Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 67

Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Kynni okkar Ágústs Karlssonar urðu alllöng með hléum og hlut- verkaskiptum. Fyrst var hann stórsjéff í Tryggingu sem ég varð að leita til með hattinn í hendinni, svo var hann bara Gústi í turninum í Múlakoti þegar maður flaug þangað um verslunarmanna- helgar, síðar einskonar flug- pabbi. Síðast sjónlítill fullorðinn eftirlaunamaður eftir hrun í Laugardalslauginni sem í mörg ár var þar í félagsskap okkar daglega og með henni Maju okkar og aldursforseta sem hann umgekkst af þvílíkri ridd- aramennsku sem hofmeistari, sótti henni kaffi og niðursneitt rúnnstykki eftir kúnstarinnar reglum og maður fékk að smakka á ef afgangur varð. Hann bannaði Eggerti frænda sínum algerlega að henni Maju yrði skýrt frá veik- indum sínum síðast. Hann vissi mætavel hvert stefndi þó hann leyndi því fyrir okkur borðfélög- unum. Enda ekki óvanur bana- legum hann Gústi, sem sagðist hafa legið þá fyrstu áratugum fyrr og var þar hvergi ofmælt þegar hann lá rænulaus á sjúkrahúsi vikum saman, dreymdi allan tímann og mundi flesta draumana. Fyrir 11 var tilkynnt um „pushback“ inni í sundlaugum og fenginn bílstjóri til að keyra niður á flugvöll þar sem næsta holl beið hans Gústa. Í kringum nýinnflutta Mackintosh-dós sem kom eftir einhverjum leiðum beint frá útlöndum, ekkert skylt við eitthvert bónusgotterí sem alþýða má éta. Ég varð þess nokkrum sinn- um aðnjótandi að fá að aka hon- um niður í Fluggarða til funda stórmennanna sem biðu hans þar, fékk þá að koma inn og drekka súkkulaði sem er brugg- að beint úr hitaveitunni þarna niður frá og gægjast í dósirnar á borðinu. Ekki veit ég hversu mörg árin hafa liðið þarna undir vængnum á TF-JON. Þó við flestir þarna séum á short-final þá er Gústi nú lentur fyrir vestan fyrstur okkar eins og við segjum gjarnan í fluginu. Eiginlega mun fyrr en við áttum von á. En svona er þetta, enginn veit hver fær næstu lendingar- heimild. Þarna er hins vegar alltaf glatt á hjalla og sögur sagðar. Menn koma og fara í frjálsri mætingu og svo er víst enn þó foringinn sitji ekki í sínu sæti lengur. Ágúst Karlsson var umtals- frómur maður sem þekkti vel til manna og málefna. Sagði mér sögur um uppvaxtarár sín í Laugarnesinu af ótrúlegum fróðleik og minni. Hann hélt at- hygli manns fanginni svo tíminn stóð kyrr. Hann var virkilega vandaður maður til orðs og æðis sem hugsaði vel um börnin sín og alla vini sína. Flugið var hans hjartans áhugamál þó örlögin hafi sett ótímabæran punkt við það og Benzinn stæði óhreyfður í skúrnum mörg ár eins og flug- vélin og frúarbíllinn í skýlinu. En aldrei heyrði ég hann Jösta (eins og ég kallaði hann gjarnan) kvarta heldur tók hann öllu með æðruleysi hins þrosk- aða karlmanns. Hann átti ótrú- leg afrek að baki hvað varðar fé- lagsmál flugáhugamann í Múlakoti þar sem hann var Ágúst Karel Karlsson ✝ Ágúst KarelKarlsson fædd- ist 20. maí 1932. Hann lést 14. apríl 2018. Útför Ágústs fór fram 26. apríl 2018. mannasættir mesti og nafn hans var oftast nefnt ef ein- hver vandi var uppi á borðum í flug- heiminum. Honum verður vart betur lýst en í ljóðlínum Vatns- enda-Rósu: Allt, sem prýða má einn mann mest af lýðum bar hann. Við vinir hans minnumst hans þannig meðan við getum. Halldór Jónsson. Flugskýli 32 á Reykjavíkur- flugvelli hefur ekki bara haft það verkefni að vera geymsla fyrir hann „Nonna gamla“ eða TF-JON heldur einnig sem fé- lagsheimili sem þjónað hefur dyggilega stórum hópi flug- og flugáhugamanna. Kæri vinur, Ágúst Karel eða Gústi Karls og eða Nanni á Laugalæk, þú varst höfðinginn í félagsheimilinu og verður nú tómlegt í horninu þegar „aðal“ vantar en nú hefur þú tekið síðasta flugtakið, flug- takið sem við endum öll á því að taka. Þarna hafa sögurnar verið sagðar, kannski ekki allar