Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 ZAGREB 10.maí í 3 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Kr. 49.900 flugsæti fram og til baka á mann 10.-13. maí. Kr. 59.995 stökktu tilboð á mann m.v. tvo í herbergi í 3 nætur. Frá kr. 49.900 ÓTRÚLEGT TILBOÐ! ALLRA SÍÐUSTU SÆTIN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Umferð á hringveginum jókst um 7,4% í apríl sl. miðað við sama mán- uð í fyrra. Þó að aukningin sé mikil er hún minni en undanfarin tvö ár. Frá áramótum jókst umferðin sam- anlagt um 6,3%, en frá þessu segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Umferð hefur aldrei mælst meiri í nýafstöðnum apríl frá upphafi mæl- inga 16 aðalteljara Vegagerðarinnar á hringveginum. Þó að um talsverða aukningu sé að ræða er þetta þó mun minni aukning en hefur verið undanfarin tvö ár. Mest jókst umferðin um Suður- land, eða um 11,1% en minnst um Austurland eða um 0,9%. Umferðin jókst um 6,3% frá ára- mótum sem er minni aukning en undanfarin tvö ár m.v. árstíma. Umferð jókst mest um Suðurland eða um 12% en minnst um Vestur- land eða um 5,6%. Umferðin jókst alla daga vikunnar nema sunnudaga, það sem af er ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Mest jókst umferðin á mánudögum eða um 10,2% en minnst á sunnudögum þar sem hún minnkaði um 0,8%. Eins og áður er mest ekið á föstu- dögum og minnst á sunnudögum. Umferð eykst minna en í fyrra  Talsverð aukning en þó minni en á sama tímabili í fyrra  Umferðin minnkaði á sunnudögum en eykst aðra daga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hringvegurinn Sólarlag á Suðurlandi þar sem umferðin jókst mest. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra og Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, eru sammála um að slæmt sé að verka- lýðsforingjar hafi í hótunum um verkföll og skærur og þau telja afar óheppilegt ef samskipti stjórnvalda við aðila á vinnumarkaði eru að fara í einhvern farveg hótana. Þetta sögðu þau við Morgunblaðið í gær, þegar leitað var álits þeirra á hótunum Ragnars Þórs Ingólfsson- ar, formanns VR, í 1. maí ræðu, um mögulegar skærur verkalýðshreyf- ingarinnar og á ummælum Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um að stjórnvöld væru aðalandstæðingur verkalýshreyfingarinnar. „Það er fyrst til að taka að ég lít ekki á verkalýðshreyfinguna sem andstæðing, heldur samherja í því að vinna að félagslegum umbótum. Mér finnst mjög slæmt ef samskipti stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar- ins eru að fara í einhvern farveg hót- ana,“ sagði forsætisráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Við höfum haldið reglulega fundi og sá síðasti var á föstudaginn í Ráð- herrabústaðnum, þar sem við vorum m.a. að fara yfir þá vinnu sem er framundan, greiningu á stöðu efna- hagsmála í aðdraganda kjarasamn- inga,“ sagði Katrín. Hún bendir á að ríkisstjórnin hafi ráðist í aðgerðir og tillögur sem hafi sprottið úr samtali stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Nefndi hún sérstaklega undirbúning að nýju frumvarpi að gjörbreyttu fyrirkomu- lagi við ákvörðun á kjörum æðstu embættismanna, þannig að Kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. „Ég vil líka nefna að atvinnuleysis- bætur og greiðslur úr ábyrgðasjóði launa voru hækkaðar í gær, eftir þetta samtal við aðila vinnumarkað- arins, vegna þess að verkalýðshreyf- ingin lagði mikla áherslu á þetta.“ Aðspurður sagði fjármálaráð- herra: „Þrátt fyrir að við því sé að búast á baráttudegi verkalýðsfélaga, 1. maí, að það falli nokkuð stór orð, þá komu mér þessar yfirlýsingar for- manns VR um skærur og að verka- lýðshreyfingin hefði það í hendi sér að lama fyrirtæki og stofnanir á óvart og komu raunar eins og þruma úr heiðskíru lofti, vegna þess að ríkisstjórnin hefur átt fjölda funda með aðilum vinnumarkaðarins frá því að hún tók til starfa. Á þessum fundum hefur verið ágætis samstaða um það verkefni sem við stöndum frammi fyrir.“ Bjarni bendir á að ákveðin atriði í ræðu formanns VR eigi alls ekki heima í kjaraviðræðum. „Í kjara- samningum eru menn að semja um kaup og kjör og reyna að ná niður- stöðu með viðmælendum sínum. Þegar kröfurnar snúa að allt öðru og hafa ekkert með kjarasamninginn að gera, og menn boða verkföll vegna slíkra mála, sýnist mér hæpið að slíkt standist lög og spurning hvort menn eru að berjast á réttum vett- vangi. Það er líka hægt að bjóða sig fram til Alþingis, ef menn vilja hafa áhrif þar,“ sagði fjármálaráðherra ennfremur. Undrast hótanir formanns VR  Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra segja að samráð og samtöl stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins hafi verið mikil, góð og árangursrík  Hæpið að hótanir formannsins standist lög Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra og fjármála- ráðherra segjast bæði vera bjartsýn á að þegar menn setjist niður og fari að ræða málin af einlægni og alvöru muni þeir finna lausnir. Ríkisstjórnin hafi ráðist í aðgerðir og tillögur sem hafi sprottið úr samtali stjórn- valda og aðila vinnumarkaðar- ins og samskipti stjórnvalda við þá aðila hafi verið mikil og góð. Segjast samt vera bjartsýn FORMENN VG OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Þessi snáði lét ekki hryssingslegt vorveðrið á sig sig fá og stökk á milli steina við Tjörnina í Selja- hverfi í Reykjavík, en maí hefur farið heldur kuldalega af stað á landinu, víða með éljum, slyddu og frosti. Í dag hlýnar og birtir til norðan og austan til á landinu, en þar mun hvessa um helgina. Áfram verður kalt með slyddu og éljum sunnan og vest- an til fram yfir helgi en þá fer að rigna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áfram spáð slyddu og éljum Matvælastofnun innleysti í byrjun þessa mánaðar rúmlega milljón lítra mjólkurkvóta frá 23 framleiðendum og endurúthlutaði til 110 bænda. Um helmingur fór til bænda sem njóta for- gangs en helmingurinn skiptist á milli annarra sem sóttu um. 110 framleiðendur sóttu um að kaupa viðbótarkvóta og var eftirspurn- in langt umfram framboð því óskað var eftir kaupum á alls um 33 milljónum lítra. Hægt er að selja og kaupa greiðslu- mark í mjólk fyrir milligöngu Mat- vælastofnunar fjórum sinnum á ári. Innlausnarvirðið er 122 krónur á lítra. Verðmæti þeirrar rúmlega milljónar lítra sem skiptu um hendur að þessu sinni var rúmar 127 milljónir kr. 16 ný- liðar skiptu á milli sín 260 þúsund lítr- um og jafn mikið fór úr forgangspotti 1 til þeirra 53 bænda sem framleitt höfðu 10% umfram kvóta á viðmiðunarárun- um og óskuðu eftir að bæta við sig greiðslumarki. Þeir sem eftir voru skiptu á milli sín 526 þúsund lítrum úr almennum potti. helgi@mbl.is Milljón lítrar skiptu um hendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.