Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 71
MINNINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018
✝ Þorsteinn Þor-valdsson,
Steini, fæddist á
Akranesi 30. júní
1924. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi 2. apríl
2018.
Foreldrar hans
voru Þorvaldur
Ólafsson, f. 14.
september, d. 16.
maí 1944, og Sigríður Eiríks-
dóttir, f. 22. nóvember 1883, d.
28. maí 1934. Þorsteinn var
yngstur 10 systkina: Valdís
(hálfsystir), Ólafía, Tómas, Sig-
urður, Málfríður, Margrét,
Eiríkur, Teitur og Ólafur. Þau
eru öll látin.
Eftirlifandi eiginkona Þor-
steins er Elín Hanna Hannes-
dóttir, f. á Akranesi 9. október
1927. Foreldrar hennar voru
Hannes Júlíus Guðmundsson
og Herdís Ólafsdóttir á
Dvergasteini. Kjörsonur Þor-
steins og Elínar er Hannes
Þorsteinsson, f. 17. júlí 1952,
kvæntur Þórdísi Guðrúnu
félags Íslands 1944 og Hið
meira mótornámskeið FI 1945-
46 og öðlaðist vélstjórarétt-
indi.
Hann gegndi um langa hríð
starfi fréttamyndatökumanns í
árdaga Sjónvarpsins (1967-
1993) og hann hélt fjölda ljós-
myndanámskeiða fyrir ung-
linga.
Auk myndatöku átti Þor-
steinn ýmis áhugamál. Hann
var í slökkviliðinu, var formað-
ur Véladeildar VLFA í nokkur
ár, vann að slysavarnamálum
sjómanna á yngri árum. Hann
var einn stofnenda Golfklúbbs
Akraness, síðar Leynis, og for-
maður frá 1967-1981, heiðurs-
félagi frá 1985. Heiðursfélagi
ÍA frá 2006.
Þorsteinn gerðist snemma
félagi í Oddfellowstúkunni
Agli og var til dauðadags.
Kona hans var einnig félagi í
stúkunni Ásgerði frá stofnun
og er enn.
Við starfslok tók Þorsteinn
upp líkamsrækt og stundaði
göngur og hjólreiðar svo eftir
var tekið. Hann hljóp hálf-
maraþon og götuhlaup fram til
áttræðs. Hann bjó að ein-
staklega góðri heilsu vel fram
yfir nírætt.
Útför Þorsteins fór fram í
kyrrþey að ósk hans sjálfs, frá
Akraneskirkju 11. apríl 2018.
Arthursdóttur, þau
skildu. Synir
þeirra eru Þor-
steinn, f. 1978,
börn hans eru
Grétar Júlíus og
Frosti, sambýlis-
kona Inga Henrik-
sen, hún á þrjú
börn, og Bjarni
Þór, f. 1981, börn
hans eru Elín Þóra
og Urður Elísa,
eiginkona Helga Björk Jós-
efsdóttir, hún á einn son.
Þorsteinn kvæntist 7. des-
ember 1946 og hjónabandið
varði til dauðadags, í tæp 72
ár.
Þorsteinn bjó á Akranesi all-
an sinn aldur, Þau hjón bjuggu
lengst af á Vesturgötu 139,
sem þau byggðu (1953-1971)
og á Hjarðarholti 11 (frá
1984).
Hann vann fyrst sem verka-
maður og sjómaður en lengst
af sem vélamaður í frysti-
húsum Fiskivers, Heimaskaga
og HB&Co. Hann tók Hið
minna mótornámskeið Fiski-
Það er hverju barni mikil-
vægt að eiga öruggt og traust
heimili, foreldra sem skapa því
hugarró. Þannig voru Þorsteinn
og Elín þegar ég nýfæddur varð
þeirra. Pabbi var fastur fyrir,
traustur og öruggur. Vernd-
andi. Ljúfur, samt ákveðinn og
umfram allt skilningsríkur.
Mamma full af væntumþykju og
kærleika.
Pabbi missti móður sína 10
ára og föður sinn tvítugur.
Hann ólst upp í stórum syst-
kinahópi. Hann fór ungur á sjó-
inn og vann í hermannaeldhúsi í
Hvalfirði á stríðsárunum og
lærði þá ágæta ensku. Hann
lærði vélstjórn í lok stríðsins.