prent- hæfar en félagsheimilið sko þjónað sínum tilgangi og alltaf boðið upp á kókó í hitaveitu- vatni, kruður og Macintosh, nú verða aðrir að halda söguþræð- inum gangandi en alveg klárt að þú kemur til með að fylgjast með okkur að ofan. Ég spurði þig í einni heim- sókninni undir það síðasta hvort þú vissir hve margar flugvélar þú hefðir átt í gegnum tíðina en það þorðir þú ekki að skjóta á en klárt er að fáir ef nokkrir komast með tærnar þar sem þið félagarnir þú og Björn Jensson voruð með hælana. Eftir að ég fór að venja komur mínar í Múlakot um verslunarmanna- helgar þá var virkilega gaman að fylgjast með þér í talstöðinni, þú gafst ekkert eftir og oft hleg- ið dátt að skotunum sem þú gafst flugmönnunum, svo ekki sé talað um svarið sem frétta- konan fékk þegar hún spurði „og hvað gerið þið á svona flug- mótum“, þá stóð ekki á svarinu: „Nú, við stundum m.a. skútu- siglingar.“ Þrátt fyrir að hafa átt fjöldann allan af vélum þá var TF-JON eða Nonni gamli í uppáhaldi, keyptir hana af vini þínum Jóni E.B. og gerðir svo listavel upp. Áður en vélin var flughæf fórstu til Danmerkur til að taka tékk á KZ VII hjá þar- lendum „sérfræðingum“ eins og þú sagðir. Ég man þegar þú komst á henni á fyrstu flughá- tíðina í Múlakoti árið 2003 og það var sko stoltur maður á ferðinni á „Nonna gamla“, þetta var samt síðasta Múlakotshátíð- in sem þú komst fljúgandi á en ég man enn hvað gaman var að fljúga í umferðarhring með „kallinn“ í talstöðinni sem skip- aði fyrir af festu en samt með smá húmor eins og þér var ein- um lagið. Eftir að þú hættir að fljúga mættirðu samt í kotið á flughelgina okkar, með radíóið úti á palli og fylgdist með flug- umferðinni þó svo að þú sæir hana ekki. Við Heiða og strákarnir vilj- um þakka þér fyrir þá vináttu sem við höfum átt með þér, það er mikill söknuður en minning um góðan og bráðskemmtilegan mann mun ylja okkur. Ástarþakkir fyrir samfylgd- ina, kæri vinur. Við sendum innilegar samúð- arkveðjur til fjölskyldu Gústa Karls. Valur, Heiðbjört og strákarnir. ✝ Garðar Guð-jónsson fædd- ist í Reykjavík 11. desember 1933. Hann lést í Reykja- vík 21. apríl 2018. Foreldrar Garð- ars voru Val- gerður Guðný Óla- dóttir húsfreyja, fædd 12. maí 1911, látin 24. ágúst 1994, og Guðjón Guðmundsson sjómaður og kokkur, fæddur 2. janúar 1909, látinn 15. desember 1940. Seinni eiginmaður Valgerðar Guðnýjar var Guðni Hannesson klæðskeri, fæddur 15. desem- ber 1912, látinn 16. ágúst 1962. Alsystkini Garðars eru Fríða Margrét Guðjónsdóttir, fædd 16. desember 1931, og Magnús Guðjónsson, fæddur 16. desem- ber 1934, látinn 25. janúar 2010. Bræður sammæðra: Hannes Guðnason, fæddur 20. september 1942, látinn 17. júní 2015, og Friðgeir Óli Sverrir Guðnason, fæddur 3. júní 1950. Árið 1955, þann 10. desember, giftist Garðar eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðlaugu Sigríði Haraldsdóttur. Foreldrar Garðar Guðjónsson, f. 15. jan- úar 1980, sambýliskona hans er Jóna Björg Guðnýjardóttir, f. 9. maí 1983, og á hún tvær dætur af fyrra sambandi, þær Hafdísi Björg og Söndru Ósk. 2b) Ing- unn María Guðjónsdóttir, f. 28. júní 1985, eiginmaður hennar er Guðleifur Werner Guð- mundsson, f. 30. júní 1980, og eiga þau soninn Friðrik Elmar. Fyrir á Guðleifur börnin Töru Angelíku, Katrínu Emblu og Guðmund Einar. 2c) Guðný Erla Guðjónsdóttir, f. 22. mars 1995, sambýlismaður hennar er Grímur Gauti Runólfsson, f. 10. maí 1990, og eiga þau eina dóttur, Emilíu Rún. 3) Jón Sig- urður Garðarsson, f. í Kópa- vogi 11. júní 1966, giftur Önnu Sigríði Ásgeirsdóttur, f. 7. nóv- ember 1972. Synir Jóns og fyrrverandi eiginkonu hans, Báru Hafsteinsdóttur, eru 3a) Oliver Snær Jónsson, f. 5. nóvember 1995, sambýliskona hans er Gerða Guðný Guðjóns- dóttir, f. 15. september 1995. 