Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 54
Nú hafa 1.100 manns farið í gegn- um námskeið hjá þér og sumir koma jafnvel oftar en einu sinni. Hvers vegna hefur þetta slegið svona í gegn? „Ég held að einfalda svarið sé að það virkar. Fólk losnar á einungis 24 dögum við þráláta höfuðverki, bólgur í liðum, bjúg, bakflæði, meltingin batnar til muna og almenn vellíðan eykst. Hjá ýmsum lækkar blóðþrýst- ingur, svefninn batnar og lundin verður léttari. Ég fæ iðulega pósta og símtöl frá fólki sem segist vilja koma á námskeið af því að vinkona eða vin- ur þess hafi komið og líti svo vel út og líði svo vel. Það er sérlega ánægjulegt að sjá þetta ferli virka fyrir svona marga.“ Oft heyri ég fólk á miðjum aldri tala um að það taki því ekki að tileinka sér tækni- nýjungar. Þú ert ekki stödd þar held- ur býður fólki upp á námskeið online eins og sagt er. Er ekki nauðsynlegt að geta þjónustað þá sem búa erlendis eða eiga ekki heimangengt? „Ég lít svo á að ég sé alltaf að læra og tækninýjungar eru þar ekki undan- skildar. Ég byrjaði að bjóða netnámskeið í upphafi þessa árs og eft- irspurnin hefur sífellt aukist. Þau gefa fólki á landsbyggðinni, í sum- heilsu okkar því minningin um það sem fyrir okkur hefur komið situr í frumunum og getur leitt til sjúk- dóma. Ein vinkona mín sem hefur mikla innsýn í þessi mál segir að ef við vinnum ekki úr gömlu áföllunum okkar komi þau oft fram sem alvar- legir sjúkdómar í kringum sextugt,“ segir Guðrún. Á námskeiðunum leggur Guðrún mikla áherslu á að fólk taki inn ákveðin vítamín sem hjálpa fólki að halda sig frá sykri og annarri óholl- ustu. „Í vítamínpakkanum eru magn- esíum & kalsíum 2:1, probiotic 10 góðgerlar, silymarin sem er virka efni í mjólkurþistli, omega 3 og lykt- arlaus hvítlaukshylki, auk psyllium husk sem er góðar trefjar fyrir melt- inguna. Í magnesíum- og kalsíumblönd- unni, sem er mikilvæg fyrir ótal boð- skipti í líkamanum og stuðlar að auk- inni hægðalosun eru líka sink og D-3, sem gera upptöku bætiefnanna betri. Góðgerlarnir eru nauðsynlegir til að byggja upp betri þarmaflóru, en ástand örveruflórunnar þar hefur svo mikil áhrif á heilsu okkar almennt. Silymarin er styrkjandi fyrir lifrina, en hún er nokkurs konar endur- vinnslustöð líkamans. Omega 3 virk- ar vel fyrir hjarta- og æðakerfið, auk þess sem það styrkir slímhúð lík- amans og hvítlaukurinn drepur bakt- eríur sem kunna að vera í melting- arveginum. Þar er oft meira af þeim en marga grunar. Husk trefjarnar eru svo góðar til að þétta hægðirnar, auk þess sem þær virka sem næring fyrir góðgerlana.“ arhúsum og erlendis tækifæri á að vera með og fá daglegan stuðning í gegnum ferlið, en hann kemur í gegnum Facebook-hóp,“ segir hún. Þú hugsar námskeiðin ekki út frá því að léttast heldur leggur mikið upp úr því að fólk lengi líf sitt og verði ekki veikt. Er sú hugsun ekki vænlegri til árangurs heldur en fólk sé bara að hugsa um að léttast? „Hreiniskúrinn byggist fyrst og fremst á því að styrkja heilsu hvers og eins og hjálpa fólki að finna út hvaða fæðutegundir það eru sem gætu verið að valda bólgum og ýms- um óþolseinkennum. Hann eykur því lífsgæðin og þau eru svo mikilvæg. Bónusinn er svo að margir léttast, eiga auðveldara með allar hreyfingar og verða léttari í lund.“ 54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Glæsilegt úrval af trúlofunar- og giftingarhringa- pörum Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Verð á pari: 236.141 kr. Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is „Hæ hæ. Mig langar að fá ráð hjá þér varð- andi ástarsamband sem ég er í sem ég hef áhyggjur af. Ég kynntist kærast- anum mínum fyrir fimm árum og fyrsta árið var allt í alsælu. Hann fékk ekki nóg af mér og ég var skvísan sem hann hafði alltaf dreymt um. Á þess- um tíma ætlaði ég alls ekki á fast, fór mikið út og var bara að leika mér. En riddarinn á hvíta hestinum lét mig ekki vera og ég varð sannfærð um að hann væri málið. Í dag er sambandið vægast sagt lélegt. Hann er svo sann- arlega ekki maðurinn sem ég hélt að hann væri. Ekki svo að skilja að hann sé leiðinlegur við mig. Hann er