Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 82
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is
nari upp singar áwww.geosilica.is
Unnið úr 100% náttúrulegum íslenskum
jarðhitakísil og magnesíum í hreinu
íslensku vatni.
Varan inniheldur engin aukaefni.
Recover er sérstaklega hannað og þróað
af geoSilica til að stuðla að eðlilegri
vöðva- og taugastarfsem
fyrir öll tölvurými og gagnaver
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Við tökum út
og þjónustum
kæli- og
loftræsti-
kerfi
»Fyrsta kvikmynd
leikstjórans Bark-
ar Sigþórssonar í
fullri lengd, Vargur,
var frumsýnd í gær-
kvöldi í Smárabíói að
viðstöddu fjölmenni.
Að vonum var glatt á
hjalla hjá þeim sem
komu að gerð kvik-
myndarinnar og
boðsgestum.
Hátíðarfrumsýning á kvikmyndinni Vargi fór fram í Smárabíói í gærkvöldi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Frumsýning Tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson, iðulega kallaður Besti, og leikararnir Marijana Jankovic,
Anna Próchniak og Baltasar Breki Samper biðu spennt eftir að frumsýningin á Vargi hæfist.
Kanónur Ilmur Kristjánsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir og Unnur Ösp Stef-
ánsdóttir voru tilbúnar í slaginn. Þetta var ekki fyrsta frumsýning þeirra.
Brosmild Pétur Óli Gíslason, Ragnar Agnarsson, einn eigenda Sagafilm, og
Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi hjá Sagafilm, voru í rétta gírnum.
Spennumynd Börkur Sigþórsson leikstjóri og Anna Próchniak leikkona
tóku tal saman. Börkur þykir einn efnilegasti leikstjóri landsins í dag.
Kammerkórinn Vokal Nord, einn fremsti kór Nor-
egs, heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hall-
grímskirkju og kórsins Schola cantorum í Hall-
grímskirkju í kvöld kl. 20. Kórinn heldur brátt til
Seattle í Bandaríkjunum þar sem hann mun syngja
við hátíðaropnun hins nýja landnemasafns, Nordic
Heritage Museum, á laugardag og sunnudag undir
stjórn Harðar Áskelssonar. Kórinn er skipaður at-
vinnutónlistarmönnum, rekinn með styrk frá norska
ríkinu og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og
unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir söng sinn, að
því er fram kemur í tilkynningu.
Á tónleikunum í Hallgrímskirkju í kvöld kemur
Schola cantorum einnig fram sem gestakór og
munu kórarnir syngja saman í nokkrum verkum og
þá m.a. eftir Grieg. Hafsteinn Þórólfsson verður
einsöngvari ásamt einum kórfélaga úr Vokal Nord,
Harald Bakkeby Moe. Kórarnir syngja líka saman
nokkur íslensk verk, m.a. eftir Hjálmar H. Ragn-
arsson, Tryggva M. Baldvinsson og Þorkel Sigur-
björnsson. Schola cantorum mun syngja verk eftir
Sigurð Sævarsson og Jórunni Viðar, „Vökuró“, en í
því syngur Guðmundur Vignir Karlsson tenór ein-
söng.
Vokal Nord hefur einnig lagt áherslu á þjóðlegan
arf í söng sínum, að því er kemur fram í tilkynn-
ingu, og spannar efnisskrá kórsins í kvöld allt frá
gömlu norsku þjóðlagi yfir í verk eftir Jan Sand-
ström sem byggist á samíska söngstílnum „joik“.
Björn Anton Drage er listrænn stjórnandi kórsins
og verða verk eftir hann einnig á efnisskránni auk
þekktra og þjóðlegra laga, m.a. frá Finnlandi.
Miðasala fer fram við innganginn og er miðaverð
kr. 2.500.
Ljósmynd/Øivind Arvola
Vokal Nord í Hallgrímskirkju