Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Við Hafnarhólma Ungir ferðamenn fá sér hressingu í grennd við Hafnarhólma og smábátahöfnina á Borgarfirði eystra. Fjörðurinn er rómaður fyrir náttúrufegurð og sérstæðan fjallahring. Eggert Kaupmáttur launa skiptir launafólk miklu máli. Í aðdrag- anda borgarstjórn- arkosninga er rétt að fara yfir hvað síðustu ár í borginni hafa þýtt fyrir launafólk. Húsnæði hefur hækkað um 50% Húsnæðisskortur og lóðavandræði hafa leitt til þess að hús- næðisverð hefur snar- hækkað í Reykjavík. Leiguverð fylgir kaupverði og nú eru auglýstar 50 fm íbúðir á 200 þúsund krónur á mánuði. Íbúðir fyrir „fyrstu kaup“ eru um 40 milljónir króna. Helst er að sjá aug- lýst lúxushúsnæði og er það aðallega keypt af útlendingum eða nýtt til útleigu fyrir ferðamenn. Þúsundir Reyk- víkinga hafa flutt annað. Kaup- máttur launa skerðist vegna þessa enda fer stór hluti ráðstöf- unartekna í að fjármagna húsnæði fólks. Loforð núverandi borg- arstjóra um 3.000 leiguíbúðir fyrir „venjulegt fólk“ hefur á engan hátt ræst. Launafólk hefur með þessu orðið fyrir kjaraskerðingu í boði borgarstjóra Samfylking- arinnar. Húsnæðislausum hefur fjölgað gríðarlega og eru núna yfir 600 manns óstaðsettir í hús. Við viljum ná jafnvægi á húsnæð- ismarkaði með stórauknu fram- boði hagstæðra lóða. Vinnuvikan hefur lengst Stytting vinnuvikunnar er vin- sælt umræðuefni og með bættri framleiðni verður hún smám sam- an að veruleika. En það sem hefur gerst á síðustu árum í Reykjavík- urborg er að vinnuvikan hefur lengst með versnandi samgöngum. Öfugt við það sem lofað var hefur hlutfall almenningssamgangna ekki aukist og er enn aðeins 4% af ferðum. Tafatími í umferð er raunveru- leg lenging vinnuvik- unnar. Sá sem ekur tvo tíma á dag hefur misst hálfan mánuð á ári í umferðartafir ef við tökum mið af ferðakönnun sem Samtök iðnaðarins hafa stuðst við. Þetta er ekkert annað en kjaraskerðing í boði borgarstjórnar. Við heitum því að snúa þessari þróun við og fara í raunhæfa og markvissa uppbygg- ingu með þeim lausn- um sem við höfum kynnt. Við viljum stytta vinnuvikuna og stytta ferðatíma fólks. Atvinnuöryggi er ógnað Eitt af því sem hefur komið mér mest á óvart er hvað rekstur leikskólanna er brotakenndur árið 2018. Biðlisti barna er mjög langur eftir leik- skólarými. Dagforeldrum hefur verið fækkað um 30%. En verst er að mannekla í leikskólunum hefur leitt til þess að börnum hefur verið vísað heim í öðrum hverjum leik- skóla. Sumir foreldrar hafa þurft að vera með barnið sitt heilan mánuð heima eða taka barnið með í vinnuna. Árið 2018! Allt tal um jafnrétti kynjanna virkar innan- tómt þegar vitað er að oftar en ekki lendir þessi vandi á vinnandi konum. Ég veit til þess að ein- staklingar hafa misst vinnu sína vegna þessa ástands. Við þetta verður ekki unað og höfum við heitið því að spara í stjórnkerfinu og setja aukið fé í leikskólana til að leysa þennan brýna vanda. Bætt stjórnun borgarinnar er ávísun á bætt kjör fólks. Þess vegna þurfum við breytingar. Eftir Eyþór Arnalds » Í aðdraganda borgar- stjórnarkosn- inga er rétt að fara yfir hvað síðustu ár í borg- inni hafa þýtt fyrir launafólk. Eyþór Arnalds Höfundur er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Í tilefni af 1. maí Það er einkenni slakra stjórnmála- manna og embættis- manna að taka strútinn í mörgum málum með því að stinga höfðinu í sandinn þegar taka þarf ákvarðanir og bretta upp ermar. Sundabraut hefur komist á sam- gönguáætlun og er arð- bær samgöngu- framkvæmd og hagkvæmur fjárfest- ingarvalkostur. Gert var fyrst ráð fyrir Sundabraut í aðal- skipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Í dag fara um 100 þúsund bifreiðar um Ártúnsbrekku á sólar- hring en áætlaður kostnaður Sundabraut- ar er um 35 ma.kr. Hvalfjarðargöngin eru frábært dæmi um vel heppnaða samgönguframkvæmd og arðsama fjárfestingu fyrir fjárfesta og íslenskt þjóðfélag. Það sem er merkilegt við þá framkvæmd er að hún var ekki á samgönguáætlun og frumkvæði varð- andi hana kom ekki frá ríkissjóði. Hvalfjarðargöngin voru boðin út 1994 og tekin í notkun í júlí 1998 og eru dæmi um frumkvæði, vilja og áræði sem oft skortir hjá opinberum að- ilum. Hvalfjarðargöngin ættu að blása mönnum sjálfstraust í brjóst til að ráðast í alvörustefnumörkun í samgöngumálum