Morgunblaðið - 03.05.2018, Page 43

Morgunblaðið - 03.05.2018, Page 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Við Hafnarhólma Ungir ferðamenn fá sér hressingu í grennd við Hafnarhólma og smábátahöfnina á Borgarfirði eystra. Fjörðurinn er rómaður fyrir náttúrufegurð og sérstæðan fjallahring. Eggert Kaupmáttur launa skiptir launafólk miklu máli. Í aðdrag- anda borgarstjórn- arkosninga er rétt að fara yfir hvað síðustu ár í borginni hafa þýtt fyrir launafólk. Húsnæði hefur hækkað um 50% Húsnæðisskortur og lóðavandræði hafa leitt til þess að hús- næðisverð hefur snar- hækkað í Reykjavík. Leiguverð fylgir kaupverði og nú eru auglýstar 50 fm íbúðir á 200 þúsund krónur á mánuði. Íbúðir fyrir „fyrstu kaup“ eru um 40 milljónir króna. Helst er að sjá aug- lýst lúxushúsnæði og er það aðallega keypt af útlendingum eða nýtt til útleigu fyrir ferðamenn. Þúsundir Reyk- víkinga hafa flutt annað. Kaup- máttur launa skerðist vegna þessa enda fer stór hluti ráðstöf- unartekna í að fjármagna húsnæði fólks. Loforð núverandi borg- arstjóra um 3.000 leiguíbúðir fyrir „venjulegt fólk“ hefur á engan hátt ræst. Launafólk hefur með þessu orðið fyrir kjaraskerðingu í boði borgarstjóra Samfylking- arinnar. Húsnæðislausum hefur fjölgað gríðarlega og eru núna yfir 600 manns óstaðsettir í hús. Við viljum ná jafnvægi á húsnæð- ismarkaði með stórauknu fram- boði hagstæðra lóða. Vinnuvikan hefur lengst Stytting vinnuvikunnar er vin- sælt umræðuefni og með bættri framleiðni verður hún smám sam- an að veruleika. En það sem hefur gerst á síðustu árum í Reykjavík- urborg er að vinnuvikan hefur lengst með versnandi samgöngum. Öfugt við það sem lofað var hefur hlutfall almenningssamgangna ekki aukist og er enn aðeins 4% af ferðum. Tafatími í umferð er raunveru- leg lenging vinnuvik- unnar. Sá sem ekur tvo tíma á dag hefur misst hálfan mánuð á ári í umferðartafir ef við tökum mið af ferðakönnun sem Samtök iðnaðarins hafa stuðst við. Þetta er ekkert annað en kjaraskerðing í boði borgarstjórnar. Við heitum því að snúa þessari þróun við og fara í raunhæfa og markvissa uppbygg- ingu með þeim lausn- um sem við höfum kynnt. Við viljum stytta vinnuvikuna og stytta ferðatíma fólks. Atvinnuöryggi er ógnað Eitt af því sem hefur komið mér mest á óvart er hvað rekstur leikskólanna er brotakenndur árið 2018. Biðlisti barna er mjög langur eftir leik- skólarými. Dagforeldrum hefur verið fækkað um 30%. En verst er að mannekla í leikskólunum hefur leitt til þess að börnum hefur verið vísað heim í öðrum hverjum leik- skóla. Sumir foreldrar hafa þurft að vera með barnið sitt heilan mánuð heima eða taka barnið með í vinnuna. Árið 2018! Allt tal um jafnrétti kynjanna virkar innan- tómt þegar vitað er að oftar en ekki lendir þessi vandi á vinnandi konum. Ég veit til þess að ein- staklingar hafa misst vinnu sína vegna þessa ástands. Við þetta verður ekki unað og höfum við heitið því að spara í stjórnkerfinu og setja aukið fé í leikskólana til að leysa þennan brýna vanda. Bætt stjórnun borgarinnar er ávísun á bætt kjör fólks. Þess vegna þurfum við breytingar. Eftir Eyþór Arnalds » Í aðdraganda borgar- stjórnarkosn- inga er rétt að fara yfir hvað síðustu ár í borg- inni hafa þýtt fyrir launafólk. Eyþór Arnalds Höfundur er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Í tilefni af 1. maí Það er einkenni slakra stjórnmála- manna og embættis- manna að taka strútinn í mörgum málum með því að stinga höfðinu í sandinn þegar taka þarf ákvarðanir og bretta upp ermar. Sundabraut hefur komist á sam- gönguáætlun og er arð- bær samgöngu- framkvæmd og hagkvæmur fjárfest- ingarvalkostur. Gert var fyrst ráð fyrir Sundabraut í aðal- skipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Í dag fara um 100 þúsund bifreiðar um Ártúnsbrekku á sólar- hring en áætlaður kostnaður Sundabraut- ar er um 35 ma.kr. Hvalfjarðargöngin eru frábært dæmi um vel heppnaða samgönguframkvæmd og arðsama fjárfestingu fyrir fjárfesta og íslenskt þjóðfélag. Það sem er merkilegt við þá framkvæmd er að hún var ekki á samgönguáætlun og frumkvæði varð- andi hana kom ekki frá ríkissjóði. Hvalfjarðargöngin voru boðin út 1994 og tekin í notkun í júlí 1998 og eru dæmi um frumkvæði, vilja og áræði sem oft skortir hjá opinberum að- ilum. Hvalfjarðargöngin ættu að blása mönnum sjálfstraust í brjóst til að ráðast í