Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 48

Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Er ferðavagninn rafmagnslaus? TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu örugg t start með TUDO R Frístunda rafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. Á Íslandi hefur bar- áttan fyrir foreldra- jafnrétti staðið yfir í um 20 ár. Ef feðraor- lofið er undanskilið hafa nánast engar framfarir orðið aðrar en fáein og innihalds- lítil hænuskref í jafn- ræðisátt. Í dag er helmingur umgengn- isforeldra á van- skilaskrá samkvæmt úttektum frá Creditinfo og hafa um- gengnistálmanir aldrei verið jafn umfangsmikill, alvarlegur og út- breiddur vandi eins og í dag. Við sem höfum starfað að málefnum umgengnisforeldra, vitum að and- staðan við foreldrajafnrétti hefur í gegnum tíðina verið mikil í öllum stjórnmálaflokkum. Birting fem- ínistaskjalanna svokölluðu afhjúpaði hins vegar andúð og fyrirlitningu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á feðrum og þolendum um- gengnistálmana. Í lokuðum Facebook hóp 2500 manna og kvenna tók Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sam- fylkingarinnar og frambjóðandi í borgarstjórnarkosningunum, þátt í skipulagðri aðför og rógsherferð gegn nafngreindum feðrum sem ekki fá að sjá börnin sín og for- svarsmönnum svokallaðra feðra- hreyfinga. Með slúðri og rógi átti að taka þá af lífi í opinberri umræðu. Til að bæta gráu ofan á svart, þakk- aði Halla Gunn- arsdóttir, ráðgjafi for- sætisráðherra í jafnréttismálum, ræðumönnum fyrir ógeðfelld og óprent- hæf meiðyrði gagn- vart nafngreindum og strangheiðarlegum forsvarsmanni feðra- hreyfingar á Íslandi. Gerði hún það í um- boði ráðherra? Mann- fyrirlitning Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna hefur verið afhjúpuð! Sáum við þá í hendi okkar að eina leiðin til framfara í jafnrétt- ismálum væri að skapa okkar eigin vettvang á sviði stjórnmálanna og hafa þannig bein áhrif á jafnrétt- isbaráttuna. Karlalistinn var stofnaður á degi foreldraútskúfunar hinn 25. apríl síðastliðinn og er markmið hans að stemma stigu við umgengnistálm- unum og útrýma fátækt á meðal einstæðra umgengnisforeldra. Við viljum að barnaverndaryfirvöld nýti heimildir sínar til íhlutunar til að stöðva ástæðulausar umgengn- istálmanir og að faglega verði ráðið í barnaverndarnefndir svo að ófag- lærðir flokksgæðingar fái ekki það hlutverk að ákveða örlög barna sem þarfnast verndar hins opinbera. Við viljum að Innheimtustofnun sveitarfélaga taki aukið tillit til fé- lagslegra, fjárhagslegra og heilsu- farslegra aðstæðna meðlagsgreið- enda, en innheimtuharka stofnunarinnar hefur stóraukist á undanförnum árum. Að auki viljum við þrýsta á löggjafann að hann færi innheimtur meðlaga alfarið til Tryggingastofnunar þar sem með- lögin eru greidd út, eins og tíðkast víðast hvar annars staðar. Við viljum að félagsþjónustan komi sérstaklega til móts við um- gengnisforeldra sem ekki geta sinnt uppeldisskyldum sínum vegna fátæktar. Að auki munum við koma því til leiðar að sérstök áhersla verði lögð á að mæta þörfum grunnskóladrengja, sem samkvæmt rannsóknum líður illa í skólum landsins og sýna sífellt lakari náms- árangur. Skólinn verður að aðlagast þörfum þeirra fremur en að þeir þurfi að aðlagast þörfum mennta- stefnunnar. Af mörgu er að taka en ljóst má vera að foreldrajafnrétti kemur okkur öllum við. Tálmanir bitna ekki einungis á feðrum, heldur einnig mæðrum, ömmum, öfum, frænkum, frændum og systkinum að ógleymdum skilnaðarbörnunum sjálfum sem bera skaðann ævi- langt. Það er mál að linni! Karlalistinn Eftir Gunnar Kristin Þórðarson » Pólitísk andstaða við foreldrajafnrétti hefur breyst í andúð og mannfyrirlitningu. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er formaður Karlalistans og oddviti flokksins í Reykjavík. karlalistinn@gmail.com Á liðnu kjörtímabili tók Reykjavíkurborg það mikilvæga skref að verða heilsueflandi borg. Það þýðir að við viljum skapa borg sem gerir borgarbúum auðvelt að taka góðar ákvarðanir fyrir sína heilsu. Öll tökum við daglega alls konar ákvarðanir sem hafa áhrif á heilsu okkar án þess endilega að átta okkur alltaf á því eða hvaða áhrif bæði manngert og félagslegt umhverfi hefur. Það skiptir til að mynda miklu máli fyrir heilbrigði, hamingju og vellíðan fólks að íbúðabyggð sé þannig skipu- lögð að það sé stutt í þjónustu, að fólk hafi tækifæri til hreyfingar, geti hjólað eða gengið til vinnu eða í skóla og nálgast heilsusamlegan mat og gefandi félagsstarf. Við viljum með markvissum hætti skapa að- stæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa auk þess sem við viljum auka jöfnuð og draga úr tíðni og afleið- ingum langvinnra sjúkdóma. Heilsa í allar stefnur Í samstarfi við Embætti land- læknis og aðra sérfræðinga viljum við hagnýta þá þekkingu sem er til staðar á því í hvernig samfélögum fólki líður best og er við besta heilsu. Við höfum áratugum saman fylgst með líðan, reykingum og áfengis- neyslu barna og ungmenna en nú skoðum við heilsuvísa fyrir alla ald- urshópa eftir hverfishlutum borg- arinnar. Heilsa og líðan allra íbúa er smám saman með skipulögðum hætti að verða í fyrirrúmi í allri stefnumótun á öllum sviðum og það er sannarlega markmiðið að svo verði. Samfylkingin hefur haft forystu í þessari vinnu og vill áfram vinna markvisst að því að auka jöfnuð í borginni með forvörnum og heilsu- eflandi aðgerðum fyrir alla aldurs- hópa. Við viljum styrkja þá þætti borgarlífsins sem eru í eðli sínu góðir og ganga vel. Þetta á við um íþróttastarf, félagsstarf ýmiss konar, atvinnu og virkni fatlaðra, hverfa- starf og samvistir barna með foreldrum svo eitthvað sé nefnt. Við viljum setja á fót samfélagsmiðstöðvar hverfa fyrir íbúa á öll- um aldri til að stuðla að samskiptum og virkni og skapa með því auk- inn félagsauð í hverfunum. Þá viljum við bæta áfram aðstöðu í borgarrým- inu til heilsueflingar utandyra og gera tækifæri til geðræktar að- gengilegri. Heilsueflandi hverfi Verkefnastjórar á þjónustu- miðstöðvum í hverfum borgarinnar halda utan um verkefnið og vinna í nánu samráði við leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístundaheimili, fé- lagsmiðstöðvar, lögreglu, verslunar- eigendur, heilsugæslu og aðra aðila innan hvers hverfis sem eru í lykil- stöðu til að hafa áhrif í nærumhverf- inu. Við höfum einstakt tækifæri til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, hamingju og vellíðan íbúa. Til að það gerist þarf að taka lýðheilsusjónar- mið til skoðunar við alla ákvarðana- töku borgarstjórnar og vinna skipu- lega að heilsueflingu í öllum hverfum borgarinnar. Sú vinna er komin á fullt í Reykjavík. Vellíðan í heilsueflandi borg Eftir Heiðu Björg Hilmisdóttur Heiða Björg Hilmisdóttir » Við viljum með markvissum hætti skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Höfundur er borgarfulltrúi og vara- formaður Samfylkingarinnar, í 2. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Með nýjum lögum um strand- veiðar var samþykkt að á ný skuli pólitíkin ákveða heildarafla ársins og að ekki skuli farið að ráðgjöf Hafró. Þetta er gert með því að færa valdið til að stöðva veiðarnar þegar heildarafla er náð til ráð- herra frá fiskistofu. Það sem fiski- stofu var skylt að gera er ráðherra nú heimilt að gera. Sagan er full af dæm- um um hvaða afleið- ingar svona fyrir- komulag hefur. Ég hef hvorki þekkingu né for- sendur til að meta hvort ný aðferð við stjórnun strandveiða sé betri eða verri en hin fyrri. Það er þó ljóst að þess lengra sem farið er frá ólympískum veiðum, sem strandveiðar eru, og nær skipulögðum veiðum, sem kvóta- kerfi eru, þess betra. Það á bæði við um öryggi sjómanna og af- komu veiðanna. Þetta eru allir sammála um sem tjá sig um málið, hvort sem þeir styðja breytinguna eða ekki. Það verður einhvern tímann rannsakað hvað skuttogaravæð- ingin, sem stýrt var af pólitíkinni, kostaði þjóðarbúið. Ofveiðina sem því fylgdi tók 30 ár að rétta af. Það var gert með því að skera veiðina niður úr 400 þúsund tonn- um niður í 130 þúsund tonn með kunnum afleiðingum. Á sama tíma og það var gert hafði pólitíkin „heimild“ til að búa til leiðir framhjá ráðlögðum heildarafla. Það gerði hún með því að búa til ný kerfi sem áttu ekki að taka neitt af neinum, svokölluð króka- kerfi. Eðli málsins samkvæmt leiddi þetta þó til þess að fjórð- ungur af hlutdeild þorskins var færður yfir á þessi nýju skip sem byggð voru inn í hinar frjálsu veið- ar á meðan hin skipin voru brennd á báli eða sökkt. Það er öruggt að hluti þeirra bolfiskfyrirtækja sem féllu á þessum tíma hefði lifað af ef niðurskurðurinn einn hefði skollið á þeim en ekki 25% til- færslan að auki. Að endingu sáu menn að svona gat þetta ekki gengið. Valdið var tekið af stjórnmálamönnum og fært vísindamönnum með þekk- ingu. Síðan þá hefur ekki hvarflað að nokkrum ráðherra að fylgja ekki ráðgjöf Hafró og Fiskistofa hefur fylgt því eftir með stöðvun veiða þegar þeim afla er náð. Eitthvað hefur það farið illa í stjórnmála- menn að geta ekki barist fyrir „sitt fólk“. Þeir hafa því sam- mælst um að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Aðferðin er sú sama og í hin fjög- ur til fimm skiptin sem krókaheimildir voru auknar: Að leyfa svo og svo mikla umfram- veiði strandveiðimanna sem í fyrstu á ekki að vera af neinum tekin, en að nokkrum árum liðnum mun koma í ljós að umframveiðin verður ekki réttlætt lengur og þá verður hún sett í hlutdeild og hún formlega tekin af öðrum. Hér hafa því orðið vatnaskil til fyrra horfs þar sem pólitíkin kom sér aftur í stöðu til að skammta og úthluta til þeirra sem þeim finnst að eigi meiri heimtur að íslenskum fiski- miðum en aðrir. Þeir sem ekki eru meðal hinna útvöldu þurfa því enn og aftur að búa sig undir það að veiðiheimildir verði fluttar af þeim til annarra. Til að bera blak af þeim sem tóku hinar röngu ákvarðanir við skuttogara- væðinguna má segja að þeir vissu ekki betur og vildu vel. Því er ekki til að dreifa nú. Menn þekkja for- sendur, tilgang og afleiðingar þessara lagabreytinga. Nú vita all- ir hvað þeir eru að gera. Eftir Pétur Hafstein Pálsson Pétur Hafsteinn Pálsson » Það sem fiskistofu var skylt að gera er ráðherra nú heimilt að gera. Sagan er full af dæmum um hvaða afleiðingar svona fyrirkomulag hefur. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. petur@visirhf.is Pólitík gengur aftur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.