Íslendinga en sam- kvæmt mati þeirra sem til þekkja þarf um 300-400 ma.kr. í vegakerfi landsmanna til að mæta aðkallandi verkefnum á næstu misserum. Mik- ilvægt er að stefnumörkun í þessum málaflokki sé gerð til lengri tíma með hagsmuni allra landsmanna að leið- arljósi. Mikilvægast er að byrja strax í stað þess að stinga höfðinu í sandinn eins og strúturinn. Hefja þarf und- irbúning og framkvæmdir við Sunda- braut strax á þessu ári þannig að hægt verði að taka á umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins. Einnig þarf að fara að huga að fleiri hagkvæmum og arðsömum fjárfesting- arkostum í samgöngu- málum í samvinnu rík- issjóðs og einkaaðila. Minni óvissa um kostnað og umferð Sundabrautar en Hvalfjarðarganga Margt bendir til þess að ekki hefði verið ráð- ist í gerð Hvalfjarðar- ganganna ef fram- kvæmdin hefði verið á vegum ríkissjóðs en kostnaður var greiddur með veggjaldi. Vaðla- heiðargöng munu vænt- anlega kosta 20-25 ma.kr. en stytta leiðina um þjóðvegin um 9 km og auka öryggi yfir vetrarmánuði. Ef hægt er að rökstyðja fjárfest- ingu ríkissjóðs í Vaðla- heiðargöngum er Sundabraut nánast augljós fjárfesting þar sem umferð- artíðni er mun meiri og óbein verð- mæti í landi og hagræðingu verða mikil þegar framkvæmdinni er lokið. Dæmi um það er t.a.m. land í Viðey um 180 ha., sem gæti verið nýtt til framtiðar sem byggingarland. Núna er mikilvægt að strúturinn taki höf- uðið upp úr sandinum og menn bretti upp ermar og hefjist handa strax við Sundabraut sem er arðsöm fram- kvæmd og mun arðsamari en margar framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum. Nýting hafna og strandflutningar Í upphafi þessarar aldar hættu skipafélögin strandflutningum og færðu flutninga yfir á þjóðvegina. Vöruflutningar á landi slíta þjóð- vegum landsins mikið og er talið að viðhaldið geti numið allt að 700-800 millj. kr. á ári. vegna aukins álags. Miklar fjárfestingar eru í innviðum í höfnum hringinn í kringum landið og mikilvægt að nýta þá fjárfestingu og innviði. Þannig má minnka álag á vegi landsins með því að flytja núverandi stórflutninga í strandflutningakerfið. Auk þess er mikilvægt að auka ný- sköpun og verðmætasköpun í haf- tengdri starfsemi á landsbyggðinni. Oft þarf að nýta betur innviði og fjár- festingar sem eru fyrir hendi. Framtíðarsýn skortir í samgöngumálum „Það kemur yfirleitt ekki í ljós hverjir eru naktir á ströndinni fyrr en fjarar frá,“ segir Warren Buffet, frægasti fjárfestir heims. Í dag er gert ráð fyrir að 300-400 ma.kr. vanti í samgöngukerfi landsmanna til að mæta aðkallandi verkefnum og auk- inni umferð. Það er með ólíkindum að samgöngumálum sé haldið í heljar- greipum stjórnmálamanna, embætt- ismanna og ráðgjafarfyrirtækja sem koma með hverja skýrsluna á fætur annarri án þess að hafist sé handa. Ef gert var ráð fyrir Sundabraut í skipu- lagsuppdráttum fyrir 43 árum og það er ennþá óvissa þarf að fara að hreinsa vel til í embættismannakerf- inu og óska eftir skýringum stjórn- málamanna og þeirra sem bera ábyrgð á þessum óskiljanlegu töfum. Það er ljóst að ekki verður liðið að sveitarfélög og ríkiskerfið séu á sjálf- stýringu ár eftir ár án þess að ákvarðanir séu teknar. Það er spurn- ing hvort ekki þurfi að vera með beinar útsendingar frá því þegar embættismenn ríkis og sveitarfélaga koma fyrir þingnefndir og skýra framtíðarsýn einstakra málaflokka og geti rökstutt umframkeyrslu í rekstri og framkvæmdaleysi. Það er ljóst að Reykjavíkurborg hefur verið upptekin af 101 Reykjavík síðastliðin átta ár og allar ákvarðanir miðast við það póstnúmer. Reykjavík er tölu- vert stærri og því má búast við mikl- um breytingum á næstu árum við stjórn þess sveitarfélags. Mikilvæg- ast er engu að síður að móta stefnu, fylgja henni og hrinda henni í fram- kvæmd. Á því hefur verið verulegur skortur í samgöngumálum Íslend- inga og Reykjavíkurborgar. Nú þarf að láta verkin tala og vonandi þurfa landsmenn ekki að bíða í önnur 43 ár eftir Sundabraut. Eftir Albert Þór Jónsson »Ekki verður liðið að sveitarfélög og ríkiskerfið séu á sjálfstýringu ár eftir ár án þess að ákvarðanir séu teknar. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðngur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. Sundabraut og strúturinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.