3b) Nökkvi Snær Jónsson, f. 5. nóvember 2002. Fyrir á Anna Sigríður dæturnar 3c) Kristínu Birtu Bjarnadóttur, f. 9. apríl 1999, og 3d) Birgittu Líf Bjarnadóttur, f. 9. nóvember 2002. Jarðsett var frá Lindakirkju 30. apríl 2018. hennar voru Har- aldur Jónsson, fæddur í Reykjavík 19. maí 1893, lát- inn 26. júní 1977, og Herbjörg Andr- ésdóttir, fædd á Þórisstöðum í Gufudalssveit 26. júlí 1906, látin 20. desember 1978. Börn Garðars og Guðlaugar eru: 1) Þóra Björg Garðarsdóttir, fædd 6. maí 1956, dætur hennar eru, 1a) Guðrún Ósk Lindquist, fædd 8. ágúst 1982, faðir henn- ar og fyrrverandi sambýlis- maður Þóru Bjargar er Gunnar Lindquist. Guðrún Ósk er gift Matthíasi Inga Árnasyni, f. 23. nóvember 1979, og eiga þau tvo syni, þá Bjart Mána og Dag Mána. 1b) Anna Sigríður Sig- þórsdóttir, f. 2. október 1992, faðir hennar og fyrrverandi sambýlismaður Þóru Bjargar var Sigþór Grétarsson, f. 14. febrúar 1961, látinn 22. desem- ber 2016. 2) Guðjón Garðars- son, f. í Reykjavík 22. október 1958, giftur Guðrúnu Agnesi Friðþjófsdóttur, f. 7. september 1960, börn þeirra eru þrjú. 2a) Þegar leiðir skilja fer hugurinn í ferðalag og minningar koma upp í huga, pabbi/tengdapabbi er mað- ur sem var glettinn og kátur. Að spila við barnabörnin var hans besta skemmtun. Það var mikill hiti í spilum og yfirleitt var keppt um titil í því spili sem valið var. Afi var yfirleitt með vinninginn en þegar til úrslita dró tapaði hann og mikil kátína sást í andlitum þeirra í lokin, „þú ert að svindla afi,“ heyrðist oft en hann kann- aðist ekki við neitt. Að spila var hans lífi og yndi, heima í Hófgerði fjórða hvern fimmtudag á veturna var spilaborð í stofunni og nýbök- uð sandkaka í boði. Seinna meir tóku við spilakvöld með mömmu og pabba sem ekki voru minna skemmtileg. Þau kenndu okkur mörg spil sem enn eru spiluð. Laugardagarnir voru einnig fastir í siðum, eins og að ráða krossgátur og hræra skyr í há- deginu, mikill sykur og slatti af rjóma var það sem þarf til að gera gott skyr betra. Garðar var trúrækinn og hafði sína trú sem að hann leitaði oft í. Við síðustu innlögn sína á Land- spítalann spurði hann okkur ákveðið hvort við værum trúuð, hann sagði að það væri gott að trúa á allt það góða í lífinu. Pabbi var kannski ekki mikill barnakall á mínum yngri árum sökum vinnu en hann bætti það upp með því að hugsa um börnin okkar Önnu. Bú- andi á sama stigapalli í Tröllakór þar sem börnin þurftu ekki að hafa áhyggjur af því hvað væri í matinn þar sem hægt var að fara til ömmu og afa, ef maturinn hjá okkur var ekki góður. Að koma heim úr skóla og geta fengið snarl fyrir æfingu var iðulega í boði hjá þeim. Skutla og sækja var eitt af því sem að afi hafði svo gaman af að gera. Pabbi leitaði mikið til Önnu eftir aðstoð með ýmis mál og eftir að hann veiktist þá sá hann ekki alltaf að hún var að gera allt til að honum liði sem best og lét óánægju sína stundum í ljós. En eftir að hann komst í gott jafn- vægi þá áttaði hann sig á því hvað hún hafði reynst honum vel. Henni þótti afskaplega vænt um það þegar hann sagði við hana undir lokið að hún væri „klettur- inn“ hans og hann hefði alltaf get- að treyst á hana. Þegar þau fluttu á Skógabæ var hann ánægður með þá umönnun sem að þau fengu, starfsfólkið reyndist hon- um vel og talaði hann alltaf um það hvað hann hefði það gott á sín- um síðustu árum, maturinn og að- búnaðurinn var það sem að hann vildi hafa í lagi og það var í lagi. Þegar hann lá á Landspítalan- um fyrir fjórum vikum var hann ekki viljugur að taka inn lyfin, okkur er minnisstætt er hann spurði hjúkrunarfræðinginn hvort þessi lyf væru góð fyrir hann, hún svaraði því játandi „viltu þá ekki bara taka þau inn sjálf?