Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 86

Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 30% afsláttur af stökum jökkum, buxum og pólóbolum Fimmtudag, föstudag og langan laugardag Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þetta er saga tveggja bræðra sem eru báðir í fjárhagskröggum, af ólík- um ástæðum. Þeir hafa farið mjög ólíkar leiðir í lífinu og skipuleggja saman innflutning á einu og hálfu kílói af kókaíni til að bjarga sér fyrir horn. Þeir fá pólska stelpu til verks- ins, að smygla dópinu, hún gleypir það í Kaupmannahöfn og veikist í flugvélinni á leiðinni til landsins. Hún kemst við illan leik í gegnum tollinn en þá kemur upp það vanda- mál að hún skilar ekki af sér efninu og bræðurnir þurfa að horfast í augu við þann vanda,“ segir Börkur Sig- þórsson um söguna sem rakin er í Vargi, fyrstu kvikmynd hans í fullri lengd, sem frumsýnd var í gær og fer í almennar sýningar á morgun. Bræðurna leika Gísli Örn Garð- arsson og Baltasar Breki Samper en pólsku konuna, burðardýrið, leikur Anna Próchniak. Börkur segir spennuna magnast er á líður, eins og gefur að skilja, lög- reglan komist á snoðir um smyglið og hringurinn þrengist stöðugt um bræðurna. „Sagan gerist í raun á mjög skömmum tíma og snýst svolít- ið um hvernig þeir glíma á mjög ólík- an hátt við þessar aðstæður sem koma upp og hvernig þeirra innra eðli brýst fram undir þeim kring- umstæðum,“ útskýrir Börkur. Skemmtilegt form Spurður að því hvaðan þessi saga komi segir hann hana að einhverju leyti innblásna af líkfundarmálinu svokallaða í Neskaupstað árið 2004, en þá stóðu þrír menn að innflutningi fíkniefna sem Lithái smyglaði inn- vortis. Hann veiktist degi eftir kom- una til landsins og lést þremur dög- um síðar vegna stíflu í mjógirni af völdum fíkniefnapakkninganna. Mennirnir þrír komu honum ekki til hjálpar og eftir að hann lést fluttu þeir lík hans til Neskaupstaðar og sökktu því í sjó. „Það eru þessar aðstæður, þú ert að glíma við manneskju sem verður sífellt veikari en býr einnig yfir lausn þinna vandamála,“ segir Börkur. Í myndinni sé sjónum beint að þeim spurningum sem kvikni við slíkar að- stæður, þeim ákvörðunum sem tekn- ar eru og hann velti því fyrir sér hvað knýi fólk áfram og hugmyndinni um að fremja verknað sem flestum þyki óhugsandi. Í anda rökkurmynda setji hann áhorfendur í spor ger- enda. Börkur segir glæpasagnaformið mála sterkum litum það sem hann telur vera sammannlega hegðun. „Maður er kannski að velta ein- hverju fyrir sér í eigin fari en setur það í miklu ýktara samhengi. Við er- um svo fljót að fordæma gjörðir ann- arra en ég held að ef við hunsum dökku hliðarnar í eigin fari og afneit- um þeim þá læðist þær frekar aftan að okkur. Mér finnst glæpasagan gera það ótrúlega skemmtilega því þótt þú hafir ekki samúð með ger- endum þá skilurðu af hverju þeir gera þetta.