Morgunblaðið - 03.05.2018, Page 69

Morgunblaðið - 03.05.2018, Page 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 ✝ Þóra Sæ-mundsdóttir fæddist á Einars- stöðum í Reykja- dal, S-Þing. 30. apríl 1927. Hún lést á Landsspít- alanum í Fossvogi 24. apríl 2018. Foreldrar Þóru voru hjónin Sæ- mundur Jónsson, f. 4.8. 1893, d. 1966, og Guðbjörg Baldvina Eggerts- dóttir, f. 1.7. 1891, d. 1951. Systur Þóru voru Guðný, f. 1921, d. 2010, Ástríður Anna, f. 1922, d. 2010, Jóna, f. 1925, d. 1999, og Gunnur, f. 1934. Þóra giftist Þórði Kristjáns- syni, bifreiðastjóra í Reykja- vík, 12. júní 1948. Börn þeirra eru: 1) Sæmundur Hafsteinn, f. 19.9. 1948. Fyrrverandi eig- inkona Susan Margaret Haw- kes. Börn þeirra eru: a) Kristín Sahib Sæmundsdóttir, f. 1974. Barn hennar af fyrra sambandi er Jósef Arnar, f. 1995. Börn hennar með fyrrverandi eig- inmanni eru Heba Rut, f. 2008, og Sara Miriam, f. 2010. b) Daníel Sæmundsson Hawkes, f. 1979. Börn af fyrra sambandi eru Dagur Máni, f. 2003, og Rúnar Ernir, f. 2005. Eig- inkona Daníels er Hafdís Björg Randversdóttir. Börn hans með eiginkonu sinni eru Alex- ander Ómar, f. 2008, og Annel kona hans er Sigrún Stein- grímsdóttir. Sonur Sigrúnar af fyrra sambandi er Ingi Sigur- björn, f. 1977. Sambýliskona er Ingibjörg Baldursdóttir. Stjúpsonur Inga er Sigurjón Ágúst, f. 1999. Börn hans með sambýliskonu eru Anna Karól- ína, f. 2004, Baldur Fannar, f. 2005, og Hilmar Már, f. 2006. Sonur Gunnars og Sigrúnar er a) Árni Þór, f. 1981. 5) Árni Þór, f. 14.4. 1963. Eiginkona Carolyn Bonny Ósk Tóm- asdóttir. Dætur þeirra eru: a) Karen Rúna Ósk, f. 1998, Rósa Lind, f. 2001, og Anna Þóra, f. 2003. Þóra fór ung til Akureyrar í skóla og var þá hjálparstúlka á heimili Þóru, dóttur afabróð- urs síns. Þóra fór einn vetur í Húsmæðraskólann að Lauga- landi í Eyjafirði. Þóra vann sem stofustúlka á Burstafelli í nokkur ár. Tæplega tvítug fór hún að vinna á Bessastöðum þar sem hún kynntist eigin- manni sínum sem vann þar sem bílsstjóri. Þrír elstu synir þeirra fæddust meðan þau voru á Bessastöðum. Fjöl- skyldan flutti síðan til Reykja- víkur þar sem tveir yngri syn- irnir fæddust. Þóra vann alltaf mikið og mestmegnis við þrif og ræstingar. Hún fékk heila- blæðingu 1993 sem varð til þess að hún hætti á vinnu- markaði. Þóra missti mann sinn, Þórð, 1995. Fljótlega eft- ir það flutti hún úr Rauðagerði þar sem þau bjuggu lengst af með synina. Útför Þóru verður frá Bústaðakirkju í dag, 3. maí 2018, klukkan 13. Hugi, f. 2011. Eiginkona Sæ- mundar er Bo- onluan Aphaik- lang og á hún tvær dætur af fyrra sambandi, Thippawan Sun- annahan, f. 1984, og Ratchanok Bukoet, f. 1990. 2) Drengur, f. 1951, d. 1952. 3) Krist- ján Sigurður, f. 2.2. 1953. Fyrrverandi eiginkona Anna Lydía Hallgrímsdóttir. Börn þeirra eru: a) Eyrún Halla, f. 1977. Börn hennar með fyrr- verandi eiginmanni eru Trist- an Alex, f. 1998, og Alexía Líf, f. 2004. Unnusti Eyrúnar er Friðrik Ottó Friðriksson. b) Þórður Davíð, f. 1981, d. 1981. c) Þóra Elísabet, f. 1983. Barn af fyrra sambandi Hallgrímur Máni, f. 2004. Sambýlismaður Þóru er Ólafur Tröster. Barn með sambýlismanni er dreng- ur, f. 2018, og stjúpsonur Þóru er Tinni, f. 2015. d) Ástríður Anna, f. 1989. Barn hennar er Hallgrímur Valtýr, f. 2017. Eiginkona Kristjáns er Edna Yongco Þórðarson. Dóttir Ednu af fyrra sambandi er Jessa Mae, f. 1997, og á hún eina dóttur, Jasmine Rós, f. 2014. Sonur Kristjáns og Ednu er e) Þórður Arnar, f. 2008. 