Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 ✝ Helgi Hrafn-kelsson fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1952. Hann lést á líknardeild Landspítalans 17. apríl 2018. Foreldar hans voru Hrafnkell Helgason, látinn 19. október 2010, og Helga Lovísa Kemp, látin 8. mars 1990. Systur hans eru Stella Stefanía og Hrefna Lovísa. Eiginkona Helga er Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, f. 21. desember 1952. Þau eiga þrjú börn, Jóhannes Unnar, maki Drífa Stefánsdóttir, Hrafnkell, maki Elísa Ösp Ingadóttir, og Helga Lovísa, maki Þröstur Már Sveinsson. Barnabörnin eru níu. Helgi fluttist með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar árið 1958 og bjó þar í tíu ár með við- komu á Akureyri, 1964. Eftir heim- komuna 1968 flutti fjölskyldan á Vífils- staði. Helgi útskrif- aðist sem gagn- fræðingur frá Núpi í Dýrafirði árið 1970. Hann lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum 1974. Hann var stýrimaður og skipstjóri á tog- urum Bæjarútgerðar Reykja- víkur, síðar Granda, í Vest- mannaeyjum en lengst af hjá Ögurvík. Helgi hætti til sjós 1997 og vann upp frá því hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Útför Helga fer fram frá Seljakirkju í dag, 3. maí 2018, klukkan 13. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessi orð eru búin að fljúga í gengum huga minn síðustu daga. Helgi bróðir minn hefur alltaf verið en svo er hann ekki lengur. Hann er farinn. Hann var fjórum árum eldri og það veit sá sem allt veit að við vorum langt frá því að vera sér- stakir vinir sem börn og ungling- ar. Hann stríddi mér mikið og fékk mig til að trúa alls konar vitleysu. Ég meira að segja trúði því fram á fullorðinsár að Ringo væri lélegur trommuleikari af því að hann sagði það. Æskuárin okkar bjuggum við í Svíþjóð, þar sem pabbi var við nám. Í þá daga var ekki hringt á milli landa nema einhver hefði dáið, hvað þá að það væri verið að þvælast á milli. Við vorum því ekki neitt sérstaklega sleip í ís- lenskunni þegar við fluttum heim, Helgi 16 ára og ég 12. En við þurftum að halda áfram að rífast og þar sem íslenskan þraut gripum við til sænskunnar. Við kunnum ekki nóg af íslenskum skammaryrðum. Kannski varð þetta til þess að við hættum að rífast og urðum vinir upp frá því. Vinahópurinn varð sá sami og við tók skemmtitímabilið og djammið. Á þeim árum var farið á Röðul eða Þórskaffi og Klúbb- urinn kom svo seinna. Á þessum árum kynntist hann Önnu Stínu og þar með var hann genginn út. Öllum kom saman um að hann hefði ekki getað verið heppnari. Anna Stína var nefnilega fljót að læra á hann, vissi hvernig átti að gleðja hann og hvenær mætti skamma hann. Hann bróðir minn var ekki alltaf auðveldur. Helgi var ekki maður margra orða en hann hugsaði sitt. Hann las mikið, hafði límheila og þekkti landið betur en flestir. Hann hélt mikið upp á Rolling Stones og fór á ótal tónleika með þeim. Hann gat með sanni sagt að hann hefði horfst í augu við Mick Jagger. Helgi var mikill stuðbolti og dansari þegar sá gállinn var á honum. Það var gaman að vera nálægt þeim Önnu Stínu. Helgi mátti ekki af Önnu sjá og oft heyrðist kallað Annsíká og alltaf var svarað. Þegar fór að líða á kvöldið heyrðist stundum sungið „When I was a little pretty baby“. Þá var