Svo kynntist hann Ellu, þau
gengu í hjónaband 1946 sem
stóð í um 72 ár. Þau tóku mig
sem kjörbarn 1952. Saman flutt-
um við ári síðar í nýja húsið
okkar sem var í byggingu í
Mýrinni, Vesturgata 139. Þar
ólst ég upp og varð að ungum
manni.
Pabbi vann þá við vélstjórn í
Fiskiveri, neðst á Skipaskaga.
Ég fékk snemma að vera með
honum í vinnunni, leika mér
undir vökulum augum hans en
samt frjáls til að prófa og upp-
götva. Þarna skapaði pabbi mér
tækifæri til að verða hugfang-
inn af náttúrunni, fjörunni og
sjónum. Heima í mýrinni varð
Kampurinn og fjaran og klett-
arnir með sínum óteljandi síla-
pollum að leikvangi æsku minn-
ar. Ég fékk rými til að upplifa,
prófa, meiða mig smá og læra af
því og lesa náttúruna. Ómet-
anleg reynsla fyrir strák.
Pabbi kynntist golfíþróttinni í
Skotlandi 1956 þegar hann kom
þangað með bát í vélaskipti.
Hann var einn stofnfélaga GL
og ég fylgdi með, 13 ára. Pabbi
skapaði mér þar vettvang í
íþrótt sem ég heillaðist af, á svo
margan hátt. Saman bjuggum
við golfvöllinn til og héldum
honum við með slætti. Pabbi lét
gamla Farmalinn snúast og flat-
arsláttuvélina, og ég sat á Far-
malnum og hékk í flatarvélinni.
Pabbi varð formaður í 13 ár
samfleytt.
Pabbi hafði lokið skyldunámi,
auk mótornámskeiðanna sem
hann tók 1944-46. Eftir lands-
próf fór ég í MH og varð stúd-
ent. Hann studdi mig alltaf í
mínum ákvörðunum og náms-
vali. Og borgaði brúsann. Eftir
háskólanám settist ég að á
Akranesi og þar hafði ég hann
nálægan þegar fjölskyldan mín
og konunnar óx úr grasi.
Pabbi var frábær afi fyrir
syni mína tvo. Ég var ungur
faðir, vinnandi og tímalítill fyrir
synina. En afi var alltaf til stað-
ar. Þannig myndaði hann ein-
staklega góð tengsl, var eins-
konar ofur-afi.
Pabbi var sérlega heilsu-
hraustur og vel byggður og
varð sjaldan misdægurt. Eftir
starfslok 1994 tók hann að
stunda reglulega líkamsrækt.
Upp úr því fór hann að hlaupa
og ganga um holt og hæðir,
hálfmaraþon, 21,1 km í allnokk-
ur skipti. Svo hljóp hann undir
Atlantshafið í gegnum Hval-
fjarðargöng fyrir opnun þeirra
1998. Það sama gerði hann í
Færeyjum 2002, þá 78 ára.
Hann hljóp og hjólaði þar til
sjónin fór að þverra og jafn-
vægið. Þá var hann kominn hátt
á níræðisaldur.
Pabbi hafði skapað sér orð-
spor fyrir heilbrigði. Ég fór
með pabba í skoðun á sjúkra-
húsið vegna iðraverkja, en það-
an átti hann ekki afturkvæmt.
Hann andaðist 2. apríl.
Pabbi óskaði eftir útför í
kyrrþey og bálför í kjölfarið.
Duftker hans mun hvíla í Akra-
neskirkjugarði.
Hannes Þorsteinsson.
Meira: mbl.is/minningar
Afi minn var eins og margir
góðir afar; gaf mér góðar gjafir.
Afmælis-, jóla-, tækifærisgjafir
af öllum sortum. Stórar, litlar,
mjúkar, harðar, óætar og lyst-
ugar. Flestar eiga þær það sam-
eiginlegt að ég man ekki svo vel
eftir þeim. Sumum. En fæstum
get ég lýst.
Afi minn gaf mér annað og
meira. Svo miklu, miklu meira.
Hann gaf mér tíma. Gaf mér at-
hygli. Gaf mér hvatningu. Hann
gaf mér ótrúlega sterka fyrir-
mynd til að líta upp til. Gjafir
sem eru mér kærastar allra.
