Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Kringlunni 4c – Sími 568 4900 KRINGLUKAST3. - 7. maí 20% afsláttur af öllum vörum Samræmd könnunarpróf í íslensku og ensku eru nú aftur lögð fyrir nem- endur í 9. bekk eftir að tæknileg vandamál komu upp við próflögnina í mars. Samkvæmt reglugerð sem síðast var breytt fyrr á þessu ári ber skól- um skylda til að leggja prófin fyrir, annaðhvort að vori eða hausti, og gefa þannig nemendum sínum kost á að þreyta prófin aftur. Skólarnir gátu því valið hvort prófin yrðu tekin núna dagana 30. apríl til 11. maí eða 10. til 15. september. Próf í 15 skólum í haust Af rúmlega 140 skólum sem leggja fyrir könnunarpróf völdu fimmtán að vera með prófin næsta haust, sam- kvæmt upplýsingum frá Mennta- málastofnun. Öllum nemendum 9. bekkjar gefst kostur á að þreyta prófin, hvort sem þeir náðu að ljúka prófunum í mars eða ekki. Það er val nemenda, í sam- ráði við forráðamenn, hvort þeir taki prófin aftur eða ekki. Vegna tæknilegra vandamála við próflögnina í mars var farið vand- lega yfir ferla og viðbragðsáætlanir endurbættar, segir á vef Mennta- málastofnunar. „Þjónustuaðilinn, Assessment Systems, hefur aukið við tölvubúnað og munu fulltrúar hans verða til staðar á Menntamálastofnun alla prófdagana. Fengnir hafa verið ut- anaðkomandi sérfræðingar til að fara yfir tæknilega þætti prófakerf- isins og fylgjast með undirbúningi. Er það von Menntamálastofnunar og þjónustuaðila að þessar ráðstafanir verði til þess að fyrirlögn prófanna gangi sem best,“ segir á vef stofn- unarinnar. ingveldur@mbl.is Samræmd próf lögð fyrir að nýju  Fimmtán skólar völdu að leggja prófin fyrir í haust Morgunblaðið/Eyþór Í prófi Samræmdu prófin eru nú lögð fyrir aftur eftir klúður í mars. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Viðbygging við hjúkrunar- og dval- arheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli hefur verið tekin í notkun. Aðstaða heimilisfólks og starfsfólks batnar mikið en ekki hefur fengist fjárveit- ing til að fjölga heimilisfólki þrátt fyrir að biðlisti sé eftir plássum. Viðbyggingin er 1.500 fermetrar að stærð. Í henni eru 12 rými og að auki nýr matsalur og eldhús og bætt starfsmannaaðstaða. „Þjóðin er að eldast og aukin þörf er fyrir hjúkrunar- og dvalarrými. Þá eru eldri byggingar Kirkjuhvols börn síns tíma,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangár- þings eystra. Ríkið stendur ekki við sitt Viðbyggingin kostaði tæplega 600 milljónir kr. Hún er byggð á kostn- að sveitarfélagsins nema hvað ríkið hyggst leggja fram 202 milljónir. Tekur Ísólfur Gylfi fram að ríkið hafi enn ekki greitt nema þriðjung af sínu framlagi þótt byggingin sé tilbúin. Þótt 12 ný rými séu í viðbygging- unni er ekki hægt að fjölga heim- ilisfólki sem því nemur. Ísólfur Gylfi segir að stokkað verði upp í eldri byggingum. Tekin úr notkun her- bergi sem ekki eru með nógu góðri aðstöðu og svo verði íbúðir sem þar eru leigðar út á almennum markaði. Hjúkrunarforstjóri hefur óskað eftir því að fá fjárveitingu fyrir fjölgun rýma í hjúkrunar- og dvalarplássum. „Enn sem komið er höfum við ekki fengið leyfi fyrir viðbótarrýmum en stefnum að því vegna þess að biðlisti er að heim- ilinu og fólk bíður þess að komast að,“ segir sveitarstjórinn. Hann bætir því við að vegna plássleysis hafi fólk þurft að fara á dvalarheim- ili í öðrum sveitarfélögum en það hafi stundum verið kallað „nútíma- hreppaflutningar“. Sagði hann æskilegt að gefa fólki kost á að búa í sínu sveitarfélagi og talaði um tregðu í kerfinu þegar hann var spurður hvers vegna ekki fengist leyfi