kominn tími til að fara heim. Helgi var mjög einbeittur þegar hann tók einhverja ákvörðun. Hann stefndi að viss- um markmiðum og náði þeim með elju og dugnaði og ekki síð- ur hvatningu frá Önnu Stínu. Það var eftirtektarvert þegar hann tók til við að létta sig. Hann fór að mæta daglega í ræktina og því hélt hann áfram nánast þar til yfir lauk. Það er bara svo óendanlega ósanngjarnt og sárt að hann bróðir minn hafi þurft að lúta í lægra haldi fyrir krabbameini á svona stuttum tíma. Það átti ekki að fara svona, ekki strax. Elsku Anna Stína. Það gefur á bátinn þessa dagana. Missir þinn er mikill. Þú hefur sýnt svo mikla fórnfýsi og þrautseigju. Alltaf haft velferð bróður míns að leiðarljósi. Fyrir það langar mig að þakka. Jói, Hrafnkell og Helga Lovísa, hún mamma ykk- ar er heppin að eiga ykkur að. Elsku Helgi, mikið á ég eftir að sakna þín. Stella. Helgi bróðir minn var 12 ára gamall þegar ég fæddist. Hann tjáði sig aldrei um það svo ég muni hvernig honum hefði fund- ist að eignast aðra systur. Hann var mér alltaf alveg yndislega góður og lét allt eftir mér. Þegar Helgi fór á sjó og í sigl- ingar beið ég spennt eftir að hann kæmi aftur í land. Þvílíkar gjafir sem hann færði mér. Ég var mjög afbrýðisöm þegar Helgi kynntist Önnu Stínu og hann flutti að heiman og stofnaði heimili með henni og Jóa. Það var auðvitað algjör óþarfi hann hélt áfram að vera stóri, góði brósi minn. Síðan bættust Hrafnkell og Helga Lovísa við og ég fyrirgaf honum alveg. Við Helgi vorum ekki í stöð- ugu sambandi enda aldursmun- urinn mikill en hann var samt einhvern veginn alltaf til staðar. Hann reyndist mér ómetanlega þegar ég veiktist með tvö lítil börn, eiginmann í útlöndum og lá á sjúkrahúsi. Hann heimsótti mig á hverjum degi og hjálpaði mér með börnin þegar ég út- skrifaðist. Því mun ég aldrei gleyma. Helgi var eldklár, vel lesinn og ofboðslega góður maður. Hann var lánsamur að hitta hana Önnu Stínu sína og fór ekki leynt með hvað hann bar mikla virðingu fyrir henni. Anna mín, takk fyrir að vera Helga svona góð. Hvíl í friði, elsku brósi minn. Hrefna Lovísa. Þegar ég flutti aftur til Reykjavíkur var ég svo heppin að fara í Lionsklúbbinn Fold. Þar kynntist ég Önnu Stínu og urðum við strax vinkonur. Hún bjó í Fífuselinu með þrjú börn sín en kallinn var á sjónum, þar varð ég fljótt heimilisvinur. Helgi hætti á sjónum og þá kynntist ég þessum stóra, stæði- lega og stolta manni. Hann var fljótur að sætta sig við nýja heimilisköttinn og okkur varð vel til vina. Helgi var mjög fróður og víð- lesinn maður, hann kunni Íslend- ingasögurnar næstum utan að. Hann hafði sterkar skoðanir og stóð fastur á sínu, ekkert mikið fyrir að skipta um skoðun en ljúfur sem lamb inn við beinið. Þau voru ófá kvöldin sem við Helgi sátum við eldhúsborðið í Fífuselinu og ræddum heims- málin og það sem var efst á baugi. Vinkona stóð við eldavél- ina og eldaði handa okkur einn af sínum gómsætu réttum og hafði gaman af þegar við vorum að hneykslast út af einhverju og sagði þá „það sem þið nennið að láta svona lagað fara í taugarnar á ykkur“. Helgi var mjög músíkalskur og það var hin mesta þrekraun að fara með honum á dansleiki. Við þurftum helst að vera 3-4 konur sem skiptumst á að dansa við hann því Helgi dansaði með- an hljómsveitin