Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Á fjórða hundrað franskra fyrirmenna og vinsælla einstaklinga, þar á meðal Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakk- landsforseti, hefur birt opið bréf til frönsku þjóðarinnar; yfirlýsingu þar sem gyðingahatur á grundvelli „ísl- amskrar róttækni“ er fordæmt. Rætt er um að yfirlýsingin sé til marks um upprisu gegn öfgum múslima í fram- haldi af morðum á gyðingum í Frakk- landi. Í Frakklandi er að finna mesta fjölda gyðinga í Evrópu en þeir eru rúmlega hálf milljón manna. Und- anfarna tvo áratugi hefur frönskum gyðingum þó fækkað vegna bylgju fólksflutninga til Ísraels, að hluta til vegna vaxandi og hatursfulls gyð- ingahaturs í borgarhverfum þar sem hlutfall innflytjenda til Frakklands hefur verið hátt. „Við krefjumst þess að bardaginn gegn þessari lýðræðislegu hnignun sem gyðingahatur er verði að þjóðar- átaki áður en það verður um seinan. Áður en Frakkland verður ekki lengur Frakkland,“ segir meðal annars í bréf- inu. Undir það rita meðal annarra stjórnmálamenn úr flokkum hægri jafnt sem vinstri og dægurhetjur á borð við leikarann Gerard Depardieu. Má að auki nefna þrjá fyrrverandi for- seta Frakklands, Jean-Pierre Raffar- in, Manuel Walls og Bernard Caze- neuve, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Bertrand Delanoe, fyrr- verandi borgarstjóra í París, gyð- ingaleiðtogann Haim Korsia, fimm bænapresta múslima og dáðu söngv- arana Charles Aznavour og Francoise Hardy. Í bréfi þeirra segir að gyð- ingahatur sé ekki bara málefni gyð- inga, heldur allrar þjóðarinnar. „Þögul þjóðhreinsun“ Í yfirlýsingunni fordæma höfundar hennar og stuðningsmenn það sem þeir kalla „þögla þjóðhreinsun“ sem átt hafi sér stað af völdum vaxandi trúarróttækni, ekki síst í borg- arhverfum lægstu stéttanna. Þeir gagnrýna jafnframt fjölmiðla fyrir þögn um gyðingahatrið. „Á undanförnum síðustu árum hafa íslamskir öfgamenn myrt 11 gyðinga og pyntað nokkra einungis vegna þess að þeir voru gyðingar,“ segir í yfirlýs- ingunni. Morðin sem þetta á við ná aftur til ársins 2006 og þar á meðal eru morð á þremur skólabörnum og kennara við gyðingaskóla í borginni Toulouse í suðvesturhluta landsins. Þar var að verki íslamski hryðjuverkamaðurinn Mohammed Merah. Þremur árum seinna voru fjórir einstaklingar myrtir í gíslatöku í kjörbúð gyðinga í París. Þar var að verki samverkamaður bræðranna tveggja sem frömdu fjöldamorð á rit- stjórnarskrifstofum háðsblaðsins Charlie Hebdo. Í apríl í fyrra, 2017, var strangtrú- aðri konu á sjötugsaldri, Söruh Ha- limi, fleygt út um íbúðarglugga í Par- ís. Þar var að verki nágranni hennar og hrópaði hann „Allahu Akhbar“ eða Guð er mestur er hann hrinti henni út og í dauðann. Lifði helförina af Eins og um þau fyrri var franskur almenningur sérlega sleginn í mars sl., er tveir brotamenn stungu Mi- reille Knoll, 85 ára konu 11 hníf- stungum og kveiktu síðan í líki henn- ar. Lögregla taldi að gyðingahatur hafi verið rót glæpsins. Frú Knoll lifði af vist í fangabúðum nasista í seinna stríðinu. Hið hrottalega morð á henni sendi reiðibylgju um Frakkland og var ódæðinu m.a. mótmælt með fjöldagöngu í minningu hennar. Emmanuel Macron forseti for- dæmdi morðið „ógnþrungna“ og ítrekaði þá staðfestu