Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 77
DÆGRADVÖL 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Skál fyrır hollustu Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það eru lausir endar sem þú þarft að hnýta í dag. Hertu upp hugann og reyndu að halda þínu striki hvað sem tautar og raular. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að setja öðrum úrslitakosti og það veldur þér hugarangri. Það getur enginn ætlast til þess að þú sért alltaf sammála vin- um þínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er gott að þiggja aðstoð ann- arra þegar mikið liggur við en gleymdu ekki að þakka hana þegar allt er afstaðið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt starfið sé skemmtilegt er þér líka hollt að líta upp og gefa þér tíma til að sinna persónulegum hugðarefnum. Varastu aulafyndni og ódýr loforð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hvað sem þú tekur þér þér fyrir hendur gerðu það af öryggi og festu. Sýndu skoð- unum annarra þá virðingu sem þú vilt njóta. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er kominn tími til þess að tala út um hlutina við sína nánustu. Smávegis öldu- gangur getur vel verið fyrirboði hægrar sigl- ingar fyrir þig og bátsmanninn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhverja óvænta gesti ber að garði og í þeim hópi er maður sem mun reynast þér vinur ef þú ræktar vináttuna. Einhver sem áður var hægt að leita til er ekki jafn oft til reiðu og áður. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur tekist það verkefni á hendur að vera í forystu félags og fylgja málum í höfn. Þótt þér séu allir vegir færir þarftu eins og aðrir að fá hrós og uppörvun af og til. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Njóttu heppni þinnar með góðri samvisku því þú átt ávinninginn skilið. En þér er óhætt að treysta eðlisávísun þinni í bland við hæfilegan skammt af raunsæi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt þér finnist margt á móti þér skaltu varast að bregðast of harkalega við. Líttu bara í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef þú hefur ekki hemil á skapi þínu ertu lentur í deilum við vinnufélaga þinn áður en þú veist af. Þið viljið knýja ykk- ar sjónarmið fram í stað þess að miðla mál- um. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér finnst eins og allir hafi skoðanir á því sem þú ert að gera án þess að þeim komi það nokkuð við. Taktu lífinu með ró og láttu hlutina hafa sinn gang. Sigurlín Hermannsdóttir skrifarað menn hafi einstaka sinnum verið að viðra þýðingar á leir. Sjálf segist hún eitt sinn hafa daðrað smávegis við Piet Hein, eins og fleiri hafi gert. – „Hér er smá afrakstur,“ segir hún og ég get ekki stillt mig um að birta þýðinguna svo góð sem mér finnst hún: Sjúkdómsgreining Ég reyni um vor við ritstörfin og ríma ljóð mín ungur. Innan um mig allan finn svo unaðssárar stungur. Áþekk eru einkennin við ástarskot og hungur. Vík öllu frá og vel svo gott vertshús sem ég þekki. Fæ stöppu, buff og steikarpott með sterku öli drekki. En hungurverkir hverfa ei brott svo hungur var það ekki. Og frumtextinn: Diagnose Her sidder jeg i forårssol og digter ved mit pult. Det suger i mit mellemgulv så sødt og smertefuldt. De véd; det sug man føler ved forelskelse og sult. Jeg slipper alt og styrter til café Den Gyldne Krikke og tar en steg, en mixed grill, en bøf og lidt at drikke. Med sulten er der stadigvæk. Så sult – dét var det ikke. Fundurinn í velferðarnefnd Al- þingis þar sem Ásmundur Einar Daðason sat fyrir svörum á opnum fundi hefur orðið hagyrðingum að yrkisefni. Ármann Þorgrímsson yrkir: Kröfðust svara kerlingar hvassar báru upp spurningar. Ráðherra til varnar var að venju loðnar skýringar. Áður hafði Ásmundur skrifað á Leir að vonandi meintu þeir Trump og Kim það sem þeir segðu: Stríðsmenn friði stefni að stöðu gerir snúna. Svikalogn er seinast það sem við þurfum núna. Hallgrímur Hallgrímsson frá Stærri-Árskógi orti í einsemd sinni í Kaupmannahöfn: Að finna og hugsa í ferskeytlum finnst mér löngum gaman, þegar ég fer einförum með ólund dögum saman. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þýðing á Piet Hein og hann sjálfur „AFSAKAÐU HVAÐ ÉG ER SEIN. FANN EKKI BÍLASTÆÐI, ÞANNIG AÐ ÉG KLESSTI Á BYGGINGUNA.“ „ERTU TIL Í AÐ SÝNA MÉR HVAÐ ÞÚ ERT MEÐ Í VASANUM?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú sefur betur með hann nærri þér. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GRETTIR, DÓSAOPNARINN ER BILAÐUR ENGAR ÁHYGGJUR ÉG HEF UNDIRBÚIÐ MIG FYRIR SVONA NEYÐARÁSTAND ÉG HEF VERIÐ GIFTUR Í 20 ÁR! ÉG VÆRI TIL Í AÐ LEIGJA EITTHVAÐ FYRIR RÓMANTÍSKA BÁTSFERÐ! STÍGÐU FRÁ DÓSINNI… ER ÞETTA LOGSUÐUTÆKI? ÞAÐ SKIP GÆTI ÞEGAR HAFA SIGLT Í BURTU! Víkverji er í stökustu vandræðumþessa dagana, enda KR-ingur að upplagi og eðlisfari. Síðasta helgi reyndi mjög á tilfinningaskalann, enda byrjaði hún á erfiðu tapi gegn Íslandsmeisturum Vals. Og þeir sem þekkja eitthvað til rígsins á milli þessara félaga ættu að vita það að Víkverji óskar þess heitt að þessi tvö orð, Íslandsmeistari og Valur, þurfi aldrei aftur að koma fyrir í sömu setningunni eftir að núverandi knatt- spyrnusumri lýkur. x x x Ekki nóg með að það væri leiðinlegtað tapa, heldur var það alveg sérstaklega leiðinlegt hvernig tapið bar að, en KR-ingar höfðu náð að jafna leikinn með miklu harðfylgi þegar komið var í uppbótartíma. Það er ekki góðs viti þegar lið getur ekki haldið einbeitingu og haus í tæplega mínútu, en Valsmenn gerðu vel í því að tryggja sér stigin þrjú, sem lík- lega voru sanngjörn. x x x Kvöldið eftir var þó heldurskemmtilegra fyrir aðdáendur Stórveldisins, þegar körfuknatt- leikslið félagsins gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Íslandsmeistaratit- ilinn í karlaflokki fimmta árið í röð. Víkverji fór reglulega á körfubolta- leiki félagsins hér á árum áður, en hefur látið sér nægja að horfa á sjón- varpið síðustu fimm árin. Sem er synd, því að liðið er skemmtilegt í sjónvarpinu og verður eflaust bara enn skemmtilegra á að horfa í eigin persónu. x x x Víkverji er hins vegar haldinn al-veg hræðilegri hjátrú þegar kemur að íþróttakappleikjum hvers kyns, og nú hefur sú grilla fest rætur í honum, að hugsanlega sé velgengni KR-liðsins að einhverju leyti sprott- in af því að Víkverji hefur frekar val- ið sjónvarpið heldur en að fara á leik- ina í eigin persónu. Og nú, þegar liðið hefur verðlaunað hjátrúna með því að skella sér á fimm Íslandsmeist- aratitla í röð, þorir Víkverji varla annað en að halda bara áfram að láta sjónvarpið duga. Allavega þar til sigurgangan tekur enda. Hún hlýtur einhvern tímann að taka enda? vikverji@mbl.is Víkverji Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. (Matt: 6.33)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.