Eftir vinnudaginn fór hann
ekki endilega beint heim að
slappa af, lesa blöð, eða hvað-
eina. Hann kom svo ótrúlega oft
í heimsókn til okkar. Fór með
mér og Steina bróður í bíltúr.
Stundum stuttan, stundum
langan. Við fórum á bryggjuna
að skoða skip, skoða hús, skoða
ekkert. Bara spjalla. Stundum
fórum við langt. Upp í Hval-
fjörð og keyptum kók og prins,
settum nokkrar krónur í spila-
kassana og hlógum saman.
Þetta voru gjafir sem kostuðu
ekki mikið, oftast ekki neitt.
Afi ferðaðist um heiminn.
Hann sagði okkur sögur af því
sem hann sá. Ég átti ekki til orð
hvað mér fannst hann flottur
gaur. En hann predikaði ekki
bara yfir okkur. Hann hlustaði.
Honum fannst sögurnar mínar
svo spennandi. Hann gat rætt
pólitík í jólaboði en stóð svo
strax upp þegar ég labbaði inn í
stofuna. Fór með mig inn í
geymslu að sækja aukaskammt
af konfekti. Ég var alltaf merki-
legri en forsetinn, eða í það
minnsta leið mér þannig.
Fyrirmyndin sem hann var
mér er ómetanleg. Hann var
duglegur, ósérhlífinn og lagði
sig fram í sjálfboðastarfi. Hann
tók þátt í að stofna golfklúbb.
Var formaður lengur en allir.
Þetta var golfklúbburinn sem
ég var alinn upp í, þar sem við
spiluðum svo oft saman. Hann
var í Oddfellow, gefandi af sér
til góðra málefna. Hann var
meira að segja í slökkviliðinu!
Hann gaf mikið af sér til sam-
félagsins.
Ef ég fengi vald til að velja
mér þann allra besta afa sem ég
gæti hugsað mér, þá þyrfti ég
ekki að hugsa mig lengi um.
Það er í raun ekki hægt að biðja
um meira.
Núna er ég, ekki orðinn fer-
tugur, á einhvern undarlegan
hátt farinn að hlakka til að
verða afi. Ég ætla að reyna mitt
allra besta til að gefa tíma, gefa
athygli, gefa hvatningu og vera
sterk fyrirmynd. Ég vona að
sem flestir sem þetta lesa taki
hann afa Steina sér til fyrir-
myndar og gefi börnum sínum
og barnabörnum þessar gjafir.
Þær kosta ekki mikið. Jafnvel
ekki neitt. En með tímanum
verða þær ómetanlegar.
Bjarni Þór Hannesson.
Þorsteinn
Þorvaldsson
Þegar Þuríður
Jóhanna Kristjáns-
dóttir er kvödd
sjáum við á bak
konu sem var í
senn leiðtogi, hugsjónamaður
og vinur.
Hún hafði mikla hæfileika til
forystu, hún gekk á undan með
góðu fordæmi, var útsjónarsöm
og sanngjörn í hverju viðfangs-
efni.
Allir sem voru nálægt henni
treystu á dómgreind hennar og
treystu því að hún myndi velja
bestu leiðina í hverju verkefni.
Ég kynntist Þuríði fyrst fyrir
rúmum 40 árum þegar Delta
Þuríður Jóhanna
Kristjánsdóttir
✝ Dr. Þuríður Jó-hanna Krist-
jánsdóttir fæddist
28. apríl 1927. Hún
lést 18. apríl 2018.
Þuríður var jarð-
sungin 2. maí 2018.
Kappa Gamma –
eða Félag kvenna í
fræðslustörfum –
var stofnað á Ís-
landi árið 1975.
Alls vorum við 26
sem stofnuðum
Alfa-deildina en nú
erum við bara tvær
eftir. Þuríður varð
fyrsti forseti sam-
takanna hér á landi
og það var unun að
kynnast verklagi hennar allt
frá byrjun.
Hún ákvað strax að samtökin
skyldu fyrst og fremst vera ís-
lenskum konum í fræðslustörf-
um til gagns og gleði. Þótt
samtökin væru að stofni til
bandarísk tókst henni að gera
íslenska hlutann svo gagnlegan
íslenskum menntamálum að að-
dáunarvert var.
