Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 46

Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Einstakur möguleiki á að fá einkafund með talsmanni EBK, Anders Ingemann Jensen, um uppsetningu á EBK sumarhúsum á Íslandi. Á fundinum verður farið yfi r byggingarferlið, kost- naðaráætlanir og allt það sem viðkemur því, að fá nýtt EBK sumarhús byggt á íslandi. Föstudaginn 4. maí og laugardaginn 5. maí 2018 – Báða dagana frá kl. 10-17 Fundarstaður og stund: Stepp ehf., Ármúla 32, 108 Reykjavík Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku. Komið og upplifi ð hið stórkostlega HIRSEHOLM 111 Hús Hagavík/Tjarnarvík við Þingvallavatn Frekari upplýsingar um staðsetningu er hægt af nálgast í síma 696 9899 Bókið fund með EBK í Reykjavík, sérsniðin að ykkar óskum OPIÐ HÚS Sunnudaginn 6. maí kl. 13-16 EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk 18 18 2 Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús? WWW.EBK-HUS.IS DÖNSK HÖNNUN OG ARKITEKTÚR Fyrir einu ári skrifaði undirritaður grein sem hann nefndi: „Mars- mánuður fyrir rist- ilkrabbamein“, en mán- uðurinn er víða helgaður baráttunni gegn þessum illvíga sjúkdómi. Með ákveðnum skimunar- aðferðum má greina forstig þessa krabba- meins (ristilsepa) og fyrirbyggja það. Þess vegna hafa flestar þjóðir hafið skimun með ýmist skipulögð- um eða óskipulögðum hætti. Aðgerðaleysi Það vekur víða athygli að heil- brigðisyfirvöld á Íslandi hafa ekki sýnt baráttunni gegn þessu krabba- meini meiri áhuga og vilja í verki með því að hefja skimun. Ein- staklingar og áhugahópar hafa hins vegar barist lengi fyrir „vitundar- vakningu“ um þetta krabbamein. Sú barátta er að skila þjóðinni meiri þekkingu og skilningi á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða. Framfarir í skimunaraðferðum á undanförnum árum hafa leitt til meiri og betri ár- angurs. Ristilkrabbamein er þriðja al- gengasta krabbameinið og önnur al- gengasta dánarorsök af völdum krabbameina á Íslandi. Til ársins 2060 mun mannfjöldi á Íslandi aukast um 40%, en fjöldi krabba- meina í ristli og endaþarmi um 100%, ef ekkert er að gert (mynd 1). Skimun eftir duldu blóði í hægðum Skimun eftir blóði í hægðum (FOBT) er aðferðin sem flestar þjóðir hafa beitt á síðustu áratugum. Skimanirnar hafa margar verið lýð- grundaðar og byggðar á niður- stöðum vísindarannsókna sem gerð- ar voru í fjórum löndum. Árangurinn af þessum skimunar- aðferðum er slakur og lækkun dánartíðni að- eins um 16%-18%. Leit að blóði í hægð- um með nýrri aðferð eða FIT-rannsókn vekur von um betri ár- angur. Leit að blóði í hægðum þarf að beita á hverju ári eða annað hvert ár um nokkurra ára skeið og þátttaka þarf að vera góð (> 65%) til að ná árangri. Með þessari aðferð er fyrst og fremst verið að leita að og greina krabbamein. Lækkun á dánartíðni er sennilega eitthvað meiri en áhrif á nýgengi léttvæg. Bent hefur verið á flókið skipulag, takmarkaðan árangur og dýra fram- kvæmd við leit að duldu blóði í hægðum. Nýlegar niðurstöður frá viðamikilli finnskri skimunarrann- sókn staðfesta þetta. Landlæknisembættið hefur mælt með þessari aðferð við íslensk heil- brigðisyfirvöld að tillögu Krabba- meinsfélags Íslands og mun undir- búningur hafin. Ristilspeglun sem skimunaraðferð Niðurstöður rannsókna, þar sem speglunum er beitt í skimunartil- gangi, hafa verið að koma fram síð- ustu 10 árin. Öllum er nú ljóst að ristilspeglun er kjörrannsókn til að greina krabbamein og forstig þeirra í ristli. Hún er alltaf síðasta rann- sóknin ef blóð finnst í hægðum. