Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 ✝ Ólafur Ólafssonfæddist í Reykjavík 3. júlí 1930. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 20. apríl 2018. Foreldrar hans voru Ólafur Helga- son frá Skálholti, f. 6. apríl 1873, d. 18. október 1933, og Guðlaug Sigurðardóttir frá Hrygg í Hraungerðishreppi, f. 15. september 1889, d. 28. nóv- ember 1962. Systkini Ólafs eru: Helgi, f. 27. júní 1924, d. 30. desember 1991, maki Kristín Einarsdóttir, f. 1. maí 1924. Sigurður, f. 21. ágúst 1925, maki Sigríður Ein- arsdóttir, f. 8. janúar 1919, d. 2. apríl 1994. Valgerður, f. 4. des- ember 1926, d. 30. desember 2006, maki Kristian Laursen, f. 23. nóvember 1912, d. 5. apríl 1991. Ástráður, f. 19. mars 1929, maki Erla Þórhallsdóttir, f. 8. nóvember 1933. Ólafur var kvæntur Kristínu Jósefínu Þorvaldsdóttur frá Hjarðarholti í Stafholtstungum, f. 18. júlí 1942. Þau skildu. Dæt- ur þeirra eru: 1) Margrét El- gerðishreppi. Ólafur gekk í barnaskóla á Þingborg og síðan gamla barnaskólann við Tryggvagötu eftir að hann flutti á Selfoss árið 1941. Þegar hann lauk skólaskyldu 13 ára fór hann að vinna í fullu starfi sem brúsastrákur hjá Mjólk- urbúi Flóamanna. Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Árnesinga árið 1945 þar sem hann vann m.a. í matvörubúð kaupfélags- ins og var deildarstjóri í bóka- búð og kjötbúð. Á árunum 1964 til 1966 var hann útibússtjóri Kaupfélags Árnesinga í Hvera- gerði. Árið 1958 vann hann við verslunarstörf í Kaupmanna- höfn í nokkra mánuði. Hann hætti störfum hjá Kaupfélaginu árið 1967 og starfaði eftir það í stuttan tíma í verslununum Siggabúð og Ölfusá á Selfossi. Árið 1970 tók hann við starfi gjaldkera hjá Selfosshreppi og gegndi síðan starfi fjármálafull- trúa hjá Selfossbæ þar til hann fór á eftirlaun árið 2000. Ólafur söng með kirkjukór Selfoss- kirkju í nokkra áratugi. Hann var einn af stofnendum Leik- félags Selfoss og lék um tíma með félaginu. Árið 2002 flutti Ólafur í Grænumörk 5 á Selfossi þar sem hann bjó síðustu æviár- in. Ólafur verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 3. maí 2018, klukkan 14. ísabet, f. 1. júní 1965, maki Ágúst Þór Árnason, f. 26. maí 1954. 2) Laufey Þóra, f. 17. mars 1967, maki Þórður Björn Pálsson, f. 28. september 1967. Dóttir Laufeyjar og Ólafs Týs Guð- jónssonar er 2a) Eva, f. 2. maí 1986. Börn Laufeyjar og Grét- ars Péturs Geirssonar, fv. sam- býlismanns, f. 24. september 1958, eru: 2b) Kristín, f. 14. júní 1989, 2c) Geir Grétar, f. 1. jan- úar 1992, 2d) Díana, f. 1. janúar 1992. Sonur Díönu er a) Mikael Valur, f. 11. ágúst 2016, faðir Frímann Gústaf Frímannsson, f. 3. ágúst 1990. 2e) Dagný, f. 1. janúar 1992. Sambýlismaður Héðinn Sigurjónsson, f. 22. nóv- ember 1984. Synir þeirra eru: a) Bjarki Steinn, f. 11. júní 2014, b) Sigurjón Óli, f. 3. mars 2017. Dóttir Héðins er Júlía Sól, f. 1. október 2009. Ólafur bjó fyrstu æviárin við Baldursgötu í Reykjavík. Þegar faðir hans lést flutti hann ásamt móður sinni og fjórum systk- inum að Austurkoti í Hraun- Elsku afi. Það mun taka tíma að skilja að þú sért raunveru- lega farinn. Ég var svo sann- færð um að þú myndir jafna þig, hugmyndin um þessa niðurstöðu kom aldrei í huga minn. Ég verð þó alltaf þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér síðustu andartökin og halda utan um þig og kveðja þig og þakka þér fyrir óteljandi dýrmætar stundir sem við áttum saman. Ég var svo heppin að fá að eiga þig sem afa. Fólk í kringum mig hrósaði mér gjarnan fyrir