spilaði. Þegar við vorum sprungnar fór hann að næstu konu, bauð henni upp eins og sannur herramaður og hélt áfram að dansa. Okkur hinum fannst hann ekki alltaf velja vel en þá sagði vinkona „Ó, hann Helgi minn er svo vel upp alinn, þegar hann var í dansskóla sagði mamma hans honum að bjóða líka upp þeim sem ekki voru fal- legastar“. Við fórum í margar skemmti- ferðir saman, Þjóðhátíð í Eyjum, nokkrum sinnum á þorrablót Norðlendingafélagsins í Vest- mannaeyjum í útilegur í fellihýsi þeirra hjóna, norður á Melrakka- sléttu, til útlanda og fleiri ferðir. Það var alltaf jafn gaman hjá okkur þremur, stundum gengum við vinkonur alveg fram af hon- um í vitleysunni. Helgi kallaði mig Möggu Jóns. Ég var að fara í Þjórsárdal, var búin að keyra lengi en fattaði að eitthvað var að. Þá hringdi ég í Helga og sagðist vera hjá Þjórsá. „Mikill bölvaður hálfviti ertu, Margrét Jónsdóttir, þú ert komin of langt,“ þá vissi ég að fé- laga ofbauð hvað ég var vitlaus, en hann lóðsaði mig á réttan stað. Stærsti lottóvinningur Helga í lífinu var þegar hann kynntist Önnsu sinni, það vildi hann nú ekki alltaf viðurkenna þegar ég benti honum á það í tíma og ótíma en gaf sig svo að lokum og viðurkenndi heppni sína. Vin- kona er búin að vera stoð hans út í eitt í þessi tvö ár sem hann átti í veikindum, gekk í öll mál hvort sem það var gagnvart læknum, kerfinu eða að halda honum við efnið, því þessi stolti maður var ekki ánægður með að geta ekki unnið og þurfa að vera heima, ég veit að hann kunni að meta um- hyggju hennar. Vinkona mín er svo heppin að eiga stóra, yndislega og sam- henta fjölskyldu sem ég veit að mun halda vel utan um hana og hennar fólk. Elsku Anna Stína, Jói, Hrafn- kell, Helga Lovísa og fjölskyld- ur, mínar innilegustu samúðar- kveðjur og megi allar góðar vættir vera með ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, kæri vinur. Margrét Jónsdóttir. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Helga Thorarensen á Hellu- vaði er látin tæplega 92 ára. Eig- inmaður Helgu var Grímur Thorarensen, hann lést 1980. Ung að árum flutti Helga af heimaslóðum í Reykjavík hingað á Rangárvellina, að Geldingalæk þar sem hún gerðist ráðskona á stórbúi. Grímur var ráðsmaður þar og stýrði búinu fyrir föður- bróður sinn Skúla Thorarensen. Þaðan fluttu þau að Hellu, þar sem þau byggðu sér hús eins og frumbyggjar þess tíma. Þau eignuðust fjögur börn sem öll eru góðir og nýtir borgarar. Þegar Grímur lést áttu þau hús í byggingu á Helluvaði. Þangað flutti Helga og hefur átt þar heimili síðan. Helga vann í bókabúð Kaup- félagsins Þórs fyrir jólin, þau ár sem hún var rekin, hjá Pósti og síma og síðast við mötuneytis- störf hjá virkjunum inni á fjöllum. Kvenfélag Oddakirkju var stofnað 1963. Helga var stofn- félagi þar og fyrsti gjaldkeri fé- lagsins. Eru henni þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. Helga var glæsileg kona og hafði einstaklega góða nærveru. Vil ég þakka Helgu góð kynni. Samúðarkveðjur til allra að- standenda. Um undra-geim, í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðarglaum; á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal) Hvíl þú í friði. Guðríður Bjarnadóttir. Helgi Hrafnkelsson Margar hlýjar og góðar minningar hlaðast upp um leið og maður