Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Rekstrarland er hluti af Olís NILFISK VINNUR VERKIÐ Á METHRAÐA Nilfisk fæst í Rekstrarlandi, Vatnagörðum 10. Þetta danska vörumerki þekkja flestir enda gæðaryksugur sem hafa þjónað íslenskum heimilum dyggilega í áratugi. Komdu og skoðaðu Nilfisk ryksugurnar og úrvalið af fylgihlutum, hausum, börkum og ryksugupokum. Nilfisk fæst í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10 og hjá útibúum Olís um land allt. VIRKA DAGA KL. 8–17. O VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eggert Jóhannsson feldskeri, sem í áratugi hefur undir eigin nafni rekið verslun og verkstæði efst við Skóla- vörðustíg í Reykjavík, hættir starf- semi undir lok þessa mánaðar. Lokað verður 30. maí og í sumar kemur í húsið á Skólavörðustíg 38 verslun undir merkjum Icewear. Verkstæðið verður þó starfrækt enn um sinn til að sinna umsömdum verkefnum sem ólokið er. Vil skapa mér svigrúm „Það eru mest persónulegar ástæð- ur fyrir því að ég er að rifa seglin nú. Mér finnst ég hafa lifað minn besta tíma í iðninni og er búinn að öllu því sem mig langar. Á undanförnum ár- um hef ég misst marga vini mína og sé eftir því að hafa ekki varið meiri tíma með þeim. Vil því skapa mér svigrúm til að njóta stunda með öðrum vinum, fjölskyldunni og sinna áhugamálum,“ segir Eggert við Morgunblaðið í gær. „Síðan er hitt að rekstur lítils fyr- irtækis krefst allrar athygli þinnar og því vil ég nú einfaldlega fara að slaka á. Í framtíðinni langar mig til þess að sinna umhverfismálum, svo sem nátt- úru- og dýravernd. Í umræðu um þau efni eru áherslurnar rangar þegar spjótum er beint gegn smábændum og veiðimönnum. Þar vil ég láta til mín taka, svo sem með því að tala fyr- ir sjálfbærri nýtingu náttúrunnar þar sem hvert lífríki styður við annað.“ Hér gerðust góðir hlutir Skólavörðustígurinn er gata þar sem er iðandi mannlíf allan daginn og ferðamenn mjög áberandi. Þangað flutti Eggert starfsemi sína árið 1986, en bragurinn á þessum slóðum var talsvert annar þá en er nú. „Hér voru nokkrir gullsmiðir og gallerí en starfsemin ekki nándar nærri eins lífleg og hún er í dag. En svo tókst að skapa samfélag þeirra sem starfa hér á Skólavörðustíginn og þannig gerðust góðir hlutir. Hér er í dag fjölbreytt starfsemi fólks sem til dæmis er í handverki, veitingarekstri og fleiru. Þetta eru vinsælir staðir því hér fara ferðamenn mikið hér um á leið sinni upp að Hallgrímskirkju. Starfsemi hér við Skólavörðustíginn dafnar og gatan er vettvangur ýmissa skemmtilegra viðburða, þar sem má nefna blómadag, blúsdag og kjötsú- puhátíðina í vetrarbyrjun ár hvert. Að hafa átt þátt í að skapa þetta líflega samfélag er mjög ánægjulegt og mér finnst ég fara frá mjög góðu búi.“ Sjávarleður og lambaskinn Eggert segist eftir að hafa starf- rækt feldskeraverkstæði í 41 ár vera ánægður með framlag sitt til íslenskr- ar handverksmenningar. Sjálfbærni hafi líka alltaf verið stefna sín, svo sem samstarf við Sjávarleður á Sauð- árkróki, en árið 2001 vann Eggert í samstarfi við það fyrirtæki að bættri nýtingu á fiskiroði. Framlag Eggerts í samstarfinu var aðallega að breyta vinnubrögðum við sútun svo efnið nýttist betur í fatnað. Má þar nefna línu af fiskiroðsfatnaði sem sýnd var í Mílanó á Ítalíu og vakti athygli þar. „Annað