Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 79
ton eru af „smærri“ gerðinni; þau blása ekki út viðfangsefnin heldur kanna þau úr návígi og kalla á nánd við áhorfandann. Verkin einkennast af léttleika og malerískri tilfinningu. Strokur pensils og annarra áhalda eru oft aðgreindar, til dæmis í und- urfallegri vatnslitamynd sem skír- skotar til japansks listskautahlaup- ara, Yuzuru Hansu. Myndin er á mörkum hins óhlutbundna og hefur austrænan blæ. Á annarri mynd af Yuzuru, sem unnin er með olíu, er sem skautasena úr sjónvarpinu hafi breyst í kyrrmynd; athygli áhorfand- ans beinist að pensildráttum sem móta andlitið blíðlega og kveikja samkennd með einstaklingnum, von- um hans og væntingum. Í skauta- hlaupi Yuzuru finnur hún heilt lífs- hlaup. Andliti Yuzuru svipar talsvert til unga mannsins á teikningunni Andr- ea Quaretesi eftir ítalska endur- reisnarlistamannsins Michelangelo frá um 1530. Lítil litblýantsteikning eftir Peyton heitir einmitt „After Michelangelo“ og er, eins og nafnið gefur til kynna, unnin eftir hinni áhrifaríku en lágstemmdu portrett- mynd Michelangelos. Mynd Miche- langelos er krítarmynd þar sem fín- leg mýkt og viðkvæmni hins unga andlits er frábærlega túlkuð með chi- aroscuro-skyggingartækni. Eft- irmynd Peyton er ekki „kópía“, held- ur innlifun í verk endurreisnarlistamannsins og þar með á einhvern hátt í líf hans og per- sónunnar sem túlkuð er í teikning- unni. Í verki hennar býr einnig íhug- un um eðli teikningarinnar sem athafnar og myndgerðar yfirleitt. Misstórar blýantsstrokur neðst í hægra horni myndarinnar eru á skjön við chiaroscuro og virka öðrum þræði eins og prufur en minna jafn- framt á afstrakteigindir mynda. Með því að endurgera verk Michelang- elos, leitast Peyton við að rekja sig gegnum verk hans, strik fyrir strik, og draga fram tímann í verkinu. Verk Peyton búa yfir nánd en jafn- framt einkennast þau af framandi dulúð. Á sýningunni getur að líta eina sjálfsmynd, vangamynd í svart- hvítri dúkristu. Myndasmiðurinn horfir fram fyrir sig og lætur fátt uppi. Líkt og í annarri dúkristu, „An- toine!“, er áhorfandanum að veru- legu leyti eftirlátið að ráða í drætt- ina. Iðandi pensilskriftin í hinu fallega verki „Belle Belle Belle (La Belle et la Bête)“ skapar andrúms- loft viðkvæmnislegrar rómantíkur. Efri hluti myndarinnar leikur á mörkum læsileikans en neðri hlutinn sýnir máttvana manneskju – og stað- setning myndarinnar í svartmáluðu rými ýtir undir óljósa atburðarásina. Verk Elizabeth Peyton birta og spegla veruleika þar sem ótal mannamyndir skarast í sífellu og með þessum myndum leitast hún við að ná tangarhaldi á slíkum veruleika – og hvetja áhorfandann til að staldra við og rýna eftir svipmóti mennskunnar undir yfirborðinu í hröðu, ímyndamótuðu fjölmiðlaum- hverfi. Tilvist og ásjóna mannsins í tímans flaumi er í senn óljós atburða- rás og sígilt viðfangsefni mynda- smiða. Morgunblaðið/Einar Falur Listakonan Peyton á sýningu sinni í Kling & Bang við verkið After Michelangelo. „Með því að endurgera verk Michelangelos, leitast Peyton við að rekja sig gegnum verk hans, strik fyrir strik, og draga fram tímann í verkinu.“ Listamaðurinn og Gladstone Gallery, New York og Brussel. Angela Merkel Málverk Peyton af kanslaranum; eftir að hafa skoðað ljós- myndir af henni frá 30 árum var niðurstaðan sú „að andlitsfall og svipbrigði Merkel endurspegluðu helsta styrk þessa valdamikla stjórnmálaleiðtoga í umróti heimsins: mannúð“. Málverkið er ekki á sýningunni í Kling & Bang. Morgunblaðið/Valli Óljós „Iðandi pensilskriftin í hinu fallega verki „Belle Belle Belle (La Belle et la Bête)“ skapar andrúmsloft viðkvæmnislegrar rómantíkur … staðsetn- ing myndarinnar í svartmáluðu rými ýtir undir óljósa atburðarásina.“ MENNING 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Margrét Brynjólfsdóttir listmálari sýndir þessa dagana ásamt Caty Wasser glerlistakonu í Aida Galerie í Strasbourg undir heitinu Terre d’Islande et Transparences. Þegar sýningunni lýkur, 10. maí næstkom- andi, verður hún færð úr stað, til Catala Glass Art í Cosswiller í Al- sace. Sýningin var sett upp á vegum fé- lagsins Alsace-Islande og að frum- kvæði Catherine Ulrich. Alsace- Islande-samtökin hafa staðið fyrir ýmsum ráðstefnum, tónleikum og sýningum, ásamt því að standa fyr- ir menningarferðum til Íslands. Í Catala Glass Art eiga og reka listamennirnir Caty Wasser og Eric Wasser, sem er líka arkitekt og hönnuður, vinnustofur í sér- stakri byggingu, Heldiome. Sýn- ingin mun standa þar til 24. júní. Margrét hefur unnið að list sinni til fjölda ára og málar með olíu á striga. Hún á að baki fjölbreytt myndlistarnám og hefur frá árinu 1997 haldið mál- verkasýningar víða. Margrét sýnir í Strasbourg og Alsace Hluti eins málverka Margrétar Brynj- ólfsdóttur. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fim 3/5 kl. 20:00 25. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Fös 4/5 kl. 20:00 26. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Lau 5/5 kl. 20:00 27. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Mið 16/5 kl. 20:30 aukas. Fös 4/5 kl. 20:30 12. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Fim 17/5 kl. 20:30 23. s Lau 5/5 kl. 20:30 13. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Fös 18/5 kl. 20:30 24. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s Sun 13/5 kl. 20:30 22. s Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Hin lánsömu (Stóra sviðið) Fim 10/5 kl. 20:00 3. s Sun 13/5 kl. 20:00 4. s Mið 16/5 kl. 20:00 5. s Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Faðirinn (Kassinn) Sun 6/5 kl. 19:30 49.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Aðfaranótt (Kassinn) Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.