Enn þann dag í dag búum
við að þeim grunni sem hún
lagði fyrir samtökin, sem hafa
blómstrað frá fyrstu tíð. Fyrstu
verkefnin voru að skrifa grein-
ar í Morgunblaðið um mennta-
mál, enda voru konur í samtök-
unum með fjölbreyttan
bakgrunn og höfðu margt til
málanna að leggja.
Öll frumvörp sem lögð voru
fyrir Alþingi voru rædd og um-
sagnir sendar til alþingis-
manna. Með þessu var líka
hægt að vekja athygli á
samtökunum. Inn á við var
starfið styrkt og leitast við að
fá fyrirlesara sem gátu miðlað
af þekkingu sinni á einhverju
sviði menntamála eða mikil-
vægum þáttum í samfélaginu,
t.d. þegar rætt var um að flytja
grunnskólann til sveitarfélag-
anna voru þau mál rædd í þaula
innan samtakanna.
Þuríður var brautryðjandi á
sviði menntamála og fyrsta
konan sem varð prófessor í
Kennaraháskólanum og síðan á
Menntavísindasviði Háskóla Ís-
lands. Hún var með doktors-
próf frá Bandaríkjunum og
hafði mörgu að miðla. Ósér-
hlífni var henni eiginleg og hún
tók gjarnan að sér erfiðustu
verkefnin í Kennaraháskól-
anum ef henni þótti þau áhuga-
verð og spennandi. Hún var t.d.
ábyrg fyrir því að byggja upp
réttindanám kennara sem
höfðu kennt í mörg ár en voru
réttindalausir. Við þetta starf-
aði Þuríður í þrjú ár en þetta
var eins konar bréfaskóli sem
kostaði mikla skipulagsvinnu
og tengsl við hvern og einn
nemanda um allt land. Þeir
kennarar sem nutu leiðsagnar
hennar eiga varla til nógu sterk
orð til að þakka henni það sem
hún gerði fyrir þá. Og allt gerð-
ist þetta fyrir tíma tölvusam-
skipta og netvæðingar.
Alltaf var stutt í brosið og
hláturinn hjá henni, sama hvað
á gekk.
Delta Kappa Gamma á Ís-
landi hefur misst mikið en við
búum líka að öllum þeim fjár-
sjóði sem hún skapaði fyrir
okkur og kennarastéttina í
heild.
Með hjarta fullt af þakklæti
kveð ég vinkonu mína og sendi
frændfólki, vinum og sam-
starfsfólki samúðarkveðjur.
Sigrún Klara
Hannesdóttir.
Elsku amma mín.
Nú hafa leiðir
okkar skilið og eftir
sitja svo margar
góðar minningar.
Ef ég hugsa til æskuára minna
þá koma fyrst upp í huga minn
jólin.
Það var fastur liður á aðfanga-
dag að þú og afi komuð, og það
var svo mikill spenningur að sjá
alla fallegu pakkana sem þú
komst með. Enginn pakki var
eins og báru þeir af í öllu pakka-
flóðinu. Það var ekki bara að þeir
litu svo fallega út heldur var líka
innihaldið spennandi og margir
hlutir sem þið gáfuð mér sem ég
held mikið upp á enn þann dag í
dag.
Öll mín 38 ár höfum við verið
saman á aðfangadag og munu jól-
in ekki vera eins án þín elsku
amma. Á Tómasarhagann var
alltaf gott að koma. Þar áttuð þið
afi svo fallegt og hlýlegt heimili
sem fékk mann til að líða svo vel
hjá ykkur. Eitt af mínu uppáhaldi
var að koma snemma í bæinn og
byrja á að koma í morgunkaffi til
ykkar afa og svo seinna til þín. Þá
var eins og maður væri kominn á
flottasta morgunverðarhlaðborð-
ið og dekrað við mann. Það má
segja að þú hafir verið listamað-
ur, það var alveg sama hvort það
var að leggja á borð, elda mat eða
skrifa afmæliskort. Allt þetta var
alveg einstakt og í hverju afmæl-
iskorti var skrifað svo fallega,
Valdís
Björgvinsdóttir
✝ Valdís Björg-vinsdóttir fædd-
ist 18. mars 1935.
Hún lést 24. apríl
2018.
Útför Valdísar fór
fram 2. maí 2018.
sett ljóð og myndir.
