Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 3. M A Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 103. tölublað 106. árgangur
Í SÍFELLDRI
LEIT AÐ
SJÓNARHORNI
LÍFIÐ LÆTUR
EKKERT
STÖÐVA SIG
SJÁLF-
SIGLANDI
LEIGUBÁTAR
VERK ÞURÍÐAR 12 VIÐSKIPTAMOGGINNNÝ LJÓSMYNDABÓK 80
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Nú er ljóst að kostnaður við uppbyggingu nýrrar
hótelbyggingar við hlið Hörpu í Austurhöfn mun
fara milljarða fram úr þeim áætlunum sem lágu til
grundvallar þegar ákveðið var að ráðast í verk-
efnið. Ekki er útilokað að framkvæmdakostnaður
við bygginguna muni slaga í 20 milljarða króna.
Í hótelbyggingunni mun Marriott Edition
hótelkeðjan reka 250 herbergja, fimm stjörnu
hótel.
Árið 2016 greindi Morgunblaðið frá því að
kostnaður við bygginguna yrði 130 milljónir
bandaríkjadala eða jafnvirði 16 milljarða króna,
miðað við gengi gjaldmiðlanna á þeim tíma. Krón-
an hefur styrkst verulega frá þeim tíma. Mun sú
gengisstyrking einnig hafa haft áhrif á áætlana-
gerðina og fjármögnun verkefnisins enda ljóst að
stór hluti hennar mun koma frá fyrirtækjum vest-
anhafs.
Aðstandandi verkefnisins, Cambridge Plaza
Hotel Company ehf., hefur ekki viljað tjá sig um
þá stöðu sem upp er komin, né heldur Arion banki
sem er aðallánveitandi til verkefnisins. Hinn mikli
kostnaður sem nú virðist munu falla til við verk-
efnið, og ekki var fyrirséður, veldur talsverðum
vandræðum og munu forsvarsmenn verkefnisins
nú vinna að því að tryggja aukið fjármagn til þess.
Lítill áhugi mun vera fyrir því hjá hinum erlendu
fjárfestum að leggja aukna fjármuni til verkefn-
isins, umfram það sem lagt var upp með á sínum
tíma og þá er verkefnið farið að vega óþægilega
þungt í lánabókum Arion banka sem mun ekki
vera spenntur fyrir því að auka enn á áhættu sína
af verkefninu. »ViðskiptaMogginn
Hótelið sífellt dýrara
Kostnaður við byggingu nýs hótels við hlið Hörpu hefur hækkað gríðarlega
Stefnir í að framkvæmdin fari að minnsta kosti fjóra milljarða fram úr áætlunum
Útivistarfólk sækir í fjöll og firnindi allan ársins hring, ekki
síst í góðu veðri á vorin þegar dag er farið að lengja. Alltaf er
þó þörf á að fara að öllu með gát og löngu ljóst að maðurinn
má sín lítils gegn náttúruöflunum. Félagar sem lögðu leið sína
á Höfðabrekkuafrétt í fyrradag gengu fram á allstórt snjó-
flóð, sem fallið hafði úr Rjúpnagilsbrún upp undir Mýrdals-
jökli, og áætla þeir að flóðið hafi verið um 100 metrar á
breidd.
Fleiri spýjur voru á þessum slóðum og ekki annað að gera
en að breyta upphaflegri ferðaáætlun. Af Rjúpnagilsbrún er
mikið útsýni yfir Rjúpnafell, Kötluskriðjökul, Huldufjöll og
undirlendi Suðausturlands.
Morgunblaðið/RAX
Aðgát skal höfð í ferðum á fjöll og jökla
„Samgöngumálin
brenna á öllum
Vestlendingum,“
segir Páll S.
Brynjarsson,
framkvæmda-
stjóri Samtaka
sveitarfélaga á
Vesturlandi, í
samtali við Morg-
unblaðið um þau
mál sem íbúar á Vesturlandi setja á
oddinn í aðdraganda sveitarstjórn-
arkosninga. Vísar Páll þar bæði til
framkvæmda á forræði ríkisins sem
og viðhaldsframkvæmda í einstaka
sveitarfélögum. Eins er mjög horft
til framtíðarskipulags öldrunar-
þjónustu. »34
Samgöngur og við-
hald í brennidepli
Páll S. Brynjarsson
MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR
SÆNGUR-
FATNAÐUR
SÆNGUROG
KODDAR
HEILSURÚM
ALLARSTÆRÐIR
FUSSENEGGER
Kristín Gísladóttir
sjúkraþjálfari aðstoðar
við val á rúmdýnum.
Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504