alvörustefnumörkun í samgöngumálum Íslendinga en sam- kvæmt mati þeirra sem til þekkja þarf um 300-400 ma.kr. í vegakerfi landsmanna til að mæta aðkallandi verkefnum á næstu misserum. Mik- ilvægt er að stefnumörkun í þessum málaflokki sé gerð til lengri tíma með hagsmuni allra landsmanna að leið- arljósi. Mikilvægast er að byrja strax í stað þess að stinga höfðinu í sandinn eins og strúturinn. Hefja þarf und- irbúning og framkvæmdir við Sunda- braut strax á þessu ári þannig að hægt verði að taka á umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins. Einnig þarf að fara að huga að fleiri hagkvæmum og arðsömum fjárfesting- arkostum í samgöngu- málum í samvinnu rík- issjóðs og einkaaðila. Minni óvissa um kostnað og umferð Sundabrautar en Hvalfjarðarganga Margt bendir til þess að ekki hefði verið ráð- ist í gerð Hvalfjarðar- ganganna ef fram- kvæmdin hefði verið á vegum ríkissjóðs en kostnaður var greiddur með veggjaldi. Vaðla- heiðargöng munu vænt- anlega kosta 20-25 ma.kr. en stytta leiðina um þjóðvegin um 9 km og auka öryggi yfir vetrarmánuði. Ef hægt er að rökstyðja fjárfest- ingu ríkissjóðs í Vaðla- heiðargöngum er Sundabraut nánast augljós fjárfesting þar sem umferð- artíðni er mun meiri og óbein verð- mæti í landi og hagræðingu verða mikil þegar framkvæmdinni er lokið. Dæmi um það er t.a.m. land í Viðey um 180 ha., sem gæti verið nýtt til framtiðar sem byggingarland. Núna er mikilvægt að strúturinn taki höf- uðið upp úr sandinum og menn bretti upp ermar og hefjist handa strax við Sundabraut sem er arðsöm fram- kvæmd og mun arðsamari en margar framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum. Nýting hafna og strandflutningar Í upphafi þessarar aldar hættu skipafélögin strandflutningum og færðu flutninga yfir á þjóðvegina. Vöruflutningar á landi slíta þjóð- vegum landsins mikið og er talið að viðhaldið geti numið allt að 700-800 millj. kr. á ári. vegna aukins álags. Miklar fjárfestingar eru í innviðum í höfnum hringinn í kringum landið og mikilvægt að nýta þá fjárfestingu og innviði. Þannig má minnka álag á vegi landsins með því að flytja núverandi stórflutninga í strandflutningakerfið. Auk þess er mikilvægt að auka ný- sköpun og verðmætasköpun í haf- tengdri starfsemi á landsbyggðinni. Oft þarf að nýta betur innviði og fjár- festingar sem eru fyrir hendi. Framtíðarsýn skortir í samgöngumálum „Það kemur yfirleitt ekki í ljós hverjir eru naktir á ströndinni fyrr en fjarar frá,“ segir Warren Buffet, frægasti fjárfestir heims. Í dag er gert ráð fyrir að 300-400 ma.kr. vanti í samgöngukerfi landsmanna til að mæta aðkallandi verkefnum og auk- inni umferð. Það er með ólíkindum að samgöngumálum sé haldið í heljar- greipum stjórnmálamanna, embætt- ismanna og ráðgjafarfyrirtækja sem koma með hverja skýrsluna á fætur annarri án þess að hafist sé handa. Ef gert var ráð fyrir Sundabraut í skipu- lagsuppdráttum fyrir 43 árum og það er ennþá óvissa þarf að fara að hreinsa vel til í embættismannakerf- inu og óska eftir skýringum stjórn- málamanna og þeirra sem bera ábyrgð á þessum óskiljanlegu töfum. Það er ljóst að ekki verður liðið að sveitarfélög og ríkiskerfið séu á sjálf- stýringu ár eftir ár án þess að ákvarðanir séu teknar. Það er spurn- ing hvort ekki þurfi að vera með beinar útsendingar frá því þegar embættismenn ríkis og sveitarfélaga koma fyrir þingnefndir og skýra framtíðarsýn einstakra málaflokka og geti rökstutt umframkeyrslu í rekstri og framkvæmdaleysi. Það er ljóst að Reykjavíkurborg hefur verið upptekin af 101 Reykjavík síðastliðin átta ár og allar ákvarðanir miðast við það póstnúmer. Reykjavík er tölu- vert stærri og því má búast við mikl- um breytingum á næstu árum við stjórn þess sveitarfélags. Mikilvæg- ast er engu að síður að móta stefnu, fylgja henni og hrinda henni í fram- kvæmd. Á því hefur verið verulegur skortur í samgöngumálum Íslend- inga og Reykjavíkurborgar. Nú þarf að láta verkin tala og vonandi þurfa landsmenn ekki að bíða í önnur 43 ár eftir Sundabraut. Eftir Albert Þór Jónsson »Ekki verður liðið að sveitarfélög og ríkiskerfið séu á sjálfstýringu ár eftir ár án þess að ákvarðanir séu teknar. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðngur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. Sundabraut og strúturinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.