sína að berjast gegn gyðingahatri. Franskir gyð- ingar eru í 25 sinnum meiri hættu á að verða fyrir aðkasti og árásum en samborgarar þeirra úr röðum músl- ima, segir í áskorunarskjalinu fyrr- nefnda sem birtist í dagblaðinu Le Parisien og vikublaðinu Aujourd’hui en France Dimance, sunnudaginn 22. apríl. Þar er því bætt við að um 50.000 gyðingar hafi „neyðst til að flytja þar sem þeir voru ekki lengur óhultir í vissum borgum og vegna þess að börnin þeirra gátu ekki lengur sótt skóla sinn.“ „Þegar forsætisráðherra lýsir því yfir í þinginu, við mikinn fögnuð, að Frakkland án gyðinga sé ekki lengur Frakkland, þá hljómar það ekki sem falleg huggun, heldur sem háalvarleg aðvörun.“ Hvers vegna þessi þögn? „Hvers vegna þessi þögn? er spurt í yfirlýsingunni og spurningunni er strax svarað þar: „Vegna þess að franskir forystuflokkar líta einvörð- ungu á hina róttæku múhameðstrú sem tákn um félagslega upp- reisn … vegna þess að saman hafa runnið hið gamla gyðingahatur hægri öfgamanna og gyðingahatur vinstri róttæklinga sem notað hafa andsíon- isma sem tylliástæðu til að gera morðingja gyðinga að fórnarlömum í samfélaginu.“ Því er svo bætt við þetta að pólitískt mat kunni að skýra þessa afstöðu til gyðingahaturs, „vegna þess að atkvæðastofn músl- ima er tíu sinnum stærri en gyðinga.“ Það sem bréfritarar vilja sjá gerast er að vers í heilagri ritningu múslima, Kóraninum, sem hvetja til ofbeldis- verka á hendur gyðingum, kristnum mönnum og trúleysingjum verði lýst úrelt líkt og hjá kaþólsku kirkjunni sem afmáði andgyðinglegar trúar- setningar úr boðskap sínum á sjö- unda áratugnum. Vilja þeir að viðeig- andi vers Kóransins verði „numin brott úr guðfræðiboðskap moskanna svo enginn trúmaður geti reitt sig á þennan heilaga texta til að fremja glæp.“ Bréfi þrjúhundruðmenninganna lýkur svo með þessum orðum: „Við biðjum um að baráttan gegn hinum lýðræðislega veikleika sem gyð- ingahatrið er verði að þjóðarátaki áð- ur en það verður um seinan. Áður en Frakkland verður ekki lengur Frakkland.“ Afdráttarlaus tenging Þetta mun vera í fyrsta sinn sem samfélag múslima í Frakklandi er tengt svo afdráttarlaust við hatur á gyðingum, af jafn málsmetandi hóp einstaklinga. Í bréfinu segir að ýmsir íslamskir trúarleiðtogar hafi í fram- haldi á morðinu á Mireille Knoll lýst því yfir að gyðingahatur múslima „væri mesta ógnin við íslam á 21. öld- inni í heimi friðar sem þeir hafa kosið að búa í“. Flestir þessara fulltrúa múslima þurfa nú á lögregluvernd að halda nótt sem nýtan dag. Yfirlýsingin og áskorun um að Kóraninum verði breytt á grundvelli vaxandi gyðingahaturs sem fyrr seg- ir hefur mælst misjafnlega fyrir í röð- um franskra múslima, sem segja að trú þeirra hafi nú verið að ósekju ver- ið „leidd fyrir rétt“. Múslimaleiðtogar sem franska fréttastofan AFP leitaði álits hjá á yf- irlýsingunni játuðu að gyðingahatur væri vandamál í landinu. En þeir voru ósáttir við að trúin í heild væri gerð ábyrg fyrir gjörðir öfgamanna sem væru í miklum minnihluta. „Hið eina sem við getum samþykkt er að við verðum öll að taka saman höndum gegn gyðingahatri,“ sagði Ahmet Ogras, formaður regnhlíf- arsamtaka múslímskra trúfélaga í Frakklandi, Conseil français du culte musulman (CFCM). Trúarsamfélögum att saman? Dalil