Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ífyrradag varhinum al-þjóðlega bar- áttudegi fagnað, eins og það er orð- að í fréttatímum. Baráttan er stund- um kölluð „kröfur dagsins“. Því er merkilegt að slík bar- átta hinn 1. maí fer helst fram í ríkjum þar sem bannað er að gera kröfur á hendur yfir- völdunum. Þau eru skilgreind sem „vinir fólksins“ og ekkert frjálst atvinnulíf fyrir hendi sem gera má kröfur til. Fréttamyndir sýna mikinn fjölda sem fagnaði deginum á Kúbu. Engar kröfur heyrast. Enda orðnar óþarfar eftir 60 ára alþýðustjórn Castro- bræðra. Augljóst er að bar- áttan og alþýðuást leiðtoganna hefur skilað sínu og vel það. Meðallaun á Kúbu eru 29,60 dollarar á mánuði. Haldi verkalýðshreyfingin dampi og baráttugleði er ekki hægt að útiloka að meðallaunin gætu hoppað yfir 3.000 krónur ís- lenskar á mánuði. Þann dag mun Fidel byrja að reykja vindla aftur í gröf sinni. Varla er raunhæft fyrir ís- lenska alþýðu, með fjand- samleg yfirvöld og atvinnulíf, að bera sig saman við Kúbu. En reyna má að horfa til Þýskalands, ríkasta lands ESB, og forystusauðs þess og bera meðallaun og virk lág- markslaun saman við sömu laun hér á landi og undrast hve Þýskaland á langt í land í þeim samanburði. Í París einni voru 300 mótmælendur handteknir 1. maí og um hundrað í aðdrag- anda hans sem fyr- irbyggjandi að- gerð. Þó náðu mótmælendur að leggja eld að versl- unum, veitingastöðum og bif- reiðum. Hvers vegna má ekki fagna óvenjulegum áfangasigrum 1. maí? Hví má ekki spyrja hvernig tókst að auka kaup- mátt hér á landi mun meir hjá þeim sem þurftu mest á því að halda en tekist hefur að undan- förnu í ríkjum sem oft eru höfð til samanburðar? Og því má ekki spyrja hvar „launajafn- réttið“ sé meira en hér, þegar ekki er horft á lönd sem borga sínu fólki 100 krónur á dag í laun og allir nema alþýðuvin- irnir búa við launajafnrétti eymdarinnar Af hverju er það feimnismál 1. maí að hvergi í Evrópu hefur kaupmáttur venjulegra launa hækkað meira en hér og aðeins Sviss greiðir örlítið hærri slík laun en hér gerist? Er einhver sem trúir því að þessar aðstæður séu kjörtímar skæruliða? Hin raunverulega hætta í augnablikinu er að þau fyrir- tæki sem hafa hæsta hlutdeild launapakkans sem hefur hækkað meira en almennu launin verði þvinguð til þess að draga saman seglin, þvert gegn vilja sínum og mark- miðum. Helstu óþurftarmenn hinnar skrítnu umræðu sem nú fer fram eru vísir til að skríða í skjól þegar sú þróun hefst en það verður líklega of seint. Þarf met í kaup- máttaraukningu að vera feimnismál á baráttudeginum? } Fara staðreyndir verr í 1. maí en aðra daga? Ein af helstufregnum síð- asta árs var hinn ofboðslegi vöxtur rafmyntarinnar bitcoin, en hún margfaldaðist að virði, fór frá því að vera metin á um 900 doll- ara upp í um 20.000 dollara á hverja einingu af myntinni. Erfitt er að sjá að einhver verðmætasköpun hafi verið þar að baki. Í liðinni viku varaði fjárfest- irinn Bill Harris, einn af stofn- endum greiðslumiðlunarinnar PayPal, við fjárfestingum í bitcoin og öðrum áþekkum raf- myntum. Harris talaði enga tæpitungu og sagði að rafmynt- ir af þessu tagi væru svika- mylla. Tiltók hann þrjá þætti sér- staklega í gagnrýni sinni á bit- coin. Í fyrsta lagi væri bitcoin varla gjaldmiðill, þar sem mjög fáir tækju við myntinni í skiptum fyrir vöru eða þjónustu. Auk þess væri ekki óþekkt að virði bitcoin sveiflaðist um allt að 10% á ein- um degi. Þær sveiflur leiddu af sér að í öðru lagi væri ekki fýsi- legt að nota bitcoin til þess að geyma verðmæti. Í þriðja lagi gagnrýndi Harr- is þann hugsunarhátt, sem orð- ið hefur vart við, að bitcoin hefði eitthvert verðgildi í sjálfu sér. Eina virðið í myntinni væri ef viðkomandi tækist að fá ein- hvern annan til að kaupa hana á því uppsprengda verði sem nú þekktist. Full ástæða er til að gefa þessum varnaðarorðum gaum. Verðmætið getur fyrirvara- laust orðið lítið eða ekkert og þá er hætt við að margir sitji eftir með sárt ennið. Er bitcoin verðmæt mynt eða jafnvel aðeins svikamylla?