hugsar um elsku Ollu ömmu, eins og við barnabörnin og barnabarnabörnin kölluðum hana. Að koma í heimsókn til hennar og Jóa afa þegar við vorum yngri var alltaf gaman. Þar var mikið líf og fjör, enda barnabörnin mörg og nóg var um leikfélaga. Alltaf var tekið vel á móti okkur opnum, hlýjum örmum. Það var dekrað við okkur og gleðin var alltaf við völd. Jói afi heitinn var duglegur að spila við okkur og gera alls konar spilagaldra sem við börnin vorum alltaf jafn hissa á hvernig hann færi að. Hann var þögull sem gröfin og hafði gaman að því að þegja yfir sniðuga bragðinu. Amma passaði upp á að allir fengju nóg að borða. Olla var góð- hjörtuð kona sem kenndi okkur að vera þakklát fyrir allt það Ólöf Þóranna Hannesdóttir ✝ Ólöf ÞórannaHannesdóttir fæddist 25. mars 1932. Hún lést 18. apríl 2018. Útför Ólafar fór fram 30. apríl 2018. góða sem við eigum. Hún tók alltaf á móti okkur með sínu fallega smitandi brosi sem yljaði manni um hjarta- rætur. Ollu verður sárt saknað en góð- ar minningar sitja eftir. Við þökkum fyrir allt það góða sem hún gaf okkur og kenndi. Gef mér gleði í hjarta, gef mér gleði í lífi, gefi að ég verði öðrum til gleði og Guð og góðir englar gleðjist yfir mér. Sofi augu mín, vaki hjarta mitt, horfi ég til Guðs míns. Signdu mig sofandi, varðveittu mig vakandi, lát mig í þínum friði sofa og í eilífu ljósi vaka. Amen. Hvíl í friði, elsku amma. Hönnu- og Hannesarbörn, Ólöf, Guðmundur, Sigurbjörg, Pétur, Þórey, Sigríður Ósk og Sunneva Ósk, makar og börn þeirra. Nú hefur elsku amma kvatt þessa jarðvist og eftir situr söknuður en einnig þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga hana að. Amma var skemmtileg kona og virtist hafa gaman af því að hafa fólk í kringum sig. Hún gat verið stuðbolti og naut þess að syngja, dansa og sprella. Hún var líka gestrisin og það var sérstaklega gaman að fara í heimsókn til þeirra afa, ekki síst í sumarparadísina Réttareyri í Hestfirði. Þaðan á fjölskyldan margar góðar minn- ingar og þar veit ég að við eig- um áfram eftir að búa til marg- ar góðar minningar með afa. Einhvern veginn finnst mér eins og sólarstundirnar þar hafi verið ótrúlega margar, svona miðað við þá fjölbreytni sem ís- lensk veðrátta býður upp á. Líklega býr guð í Djúpinu eins og Fjóla systir hennar ömmu sagði. Þegar ég minnist ömmu kemur fljótt upp í hugann minning frá sumarheimsókn í Hestfjörðinn þegar dóttir mín og nafna hennar var enn á leik- skólaaldri. Amma dekraði við stelpuna þar sem þær áttu góð- an tíma saman í leik sem snér- ist um það að hlaupa saman upp á pall, upp fyrir svefnhús- ið, út um hliðið þar á bak við og niður í fjöru. Þar settust þær saman í bát- inn hans afa og reru og sungu. Svo var stokkið aftur af stað, María Ólafsdóttir ✝ María Ólafs-dóttir fæddist 16. janúar 1932. Hún lést 4. apríl 2018. Útför Maríu fór fram 14. apríl 2018. hlaupið inn í rétt, upp á pall, út um hliðið við svefnhús- ið og aftur í bátinn þar sem var róið og sungið. Þannig fékk rútínan að ganga í nokkurn tíma, mikið hlegið og ég gat ekki ann- að séð en að báðar Maríurnar væru að njóta samverunnar og gleðinnar saman. Sem áhorf- andi dáðist ég að úthaldinu í ömmu minni og frá þessum at- burði á ég ljósmyndir sem hjálpa til við að halda minning- unni ljóslifandi. Amma