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir nið- urstöður slembirannsókna á yfir- burðum langrar ristilspeglunar er fjöldi annarra rannsókna (á ristil- speglunum), sem sýna mun meiri lækkun á dánartíðni (70%) og lækk- un á nýgengi (30-50%). Tækninýj- ungum fleygir frama í gerð spegl- anatækja og gera okkur kleift að greina minnstu slímhúðarbreyt- ingar og sepa í ristlinum. Í þeim löndum þar sem áhersla er lögð á skimun eftir ristilkrabbameini fer ristilspeglunum mjög fjölgandi. Betri þjálfun lækna til að fram- kvæma speglanirnar er metn- aðarmál og áhersla lögð á skráningu og samræmda gæðavísa fyrir rann- sóknina. Fylgikvillar eru nú mjög sjaldgæfir og dauðsföll fáheyrð. Samanburður á áhrifum fram- angreindra aðferða á nýgengi rist- ilkrabbameins er áhugaverður (mynd 2). Evrópukönnun 1970-2011 Í nýlegri könnun (BMJ, 2015) á breytingu á dánartíðni af völdum krabbameins í ristli og endaþarmi í 34 Evrópulöndum, sem tekur yfir nær 40 ár (1970-2011), kemur í ljós verulegur munur á milli landa. Meg- inniðurstöður könnunarinnar eru að í þeim löndum þar sem lækkun á dánartíðni er mest (25% hjá körlum, 30% hjá konum), er aðgengi að skimunarþjónustu betri, ristilspegl- unum er ríkulega beitt og sér- fræðiþjónusta góð. Nú er verið að gera viðamiklar rannsóknir í 4 löndum, í Noregi (NordICC), Svíþjóð (SCREESCO), Bandaríkjunum (Colonprev) og Spáni (CONFIRM). Bráðabirgða- niðurstöður lofa góðu um árangur ristilspeglana. Ný rannsókn (tilfellarannsókn) frá Bandaríkjunum (Ann Intern Med, 2018), sýnir að marktæk fylgni er á milli ristilspeglana og lækkunar í dánartíðni um 61%. Margar þjóðir horfa til skimunar með ristilspeglunum, en vegna fólksfjölda og skorts á mannafla til að framkvæma rannsóknirnar verð- ur erfitt og næsta ómögulegt fyrir margar þjóðir að beita þessari að- ferð. Hvað með okkur á Íslandi ? Á Íslandi má ná góðum árangri með þessari skimunaraðferð (rist- ilspeglunum). Þjóðin er fámenn og margir vel þjálfaðir læknar fyrir hendi. Af heildarfjölda ristilspegl- ana nú er um helmingur þeirra gerður í forvarnarskyni. Þess vegna má spyrja: 1. Hvers vegna veljum við skim- unarrannsókn sem er flókin og dýr? Aðferðin skilar litlum árangri og hefur takmörkuð áhrif á dánartíðni, lítil áhrif á nýgengi og lífsgæði. 2. Hvers vegna veljum við ekki skimunarrannsókn, sem þegar er hefð fyrir hér á landi, skilar betri ár- angri og hefur fáa alvarlega fylgi- kvilla? Hún hindrar kabbamein og eykur því lífsgæði fólks. Ristilspeglun er vænlegust til að hafa mest áhrif á dánartíðni og ný- gengi sjúkdómsins. Hún forðar okk- ur frá ristilkrabbameini. Hvers virði er það? Aðgerðaleysi og skert lífsgæði Eftir Ásgeir Theodórs » Það vekur athygli að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi hafa ekki sýnt