að vera dugleg að eyða tíma með afa mínum en fæstir áttuðu sig kannski á hversu mikið ég naut þess að fá að vera með þér. Þú varst svo jákvæður og lífs- glaður og ég reyndi að tileinka mér þá hegðun og mun halda áfram að gera. Fjarvera þín myndar stórt tómarúm í fjölskyldunni og það er svo skrýtið að heimsóknirnar á Selfoss séu nú úr sögunni. Þær hafa verið partur af lífi mínu frá því ég man eftir mér. Það sem hjálpar mér í gegnum sorgina er að rifja upp allar minningarnar, hláturinn þinn og hlýjuna, umhyggjuna sem var svo mikil fyrir öllum. Þú varst alltaf að hugsa um aðra, sinna öðrum, gefa af þér til annarra. Ég vona að við höfum líka gefið þér nóg til baka. Elsku afi minn. Ég á eftir að sakna þín svo lengi sem ég lifi. Ég var alls ekki tilbúin að kveðja þig en ég kveð með hjartað fullt af ást, þakklæti og minningum. Þín vinkona og barnabarn, Kristín. Mildir eru þeir í minningunni vordagarnir 2002 í Tryggva- skála. Vorið var okkar, Samfylk- ingin bauð í fyrsta sinn fram til sveitarstjórna. Framboðið í Ár- borg var afburðasterkt, ógleym- anleg stemning skapaðist í höf- uðstöðvunum í Skálanum á Selfossi og árangurinn var eftir því. Í starfi mínu sem kosninga- stjóri framboðsins eignaðist ég marga af mínum bestu og traustustu vinum. Aldursmörk máðust út. Allir voru jafningjar og þessi viðburðaríki tími stend- ur í huganum með helstu sólar- dögum ævinnar. Ólafur Ólafsson var jafnaðar- maður inn að beini. Hann kom aldrei sjaldnar en tvisvar á dag til að taka stöðuna í Tryggva- skála og allar götur síðan var hann klettur í starfi félagsins í Árborg, sama hvað á gekk eða hvernig viðraði. Með okkur tókst mikil vinátta sem við ræktuðum báðir allar götur síðan. Aldrei leið vikan án þess að við töluðum saman og reglulega heimsótti ég Óla í Grænumörkina þar sem við ræddum öll okkar sameiginlegu áhugamál, frá stjórnmálum yfir í breiða flóru bókmennta og lista. Nokkrar skemmtilegar menningarferðir fórum við sam- an til höfuðborgarinnar. Ein var sú ferð sem Óli sótti mjög að fara, að sjá Orð skulu standa sem Karl Th. Birgisson hélt úti í Þjóðleikhúskjallaranum um skeið. Kalli var einn af eftirlætispennum Óla og ferðina þá bar oft á góma síðar. Þá hafði hann alltaf jafn gam- an af því að koma í árlegu rétt- asúpuna í Skarði og lét sig aldr- ei vanta, hrókur alls fagnaðar. Óli lifði langa ævi með mikl- um glæsibrag. Hélt heilsu og at- gervi vel til hins síðasta. Vissu- lega dró af honum í vetur en ekki átti ég von á því að síðara símtalið af spítalanum, eftir að- gerðina á dögunum, yrði það síðasta frá honum. Það er mikill sjónarsviptir að þeim litríka og glaðværa karakt- er sem Óli var í bæjarlífinu á Selfossi. Skarð er fyrir skildi og erfitt að átta sig á því að hann sé farinn yfir móðuna miklu, eft- ir þau miklu og reglulegu sam- skipti sem við vinirnir áttum. Minningin lifir sterkt um ein- staklega traustan og skemmti- legan vin sem aldrei stóð þéttar með sínum en þegar mest á gaf. Þakklæti fyrir einstakan vin- skap er mér efst í huga um leið og ég sendi fólkinu hans sem honum var svo kært mínar sam- úðarkveðjur. Björgvin G. Sigurðsson. Mér er ljúft að minnast Óla vinar míns með nokkrum orð- um. Kynni okkar hófust í kring- um árið 2006 þegar hann var fastagestur með bílinn sinn á bílaþvottastöð sem ég rak á þeim tíma á Selfossi. Seinna kynntumst við betur þegar ég fór að hafa afskipti af bæjarmálum í Árborg. Mér varð fljótt ljóst að hér var á ferðinni magnaður og sannur jafnaðar- maður, við