Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 45
UMRÆÐAN 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018
Við tökum vel á móti ykkur í glæsilegri búð
með góðu vöruúrvali.
vinbudin.is
Velkomin í stærri
og betri Vínbúð
í Skútuvogi
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
5
2
7
5
Það getur verið mikið áfall að
greinast með krabbamein og veik-
indin geta haft margvísleg áhrif á
daglegt líf. Þess vegna er mikil-
vægt að bjóða upp á fjölbreytta
þjónustu og stuðning eins fljótt og
unnt er, bæði fyrir þá sem greinast
með krabbamein og líka fyrir að-
standendur þeirra. Í dag er tilvilj-
anakennt hverjir fara í endurhæf-
ingu í kjölfar
krabbameinsgreiningar. Starfsfólk
Landspítalans gerir sitt besta til að
benda á þau úrræði sem eru til
staðar, en nauðsynlegt er að efla
umsjón og flæðisstýringu svo allir
fái sömu upplýsingar og jafnan að-
gang að endurhæfingu.
Á Íslandi eru starfandi endur-
hæfingarstofnanir og miðstöðvar
með frábæru fagfólki með áralanga
reynslu af endurhæfingu. Nú leggj-
umst við á eitt til að stuðla að því
að þjónustan verði aðgengileg öll-
um sem greinast með krabbamein.
Til að framtíðarsýnin verði að veru-
leika þurfum við stjórnvöld í lið
með okkur. Það vantar einfaldlega
meira fjármagn í þennan mála-
flokk.
Einn af þeim stöðum sem bjóða
krabbameinsgreindum ein-
staklingum og fjölskyldum þeirra
upp á sérhæfða endurhæfingu og
stuðning er Ljósið á Langholtsvegi
43. Ljósið er viðurkennt af land-
læknisembættinu sem endurhæf-
ingarstofnun á heilbrigðissviði með
13 ára reynslu í endurhæfingu
krabbameinsgreindra. Þar vinnur
fjölbreyttur hópur sérfræðinga á
heilbrigðissviði sem hafa sérhæft
sig í þessum málaflokki. Þjónustan
er fjölbreytt og hugsuð fyrir þann
sem greinist og nánustu fjölskyldu-
meðlimi. Þjónustuþegar Ljóssins
eru nú þegar um 400 einstaklingar
í hverjum mánuði (krabbameins-
greindir frá 16 ára og aðstand-
endur 6 ára og eldri). Ljósið þjónar
fólki alls staðar af landinu. Mark-
mið þjónustunnar er að veita
stuðning strax í kjölfar greiningar,
áfallahjálp, fræða um bjargráð, ýta
undir virkni og jafningjastuðning
auk þess að leggja mikla áherslu á
að byggja upp líkamlegt og andlegt
þrek. Reynslan sýnir að það skiptir
miklu máli að horfa heildrænt á
einstaklinginn svo ávinningurinn
verði sem mestur. Í upphafi er
útbúin einstaklingsmiðuð
endurhæfingaráætlun í samvinnu
við þjónustuþegann. Fagteymið
vinnur saman að því að meta end-
urhæfingarþarfir og sinna eft-
irfylgd. Algengar aukaverkanir
geta verið hamlandi við athafnir
daglegs lífs, til dæmis líkamlegt og
andlegt þrekleysi, bjúgur, stirð-
leiki, verkir og dofi, þess vegna er
nauðsynlegt að hitta sérfræðinga
sem veita viðeigandi úrræði og ráð-
gjöf. Það má segja að Ljósið sinni
endurhæfingu frá a
til ö, því fólk getur
nýtt þjónustuna strax
við greiningu og auk-
ið ákefð endurhæf-
ingarinnar þar til
endurhæfingarmark-
miðum hefur verið
náð og þjónustuþeg-
inn snýr aftur á at-
vinnumarkaðinn, í
skóla eða önnur hlut-
verk.
Við hvetjum stjórn-
völd til að efla endur-
hæfingu og stuðning fyrir krabba-
meinsgreinda og fjölskyldur þeirra.
Úrræðin og mannauðurinn er til
staðar nú þegar eins og hjá Ljós-
inu, Krabbameinsfélaginu, Reykja-
lundi, Hveragerði og Landspít-
alanum, en það þarf að
hjálpa þessum aðilum
að viðhalda núverandi
starfsemi og efla hana
enn frekar með auknu
fjármagni.
Í dag, fimmtudaginn
3. maí kl. 15, verður
haldið málþingið „End-
urhæfing alla leið“ í há-
tíðarsal Háskóla Ís-
lands um endur-
hæfingu fólks með
krabbamein. Nánari
upplýsingar eru á
Facebook-viðburðinum, en mál-
þinginu verður einnig streymt á
netinu. Allir velkomnir.
Þjónusta og stuðningur nauðsyn-
legur fyrir krabbameinsgreinda
Eftir Ernu
Magnúsdóttur
»Nú er tilviljanakennt
hverjir fara í endur-
hæfingu í kjölfar
krabbameinsgreiningar.
Til að breyta því þurfa
stjórnvöld að móta
stefnu í málaflokknum.
Erna Magnúsdóttir
Höfundur er forstöðukona
Ljóssins.
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Fasteignir