baráttunni gegn þessu krabbameini meiri áhuga og vilja í verki með því að hefja skimun. Ásgeir Theodórs Höfundur er læknir, sérfræðingur í heilbrigðisstjórnun og meltingarlækningum. atheodor@simnet.is Fjöldi krabbameina eftir aldri 2020-2060 60 50 40 30 20 10 2020 2030 2040 2050 2060 Árið 2060 Árið 2020 Fjöldi Aldur: ára20 25 30 35 40 45 50 55 60 65 70 75 80 85 Fjöldi krabbameina hjá yfir 60 ára eykst vegna fjölgunar einstaklinga í þeim aldurshópi Áhrif aðferða á nýgengi krabbameins í ristli Leit að blóði í hægðum Ristilspeglunarskimun 400 300 200 100 Fjöldi Aldur: 25 35 45 55 65 75 85 25 35 45 55 65 75 85 Nýgengi í dag Nýgengi eftir 10 ár Nýgengi í dag Nýgengi eftir 10 ár Áhrif á nýgengi ● Fækkar ekki fjölda greindra krabbameina ● Hefur ekki áhrif hjá þeim sem eru yfir 80 ára Áhrif á nýgengi ● Fækkar fjölda greindra krabba- meina ● Líka hjá þeim sem eru yfir 80 ára Einhverjum kann að þykja það smámál, en ekki mér að opna fyrir sölu á áfengi í Hagkaup á Garða- torgi. Mér er alger- lega fyrirmunað að skilja hvað Sjálfstæð- isflokkurinn var fljót- ur að samþykkja er- indi frá Högum þess efnis að fá að opna vínsölu inni í verslun Hagkaups. Vitanlega er það ólöglegt, en samt vildi Gunnar Einarsson bæjarstjóri láta skoða málið og með jákvæðum huga. Garðaskóli, langstærsti ung- lingaskóli bæjarins, er steinsnar frá Garðatorgi og fyllist Hagkaups- búðin af nemendum í hádeg- ishléinu. Ekkert heyrist frá For- varnanefnd Garðabæjar sem hefur til þessa verið vakandi í mik- ilvægum málum samfélagsins. Í stað þess að lúffa á hún vitanlega sjálf að sýna frumkvæði í þessu brýna forvarnarmáli í bænum. En af hverju var erindinu ein- faldlega ekki bara hafnað? Það er vínbúð í Garðabæ langt frá öllum skólum við hliðina á einni vinsæl- ustu verslun landsins, nefnilega Costco. Við munum að það voru Hagar sem leiddu hagsmunabar- áttu verslunar að fá að selja áfengi með frumvarpinu „brennivín í búð- ir“. Hagar eru félag rekið áfram af hagnaðarhvötinni einni saman. Hagkaup mundi ég aldrei treysta til að láta vera að selja ólögráða unglingum vín ef þeir gætu bara grætt á því. Um það snýst þetta ólánsmál. En þó beita eigi bæjarstjóranum til að þrýsta á fjármála- ráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins sem einnig býr í bæn- um er rétt að halda líka til haga að fulltrú- ar minnihlutans, sem nú eru komnir í fram- boð fyrir Garðabæj- arlistann og Miðflokkinn, eru engu skárri og lyftu ekki litla fingri þeg- ar málið var til umfjöllunar í bæj- arráði. Í uppsveiflupartíinu hér í Garðabæ eru menn dauðhræddir við að verða óvinsælir og vilja dansa með. Þetta vita stjórnendur Haga upp á hár. Þeir eru snjallir enda fyrirstaðan lítil sérstaklega rétt fyrir kosningar þegar auðvelt er að beita fyrir sig stjórn- málamönnum sem skortir alla stað- festu. Vín í Hagkaup á Garðatorgi – Nei takk Eftir Einar Sveinbjörnsson Einar Sveinbjörnsson » Garðaskóli, lang- stærsti unglinga- skóli bæjarins, er stein- snar frá Garðatorgi og fyllist Hagkaupsbúðin af nemendum í hádegis- hléinu. Höfundur skipar eitt af neðri sætum Framsóknarflokksins í Garðabæ. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.