Morgunblaðið - 03.05.2018, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018
S i g n · Fo r n u b ú ð i r 1 2 · H a f n a r f i r ð i · s i g n @ s i g n . i s · S : 5 5 5 0 8 0 0
W W W. S I G N . I S
Nemendur 7. og 8. bekkjar Varma-
hlíðarskóla í Skagafirði hlupu svo-
nefndan Hegraneshring sl. mánu-
dag, sem er 65 km langur, til
styrktar Krabbameinsfélagi Skaga-
fjarðar. Var þetta í fjórða sinn sem
áheitahlaupið fór fram.
Krakkarnir létu hvorki rigningu
né slyddu hægja á sér, sem dundi á
þeim allan tímann. Fyrstu hlaup-
arar lögðu af stað upp úr kl. níu og
þeir síðustu komu í hús tæpum níu
tímum síðar en samtals eru 23
krakkar í þessum bekkjum. Lág-
markslengd sem krakkarnir hlupu
var 5 km, en þeir sem lengst hlupu
fóru rétt tæplega 40 km.
Í næstu viku munu krakkarnir
afhenda áheitin til stjórnar Krabba-
meinsfélagsins með viðhöfn, en
ennþá er hægt að styrkja gott mál-
efni með því að leggja inn á reikn-
ingsnúmerið 310-13-300727, kt.
581217-1100.
Safna yfirleitt um milljón
Nemendur Varmahlíðarskóla áttu
frumkvæði að fyrsta áheitahlaupinu
í apríl árið 2012, sem hluta af verk-
efninu Tóbakslaus bekkur. Þá söfn-
uðust rúmar 700 þúsund krónur,
sem runnu óskiptar til Krabba-
meinsfélags Skagafjarðar. Tveimur
árum síðar var aftur hlaupið til
styrktar félaginu, og þá safnaðist
ríflega ein milljón króna.
Vorið 2016 var í þriðja sinn
hlaupið til styrktar góðu málefni, en
þá söfnuðu nemendur rúmri milljón
fyrir Ívar Elí Sigurjónson og fjöl-
skyldu hans.
Um boðhlaup er að ræða, þar
sem lagt er af stað frá Varmahlíð,
hlaupið þaðan til Sauðárkróks, yfir í
Hegranes og þaðan eftir ytri
Blönduhlíð og loks aftur til baka í
Varmahlíð.
Hlaupahópurinn á Króknum er
alltaf látinn vita og í hvert skipti
fylgja félagar hans krökkunum á
svæðinu kringum Krókinn.
Ljósmyndir/Varmahlíðarskóli
Hlauparar Hluti nemenda 7. og 8. bekkjar Varmahlíðarskóla að loknu vel heppnuðu hlaupi en blautu.
Hlupu 65 km til góðs
Nemendur í Varmahlíðarskóla hlupu áheitahlaup í fjórða
sinn Áheitin fara til Krabbameinsfélags Skagafjarðar
Þreyta Það var gott að leggjast niður eftir hlaupið, sem alls var 65 km langt
og skiptust krakkarnir á að hlaupa Hegraneshringinn svonefnda.
Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri og
PhD í erfðafræði, leiðir D-lista
sjálfstæðismanna í Rangárþingi
ytra sem samþykktur var sam-
hljóða á fjölmennum fundi á Hellu í
vikunni.
Björk Grétarsdóttir, fyrirtækja-
ráðgjafi og MA í alþjóðasam-
skiptum, er í öðru sæti, Haraldur
Eiríksson, formaður byggðarráðs
og fjármálastjóri, er í þriðja sæti og
Hjalti Tómasson, starfsmaður þjón-
ustumiðstöðvar, í því fjórða.
Í fimmta sæti er Helga Fjóla
Guðnadóttir, starfsmaður Hjúkr-
unar- og dvalarheimilisins Lundar,
og Hugrún Pétursdóttir, háskóla-
nemi á Hellu, skipar sjötta sætið.
Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi
alþingismaður og sveitarstjóri,
skipar heiðurssæti listans, það 14.
Meðalaldur á listanum er rúm-
lega 42 ár og hann skipa átta konur
og sex karlar.