Boubakeur, rektor Parísar- moskunnar Grande Mosquée de Par- is, sagði að með yfirlýsingunni væri kveðinn upp „ótrúlegur og ósann- gjarn“ dómur yfir frönskum múslim- um og íslam í Frakklandi. „Yfirlýs- ingin skapar þá hættu að trúar- samfélögum verði att saman,“ bætti hann við. Tareq Oubrou, bænaprestur við stærstu moskuna í Bordeaux, sagði að múhameðstrú væri ekki eina trúin sem sæti uppi með forna texta sem innihéldu kaflabrot er telja mætti tímaskekkju. „Fjöldi helgra texta er ofbeldisfullur, meir að segja í guð- spjöllunum,“ sagði Oubrou og bætti við að þeir sem skrifað hefðu undir yfirlýsingu þrjúhundruðmenning- anna hefðu rangtúlkað Kóraninn. Meðal þeirra sem rita undir opna bréfið er Kamel Kabtane, rektor að- almoskunnar í Lyon. „Það er hryðju- verkastarfsemin sem þarf að berjast gegn. Íslam er trúarbrögð friðar. Þeir sem drepa aðra í nafni íslam eru óþokkar, ungt og ráðvillt úthverfa- fólk sem kann ekkert í Kóraninum.“ Ýta undir velvilja umbótasinnaðra múslima Auk Kabtane rita nokkrir aðrir forsvarsmenn múslima undir yfirlýs- inguna, svo sem Hassen Chalghoumi, fyrrverandi trúarleiðtogi í Drancy á Parísarsvæðinu, og Mohamed Guer- roumi, trúarleiðtogi í borginni Nan- tes. Ennfremur leggja nafn sitt við yfirlýsinguna ýmsir fulltrúar og for- svarsmenn gyðinga og kaþólikka. Rithöfundurinn Pascal Bruckner er meðal þeirra sem undir bréfið opna rita. Hann sagði við útvarps- stöðina France Inter að tilgangurinn með yfirlýsingunni hefði ekki verið sá að setja smánarblett á múslimatrú, „heldur ýta undir velvilja umbóta- sinnaða múslima“. Samkvæmt opinberum skýrslum dró úr hatursglæpum í garð gyðinga í Frakklandi um 7% í fyrra, 2017. Var það þriðja árið í röð sem þeim fækk- ar, að sögn innanríkisráðuneytisins í París. Gyðingar eru aftur á móti skotmark í þremur skráðum haturs- glæpum þrátt fyrir að teljast aðeins 0,7% íbúa landsins. Vaxandi vandi í Þýskalandi Sama dag og risið var upp gegn gyðingahatri í Frakklandi fordæmdi Angela Merkel, kanslari Þýskalands, nýja tegund gyðingahaturs arabískra flóttamanna þar í landi í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð. „Við búum við nýtt fyrirbæri, vegna margra flóttamanna, þar á meðal fólks af arabískum uppruna,“ sagði hún. Nýleg árás í Berlín, sem rakin er til gyðingahaturs, hafði slegið Þjóð- verja óhug en forsprakki ódæðisins mun vera sýrlenskur flóttamaður sem notið hefur skjóls í miðstöð fyrir flóttamenn í Berlín. Gaf hann sig fram við lögreglu. Í samtalinu sagði Merkel að stjórn hennar hefði skipað sérstakan um- boðsmann sinn til að stýra baráttu gegn gyðingahatri í landinu. „Sú staðreynd að ekkert dagheimili, eng- inn skóli, ekkert samkomuhús gyð- inga getur án lögregluverndar verið er skelfilegt,“ sagði hún. Merkel ítrekaði að í augum Þjóð- verja væri öryggi Ísraela lykilatriði vegna „eilífðarábyrgðar“ Þýskalands á helförinni. Þjóðarátak gegn gyðingahatri  Ráðamenn allra flokka í Frakklandi og menningarforkólfar meðal þeirra sem hvetja til átaks gegn gyðingahatri  Ofbeldisverk múslímskra öfgamanna gegn gyðingum hafa slegið Frakka óhug AFP Frakkland Frá minningargöngu í París vegna morðsins á Mirelle Knoll, 85 ára gamalli konu af gyðingaættum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.