til að nýta nýju rýmin. Ljósmynd/Sigurður Jónsson Viðburður María Jónsdóttir og Guðrún Sveinsdóttir, báðar 100 ára, aðstoð- uðu Ólöfu Guðbjörgu Eggertsdóttur hjúkrunarforstjóra við opnunina. Ekki fjárveiting til að nýta nýju rýmin Kirkjuhvoll » Hjúkrunar- og dvalarheim- ilið var tekið í notkun 1. mars 1985. » Þar eru 28 heimilismenn. Starfsmenn eru rúmlega 50. » Viðbyggingin var formlega tekin í notkun við hátíðlega at- höfn 1. maí. Tölvuverslunin Tölvutek mun í sam- starfi við framleiðandann Acer gefa 25 Chromebook-fartölvur til skóla- starfs á Íslandi á næstunni. Grunn- skólar geta sótt um að taka þátt í þessu verkefni og verður einn þeirra fyrir valinu og fær 25 tölvur að gjöf. Fram kemur í tilkynningu að far- tölvurnar nýtast bæði sem námstæki en ekki síður sem kennslutæki með tilkomu Google for Education um- hverfisins, sem inniheldur meðal ann- ars hið vinsæla Classroom, en það er ókeypis fyrir skóla. Classroom býr til bekkjarkerfi sem auðveldar skipu- lagningu á verkefnum og vinnslu þeirra ásamt því að auðvelda sam- skipti beint á milli nemenda og kenn- ara í rauntíma, hvort sem er í verk- efnavinnu eða fyrirspurn henni tengdri. Páll Ásgeir Torfason, kennari í Fellaskóla og Google-sérfræðingur, hefur komið að innleiðingu Chro- mebook í skólum. Mun Páll Ásgeir taka þátt í að velja hvaða skóli hlýtur tölvurnar 25. Páll Ásgeir skrifaði ný- lega grein um það hvernig Google nýtist í skólastarfi en þar segir meðal annars: „Google í skólastarfi er vett- vangur stafrænna verkfæra frá Go- ogle (Google Docs, Google Sheets, Google Slides o.s.frv.) sem nýtt eru til að búa til og dreifa stafrænum skjöl- um, auka samskipti og samvinnu í skólastarfi og tengja nemendur og kennara saman. Allt í gegnum þau verkfæri sem kerfið býður upp á. Öll gögn eru geymd í öruggu skýi og þau eru aðgengileg hvar sem er og hve- nær sem er. Tölvuumhverfið byggist á umsjónarkerfinu G Suite Education sem er einskonar umgjörð í kringum Google kerfi skólans sem einnig held- ur utan um notkun og notendur innan skólans.“ Halldór Hrafn Jónsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs hjá Tölvutek, segir þetta afar spennandi verkefni að taka þátt í. „Tölvutek hefur sinnt innleiðingu Chromebook-fartölva í skólaumhverfið og var með fyrstu fyrirtækjum landsins til að hljóta við- urkenningar frá Google fyrir sölu og þjónustu til skóla. Í skólastarfinu er mikilvægt að geta fengið þjónustu varðandi nýjustu tækni,“ er haft eftir honum í tilkynningunni. Skólar sem vilja taka þátt í verk- efninu geta sótt um að vera valdir með því að senda umsókn á upplýs- ingavefnum www.chromebook.is. Gefa 25 fartölvur til útvalins grunnskóla  Nýtast bæði sem námstæki og kennslutæki í skólastarfi Tölvugjöf Páll Ásgeir Torfason kennari og Halldór Hrafn Jónsson. Skúli Eggert Þórðarson tók í gær formlega við embætti ríkisendur- skoðanda. Steingrímur J. Sigfús- son, forseti Alþingis, setti Skúla í embættið í húsnæði Ríkisendur- skoðunar. Skúli Eggert var einróma kosinn ríkisendurskoðandi af Alþingi í síð- asta mánuði. Hann tekur við emb- ættinu af Sveini Arasyni. Skúli Eggert er fimmti einstaklingurinn sem gegnir embættinu. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur síðustu ellefu ár verið ríkisskatt- stjóri. Áður starfaði hann sem skattrannsóknarstjóri og vararíkis- skattstjóri. Skúli settur í embættið Morgunblaðið/Valli Athöfn Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Steingrímur J. Sigfús- son, forseti Alþingis, og Sveinn Arason, fyrrverandi ríkisendurskoðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.