4) Gunnar, f. 6.4. 1954. Eigin- Mig langar að minnast tengdamóður minnar, hennar Þóru Sæmundsdóttur. Hún var einstaklega jákvæð, blíð, barngóð og yndislega góð kona. Henni er best lýst þegar ég kom heim til hennar með son minn þriggja ára þegar ég kynnt- ist syni hennar Gunnari og kom i Rauðagerðið með hann. Þá stóð hún við vaskinn og var að vaska upp og sonur minn spurði hvað hann ætti að kalla hana. Hún sagði ef þú vilt kalla mig Þóru þá er það í lagi, ef þú vilt kalla mig ömmu þá er það líka í lagi. Upp frá því kallaði sonur minn hana ömmu og hún varð amma hans. Þegar við Gunnar sonur henn- ar eignuðumst son gerði hún aldrei greinarmun á drengjunum okkar. Við Þóra áttum einstaklega gott samband alla tíð, hún eyddi öllum stórhátíðum hjá okkur Gunnari og sonum eftir að mað- urinn hennar féll frá fyrir 23 ár- um. Hún sagði oft glettin að hún væri í áskrift hjá okkur Gunnari. Síðustu ár hrakaði heilsu hennar en alltaf var hún jafn já- kvæð og yndisleg. Ég kveð með söknuði mína kæru tengdamóður og þakka henni fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Steingrímsdóttir. Elsku amma Þóra, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og allt sem þú gafst mér. Þótt þú sért farin og haldir inn í þögnina eilífu kunni ég enn að hlusta á rödd þína og allar góðu minningarnar um þig munu alltaf lífa með mér. Ingi Sigurbjörn Hilmarsson. Það er óhætt að segja að Þóra föðuramma mín sé ein ljúfasta og besta kona sem ég hef kynnst. Hún var dugleg við að láta mig vita hve auðvelt og meðfærilegt barn ég var því henni fannst það svo merkilegt að hún gat farið með mig hvert sem er án þess að það væri eitthvert vesen. Ég fór oft með henni í vinnuna og henni fannst það alveg ótrúlegt hve mikið auðveldara það væri að hugsa um stelpur, þar sem henn- ar drengir létu oftast hafa mikið fyrir sér. Þegar barnabörnunum fjölgaði uppgötvaði hún að þetta væri ekki vegna þess hve stelpur væru mikið auðveldari heldur að ég hefði verið einstaklega þægt og gott barn. Hún var mér alltaf einstaklega góð og lagði hún grunn að mínum helstu áhugamálum sem barn þar sem ég var mjög ung (undir 10 ára) þegar hún kenndi mér að hekla bönd fyrir það sem hún var að prjóna. Mér fannst alltaf gam- an að vera með henni þegar hún var að vinna handavinnu enda er það algjörlega þar sem mínir hæfileikar liggja og án efa að ég hafi það frá henni, bæði hæfileik- ana og líka áhugann. Þóra amma lét ekki mikið fyr- ir sér hafa en þegar henni blöskr- aði eitthvað lét hún alveg vita af því. Þegar ég og yngri systir mín sem er skírð í höfuðið á henni vorum að keppa á okkar fyrsta fimleikamóti kom hún til að fylgj- ast með. Ég varð í þriðja sæti í mínum flokki en systir mín sem átti að verða fimleikastjarna að mömmu minnar mati fékk engin verðlaun, sem varð til þess að hún fór að tala við alla dómarana um hversu ósanngjörn dómgæsl- an hefði verið. Þegar við vorum á leið út í bíl sagði amma við mömmu að það væri nú lágmark að hún myndi óska dóttur sinni sem vann til verðlauna til ham- ingju. Hún sagði þetta svo rólega og yfirvegað. Mér þótti gríðar- lega vænt um þetta enda fannst mér erfitt að líða oft eins og