Ágúst sveitarstjóri áfram efstur á lista
Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra
Rangárþing ytra Listi Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir kosningarnar 26. maí nk.
Framboðslisti D-listans í Snæ-
fellsbæ fyrir bæjarstjórnarkosning-
arnar hefur verið samþykktur af
fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna.
Í efstu fjórum sætunum eru
Björn Haraldur Hilmarsson útibús-
stjóri, Júníana Björg Óttarsdóttir
kaupmaður, Auður Kjartansdóttir
fjármálastjóri og Rögnvaldur
Ólafsson skrifstofumaður.
Í síðustu bæjarstjórnarkosning-
um hlaut D-listinn fjóra bæjar-
fulltrúa af sjö og gefa þrír af þeim
kost á sér áfram til forystu, þau
Björn Haraldur, Júníana Björg og
Rögnvaldur, en formaður bæjar-
ráðs síðustu fjögur ár, Kristjana
Hermannsdóttir, tekur 13. sæti
listans. Bæjarstjóraefni D-listans er
Kristinn Jónasson, núverandi bæj-
arstjóri í Snæfellsbæ, en Kristinn
hefur verið bæjarstjóri þar síðan
árið 1998 eða í 20 ár.
Heiðurssæti listans skipar Mar-
grét Vigfúsdóttir, fv. afgreiðslu-
stjóri.
Snæfellsbær Listi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 26. maí næstkomandi.
Þrír af fjórum bæjarfulltrúum D-listans í
Snæfellsbæ gefa kost á sér áfram í vor
Eins og fram hefur komið skipar Vigdís Hauksdóttir, fv.
þingmaður Framsóknarflokksins, efsta sæti lista Mið-
flokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosn-
ingar.
Í næstu sætum þar á eftir eru Baldur Borgþórsson
einkaþjálfari, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson markþjálfi,
Sólveig Bjarney Daníelsdóttir hjúkrunarfræðingur og
fimmta sætið skipar Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræð-
ingur og fv. formaður HSÍ.
Viðar Freyr Guðmundsson rafeindavirki er í sjötta
sæti og Trausti Harðarson viðskiptafræðingur í því sjö-
unda.
Í 45. sæti er Atli Ásmundsson, lífeyrisþegi og fv. ræðismaður, og í 46.
sæti, heiðurssætinu, er Greta Björg Egilsdóttir, varaborgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins og flugvallarvina.
Listi Miðflokksins í Reykjavík
Vigdís
Hauksdóttir
Framboðslisti Miðflokksins í Garðabæ hefur verið
samþykktur. Málefnaáherslur framboðsins verða
kynntar á næstu dögum. María Grétarsdóttir, við-
skiptafræðingur og núverandi bæjarfulltrúi í
Garðabæ fyrir Fólkið í bænum, skipar efsta sæti
listans.
Í öðru sæti er Gísli Bergsveinn Ívarsson verk-
efnastjóri, Zophanías Þorkell Sigurðsson tækni-
stjóri er í þriðja sæti, Nanna Margrét Gunnlaugs-
dóttir framkvæmdastjóri í fjórða sæti, í fimmta sæti
er Jóhann Þór Guðmundsson þjálfunarflugstjóri og
Anna Bára Ólafsdóttir atvinnurekandi í sjötta sæti.
María
Grétarsdóttir
María efst hjá Miðflokknum í Garðabæ
2018
Gísli Sigurðsson framkvæmdastjóri er nýr oddviti D-lista
sjálfstæðismanna í Skagafirði fyrir komandi kosningar. Síð-
ast var hann í þriðja sæti á listanum en tekur við af Sigríði
Svavarsdóttur, forseta sveitarstjórnar, sem nú skipar heið-
urssæti listans.
Í öðru sætinu er Regína Valdimarsdóttir lögfræðingur,
Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi,
er í þriðja sæti en hann var síðast í öðru sæti. Fjórða sætið
skipar Elín Árdís Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og í
fimmta sæti er Haraldur Þór Jóhannsson, bóndi í Enni í Við-
víkursveit. Sjálfstæðisflokkurinn á núna tvo fulltrúa í sveit-
arstjórn og situr í meirihluta með Framsóknarflokknum.
Gísli efstur á D-lista í Skagafirði
Gísli
Sigurðsson