bara aldrei heima og hefur lítinn sem engan áhuga á mér. Ég held hins vegar svo- lítið fast í þennan tíma sem við áttum saman í byrjun og get staðfastlega sagt að hann er maður drauma minna, ef hann myndi bara slaka aðeins á og gefa okkur tíma í stað þess að vera upptekinn í vinnu, á barnum eða í tóm- stundum. Við erum í algjöru „haltu mér slepptu mér“ sambandi í dag. Við höfum undanfarin ár hætt sam- an þrisvar sinnum. Á þeim tíma hef ég farið í gegnum djúpan dal en svo sætt mig við að við eigum greinilega ekki að vera saman. Í hvert skipti sem við hættum saman kemur hann til baka, lofar gulli og grænum skógum. Og þannig heldur hringurinn áfram. Hvað á ég að gera? Ég er orðin svo ótrúlega þreytt á því að vera í þessu sambandi þar sem ég er greinilega ekki nóg fyrir hann eins og ég er. Hins vegar finnst mér lífið svo grátt án hans og ég velti því fyrir mér hvort til séu leiðir til að lifa af í svona samskiptum. Hverjar eru þær þá? Kær kveðja, Ráðalaus. „Sæl mín kæra! Eins og þú lýsir sambandinu þínu þá get ég ímyndað mér hversu miklum tíma þú ert að eyða í það. Þú lýsir sam- skiptum á milli tveggja mjög ólíkra einstaklinga og ef ég væri með ykkur í ráðgjöf myndi mig langa til að vita hvernig þið voruð alin upp. Áttir þú fjarlægan föður? Átti hann mömmu sem var hans besti félagi? Samböndin sem við erum í sem fullorðið fólk end- urspegla nefnilega oft þau geðtengsl sem við áttum í æsku, en einnig þau tengsl sem við aldrei mynduðum. Ef þú horfir á einn dag í einu og horfir hvorki til framtíðar né fortíðar, hvernig myndir þú lýsa manninum sem þú ert með? En þér? Það sem mér þykir sársaukafyllst í svona mynstri er hvað báðir aðilar verða langt frá því að vera besta útgáf- an af sér. Mér sýnist sem svo að áskor- un ykkar beggja felist í að tengjast. Hans alveg pottþétt, en skoðaðu þinn hluta líka. Ef hann sér áskorunina í sambandinu eins og þú gerir þá eigið þið góðan séns. Ef þig langar raunverulega að skoða þinn hluta í málinu er alltaf gaman að setjast niður og skoða: Er ég stjórnsöm við maka minn? Langar mig að breyta honum? Fyrir hvern? Það er svo magnað þegar maður áttar sig á því að maður getur aldrei breytt öðrum. Maður á í hinu mesta basli við að breyta sér og afstöðu sinni til málanna. Ég mæli af heilum hug með Al-anon fyrir þig (eða öðru meðvirknipróg- rammi). Ef þú vilt prófa að halda áfram í sambandinu getur þú aftengt þig mörgu af því sem er óheilbrigt í sambandi ykkar og byrjað að tengjast þér betur. Skoðaðu hvaða tómarúm hann er eða á að vera fylla hjá þér. Prófaðu að sleppa honum bara alveg lausum í sambandinu og vertu með augun opin fyrir því hver hann er raunverulega. Veltu því svo fyrir þér hvort þetta sé maðurinn sem þig lang- ar að vera með í framtíðinni. Eins er gott að setjast niður með sjálfum sér og gera samning um hversu langt maður er tilbúinn að fara áfram með samband sem er óheilbrigt. Ertu til í einn annan hring með honum? Eða ertu til í að taka ábyrgð á þér og breyta til? Ég get í það minnsta lofað þér að óheilbrigð munstur batna ekki af sjálfu sér og hver svo sem hann eða þú varst í byrjun sambandsins hefur ekkert með sambandið ykkar í dag að gera. Loforð eru frábær ef þeim er fylgt eftir strax. Þau eru í raun eins og lítil grátandi börn í leikhúsi, það þarf að bera þau út strax (fram- kvæma). En þau eru lítils virði hangandi yfir sambandi í mánuði eða ár. Lærðu að setja mörk og elska þig. Þannig ferðu skrefi nær því að geta elskað annan einstakling á upp- byggilegan og heilbrigðan hátt. Gangi þér vel!“ Riddarinn á hvíta hestinum Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Elínrós Líndal NLP ráðgjafi gefur ráð. Lesendur Smartlands eru hvattir til að senda spurningar á smartland@mbl.is. Á Smartlandi starfa nokkrir ráðgjafar sem leitast við að gefa lesendum góð ráð. Eftirfarandi bréf barst á dögunum frá lesanda sem er óviss með ástarsambandið sitt. Kærastinn fór frá því að vera riddarinn á hvíta hestinum í það að vera fjarlægur og upptekinn af sínu. Einstaklings- og fjölskyldu- ráðgjafinn Elínrós Líndal gefur ráð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.