Ef eitthvað bját-
aði á hjá mér, varst
það þú sem stappað-
ir í mig stálinu og
sagðir eitthvað við
mig sem hjálpaði og
fyrir það verð ég
þér ævinlega þakk-
lát.
Smávinir fagrir,
foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Prýðið þér lengi landið það,
sem lifandi guð hefur fundið stað
ástarsælan, því ástin hans
alstaðar fyllir þarfir manns.
Vissi ég áður voruð þér,
vallarstjörnur um breiða grund,
fegurstu leiðarljósin mér.
Lék ég að yður marga stund.
Nú hef ég sjóinn séð um hríð
og sílalætin smá og tíð. –
Munurinn raunar enginn er,
því allt um lífið vitni ber.
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
Smávinir fagrir, foldarskart,
finn ég yður öll í haganum enn.
Veitt hefur Fróni mikið og margt
miskunnar faðir. En blindir menn
meta það aldrei eins og ber,
unna því lítt, sem fagurt er,
telja sér lítinn yndisarð
að annast blómgaðan jurtagarð.
(Jónas Hallgrímsson)
Heiða Dís Fjeldsted.
Elsku Stína
amma. Það er það
sem þú varst fyrir
mér og okkur öllum
ömmubörnunum
þínum. Manneskja sem alltaf var
hægt að treysta á að væri þar fyr-
ir mann, hringja í hvort sem það
var til að spjalla um daginn og
veginn, vitleysuna í pólitík þótt
ég hafi nú ekki alltaf haft áhuga á
þeim málefnum sérstaklega,
hvort þú vissir nokkuð hverra
manna hinir og þessir væru (sem
þú oftast vissir) eða fá einföld
þvottaráð og eldhúsráð. Alltaf
tilbúin að gera allt fyrir mann ef
það var veraldlega mögulegt fyr-
ir þig, lést alltaf allt og alla í for-
gang.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar ég hugsa til þín
sem ég hef mikið gert undanfar-
ið, með miklum söknuði. En ég
ætla ekki að fara að telja þær upp
hér, heldur bara minninguna um
þig sjálfa, hlýja, trausta og hrein-
skilna. Þrjú góð orð til að lýsa
þér. Þú sýndir alltaf ást og vænt-
umþykju í samskiptum, alltaf var
hægt að treysta á öll þín ráð,
hjálp frá þér og það að þú barst
alltaf traust til mín sem ungs
manns.
Hreinskilin, sterkasta orðið
sem kemur upp í kollinn á mér,
sast aldrei á skoðunum þínum
varðandi hin og þessi málefni,
sama hversu merkileg eða
ómerkileg, ef þér fannst einhver
Kristín Ellen
Hauksdóttir
✝ Kristín EllenHauksdóttir
fæddist 4. maí
1950. Hún lést 15.
mars 2018.
Útför Kristínar
fór fram í kyrrþey.
koma illa fram við
náungann léstu það
í ljós.
Ég mun sakna
þín, amma, núna og
alltaf. Hjarta sem er
brostið er hjarta
sem hefur fundið
fyrir ást. Þú varst
sem engill í formi
ömmu minnar; þeg-
ar ég var á vitlausri
braut beindirðu mér
í rétta átt og þegar þú snerir aft-
ur til Guðs, þá veit ég að hann
hrópaði halelújía.
Móðir er stórt orð yfir ást
alla ævi við verkefnin mun kljást
til að mér líði betur
hún gerir hvað hún getur
vor, sumar haust og vetur.
Móðir hún læknar mín sár
af hvarmi hún þurrkar mín tár
þegar í faðm hennar ég renn
hún er þá allt í senn
það fallega sem prýðir alla menn
Móðir hefur ætíð á mér gætur
um bjarta daga sem dimmar nætur
þegar martröð hefur að mér sótt
þá kemur hún til mín fljótt
faðmar mig fast og býður góða nótt
Já móðir er stórt orð yfir ást
þegar hún kveður þá mun ég þjást
en ég veit þá ég engil á
fyrir honum finn þó ég muni hann ekki
sjá
og hann yfir mér vakir alla daga hjá
(Inga R. Guðgeirsdóttir)
Ljóð sem þú deildir sjálf á
Facebook, frá þér til okkar allra,
nú frá mér til þín. Þangað til við
sjáumst næst, elsku Stína amma.
Þinn
Jökull.