Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 47
UMRÆÐAN 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018
Hlífar og undirföt
Angóruhlífarnar veita léttan stuðning við auma vöðva á
þrengja of mikið að. Angóran sér um að halda líkamanu
og hlýjum án þess að valda kláða.
Hlífarnar eru tilvaldar til hvers kyns útivista og
eins og hjólreiða, útihlaupa eða í golfið.
Úlnliðshlífar Langerma bolur Olnbogahlífar Hnéhlífar Mjóbakshlíf Axlastykki
Y L F A
ANGÓRA
Einnig fáanlegt í netverslun: www.lyfja.is
n þess að
m þurrum
íþrótta,
Ég bjó hér og starf-
aði í 40 ár, áður en ég
fluttist til útlanda
1989. Á þeim tíma
fannst mér Sjálf-
stæðisflokkurinn höfða
til mín um margt, með
stefnu sinni og starfi,
og þegar ég settist að
í Þýzkalandi virtist
Kristilegi demókrata-
flokkurinn þar vinna í
svipuðum anda og Sjálfstæðis-
flokkurinn hér.
Þegar ég svo kom aftur heim
síðla árs 2016 brá mér aldeilis í
brún; Sjálfstæðisflokkurinn líktist
ekki lengur Kristilegum demókröt-
um, heldur miklu fremur þýzka
hægri þjóðernis- og öfgaflokknum
AfD.
AfD skipar sér síðan í flokk með
„Frelsisflokki“ Wilders í Hollandi,
Brexit-flokknum UKIP og „Front
National“ í Frakklandi, en stefna
þeirra er náskyld þjóðernis- og
einangrunarstefnu Donalds Trump,
enda eru þetta allt baráttufélagar
og vinir.
Þetta eru öfl sem vilja brjóta
upp ESB og Evrópu, takmarka
ferða- og dvalarfrelsi, reka útlend-
inga úr landi, draga úr alþjóða-
samstarfi, endurbyggja tollamúra
milli landa og einblína á eigin hags-
muni, án heildarsýnar og skilnings
á því að heimurinn er í vaxandi
mæli að verða eitt samfélag og
einn markaður þar sem gagn-
kvæmur skilningur, samhjálp og
samstarf verður að gilda, ekki að-
eins til þess að ein-
stakar þjóðir geti bætt
hag og öryggi þegna
sinna, heldur líka til
þess að jarðarbúar
geti yfirhöfuð átt
möguleika á að
tryggja tilveru sína og
framtíð.
Þessir menn hugsa
ekki til þess að um
næstu aldamót verður
mannkynið um 11,5
milljarðar, en Evr-
ópubúar ekki nema 0,5
milljarðar, eða rétt 4-5% af jarð-
arbúum, og að án fullkominnar
samstöðu og bróðurlegrar sam-
vinnu Evrópuþjóða verður ómögu-
legt að verja lífshætti, siðmenningu
og velmegun álfunnar og tryggja
framtíð barna okkar og barna-
barna.
Forysta Sjálfstæðisflokksins dró
upp glansmynd af nýafstöðnum
landsfundi flokksins, en er hún
rétt?
Formaðurinn var valinn með 710
atkvæðum, sem talin voru 96,2%.
En, voru ekki 1.200 manns á fund-
inum? 710 atkvæði miðað við það
eru aðeins 59%. Raunverulegt fylgi
varaformanns og ritara var enn
minna. Gagnkvæmur skilningur,
samheldni og sönn samstaða hafa á
sér annað yfirbragð.
Önnur hægri öfgaöfl og flokkar
popúlista í Evrópu hafa oft 10-15%
fylgi, en Sjálfstæðisflokkurinn telst
með 25% fylgi. Verði þátttaka sjálf-
stæðismanna í landsfundar-
kosningum og stuðningur þeirra
við forystuna skoðaður hrökkva
þessi 25% hins vegar niður í 15%.
Það skyldi þó ekki vera að raun-
fylgi Sjálfstæðisflokksins sé komið
niður í 15% og að aðrir stuðnings-
menn kjósi flokkinn af gamalli
tryggð og gömlum vana?
Morgunblaðið skrifar í
undirfyrirsögn: „Meðalaldur for-
ystumanna Sjálfstæðisflokksins 36
ár“. Áttu þetta víst að vera góðar
fréttir.
Reynsla og þekking, sem lífs-
hlaupið eitt veitir, skiptir oft miklu
máli við stjórnun og ákvörðunar-
töku. Í ýmsum þjóðfélagshópum
ráða „þeir öldruðu og vitru“ og það
ekki að ófyrirsynju.