ósýnilega barninu en amma lét mig alveg vita að hún sæi mig og hlustaði alltaf á mig, sem var ómetanlegt. Þegar ég var um 17 ár var verkefni í enskuáfanga hjá mér að skrifa um manneskju sem okkur þætti merkileg og litum upp til. Ég ákvað að skrifa um Þóru ömmu mína og uppgötvaði svo að nánast allir í áfanganum völdu þekkt eða frægt fólk, kenn- aranum fannst mjög flott að ég hefði valið ömmu mína. Amma var alltaf dugleg að hjálpa og hugsa um aðra, mér fannst hún oft gleyma að hugsa um sig sjálfa. Eftir að ég varð 25 ára byrjaði ég fyrst að heyra að ég myndi líkjast ömmu, sem mér fannst fyrst mjög skrítið en tók því samt vel. Eftir að ég fór að hugsa um það að lýsa ömmu upp- götvaði ég að ég er ekki bara svipuð henni í útliti heldur er ég á margan hátt lík henni. Ég á það oft til að gleyma að hugsa um mig, sem varð til þess að ég veiktist og hef átt erfitt að ná mér upp úr því. Það hefur hjálp- að mér mikið síðustu vikur eftir að ljóst var að amma myndi ekki fá aftur meðvitund hvað væri það mikilvægasta sem ég gæti gert og hefur gefið mér nýja sýn á líf- ið. Takk fyrir allt, elsku Þóra amma mín, minning þín mun allt- af lifa í hjarta mínu. Kveðja, Eyrún Halla. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð en ekkert um þig, ó móðir góð. Þannig kvað Matthías Joch- umsson, afabróðir Þóru, til mömmu sinnar Þóru, en Þóru- nafnið hefur verið í fjölskyldunni æ síðan og dóttir mín ber einnig það nafn. Það skiptir engu máli fyrir mig að fá nöfnu, sagði Þóra tengdamamma mín til 30 ára og vinur allar götur síðan, en ég fann að henni þótti vænt um það, þótt hún gerði aldrei upp á milli dætra minna, frumburðar míns Eyrúnar og örverpisins Ástríðar og Þóru, né hinna barna- barnanna. Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit, að það er konan, sem kyndir ofninn minn. (Davíð Stefánsson) Þetta ljóð lýsir Þóru vel, aldrei að trana sér fram, kom alltaf þegar henni var boðið, tók alltaf vel á móti þeim sem komu, var alltaf tilbúin með jólagjafir og af- mælisgjafir handa hópnum sín- um en kom aldrei óboðin, vildi ekki trufla, þegar hún hringdi spurði hún alltaf fyrst hvernig stæði á. Þegar ég bjó á Hólmavík og sótti vinnu til Reykjavíkur 2006 spurði ég hana hvort ég mætti gista hjá henni annan hvorn mánudag, eftir næturvakt á Eiri áður en ég færi á kvöldvakt á Grund, og var það auðsótt. Átt- um við þá góðar stundir í spjalli um lífið og tilveruna. Þegar ég sagði henni að ég þyrfti ekki lengur á þessu að halda í byrjun árs 2007 sá ég hvað hún varð leið, auðvitað kem ég samt í heim- sókn, þá sneri Þóra mín baki við mér og sagði, það verður aldrei eins. Kannski þrem mánuðum seinna fékk ég óvænta og skemmtilega upphringingu frá þessari elsku: Anna, ert þú búin að ákveða hvað þú ætlar að gefa mér í afmælisgjöf, og án þess að ég gæti svarað sagðist hún vilja fá ferðalag um Strandirnar með mér. Við komum og sóttum hana, Þóra gisti í þrjár nætur hjá mér á Hólmavík og fékk ósk sína að fara út í Árneshrepp með góðu stoppi víða á leiðinni, hún vildi endilega bjóða okkur upp á veit- ingar í Djúpavík fyrir frábæra ferð og góða fararstjórn. Ég finn fyrir söknuði eftir því sem ég átti í þessari góðu konu og get ekki annað en brosað yfir fyrstu viðbrögðunum sem ég fékk frá henni þegar ég ótaminn og skapmikill 16 ára unglingur kom inn