verkefni sem ég kom að og finnst vænt um var ýtt úr vör árið 2010 og nefnist Born Again. Það snér- ist um að nýta skinn af lömbum sem drápust á vorin rétt eftir burð og var einfaldlega hent. Hinn kunni blaða- maður A.A. Gill sem starfaði hjá Sunday Times kom með nafnið þegar hann ræddi við mig um þetta verkefni sem var það fyrsta sem við Helga Björnsson hönnuður unnum saman, Gill var svo driffjöðrin í samstarfi mínu við hina heimsþekktu Savile Row klæðskera Anderson og Shepp- ard í London,“ segir Eggert og heldur áfram: „Það er svo merkilegt að á erf- iðleikatímum í kjölfar efnahagshruns- ins urðu sauðfjárbændur móttæki- legri fyrir nýsköpun og tilbúnir í breytingar. Fóru að hugsa öðruvísi og leita nýrra tækifæra til að auka tekjur sínar. Í samstarfi við sútunarverk- smiðjuna Loðskinn þróuðum við að- ferð til að nýta skinnin af þessum lömbum og það hefur komið vel út.“ Eggert hefur í tímans rás unnið með mörgum hönnuðum, ekki síst ungum íslenskum sem eru auk Helgu Björnsson, Elísabet Karlsdóttir, Bergur Guðnason og Ólöf Sigríður Jó- hannsdóttir. Árið 2011 komu svo Anna Gulla, dóttir Eggerts, og Har- per maður hennar inn í rekstur fyr- irtækisins og hafa haft mikil áhrif í starfseminni. Handverk á undanhaldi „Það breytti heilmiklu að fá þau Önnu Gullu og Harper í samstarf, þau komu með ýmsar nýjar áherslur og höfðu í mörgum málum annað sjón- arhorn en ég. Þá fórum við til dæmis að leggja meiri áherslu á íslenskt handverk og stundum hafa meira að segja komið til okkar viðskiptavinir erlendis frá sem sækja hingað gagn- gert til að hitta þann sem útbýr grip- inn. Hitt er annað að handverksiðn- aður er mjög á undanhaldi enda í harðri samkeppni við fjöldafram- leiðslu í löndum þar sem laun eru mun lægri en hér. Framtíðin í þessu er því mjög óráðin,“ segir Eggert feldskeri að síðustu. Finnst ég fara frá góðu búi  Eggert feldskeri lokar verslun og verkstæði  Vill helga sig umhverfismálum  Skemmtilegt við Skólavörðustíginn  Sjálfbærni og nýsköpun  Segir handverksiðnað vera mjög á undanhaldi Morgunblaðið/RAX Kaupmaður Eggert feldskeri í búðinni sem árið 2013 fékk verðlaun sem framúrskarandi ferðamannaverslun. Áhugamál Tími til að njóta. Eggert væntir þess að geta sinnt hestamennsku meira, nú þegar hann hættir störfum í iðngrein sinni eftir langan feril. Eggert Jóhannsson hélt til náms í London árið 1970 hjá Jack Marcel í Bond Street. Ár- ið 1972 hélt hann áfram í námi í Tranås í Svíþjóð, meðal ann- ars hjá Doris og Thord Stille. Doris var fyrsta konan í heim- inum til að verða meistari í feldskurði og hafði mikil áhrif á Eggert. Fyrirtækið Eggert feldskeri var stofnað í júlí 1977 og sama ár var hafin útflutn- ingur á mokkafatnaði til Nor- egs. Árið 1979 opnaði fyr- irtækið verkstæði og verslun á Laugavegi 66 og árið 1986 var starfsemin flutt á Skólavörðu- stíginn hvar hún hefur verið síðan. Árið 2012 hlaut Eggert feld- skeri verðlaun sem fram- úrskarandi ferðamannaverslun og 2014 var Eggert valinn Heiðursiðnaðarmaður ársins. Þá hefur Eggert sinnt ýmsu öðru á ferlinum, meðal annars við hönnun í New York. Þá sit- ur hann í stjórn IFF – Inter- national Fur Federation sem er alþjóðleg samtök fólks í feld- skeraiðn. Langur og lit- ríkur ferill feldskerans STARFSEMI Í 41 ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.