urðum fljótt ágætir vinir og vorum reglulega í sam- bandi milli þess sem við hitt- umst á fundum í Samfylking- arhúsinu við Eyrarveg á Selfossi. Óli var duglegur að hnippa í okkur bæjarfulltrúana ef honum fannst við ekki koma nógu oft í heimsókn í Græn- umörkina, eða illa staðið að snjómokstri eða sópun á gang- stéttum í sveitarfélaginu. Frá því við kynntumst hefur hann verið óþreytandi við að hvetja sitt fólk áfram, og tók virkan þátt starfinu og missti helst ekki úr fund. Hann var glaðsinna og fylgdi honum fjör og gleði, en gat verið hvatvís og hávaðasam- ur á fundum og skóf ekki alltaf af hlutunum. Engu máli skipti við hvern var að eiga, hvort sem það voru þingmenn eða aðrir sem áttu í hlut, allir fengu að heyra hlutina á mannamáli sem allir skildu. Við fráfall Óla hverfur af vell- inum góður félagi sem sannar- lega setti sinn svip á samfélagið, svip sem byggður var á reynslu og þekkingu manns sem alltaf hafði að leiðarljósi öll þau gildi sem hollust eru hverjum manni. Það var gott og eftirminnilegt að eiga Ólaf Ólafsson sem félaga og vin. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Samfylkingarfélagsins í Árborg senda dætrum hans og ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eggert Valur Guðmundsson. Ólafur Ólafsson ✝ Rúna var fæddí Kaupmanna- höfn 27. apríl 1935. Hún lést á High- banks Care Center í Columbus í Ohio 17. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Ingólfsdóttir veit- ingakona, f. 21.11. 1914, d. 30.6. 2006, og Brynjólfur Björnsson fulltrúi, f. 9.9. 1909, d. 18.4. 1998. Systur Rúnu eru Ylfa, f. 1949, og Hlín, f. 1953. Íslands í Miss Europe 1956 og í Miss World 1957. Rúna var einn- ig flugfreyja í nokkur ár hjá Loftleiðum. Hún vann við fyrir- sætustörf í Evrópu þar til hún fluttist til New York 25 ára að aldri þar sem hún stundaði einn- ig fyrirsætustörf, m.a. hjá Ford Modeling Agency. Árið 1964 giftist hún Herbert T. Cobey og flutti með honum til heimabæjar hans Galion í Ohio. Herbert lést árið 1986. Rúna fluttist þá til Columbus í Ohio með dætur þeirra tvær, Eliza- beth Guðrúnu, f. 1965, gift John Piper, og Alexöndru Bryndísi, f. 1969, gift Brian Ford. Dætur Alexöndru og Brians eru Kath- erine Grace, f. 2007, og Christina Mae, f. 2009. Útför Rúnu fór fram í kyrr- þey 30. apríl 2018. Rúna ólst upp í Kaupmannahöfn fyrstu tíu æviárin þar sem fjölskyldan varð innlyksa í Danmörku vegna stríðsins 1939. Þau komust ekki heim til Íslands fyrr en rétt fyrir jól 1945. Rúna lærði hatta- gerð í Iðnskólanum í Reykjavík og vann stuttlega við þá iðn. Hún tók þátt í fegurðarsamkeppni Ís- lands árið 1956 og var fulltrúi Elsku Rúna frænka. Nú hefur þú kvatt þetta líf og ert komin á betri stað, laus við allar þjáningar. Minningarnar streyma fram og þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa til þín, elsku Rúna, þakklæti fyrir að hafa kynnst þér. Þú varst uppáhaldsfrænka mín og alltaf svo góð og blíð við mig. Það var mikil eftirvænting á heimilinu þegar von var á þér frá Ameríku. Þú komst ávallt með fullar töskur af gjöfum og það voru engar smá gjafir heldur ótrúlegir hlutir sem uppfylltu óskir litillar stelpu. Skemmst er þess að minnast þegar þú komst með risastóran trérugguhest sem fyllti heila ferðatösku og vakti þvílíka lukku enda hafði slíkur fákur aldrei sést á litla Ís- landi. Ekki voru það heldur margir sem fengu ekta demants- hring í fermingargjöf frá frænk- um sínum. Ég hef alltaf verið mjög stolt af Rúnu frænku og montaði mig óspart af þeirri