“ sagði hann. Anna sagði við þær að prófa að setja þau í skyr eða rjóma, sem þær gerðu. Það gekk að sjálfsögðu upp og rann þetta allt niður í minn mann og bros fylgdi með. Minningin þín er ljós í okkar hjörtum og þau orð sem við höfum oft heyrt um hann eru „Garðar var góður maður sem hægt var að treysta á,“ og það, traust og dugn- aður er það sem að hann gaf okk- ur öllum. Við viljum þakka starfsfólki á Skógarbæ fyrir góða umönnun. Þín, Jón og Anna. Elsku afi. Í gegnum árin hefur þú alltaf gefið okkur svo mikið, verið stríðinn, gert grín og verið okkur innan handar með ansi margt – þú spilaðir marías, olsen olsen, kana og rússa við okkur, og það að þú hafir kannski aðeins verið að svindla á okkur þá er minningin um það svo skemmti- leg. Þú kenndir okkur að sauma, hrærðir skyr fyrir okkur á laug- ardögum, bauðst okkur upp á rjóma með skyrinu, þó svo að við höfum ekki mátt klára hann, þú vildir eiga auka fyrir þig. Hvatn- ingarnar þínar til okkar munu lifa í brjóstum okkar það sem eftir er, óþreytandi varst þú í að hrósa okkur og sást alltaf allt svo fallegt við okkur. Dugnaðinn kenndir þú okkur og varst alltaf að segja okk- ur að með dugnaði kæmist maður langt í lífinu. Þú varst svo góður og ástríkur við okkur öll og ávallt verið okkur til staðar, keyra og sækja í skólann og á æfingar. Í okkar huga er fyrst og fremst þakklæti fyrir öll árin og allar stundirnar sem þú hefur gefið okkur, að fá að njóta þess að búa í næstu íbúð við þig var okkur svo ljúft, þegar við vorum hrædd, eða ekki í góðu skapi þá var gott að koma til þín því, að það var alltaf stutt í bros og hlýju. Við sjáum um ömmu fyrir þig og pössum upp á hana eins og þú passaðir upp á okkur. Faðmlögin og gleðin þegar við komum í heimsókn upp á Skógarbæ jafnt og upp á Land- spítala ylja okkur nú um hjarta- rætur og minningin um góðan afa er ljós í okkar hjarta. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og við munum fara vel með það sem eftir er. Þetta er minning okkar um þig, með hlýjar og mjúkar hendur, með bros á vör, hlæjandi, með stórt hjarta, hugsandi um ömmu, þakklátur fyrir heimsóknir okkar til ykkar og sjáandi meira en aðrir. Minning þín er ljós í lífi okkar. Elsku amma, Guð styrki þig. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Oliver Snær, Kristín Birta, Nökkvi Snær og Birgitta Líf. Garðar Guðjónsson Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku EYÞÓRS KARLSSONAR, Seljahlíð 5b, Akureyri. Hlýjar kveðjur til starfsfólks lyflækningadeildar SAk, Heimahlynningar Akureyrar og Heimahjúkrunar HSN. Ragnheiður Antonsdóttir Karl Jóhannsson Ragnheiður A. Kristinsdóttir Anton Kr. Stefánsson Bryndís Björk Reynisdóttir Eva Birgitta Eyþórsdóttir Matti Ósvald Stefánsson Adam Þór Eyþórsson Reynir H. Karlsson Anna Sigríður Halldórsdóttir Heimir H. Karlsson Elfa Hauksdóttir Ástkær faðir okkar stjúpfaðir, tengdafaðir, fósturfaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐJÓN SVEINBJÖRNSSON, Leirubakka 30, 109 Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 28. apríl. Útförin auglýst síðar. Logi A. Guðjónsson Jóhanna G. Jónannesdóttir Sveinbjörn Guðjónsson Guðmundur Guðjónsson Jón Ívar Guðjónsson Björn S. Stefánsson Þorgerður Sigurjónsdóttir Stella Stefánsdóttir Ásmundur Reykdal Halldór Sigurðsson Árný J. Guðmundsdóttir Jóhann T. Sigurðsson afabörn langafabörn langalangafabörn Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR píanókennari, Brúnalandi 30, Reykjavík, lést sunnudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. maí klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Gunnar Sigurðsson Kristín Ragna Gunnarsdóttir Gunnlaugur Torfi Stefánsson Sigurður Bjarki Gunnarsson Þórunn Ósk Marinósdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir Martin Nagstrup og barnabörn Ástkær móðir okkar, INGIBJÖRG HANSEN GALLAGHER, fædd í Reykjavík 3. maí 1929, lést í New York mánudaginn 9. apríl. Minningarathöfn á Íslandi verður auglýst síðar. James Jorgen Gallagher Margret Inga Gallagher

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.