Það skal dregið í efa að ung for-
ysta flokksins hafi þá reynslu og
þekkingu sem nauðsynleg er til að
hún geti rækt forystuhlutverk sitt
af þeirri dómgreind, víðsýni og
vizku sem æskileg er.
Landsþingið virðist ekki hafa
rætt mikið eða reifað stefnu lands-
manna í gjaldmiðlamálum, jafn
brýnt og mikilvægt og það mál þó
er, heldur virðist formaðurinn hafa
fengið þegjandi samþykki fyrir þá
stefnu sína að halda beri krónunni.
Aðalrök formannsins fyrir því að
„íslenzka krónan verði gjaldmiðill
þjóðarinnar til framtíðar“ eru
þessi: „Það geri þjóðinni kleift að
mæta búhnykkjum, jafnt sem áföll-
um“.
Það sanna og rétta er hins vegar
að ef hér væri evra, ekki króna,
væri stöðugleiki og öryggi en ekki
sveiflur og óvissa; það væru engir
„búhnykkir og áföll“.
Þá segir formaðurinn að styrking
íslenzku krónunnar í kjölfar gríðar-
legrar fjölgunar ferðamanna til
landsins hafi gert það að verkum
að tugprósenta hækkanir kaups
hafi ekki leitt til verðbólgu.
Aftur verður formanni á fóta-
skortur í rökhyggjunni. Ef hér
væri evra, ekki króna, hefðu
tugprósenta launhækkanir ekki
verið á dagskrá og ekki komið til
greina; launþegar hefðu gert sér
grein fyrir stöðugleika og öryggi
evrunnar og unað hóflegum og
raunsæislegum kauphækkunum, í
ramma hagvaxtar eins og gerist í
öðrum evrulöndum.
Lokarök formannsins fyrir krón-
unni eru jafn ónýt og þau fyrri.
Hann segir það „heimsmet í bjart-
sýni, óskhyggju og barnaskap“ (tel-
ur sig nú á sterkum ís, sem þó ekki
er) að Evrópski seðlabankinn (ES)
muni horfa til íslenzkra efnahags-
mála við vaxtaákvarðanir og aðra
stefnumörkun.
Auðvitað horfir ES ekki til stöðu
einstakra ríkja, allra sízt þeirra
smæstu, við stefnumörkun sína,
vaxtaákvarðanir og annað, heldur
horfir hann til heildarstöðu
ríkjanna 25 sem evruna hafa, en
það er einmitt heildarstærð og
efnahagslegur styrkur þessara 25
þjóða til samans sem gefur evrunni
þann trausta grunn og stöðugleika
og tryggir jafnframt þá lágu vexti
sem allar þjóðir, líka vitaskuld við,
stefna á.
Það er dapurlegt að formaðurinn
skuli ekki átta sig á því að krón-
urök, ef rök skyldi kalla, eiga bara
við um krónuna, en alls ekki evr-
una, sem er allt annar og langtum
æðri gjaldmiðill sem byggist á
stórri og öflugri heild margra
stórra hagkerfa en ekki á minnsta
hagkerfi álfunnar.
Að lokum þetta um formann
Sjálfstæðisflokksins og stefnu hans:
Formaðurinn vill lækka ríkis-
útgjöld úr 45% af vergum þjóð-
artekjum niður í 35%. Miðað við
áætluð ríkisútgjöld 2018, sem eru
um 768 milljarðar, þá yrði að
lækka ríkisútgjöld um 171 milljarð,
eða – miðað við óbreyttar þjóðar-
tekjur – niður í 597 milljarða.
Ráðdeild í ríkisrekstri er auðvit-
að af hinu góða, en við höfum
byggt upp svipað velferðarkerfi og
hin Norðurlandaríkin, og ríkis-
útgjöld þeirra eru 52% (Danmörk),
49% (Noregur), 48% (Svíþjóð) og
52% (Finnland).
Auk þess liggja hér fyrir stór-
felld, samansöfnuð og kostn-
aðarsöm verkefni á sviðum sam-
göngumála, menntamála og
heilbrigðismála.
Er hægt að flokka framan-
greinda stefnumörkun formanns
Sjálfstæðisflokksins undir góða
dómgreind og heilbrigða skynsemi?
Svari hver fyrir sig, ekki sízt
sjálfstæðismenn.
Hvað varð um Sjálfstæðisflokkinn okkar?
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Það skyldi þó ekki
vera að raunfylgi
Sjálfstæðisflokksins sé
komið í 15% og að aðrir
stuðningsmenn kjósi
flokkinn af gamalli
tryggð og gömlum
vana?
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.