Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 sólgleraugu VEFVERSLUN opticalstudio.is Mér finnst rétt að stuðla að því að borg- arbúar geti fylgst með og myndað sér skoð- anir á rekstri borg- arinnar og kostnaði við reksturinn og birti því hér nokkrar tölur í þeim tilgangi sem snúa að rekstri fasteigna í borginni. Ég hef átt hús í borginni sl. 22 ár og er húsið eins í dag og það var þegar ég keypti það að teknu tilliti til venjulegs viðhalds. Fækkað hefur í heimilinu þannig að heldur hefur dregið úr notkun ein- hverra þátta rekstrar hússins en ekki aukist. Á hverju ári greiði ég rafmagn, hita og fasteignagjöld ásamt vatns- og fráveitugjöldum. Frá aldamótum hafa þessi gjöld hækkað eins og ann- að í þjóðfélaginu, en þó ekki á sama hátt eins og sést á meðfylgjandi stólpariti. Árið 2000 greiddi ég þannig 30.647 kr. á mánuði fyrir þessa þætti sam- anlagt en 103.047 kr. á mánuði árið 2018 (aprílmánuðir). Þetta er rúm- lega þreföldun kostnaðarins. Sé þetta borið saman við neysluvísitöl- una, byggingarvísitöluna og launa- vísitöluna kemur í ljós að engin þeirra hefur hækkað jafnmikið á sama tíma. Árleg hækkun reikninga Reykjavíkurborgar var á þessum ár- um 7,4% að meðaltali á meðan árleg hækkun byggingarvísitölunnar var 6,4% að meðaltali. Ár- leg meðaltalshækkun reikninga Reykjavíkur- borgar og stofnana hennar hefur verið um 8,6 % undanfarin 11 ár miðað við síðustu reikninga, þannig að enn hefur verið slegið í klárinn. Hefðu gjöld Reykja- víkurborgar og stofn- ana hennar vegna reksturs hússins fylgt byggingarvísitölunni frá árinu 2000 væri ég að greiða 87.982 kr. á mán- uði á þessu ári samtals fyrir þessa þjónustu borgarinnar eða 15.166 kr. lægri upphæð á mánuði, sem er 181.992 kr. á ári. Nú skyldi maður ætla að með stærri rekstrareiningu og aukinni tækni yrði rekstur borgarinnar og stofnana hennar hagkvæmari, en það virðist vera öfugt hjá Reykjavík- urborg. Það vill svo til að ég vann að skipu- lags- og hagræðingarmálum í mörg ár fyrir eina af þessum stofnunum borgarinnar fyrir aldamótin síðustu og var stefnan þá að láta borgarbúa njóta þess í lækkandi gjöldum þegar vel tókst til. Á þeim tíma sparaðist mikið í rekstri stofnunarinnar, svo að skipti milljörðum á ári, og lækk- uðu því gjöld Reykvíkinga umtals- vert á þeim tíma, sjá slóðina: http://www.hannarr.com/um- hannarr/sparnadur/ Þessi lækkun var oftast afhent notendum þjónustunnar með því að hækka ekki taxta þjónustunnar, eins og lesa má í tilkynningum um slíkt í greinargerðum og yfirlitum stofn- unarinnar frá þeim tíma. Nú virðist ekki vera unnið á sama hátt hjá þessari stofnun, hver ætli skýringin sé? Og hver ætli vilji borg- arbúa sé í því sambandi? Breytingar á gjöldum Reykjavíkur- borgar frá árinu 2000 Eftir Sigurð Ingólfsson »Maður skyldi ætla að með stærri rekstrar- einingu og aukinni tækni yrði rekstur borg- arinnar hagkvæmari, en því virðist öfugt farið hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri Hannars ehf. Samanburður á gjöldum í Reykjavík og vísitölum Reykjavík samtals 236% Breyting frá 2000 til 2018 360% 270% 180% 90% 0% Rafmagn Hitaveita Fasteigna- gjöld* Vísitala neysluverðs Byggingar- vísitala Launa vísitala 334% 191% 213% 129% 187% 234% Gjöld Reykjavíkurborgar Vísitölur Reykjavík samtals 48% Breyting frá 2000 til 2007 80% 60% 40% 20% 0% Rafmagn Hitaveita Fasteigna- gjöld* Vísitala neysluverðs Byggingar- vísitala Launa vísitala 43% 18% 76% 36% 54% 65% Gjöld Reykjavíkurborgar Vísitölur *Með vatni og fráveitu Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.