“ Glæpir á glæpi ofan Börkur hefur leikstýrt nokkrum þáttum í Ófærðar-syrpunum tveimur sem eru glæpaþættir líkt og syrpan Endeavour sem hann leikstýrði að hluta. Og nú er það glæpamyndin Vargur sem hann skrifar einnig handritið að og blaðamaður spyr Börk hvort öll hans leikstjórnarverk- efni snúist um glæpi. Hann svarar því til að þau geri það flest en þó ekki fyrsta stuttmyndin hans, Support. Hún hafi engu að síður fjallað um ábyrgð og afleiðingar ákveðinna gjörða aðalpersóna. Og rætur Vargs má rekja að hluta til annarrar stutt- myndar Barkar, Skaða. „Hún fjallar að einhverju leyti um þetta sama; ákveðin hugðarefni sem spruttu upp þegar ég fór í gegnum þetta tímabil uppgangsára og hruns, orðræðuna út frá hruninu, hugmyndina um ábyrgð og hvernig forgangsröðun fólks fór á skjön. Skaði tók með bein- um hætti á því og þar er maður sem bræðir úr sér á meðan Vargur er glæpasöguútgáfan af þeirri hug- mynd,“ útskýrir Börkur. Þungamiðjan í öllum ákvörðunum – Það hlýtur að vera töluverður munur á því að leikstýra kvikmynd í fullri lengd og stökum sjónvarps- þáttum. Nú ertu algjörlega með þitt höfundarverk og það langt, þurftirðu að nálgast verkefnið öðruvísi sem leikstjóri? „Já, algjörlega. Þú ert þunga- miðjan í öllum ákvörðunum þegar þú leikstýrir bíómynd og ég tala nú ekki um þegar þú ert að leikstýra eftir eigin handriti. Þú skýlir þér ekkert á bakvið það að einhverjir aðrir hafi tekið ákvarðanir sem þú hafir þurft að hlýða. Sjónvarpsleikstjórn er svo mikið samstarfsverkefni og að einhverju leyti ertu í þjónustuhlutverki, að vinna með höfundarverk annarra og innan ramma sem er settur af yfirframleiðendum og höfundum. Þú hefur ákveðið svigrúm sem leik- stjóri, sannarlega, til að vinna innan þinna þátta en þarft samt alltaf að bera virðingu fyrir því að þú ert að vinna inni í mengi og samhengi sem er stærra en bara þú og þínar ákvarðanir,“ útskýrir Börkur. Í þáttaleikstjórninni verði fyrir vikið úr mikið og frjótt samtal og þá sér- staklega við aðra leikstjóra, líkt og við gerð Ófærðar. Eitt leiðir af öðru Börkur er spurður að því hvort hann hafi litið til einhverra tiltekinna leikstjóra eða kvikmynda þegar hann leikstýrði Vargi og segist hann frekar hafa horft til tegundarinnar sem heildar, glæpamynda. Hann nefnir sem dæmi myndir Alfreds Hitchcocks og Coen-bræðra, t.d. Blood Simple. „Þú ert að fylgjast með fólki fara í ákveðna vegferð, skref fyrir skref, og ert settur í spor þess, horfir ekki utan frá. Fólk gerir ekki það sem það gerir af því það er klikkað eða vitlaust heldur mannlegt og eðlilegt að tiltekið skref leiði til annars,“ segir Börkur. Áhorfandinn þurfi ekki að hafa samúð með per- sónunni heldur skilja hana. „Það finnst mér skemmtilegustu mynd- irnar; þegar maður er leiddur niður einhvern stíg sem maður skilur og gæti, undir ákveðnum kring- umstæðum, valið sjálfur.“ Í vanda Bræðurnir Erik og Atli, leiknir af Baltasar Breka Samper og Gísla Erni Garðarssyni, hafa komið sér í mikinn fjárhagsvanda og gera illt verra með því að brjóta lögin. Börkur segir spennuna magnast er á líður. Sagan snúist um hvernig þeirra innra eðli brýst fram við erfiðar kringumstæður. Leikstjórinn Börkur segir glæpasagnaformið mála sterkum litum það sem hann telur vera sammannlega hegðun. „Þótt þú hafir ekki samúð með ger- endum þá skilurðu af hverju þeir gera þetta,“ segir hann. Áhorfendur settir í spor gerenda  Sýningar á fyrstu kvikmynd Barkar Sigþórssonar í fullri lengd, Vargi, hefjast á morgun  Bræð- ur fá pólska stúlku til að smygla eiturlyfjum til landsins  Líkfundarmálið í Neskaupstað innblástur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.