staðreynd að ég ætti frænku sem hefði tekið þátt í Miss World fyrir Íslands hönd. Við vinkonurnar skoðuðum oft gamlar myndir af Rúnu frá dög- um hennar sem módels, enda stórglæsileg kona. Ekki skemmdi það fyrir að hún hafði einnig starfað sem flugfreyja og ferðast um allan heiminn. Hún var því fyrirmynd okkar í marga staði, enda sjálf- stæð og harðdugleg. Þegar ég varð fullorðin spjöll- uðum við Rúna oft saman um gamla tíma, allt frá erfiðri æsku á stríðsárunum í Kaupmannahöfn til velmegunar í Galion í Ohio. Það var gaman að sitja og hlusta á hana segja frá tíðarandanum á þessum árum og átta sig á því hversu mikið hún hafði upplifað. Að auki hafði Rúna frænka mik- inn áhuga á ættfræði og geymdi ógrynni af upplýsingum um for- feður okkar. Ég þreyttist t.d. aldrei á sögum um langömmu Hlín sem var stórmerkileg kona sem flutti bæði til Kanada og Argentínu í byrjun síðustu aldar og stundaði þar búskap. Ég hafði alltaf hugsað mér að skrásetja allar þessar upplýsingar sem Rúna hafði um skyldmenni okkar en því miður varð aldrei af því. Rúna var með eindæmum góð- hjörtuð og hlý manneskja. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa þeim sem minna máttu sín, hvort sem það voru menn eða dýr og hafði þann fágæta eiginleika að tala aldrei illa um nokkurn mann. Hún var mikil fjölskyldukona og hugsaði vel um sína. Eldri dóttir mín, Erla Hlín, var svo heppin að fá að kynnast Rúnu frænku og var hún í algjöru uppáhaldi hjá henni, alveg frá fyrstu kynnum. Rúna og Herbert eignuðust tvær dætur sem eru litlu eldri en ég, og hafa þær báðar erft um- hyggjusemi og góðmennsku móður sinnar enda vandaðri manneskjur vart hægt að finna. Bæði þær sem og Rúna frænka hafa tekið á móti okkur í Am- eríku af rausnarlegri gestrisni og hlýju. Þótt langt sé á milli okkar er sambandið sterkt og eiga þær systur sérstakan stað í hjarta mínu. Hvíl í friði, elsku Rúna, minn- ing þín lifir í hjörtum okkar. Ragna Hlín Þorleifsdóttir. Þegar við kynntumst Hlín, sem varð mág- og svilkona okkar, fengum við fljótlega að heyra um hana „Rúnu systir“. Það fór ekki á milli mála að á milli „Rúnu syst- ur“ og Hlínar var sterkur og órjúfanlegur strengur þótt Rúna byggi í Ameríku. Reyndar var þetta þríeyki. Guðrún Ingólfsdóttir, móðirin, var þriðja hjólið undir þessum vagni. Þetta þríeyki var einstak- lega sterkt og þær stóðu saman og studdu hver aðra út yfir allt. Við þekktum Rúnu því býsna vel áður en að því koma að við hitt- um hana í eigin persónu. Hún kom til Íslands með reglulegu millibili og dvaldi hér löngum hjá þeim mæðgum eftir að hún missti eiginmann sinn í Bandaríkjunum. Rúna var nátt- úrlega glæsileg eins og þær mæðgur Guðrún og Hlín en þó sú eina sem hafði látið á það reyna með þátttöku sinni í fegurðar- samkeppni Íslands, Miss Evrópa og Miss World, á sjötta áratug síðustu aldar, með glæsilegum árangri án þess kannski að gjör- sigra í þeim keppnum. Rúna var opin og jákvæð og hafði innilegan áhuga á fólki og var sérstaklega ræktarsöm við frændfólk sitt og eignaðist vin- áttu við samferðamenn. Það var virkilega gaman að spjalla við Rúnu um lífið og tilveruna. Það var með hana eins og þær mæðg- ur, hún tók þetta allt í stóra sam- henginu og hún vissi alveg hvað þeir voru að hugsa þessir drengir allir, hvort það voru íslenskir ráðamenn eða erlendir. Banda- ríkjaforseta talaði hún um þann- ig að hún vissi alveg hvert þeir ætluðu þótt þeir gerðu sér kannski ekki alveg grein fyrir því sjálfir eða létu það ekki uppi. Í þeim