í fjölskylduna, nei ég var ekki óskatengdadóttir þá. Takk fyrir allt, elsku Þóra mín, eigðu góða ferð yfir heiðina. Anna Hallgrímsdóttir. Þóra Sæmundsdóttir Við systurnar rit- um þessi minningarorð um ömmu í hitanum og sólinni á Spáni þar sem við erum saman í fríi. Fyrsta myndin sem kemur upp í hugann er af henni sitjandi á bekk á Benidorm, en þangað ferðaðist hún oft á efri ár- um. Við sjáum hana fyrir okkur þar sem hún fylgist með mannlíf- inu í kring í svolítilli fjarlægð en með áhuga og hlýju. Við rifjum upp ýmsar bernsku- Sigríður Jóhanna Lúðvíksdóttir ✝ Sigríður J.Lúðvíksdóttir fæddist 20. desem- ber 1930. Hún lést 6. apríl 2018. Útför Sigríðar fór fram 23. apríl 2018. minningar; heim- sóknir norður til ömmu þar sem við lékum okkur í snjónum, borðuðum brauð með heima- gerðri kæfu eða fylgdumst með henni prjóna tusku- dýr fyrir okkur. Hún flutti aftur til Reykjavíkur þegar við vorum komnar á fullorðinsár. Þá var gott að geta kíkt til ömmu í kaffi og rætt um daginn og veginn. Sterkasta minningin af ömmu er þó sú hvað hún var ávallt brosmild og hlý og ekkert að stressa sig á hlutunum. Ásta Vigdís Jónsdóttir, Sig- ríður Björk Jónsdóttir og Berglind Vala Jónsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, ELÍN HRUND JÓNSDÓTTIR leikskólakennari, Hjálmholti 7, Reykjavík, lést á kvennadeild Landspítalans þriðjudaginn 24. apríl. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 4. maí klukkan 13. Þorsteinn Sigurðsson Jón Steinarr, Hulda, Sigurður Örn og Kolbeinn Hulda Pálína Matthíasdóttir og Jón Pétursson Ólafur Jónsson og Edda Vilhelmsdóttir Guðrún Jónsdóttir og Øyvind Mo Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNLEIFUR H. STEINGRÍMSSON, Lækjasmára 7, Kópavogi, sem lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 24. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. maí klukkan 15. Guðrún Helga Brynleifsdóttir Gunnlaugur A. Jónsson Helga Brynleifsdóttir Jón G. Hauksson Brynja Blanda Brynleifsd. Ingvaldur Thor Einarsson Steingrímur Brynleifsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR RÚNARS SIGHVATSSONAR, fyrrverandi skólastjóra. Sérstakar þakkir færum við kennurum, nemendum og foreldrum við Austurbæjarskóla fyrir kærleika og umhyggju. Gunnhildur Friðþjófsdóttir Sigríður Hrönn Atli Örn Vigdís Soffía Tinna Einar og barnabörn Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Tjarnarási 7a, Stykkishólmi. Eyþór Benediktsson Unnur H. Valdimarsdóttir Ingibjörg H. Benediktsdóttir Gretar D. Pálsson Bryndís Benediktsdóttir Birgir Jónsson Björn Benediktsson Árþóra Steinarsdóttir Lára Benediktsdóttir Anne Bau barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN VALDIMARSSON, Mánabraut 9, Þorlákshöfn, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 25. apríl. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, þriðjudaginn 8. maí klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hrafnistu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Elsa Auðbjörg Unnarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA BAUR ÁGÚSTSSON, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 16. apríl. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ágúst Jóhann Gunnarsson Sveinbjörn Styrmir Gunnarsson tengdadætur og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.