} Vissara að hafa varann á F yrir skömmu barst mér svar við fyrirspurn minni á Alþingi um framkvæmdir við Reykjanes- braut til Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, formanns Framsókn- arflokksins og samgönguráðherra. Eftirtektarvert er að í svörum ráðherrans er vísað í samgönguáætlun sem boðuð hefur verið í haust. Nú er flestum ljóst að áætlunin er nán- ast tilbúin enda átti að leggja hana fram í vor. Hvers vegna vill ráðherra ekki upplýsa hversu mikið fé er áætlað í Reykjanesbraut á tíma samgönguáætlunar árin 2019-2021? Hvað hefur ráðherrann að fela? Er það virki- lega svo að samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins ætli sér að halda þessu leyndu fram yfir sveitarstjórnarkosningar? Íbúar Suðvesturkjördæmis líkt og aðrir íbúar þessa lands eiga skilyrðislaust að fá upplýsingar um það fyrir kosningar hvaða fjármunum verður varið til sam- göngumála næstu árin, það á ekki síst við um Reykjanes- braut. Fjórum spurningum var beint til ráðherra. Sú fyrsta laut að fjármunum í Reykjanesbraut 2018-2021 og í svari ráðherra kemur fram að nú í ár eru eingöngu 300 milljónir króna settar í verkefni við Reykjanesbraut. Að öðru leyti er vísað í samgönguáætlun sem fram kemur eftir kosn- ingar. Önnur spurningin laut að skiptingu framkvæmda eftir vegköflum. Í svarinu er framkvæmdum skipt í fjóra hluta sem alls er áætlað að kosti 13,3 milljarða króna. Vísað er í samgönguáætlun sem koma á fram eftir kosningar. Þriðja spurningin var um lok tvöföldunar Reykjanes- brautar. Svarið var að óvissa væri um fjár- mögnun. Fjórða spurningin laut að fjármögnun á framkvæmdum við Reykjanesbraut. Því var svarað til að fjármögnun byggðist á fjárveit- ingum Alþingis. Staðan er því sú að ekkert er í hendi um annað en 300 milljónir í ár. Getur verið að sam- gönguráðherra ætli sér að setja milljarða í borgarlínubrjálæðið á kostnað vegafram- kvæmda? Getur verið að samgönguáætlun sé svo illa fjármögnuð að ráðherrann þori ekki að sýna það fyrir kosningar? Samgönguáætlun er grundvallarplagg, póli- tísk stefna þess ráðherra og þeirrar ríkis- stjórnar sem hana leggja fram. Að fela slíkt plagg í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er óásættanlegt. Íbúar Suðvesturkjördæmis sem og aðrir landsmenn kalla eftir því að ráðherra sýni áætl- unina fyrir kosningar. Fjármálaáætlun var ekki traustvekjandi enda moðsuða mikil. Stefnuleysið er einkennandi fyrir ríkisstjórnina í samgöngumálum sem öðru. Hversu lengi ætlar ráðherra Framsóknarflokksins að hunsa vilja sveitarfélaga og íbúa um varanlegar úrbætur á þessari lykilsamgönguæð í Suð- vesturkjördæmi? Samgönguáætlun verður að sýna og það strax. Það er eðlileg krafa enda snúast sveitarstjórnarkosningarnar meðal annars um samgöngumál. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Ráðherra felur samgönguáætlun Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fyrirhugaður ferðamanna-skattur, komu- eða brottfar-argjald sem nýbirt fjár-málaáætlun ríkis- stjórnarinnar gerir ráð fyrir að verði tekið upp árið 2020, á að skila ríkissjóði 2,5 milljörðum í tekjur árlega. Reiknað er með að gjaldið muni nema um 1.000 krónum á hvern farþega í hverri flug- ferð til og frá landinu. Í fjármálaáætl- uninni kemur fram að erfitt gæti reynst að undanskilja innanlandsflug slíkri skattlagningu. Samhliða innleiðingu á þessari