umræðum var hún í essinu sínu og skemmtilegt að vera hlustandi svo ekki sé nú talað um það þegar þær systur og Guðrún tóku þátt í spjallinu. Við tengdafólk Hlínar vorum svo lánsöm að kynnast Rúnu. Við höfum átt margar ánægjustundir með henni í gegnum árin. Við áttum skemmtilegar stundir á ferðalögum innanlands með henni. Þrátt fyrir að hafa búið í Bandaríkjunum mestalla sína ævi var hún fyrst og fremst Íslendingur. Hinsta ósk hennar var að leggjast til hinstu hvíldar í fangi ættjarðar sinnar við hlið móður sinnar og móðurafa. Við sendum dætrum Rúnu, barnabörnum, Hlín og fjölskyldu samúðarkveðjur. Þóra og Jón. Rúna Brynjólfs- dóttir Cobey Stundum gerist hið óhugsandi. Að missa Erlu er bæði óraunverulegt og fjarstæðukennt. Við kynntumst á skrýtnum stað, unglingar í partíi sem hvorug okkar hefði átt að vera í og ekki hefði mig grunað að það yrði upphafið að einni dýrmætustu vináttu sem ég hef nokkurn tíma átt. Vin- áttu fyrir lífstíð sem var svo allt í einu stytt á svo óvæginn og ósanngjarnan hátt. Ég held að það fyrsta sem allir segja sem þekktu Erlu sé að hún hafi verið einstök. Traust, örlát, ein- læg og gefandi. Orkumikil, hress og svo full af lífi. Hlý og góð. Gott að vera nálægt og gaman að vera í kringum. Fljót að samgleðjast, fljót að koma og veita stuðning á erfiðum tímum. Alltaf fyrst til að hringja, alltaf fyrst til að koma, sama hvert tilefnið var. Ég veit ekki hversu oft við vorum við- hengi hvor annarrar, að mæta í partí, útskrift, boð. Hlið við hlið. Ungar og glaðar og til í lífið, framtíðina. Þegar lífið tók dýfur grétum við á öxl hvor annarrar, sama hvort það var ástarsorg eða önnur vonbrigði sem rötuðu okkar leið. Sögðum hvor annarri allt. Öll tímabilin sem við áttum. Partíin og bæjarskröltið, hang- ið yfir bíómyndum, fimleikaæf- ingarnar, bréfaskrif og símtöl þegar önnur eða báðar fóru í nám erlendis. Þegar Erla kom mér í gegn- um eðlisfræði í menntó. Tíma- Erla Sigríður Hallgrímsdóttir ✝ Erla SigríðurHallgríms- dóttir fæddist 8. apríl 1975. Hún lést 2. apríl 2018. Útför Erlu Sig- ríðar fór fram 13. apríl 2018. bilið þegar sama hvað gekk á; Erla gat alltaf vitnað í þátt með Friends. Þá var hlegið. Með tíma og auknum þroska breyttist það í göngutúra, barnvæn matar- boð, hádegisverði og leikstundir með gullunum okkar, sumarbústaðar- ferðir og aðrar ómetanlegar samverustundir. Alltaf gott að vera með Erlu. Það var svo skrýtið að standa báðar í stórræðum, báð- ar að búa okkur ný heimili á sama tíma, og vera ekki á fullu að pakka í kassa hvor hjá ann- arri með tuskur á lofti, önnur svo lasin og hin ólétt. Við gát- um að minnsta kosti gert grín að því og hlökkuðum til að bæta hvor annarri það upp um leið og þetta væri yfirstaðið. Þegar við kæmum báðar heim af spítalanum, af svo ólíkum ástæðum. Ég eins og aðrir hélt að við fengjum meiri tíma, miklu meiri tíma. Ég vildi að ég hefði sagt henni hvað hún skipti mig miklu máli, sett það í orð. Vildi líka að ég hefði sagt henni að ég ætlaði mér að fá að fylgjast með litlunni hennar eftir fremsta megni. Nú get ég bara vonað að hún hafi vitað það. Vitað að hún væri ein af mínum allra uppáhalds manneskjum. Nú er tæplega 25 ára samfylgd lokið og ekkert mun fylla það tómarúm sem Erlan mín skilur eftir sig. Erla perla, ég mun sakna þín svo lengi sem ég lifi og lofa þér að fylgjast með og líta eftir litla sólargeislanum þínum sem þú elskaðir meira en allt. Þín vinkona, alltaf, Hrafnhildur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.