Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 16

Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Sundföt 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Strákústagerð Ungverjar leggja mikla rækt við gamalt handverk, þessi maður býr hér til strákúst úr alvöru stráum með gamla laginu. Sölvi Ólafsson solvi@mbl.is Ég þarf að vera kominfljótlega út á Keflavík-urflugvöll til að aðstoðaungverskan ferðamann sem er þar í vandræðum, hann talar eingöngu ungversku,“ segir Kriszt- ina Agueda sem hefur lítinn tíma til að setjast niður með blaðamanni, enda er hún með mörg járn í eld- inum, hún rekur m.a. heilsurækt- arstöðina Hreyfiland sem er sér- hönnuð heilsuræktarstöð fyrir börn. Krisztina er ungversk og hefur verið búsett á Íslandi í tuttugu ár. Hún hefur verið óþreytandi við að aðstoða við að liðka fyrir samskiptum Íslands og Ungverjalands og hún var kosin formaður Ungverska menningar- félagsins á Íslandi fyrr á þessu ári. „Menningarfélagið Ísland - Ungverjaland var stofnað 1992, en starfsemin hafði legið niðri um nokk- urt skeið þegar Maurizio Tani endur- reisti félagið fyrir nokkrum árum. Félagið hefur einkum verið í sam- skiptum við menningarfélagið í borg- ini Besenyszög í Ungverjalandi. Þar búa rúmlega þrjú þúsund manns og íbúarnir hafa verið einstaklega áhugasamir um Ísland. Þeir eru stoltir af uppruna sínum og menn- ingu og kynna hana víða. Samfélag þeirra einkennist af mikilli samstöðu og allir hafa metnað fyrir fólkið sitt. Þeir leggja mikla rækt við gamalt handverk, sönglist og sögu. Það er aðdáunarvert að sjá hve vel þeir huga að því að sinna menningu í barnaskólanum, þar verða list- greinar svo sannarlega ekki út und- an. Og þeir hafa ástríðu fyrir list sinni.“ Krisztina segir íbúana í Beseny- szög hafa nýtt sér tengslin við menn- ingarfélagið Ísland- Ungverjaland og hafa á þeirra vegum komið til Ís- lands hópar listamanna á öllum aldri. „Þeir hafa m.a. kynnt þjóðdansa og söngva, handverk og verið með list- og menningarviðburði. Þeir voru með fjölmennan hóp af listamönnum í Hörpu á menningarnótt fyrir tveimur árum,“ segir Krisztina og bætir við að einnig hafi farið hópar héðan frá Íslandi sem hafi styrkt tengslin við Ungverjaland. „Nú í vor heimsótti íslenskur hópur Besenyszög og kynnti þar meðal annars starf kóra og fjallaði um stöðu jafnréttismála á Íslandi. Auk þess kynnti hópurinn sér skóla- og annað menningarstarf í Beseny- szög. Þetta er mjög blómlegt og ánægjulegt menningarstarf.“ Meðal viðburða hjá Krisztinu á næstunni er að á morgun, föstudag 4. maí, ætla Ungverjar að taka virkan þátt í Evrópudeginum. „Dagurinn verður haldinn hátíð- legur hjá Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur, Veröld. Þar munu fulltrúar nokkurra ESB-landa bjóða upp á mat og drykk, auk skemmti- atriða. Við ætlum að kynna ung- verska matargerð og ungverskir tón- listarmenn sem búa á Íslandi munu spila ungverska tónlist á píanó og flautu. Auk þess höfum við fengið dansara frá Besenyszög til að sýna þjóðdansa. Ég get lofað því að þetta verður gaman,“ segir Krisztina. Heilmikið framundan Krisztina segir félagið vera að leita að húsnæði, því aðstöðuleysi standi þeim fyrir þrifum. „Við þurfum húsnæði til að koma saman og sinna því sem við er- um að gera. Við höfum staðið fyrir kennslu í ungversku og okkur langar að bæta við námskeiðum í ung- verskri sögu. Auk þess viljum við sinna handavinnu með vísun til Ung- verjalands. Einnig rekum við lítið bókasafn þar sem hægt er að nálgast bækur á ungversku,“ segir Krisztina og bætir við að til standi að halda a.m.k. þrjá viðburði síðar á árinu. Þann 20. ágúst verður þjóðardagur, en þá er talið að Ungverjaland hafi verið stofnað af Stefáni I konungi um árið 1000. Ungverjar minnast líka 23. október, vegna byltingarinnar árið 1956. Þá er einn af þjóðhátíðar- dögum Ungverja, en þann dag árið 1989 var lýst yfir stofnun þriðja lýð- veldis Ungverjalands. „Við erum að vinna í dagskránni sem verður kynnt þegar nær dregur. Okkur langar líka að halda upp á 15. nóvember, en það er dagur sem Ungverjar utan Ungverjalands halda hátíðlegan. Þann mánaðardag árið 1580 fæddist Gabriel Bethlen prins af Transilvaníu, en hann er verndari lista og var umburðar- lyndur foringi til dæmis gagnvart ólíkum trúarbrögðum. Við viljum auðvitað fá sem flesta til að fagna með okkur, bæði Ungverja og Ís- lendinga.“ Ungverjar hafa ástríðu fyrir list sinni Ungverjar eru stoltir af uppruna sínum og menn- ingu og kynna hana víða. Á morgun, föstudag, verð- ur ungversk matargerð kynnt á Evrópudeginum, ungverskir tónlistarmenn stíga á svið sem og ung- verskir dansarar. Kát Hluti af stjórn Menningarfélags Íslands og Ungverjalands í ferðinni til Ungverjalands í vor. F.v. Anita Bella, Krisztina G. Agueda og Maurizio Tani. Dans Þessir ungu dansarar frá Besenyszög dönsuðu fyrir gesti frá Íslandi. Upplýsingar um félagið á Fésbók: Félagið Ísland - Ungverjaland Einnig er hægt að senda fyrir- spurnir á netfang: felagisland- ungverjaland@gmail.com. Borgarbókasafnið er öflugt við að hýsa hina ólíkustu viðburði og sýn- ingar og miðla þannig menningu til borgaranna. Borgarbókasafnið í Spönginni ætlar að hýsa lokasýningu nemenda á listnámsbraut í Borgar- holtsskóla, sem er einmitt til húsa í sama hverfi. Óhætt er að hvetja fólk til að kíkja á sýninguna því nemenda- sýningar eru jú oft skemmtilegustu sýningarnar, ungir og upprennandi listamenn eru gjarnan frumlegir og framsæknir. Nemendur á listnáms- braut Borgarholtsskóla sýna loka- verkefni sín á þessari sýningu, en þeir útskrifast í vor eftir þriggja ára nám í grafískri hönnun. Verk þeirra eru fjölbreytt, á sýningunni eru m.a. teikningar, skjáverk, bækur og margskonar önnur prentverk ásamt ferilmöppum. Allir eru hjartanlega velkomnir á opnun sýningarinnar sem verður í dag, fimmtudag 3. maí kl. 17. Sýningin stendur til 16. maí. Lokasýning nemenda á listnámsbraut Borgarholtsskóla Ungir og upprennandi lista- menn sýna afrakstur sinn Allskonar Á sýningunni verða teikningar, skjáverk, bækur og önnur prentverk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.