nýju gjaldtöku verði því mót- aðar aðgerðir til að eyða eða draga úr áhrifum hennar á innanlandsflug að teknu tilliti til ríkisstyrkjareglna EES- samningsins. Samband íslenskra sveitarfélaga bendir á það í umsögn við þingsályktun um fjármálaáætlunina að lægstu flug- fargjöld til Akureyrar, Egilsstaðar og Ísafjarðar (netfargjöld) séu 8.375 kr. Þau myndu hækka um nærfellt 12% við álagningu brottfararagjalds. Algengt fargjald sé 12.900 kr. á flugferð, sem fá- ist með kaupum á flugfrelsi sem myndi hækka um 7,75% gangi þessi áform eft- ir án aðgerða til að milda áhrifin á inn- anlandsflugið. Sambandið minnir á í þessu sam- hengi að í stjórnarsáttmála sé kveðið á um að unnið verði að því að gera innan- landsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Vafasamt sé að áformað brottfarargjald muni bæta samkeppnisstöðu innanlandsflugsins. Tíðkast víða erlendis Í greinargerð með þingsályktun- artillögunni kemur fram að brottfar- argjaldið eigi ekki að leggjast á svo- nefnda tengifarþega (e. transit passengers). Fram kemur að áherslan á gjaldið sé einkum sprottin af auknum átroðningi á helstu ferðamannastöðum og auknu álagi á innviði landsins vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Slíkt gjald hafi nýlega verið tekið upp í Nor- egi og Svíþjóð og áður m.a. í Bretlandi og Þýskalandi. Í Noregi var tekið upp flugfarþegagjald sumarið 2016. Það gildir bæði í millilanda- og innanlands- flugi, Gjaldið er eingöngu til þess ætlað að auka tekjur ríkissjóðs. Það er 83 norskar krónur sem er sambærileg upphæð og fyrirhugað brottfarargjald hér. Börn, áhafnir og tengifarþegar eru undanskildir gjaldinu. Svíar hófu gjaldtöku á flugfarþega í síðasta mánuði og tala stjórnvöld um grænan skatt í því samhengi. Óréttlátt sé að flugið sé eini ferðamátinn sem enga loftslagsskatta greiði af losun. Þar sem skatturinn tekur mið af um- hverfissjónarmiðum er hann hærri því lengra sem flogið er. Er hann á bilinu 60 til 400 sænskar krónur, um 720 til 4.800 kr. ísl. Í Noregi og Svíþjóð eru það flug- félögin sjálf sem sjá um innheimtu gjaldsins og að skila því til ríkisins. Í þingsályktuninni sem liggur fyrir Alþingi kemur fram að álagning brott- farargjaldsins verði unnin í samráði við ferðaþjónustuna. Í samtali við Morg- unblaðið í mars sagði Helga Árnadótt- ir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, að áform stjórnvalda kæmu ekki á óvart þar sem þau hefðu verið kynnt í stjórnarsáttmálanum. „Við væntum þess því að eiga við þau gott samstarf, en komugjöld eru auð- vitað eitthvað sem við höfum skoðað áður og á þeim eru ákveðnir ann- markar,“ sagði hún, og nefndi sér- staklega áhrifin á innanlandsflugið. Þá væri Ísland í Schengen og hefði skrifað undir ýmiskonar alþjóðlegar skuld- bindingar sem takmörkuðu möguleika gjaldtöku á þessu sviði. Ferðamannaskattur líka í innanlandsflugi Morgunblaðið/Ómar Ferðaþjónusta Útgjöld hvers flugfarþega aukast um þúsund krónur í hverri ferð verði brottfarargjaldið tekið upp eins og áformað er. Áform fyrri ríkisstjórnar, sem kynnt voru vorið 2017, um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á þessu ári voru lögð til hliðar með nýjum stjórn- arsáttmála í nóvember síðast- liðnum. Áformin höfðu mætt mikilli andstöðu innan grein- arinnar og einnig á Alþingi. Reyndar höfðu þau þegar verið sett á ís með ákvörðun meiri- hluta fjárlaganefndar í septem- ber í fyrra. Nefndin fól þáver- andi ríkisstjórn að kanna í staðinn til hlítar að leggja brott- farargjald á ferðamenn. Fyrri áform lögð til hliðar VIRÐISAUKASKATTUR Á FERÐAÞJÓNUSTU Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Munu greiða gjald.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.