Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 50

Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 50
Veiði og stofnstærð makríls 1980 til 2017 6 5 4 3 2 1 0 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 milljón tonn Veiði 1987-2016 Hrygningarstofn 95% vikmörk Heimild: Hafrannsóknastofnun Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samkvæmt stofnmati 2017 var stofninn stærstur 2011 á tímabilinu 1980 til 2017. Nýliðun makríls var áberandi góð árin 2002, 2006, 2011 og 2014, í meðallagi 2015 og ekki er til áreiðanlegt mat á árgangastærð 2016 og 2017. Anna Heiða segir að í vinnslu sé grein vísindamanna um útbreiðslu makríls að sumarlagi í Noregshafi, haf- inu umhverfis Ís- land og Irm- ingerhafi og er þar stuðst við gögn frá 1997 til 2016. Stærri hrygn- ingarstofn hafi þýtt stærra fæðu- svæði í júlí þegar árlegur makríl- leiðangur er far- inn í Noregshafi, hafinu umhverfis Ísland og Irmingerhafi. Heildar- útbreiðslusvæðið í makrílleiðangr- inum sumarið 2017 hafi verið 7 % minna en mældist sumarið 2016 en 4% stærra en mældist sumarið 2015. Upphafið að mikilli stækkun „Það er eðlilegt að sveiflur séu í árgangastærð fiska,“ segir Anna Heiða. „Þegar nýliðun er skoðuð fyr- ir tímabilið frá 1980 til 2017 sést að árgangurinn 2002 var mjög sterkur og það er áberandi að upp úr því kom mjög góð nýliðun, sem er upp- hafið að mikilli stækkun stofnsins. Árgangurinn 2006 var sérlega stór og árgangarnir 2011 og 2014 voru einnig stórir. Ef nokkrir góðir árgangar koma á tíu ára tímabili verður mikil stækk- un í stofninum ef veiðum er haldið hóflegum. Frá 2014 hafa ekki komið stórir árgangar en við getum samt ekkert sagt um að ekki verði góð ný- liðun fljótlega aftur. Tvö lakari ár þurfa alls ekki að þýða að nýliðun verði léleg þriðja árið eða allt sé á niðurleið. Í þessu eru miklar nátt- úrulegar sveiflur og því nauðsynlegt að horfa á stóru myndina og draga ályktanir af henni.“ Í norska blaðinu Fiskaren var ný- lega haft eftir Leif Nøttestad, fiski- fræðingi í Noregi, að toppnum hefði trúlega verið náð í magni og út- breiðslu makríls að sinni. Ástæð- Sveiflur eðlilegar í stærð árganga Útbreiðslusvæði makríls hefur breyst verulega síðasta áratuginn og síðustu ár hefur hrygningarstofn minnkað. Dr. Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur á Hafrann- sóknastofnun og verkefnastjóri í makríl, segir að sterk fylgni hafi verið á milli þess hvað hrygningarstofninn var stór og hversu stórt útbreiðslusvæðið var. Nýliðun makríls 1980 til 2015 15 12 9 6 3 0 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 milljarðar fiska 0 ára árgangastærð 3 ára árgangastærð 95% vikmörk Heimild: Hafrannsóknastofnun Morgunblaðið/Árni Sæberg Gert klárt Makrílvertíð hefst væntanlega af krafti eftir um tvo mánuði. Myndin sýnir Sigþór M. Eyþórsson við störf um borð í Vigra fyrir nokkrum árum. Anna Heiða Ólafsdóttir 50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018 Ford F-150 Platinum 6,7L Diesel, 440 Hö, 925 ft of torque. Með sóllúgu, FX4 off-road pakka, upphituð/ loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, trappa í hlera og Driver altert-pakki. Öll standsetning innífalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ FRÁ 10.890.000 m.vsk 2018 GMC Denali 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, Nýr 2018 Denali (nýja útlitið). Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, geymsluhólf undir aftur- sæti, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Öll standsetning innífalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ 9.990.000 m.vsk 2018 GMC Sierra SLT Quartz. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Öll standsetning innífalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ 9.590.000 m.vsk 2018 GMC Denali - 35” breyttur 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, geymsluhólf undir aftursæti, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. 35” breyttur með brettakanta, 35” dekk og krómfelgur. Öll standsetning innífalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ 10.690.000 m. Viðskipti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.