsráðuneytið Ljósmæðra-
félagi Íslands bréf þar sem segir að
ljósmæður hafi ekki val um hvort þær
vinni yfirvinnu eða ekki. Tilefnið var
yfirlýsing ljósmæðra á fæðingarvakt
og meðgöngu- og sængurlegudeild
Landspítalans um að þær hygðust
ekki vinna yfirvinnu. Í bréfinu var vís-
að til laga um réttindi og skyldur op-
inberra starfsmanna, en í 17. grein
laganna segir m.a. að starfsmönnum
sé skylt að vinna þá yfirvinnu sem for-
stöðumaður telji nauðsynlega
„Þessi lagagrein er þekkt,“ segir
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent
við viðskiptafræðideild Háskóla Ís-
lands. „Til dæmis fengum við háskóla-
kennarar bréf frá rektor í hruninu,
þar sem sagði að gerðar yrðu ríkari
kröfur til vinnuskyldu og vísað til
þessara laga. En að nota þetta í
vinnudeilu er matsatriði og 1. maí er
ekkert sérlega góður dagur til að
senda svona skilaboð.“
Barn síns tíma?
Gylfi segir að sú staða gæti komið
upp að þessi lagagrein stangaðist á
við vinnutímatilskipunina, sem eigi að
vernda launþega fyrir of mikilli vinnu
og álagi. „En þess ber að gæta að það
eru margar undanþágur frá vinnu-
tímatilskipuninni og þetta snýst alltaf
um aðstæður hverju sinni. Annars er
spurning um hvort þessi grein sé ekki
einfaldlega barn síns tíma, á sama
tíma og verið er að tala um að stytta
vinnuvikuna,“ segir Gylfi.
„Það er býsna skrýtið ef það á að
fara að ráðstafa frítíma starfsfólks á
þennan hátt,“ segir Áslaug Íris Vals-
dóttir, formaður Ljósmæðrafélags-
ins. Hún hefur starfað í heilbrigðis-
kerfinu í 38 ár og segist aldrei hafa
vitað til þess, fyrr en nú, að þessari
lagagrein hafi verið beitt. Hennar
skilningur hafi verið að helst væri vís-
að til hennar ef um náttúruvá eða
svipaðar aðstæður væri að ræða.
Í áðurnefndum lögum segir að eng-
um starfsmanni, nema þeim sem
gegnir lögreglustörfum eða annarri
öryggisþjónustu, sé skylt að vinna
meiri yfirvinnu í viku hverri en nemi
fimmtungi af lögmæltum vikulegum
vinnutíma. Fyrir ljósmóður í fullu
starfi sem vinnur 40 tíma vinnuviku
væru það átta tímar, eða einn vinnu-
dagur. „Það væru þá fjórar vaktir á
mánuði fyrir þær sem eru í fullu
starfi og þær hafa verið að vinna
svona mikla yfirvinnu hingað til,“
segir Áslaug. „Okkur ber skylda til að
tryggja ákveðna neyðarmönnun en
ég hef aldrei heyrt þá skilgreiningu
að ljósmæðrastarfið flokkist sem ör-
yggisþjónusta, þannig að ég veit ekki
hvort hægt sé að fara fram á meira en
átta tíma á viku.“
Ekki til þess fallið að leysa málið
Þórunn Sveinbjarnardóttir, for-
maður Bandalags háskólamanna,
BHM, segir að í gegnum tíðina hafi
félagið margoft bent á þann mun sem
er á starfsumhverfi á opinbera og al-
menna markaðnum. „Það er heilmikil
skylda lögð á fólk að þurfa hugsan-
lega að vinna heilan vinnudag til við-
bótar í hverri viku,“ segir Þórunn.
„Það þarf auðvitað að umbuna fólki í
samræmi við skylduna sem á það er
lögð. „Hún segir að tími sé til kominn
að endurskoða þessi lög, en það sé
gríðarstórt verkefni. Spurð hvort
beiting þessara laga í kjaradeilu ljós-
mæðra við ríkið hafi komið henni á
óvart segir hún svo ekki vera. „Þessi
lög hafa verið í gildi í 20 ár,“ segir
Þórunn.
„Þessi framganga hjá fjármála-
ráðuneytinu er ekki til þess fallin að
leysa úr þessum ágreiningi við ljós-
mæður,“ segir Elín Björg. Hún segir
að þetta ákvæði, að skylt sé að vinna
umfram það starfshlutfall sem fólk
ræður sig til, sé partur af ósann-
gjörnum og íþyngjandi skyldum
ríkisstarfsmanna sem þeir búi við.
Engu að síður sé þetta í lögum og til-
gangurinn sé að koma í veg fyrir al-
varlega manneklu í almannaþjónustu
þegar á þarf að halda.
Elín Björg segir að þessi yfirvinnu-
skylda sé eitt af því sem verði tekið
fyrir í yfirstandandi viðræðum BSRB
og fjármálaráðuneytisins um sam-
ræmingu launakjara á opinbera og al-
menna vinnumarkaðnum. „Núna er
búið að samræma lífeyrisréttindin og
þetta er eitt af þeim atriðum sem þarf
að ræða. Við myndum vilja sjá þetta
ákvæði í burtu. Annars held ég að til-
gangurinn með þessu ákvæði hafi
varla verið sá að beita því sem vopni í
vinnudeilum. Þetta er býsna ósvífið
og ekki til þess fallið að leysa úr
ágreiningnum við ljósmæðurnar.“
Íþyngjandi, ósvífið og ósanngjarnt
BSRB og BHM vilja endurskoða lög um yfirvinnuskyldu „Heilmikil skylda lögð á fólk“
Morgunblaðið/Eggert
Ljósmæður Þær fengu bréf um að
þær hefðu ekki val um yfirvinnu.