bjó yfir góðri líkam- legri hreysti, mér fannst magn- að hvað hún hafði gott þol og lipur var hún líka. Komin yfir áttrætt lét hún sig t.d. ekki muna um að vippa fæti upp á borð í þvottahúsinu heima hjá mér þegar hún var að reima skóna og þurfti ekki að beygja fótinn þegar hún teygði sig fram til að reima. Og henni þótti líka gott að spretta úr spori. En svo kom að því að sjúkdómurinn tók völdin og hratt seinasta árið, þá varð amma unglingur allt í einu gömul kona, komin vel á ní- ræðisaldur. En minningin um ömmu ungling, hressa og spræka, lifir áfram og þannig kem ég til með að minnast hennar um ókomna tíð. Oft faðmaði amma afkom- endur sína með orðunum „him- neskur ástarengill ömmu sinnar“. Það er vel við hæfi að enda þessi skrif á orðum til hennar: Himneskur ástarengillinn amma mín, guð blessi þig og takk fyrir allt. Steinunn Matthíasdóttir. Þegar maður eldist reikar hug- urinn oft til liðna tímans. Þegar ég var um fermingu dvaldist ég part úr vetri á Gunnsteinsstöðum hjá Haf- steini bónda og oddvita. Pétur sonur hans var að mestu tekinn við búskapnum, og var að byggja nýbýlið Hólabæ. Ég var honum til aðstoðar við skepnu- hirðingu. Þá voru að vaxa úr grasi yngri börn Hafsteins, dæturnar þrjár og sonur. Ég minnist sérstaklega yndislegrar smástelpu, hennar Erlu sem við erum nú að kveðja. Hún var þá um 10 ára aldur og var oft að hjálpa pabba sínum á kvöldin við alls konar reikninga og skjöl viðvíkjandi sveitarmálefn- um. Seinna meir átti hún eftir að vera í forsvari sinnar sveitar um árabil. Ung að árum giftist Erla Friðrik bónda á Gili, og þar átti hún eftir að verða hús- freyja í tæp sextíu ár. Á fyrstu árum þeirra 1963 urðu þau fyr- ir því að bærinn á Gili brann til grunna. Þetta hefur örugglega verið erfiður tími fyrir ungu húsfreyjuna, en hún bar það með æðruleysi sem einkenndi hana alla tíð. Uppbygging nýs íbúðarhúss gekk afar vel, ungu hjónin gátu flutt inn í það 1964. Erla Hafsteinsdóttir ✝ Erla Hafsteins-dóttir fæddist 25. febrúar 1939. Hún lést 8. apríl 2018. Útför Erlu fór fram 14. apríl 2018. Nú tóku við anna- söm ár við barna- uppeldi og búskap. Erla var mikið náttúrubarn og mikill dýravinur. Friggi maður hennar fjármaður af guðsnáð, en Erla hélt meira upp á hrossin. Hún var skarpgreind og sérlega glögg í öllu reikningshaldi. Gestagangur var mikill á Gili og öllum tekið af alúð og hlýju. Oft voru líf- legar umræður við kaffiborðið, sem hún tók virkan þátt í. Erla tók þá oft málstað þeirra sem minna máttu sín, enda hafði hún ríka réttlætiskennd. Ég vil þakka Erlu fyrir allt okkar samstarf sem aldrei bar neinn skugga á. Vinátta og traust verður seint ofmetið. Erla varð oddviti Bólstaðar- hlíðarhrepps er framkvæmdir hófust við virkjun Blöndu. Þá höfðu deilur risið hátt bæði inn- ansveitar og utan. Erla gerði sitt til að jafna þessar deilur. Erla var mikil fjölskyldumann- eskja og allir afkomendur hennar áttu þar víst skjól. Sig- þrúður dóttir hannar var henn- ar besta stoð og stytta þar til yfir lauk. Erla var lögð til hinstu hvíld- ar í fjölskyldugrafreitnum á Gunnsteinsstöðum. Þetta var fagur dagur og vor í lofti. Blessuð sé minning Erlu á Gili. Börnum Erlu og afkomend- um votta ég djúpa samúð. Sigurjón Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.