Morgunblaðið - 03.05.2018, Síða 78

Morgunblaðið - 03.05.2018, Síða 78
legt. Bandaríski gagnrýnandinn Ro- berta Smith hefur sagt um „stelpu- leg“ (í jákvæðum skilningi) verk Peyton að mögulega endurspegli þau ris kvenleikans í menningunni. Þessi ummæli má auðveldlega tengja við portrettmyndina af Merkel. Sjálf hefur Peyton sagt að hún leiti í and- litsdráttunum að innra lífi ein- staklingsins; að hinu sérstaka í fari hvers og eins, og í tilviki þekktra andlita skimi hún eftir manneskjunni á bak við frægðina. Þetta þýðir að hún sækist eftir að túlka tímann sem býr í andlitum, ummerki ævinnar og líðandinnar. Hin handgerða tjáning í verkum Peyton gegnir lykilhlutverki í því skapa slíkt andrúmsloft, því það er með pensilstrokunum (eða öðrum áhöldum) sem hún lifir sig inn í myndefnið, gælir við andlitsdrætti og laðar fram ástúðina. Strokur og strik Heiti sýningarinnar, sem tekur í senn til andardráttar og alheimsins, mætti skilja sem vísun til viðamikils umfjöllunarefnis. En rétt er taka fram að sýningin í Marshall-húsinu, þar sem verkin fá vissulega mikið andrými, dregur fram að verk Pey- AF MYNDLIST Anna Jóa Á sýningunni The Universe of the World-Breath í Kling og Bang gall- eríi, Marshall-húsinu, fá áhorfendur að sjá nýleg verk eftir bandaríska listamanninn Elizabeth Peyton. Fyr- ir utan eina kyrralífsmynd þá er þar fyrir að finna mannamyndir, þar á meðal eina sjálfsmynd. Peyton er tæknilega fær listamaður, jafnvíg á ólíkar aðferðir og sýnir olíumálverk, vatnslitamynd og blýantsteikningu, einþrykk, dúkristur og mjúkgrunns- ætingu. Sýning hennar gefur tilefni til hugleiðinga um eðli myndgerðar og gildi hefðbundinna greina mynd- listarinnar í samtímanum. Hvaða er- indi eiga portrettmyndir, og þá ekki síst þær sem eru málaðar eða unnar með öðrum aldagömlum aðferðum, í því viðstöðulausa flæði andlitsmynda sem einkennir dægurmenningu líð- andi stundar? Andrúm portrettsins Oft er sagt að gott portrett, eða andlitsmynd, búi yfir sálrænni dýpt eða fangi persónuleika fyrirsæt- unnar með sérstökum hætti. Til þess þarf myndasmiðurinn ekki endilega að þekkja viðfangsefni sitt persónu- lega enda þótt sjálfsmyndir lista- manna gefi sannarlega til kynna mikilvægi þess. Rembrandt málaði afbragðsportrett af ýmsu fólki en frá sjálfsmyndum hans stafar slíkri til- finningu að þótt liðin séu rúm 400 ár frá gerð þeirra, virðist hann ávallt ljóslifandi kominn – berskjaldaður í öllum sínum mannlega breyskleika. Pensilskriftin, birtumeðferðin, lita- notkunin, allt stuðlar þetta að því að skapa hið sérstaka andrúmsloft sem greypist inn í áhorfandann og máir mörk milli hans og málverksins, tíma og rúms. Þetta er ef til vill merg- urinn málsins þegar kemur að því að mála gott portrett. Peyton er ekki portrettmálari í þeim skilningi að hún vinni eftir pöntun, heldur eru andlitsmyndir meginviðfangsefni hennar sem lista- manns og hún velur þær af kost- gæfni. Þegar hún var hins vegar beð- in um að mála andlitsmynd af Angelu Merkel, kanslara Þýskalands – konu sem hún þekkti ekki nema í gegnum aðrar myndir – til birtingar á forsíðu ágústheftis Vogue 2017, þá skoðaði hún af henni þúsundir fjölmiðla- mynda. Eins og segir í umfjöllun í New York Times í tilefni af birting- unni, spannaði myndasúpan 30 ár og leiddi til þeirrar niðurstöðu Peyton að andlitsfall og svipbrigði Merkel endurspegluðu helsta styrk þessa valdamikla stjórnmálaleiðtoga í um- róti heimsins: mannúð. Eins og Rem- brandt forðum daga var það and- rúmsloft mennskunnar sem Peyton leitaðist við að skapa í verki sínu. Sú ákvörðun ritstjóra Vogue að leita til Peyton segir ýmislegt um stöðu hennar sem listamanns, sem og sígilt erindi góðra portrettmálverka. Drættir tímans Verk Peyton eru ýmist unnin eftir lifandi fyrirmyndum, þekktum sem óþekktum, öðrum myndum eða eftir minni. Fyrirmyndir hennar eru sannkallaðar fyrirmyndir í þeim skilningi að hún finnur í þeim eitt- hvað sem hún lítur upp til eða veitir henni innblástur, samanber Angelu Merkel. Fyrirmyndirnar eru líka stundum myndir sem fyrir eru í dægurmenningunni – hún finnur þær þar. Um verk Peyton sem unnin eru eftir myndum af frægu fólki, hef- ur bandaríski sýningarstjórinn Laura Hoptmann komist svo að orði að enda þótt þau kallist á við mynd- mál tískublaða og glanstímarita þá birti þau ekki sjónarhorn hins dæmi- gerða aðdáanda úr fjarlægð. Með- höndlun Peyton búi fremur yfir ást- úð elskandans. Fræga fólkið í myndum hennar er gjarnan sýnt í návígi, stundum útafliggjandi eða í afslappaðri stellingu, niðursokkið í stund og stað. Húðin er föl, andlitið viðkvæmislegt og oftar en ekki kven- Morgunblaðið/Valli Fjölhæf „Peyton er tæknilega fær listamaður, jafnvíg á ólíkar aðferðir og sýnir olíumálverk, vatnslitamynd og blýantsteikningu, einþrykk, dúkristur og mjúkgrunnsætingu,“ skrifar höfundur. Svipmót mennskunnar »… hún sækist eftirað túlka tímann sem býr í andlitum, ummerki ævinnar og líðandinnar. Tímans flaumur Auk portretta er á sýningu Peyton þetta kyrralífsverk. 78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Gæðafiskur Kæliþurrkaður harðfiskur sem hámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. Einfaldlega hollt og gott snakk 84% prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.