Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 S i g n · Fo r n u b ú ð i r 1 2 · H a f n a r f i r ð i · s i g n @ s i g n . i s · S : 5 5 5 0 8 0 0 W W W. S I G N . I S Nemendur 7. og 8. bekkjar Varma- hlíðarskóla í Skagafirði hlupu svo- nefndan Hegraneshring sl. mánu- dag, sem er 65 km langur, til styrktar Krabbameinsfélagi Skaga- fjarðar. Var þetta í fjórða sinn sem áheitahlaupið fór fram. Krakkarnir létu hvorki rigningu né slyddu hægja á sér, sem dundi á þeim allan tímann. Fyrstu hlaup- arar lögðu af stað upp úr kl. níu og þeir síðustu komu í hús tæpum níu tímum síðar en samtals eru 23 krakkar í þessum bekkjum. Lág- markslengd sem krakkarnir hlupu var 5 km, en þeir sem lengst hlupu fóru rétt tæplega 40 km. Í næstu viku munu krakkarnir afhenda áheitin til stjórnar Krabba- meinsfélagsins með viðhöfn, en ennþá er hægt að styrkja gott mál- efni með því að leggja inn á reikn- ingsnúmerið 310-13-300727, kt. 581217-1100. Safna yfirleitt um milljón Nemendur Varmahlíðarskóla áttu frumkvæði að fyrsta áheitahlaupinu í apríl árið 2012, sem hluta af verk- efninu Tóbakslaus bekkur. Þá söfn- uðust rúmar 700 þúsund krónur, sem runnu óskiptar til Krabba- meinsfélags Skagafjarðar. Tveimur árum síðar var aftur hlaupið til styrktar félaginu, og þá safnaðist ríflega ein milljón króna. Vorið 2016 var í þriðja sinn hlaupið til styrktar góðu málefni, en þá söfnuðu nemendur rúmri milljón fyrir Ívar Elí Sigurjónson og fjöl- skyldu hans. Um boðhlaup er að ræða, þar sem lagt er af stað frá Varmahlíð, hlaupið þaðan til Sauðárkróks, yfir í Hegranes og þaðan eftir ytri Blönduhlíð og loks aftur til baka í Varmahlíð. Hlaupahópurinn á Króknum er alltaf látinn vita og í hvert skipti fylgja félagar hans krökkunum á svæðinu kringum Krókinn. Ljósmyndir/Varmahlíðarskóli Hlauparar Hluti nemenda 7. og 8. bekkjar Varmahlíðarskóla að loknu vel heppnuðu hlaupi en blautu. Hlupu 65 km til góðs  Nemendur í Varmahlíðarskóla hlupu áheitahlaup í fjórða sinn  Áheitin fara til Krabbameinsfélags Skagafjarðar Þreyta Það var gott að leggjast niður eftir hlaupið, sem alls var 65 km langt og skiptust krakkarnir á að hlaupa Hegraneshringinn svonefnda. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri og PhD í erfðafræði, leiðir D-lista sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra sem samþykktur var sam- hljóða á fjölmennum fundi á Hellu í vikunni. Björk Grétarsdóttir, fyrirtækja- ráðgjafi og MA í alþjóðasam- skiptum, er í öðru sæti, Haraldur Eiríksson, formaður byggðarráðs og fjármálastjóri, er í þriðja sæti og Hjalti Tómasson, starfsmaður þjón- ustumiðstöðvar, í því fjórða. Í fimmta sæti er Helga Fjóla Guðnadóttir, starfsmaður Hjúkr- unar- og dvalarheimilisins Lundar, og Hugrún Pétursdóttir, háskóla- nemi á Hellu, skipar sjötta sætið. Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður og sveitarstjóri, skipar heiðurssæti listans, það 14. Meðalaldur á listanum er rúm- lega 42 ár og hann skipa átta konur og sex karlar. Ágúst sveitarstjóri áfram efstur á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra Rangárþing ytra Listi Sjálfstæðisflokks- ins fyrir kosningarnar 26. maí nk. Framboðslisti D-listans í Snæ- fellsbæ fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar hefur verið samþykktur af fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna. Í efstu fjórum sætunum eru Björn Haraldur Hilmarsson útibús- stjóri, Júníana Björg Óttarsdóttir kaupmaður, Auður Kjartansdóttir fjármálastjóri og Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður. Í síðustu bæjarstjórnarkosning- um hlaut D-listinn fjóra bæjar- fulltrúa af sjö og gefa þrír af þeim kost á sér áfram til forystu, þau Björn Haraldur, Júníana Björg og Rögnvaldur, en formaður bæjar- ráðs síðustu fjögur ár, Kristjana Hermannsdóttir, tekur 13. sæti listans. Bæjarstjóraefni D-listans er Kristinn Jónasson, núverandi bæj- arstjóri í Snæfellsbæ, en Kristinn hefur verið bæjarstjóri þar síðan árið 1998 eða í 20 ár. Heiðurssæti listans skipar Mar- grét Vigfúsdóttir, fv. afgreiðslu- stjóri. Snæfellsbær Listi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 26. maí næstkomandi. Þrír af fjórum bæjarfulltrúum D-listans í Snæfellsbæ gefa kost á sér áfram í vor Eins og fram hefur komið skipar Vigdís Hauksdóttir, fv. þingmaður Framsóknarflokksins, efsta sæti lista Mið- flokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosn- ingar. Í næstu sætum þar á eftir eru Baldur Borgþórsson einkaþjálfari, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson markþjálfi, Sólveig Bjarney Daníelsdóttir hjúkrunarfræðingur og fimmta sætið skipar Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræð- ingur og fv. formaður HSÍ. Viðar Freyr Guðmundsson rafeindavirki er í sjötta sæti og Trausti Harðarson viðskiptafræðingur í því sjö- unda. Í 45. sæti er Atli Ásmundsson, lífeyrisþegi og fv. ræðismaður, og í 46. sæti, heiðurssætinu, er Greta Björg Egilsdóttir, varaborgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins og flugvallarvina. Listi Miðflokksins í Reykjavík Vigdís Hauksdóttir Framboðslisti Miðflokksins í Garðabæ hefur verið samþykktur. Málefnaáherslur framboðsins verða kynntar á næstu dögum. María Grétarsdóttir, við- skiptafræðingur og núverandi bæjarfulltrúi í Garðabæ fyrir Fólkið í bænum, skipar efsta sæti listans. Í öðru sæti er Gísli Bergsveinn Ívarsson verk- efnastjóri, Zophanías Þorkell Sigurðsson tækni- stjóri er í þriðja sæti, Nanna Margrét Gunnlaugs- dóttir framkvæmdastjóri í fjórða sæti, í fimmta sæti er Jóhann Þór Guðmundsson þjálfunarflugstjóri og Anna Bára Ólafsdóttir atvinnurekandi í sjötta sæti. María Grétarsdóttir María efst hjá Miðflokknum í Garðabæ 2018 Gísli Sigurðsson framkvæmdastjóri er nýr oddviti D-lista sjálfstæðismanna í Skagafirði fyrir komandi kosningar. Síð- ast var hann í þriðja sæti á listanum en tekur við af Sigríði Svavarsdóttur, forseta sveitarstjórnar, sem nú skipar heið- urssæti listans. Í öðru sætinu er Regína Valdimarsdóttir lögfræðingur, Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, er í þriðja sæti en hann var síðast í öðru sæti. Fjórða sætið skipar Elín Árdís Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og í fimmta sæti er Haraldur Þór Jóhannsson, bóndi í Enni í Við- víkursveit. Sjálfstæðisflokkurinn á núna tvo fulltrúa í sveit- arstjórn og situr í meirihluta með Framsóknarflokknum. Gísli efstur á D-lista í Skagafirði Gísli Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.