Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 89

Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 ICQC 2018-20 Straumflugur í vorveiðina frá Atlantic Flies Mörkinni 6 - Sími 568 7090 - veidivon@veidivon.is - veidivon.is You Were Never ReallyHere er nýjasta myndskoska leikstjórans LynneRamsey. Hún hefur leik- stýrt nokkrum myndum en hefur helst vakið athygli fyrir myndina We Need to Talk About Kevin sem kom út 2011. You Were Never Really Here hefur fengið góðar viðtökur og hún hlaut verðlaun fyrir besta hand- rit á kvikmyndahátíðinni í Cannes og Joaquin Phoenix fékk verðlaun fyrir bestan leik á sömu hátíð. Líkt og We Need to Talk About Kevin er þessi mynd byggð á bók. Sagan segir frá Joe, leiknum af Joaquin Phoenix, sem er lífsleiður leigumorðingi. Reyndar er leigu- morðingi kannski ekki rétta orðið; hann er einhvers konar málaliði, fólk getur ráðið hann til þess að leysa ýmis verkefni erfið verkefni sem krefjast þess oft að Joe fremji slatta af morðum. Dag einn hefur þingmaður sem er í framboði samband við Joe. Dóttur hans hefur verið rænt og henni er haldið fanginni af viðurstyggilegum mönnum sem selja barnungar stúlk- ur í vændi. Málið er afar viðkvæmt, þingmaðurinn vill ekki að þetta komi niður á kosningabaráttunni og leitar því fremur til Joes en lögreglunnar. Hann biður Joe að sýna ræningj- unum enga miskunn og Joe heldur af stað í leit að stúlkunni, vopnaður hamri og límbandi. Verkefnið reyn- ist hins vegar töluvert flóknara en á horfðist í fyrstu og Joe kemst heldur betur í hann krappan. Joe er flókin persóna. Hann er harðsvíraður glæpamaður en hefur samt sínar mjúku hliðar. Þótt hann sé í raun og veru hrotti getur áhorf- andinn samsamað sig honum af því að hann er eins konar Hrói höttur; hann drepur bara vonda karla til að bjarga þeim saklausu. Hann er líka mjög umhyggjusamur sonur, móðir hans er orðin gömul og þarfnast mikillar aðstoðar og Joe er til staðar fyrir hana. Lífsstíll Joes er engu að síður að ganga af honum dauðum. Hann ger- ir endurtekið tilraunir til að svipta sig lífi og hann er plagaður af ofbeld- isfullum minningum og ofsjónum. Í gegnum brotakennd endurlit sjáum við að hann átti ofbeldisfullan föður, hann hefur verið í stríði og hann hef- ur auðvitað orðið vitni að alls konar viðbjóði á sínum vafasama starfs- ferli. Hann hefur því skiljanlega ótal djöfla að draga og er smátt og smátt að sökkva í fen geðveikinnar. Upphafssenurnar eru mjög slá- andi; Joe vafrar um skuggaleg húsa- sund og undir hljómar virkilega flott djassskotin tónlist. Það er óljóst hvað um er að vera og áhorfandi þarf að sýna þolinmæði, því það tek- ur drjúga stund að kynnast heim- inum almennilega. Þetta er viljandi gert; allt í myndinni er svolítið óljóst og það er mikið rými til að geta í eyðurnar og túlka hlutina eftir sínu höfði. Gagnrýnandi The Times sagði í umfjöllun sinni um You Were Never Really Here að hún væri „Taxi Driv- er 21. aldarinnar“ og vísar þar að sjálfsögðu til stórvirkis Martins Scorseses frá 1976. Það hefur mikið verið gert úr þessari tilvitnun og hana má finna í öllu kynningarefni fyrir myndina eins og stiklum, plak- ötum og þess háttar. Þetta er að sjálfsögðu sölubrella sem ber ábyggilega árangur, en þetta er samt nokkuð áhættusamt af því að spurningin er út á hvað þú vilt selja miða; viltu að fólk komi á myndina af því að það langar að sjá nýja og spennandi mynd eða viltu að það komi til að sjá „nýja“ Taxi Driver? Þeir sem koma á myndina undir því yfirskini að þeir séu að fara að sjá nýja Taxi Driver verða líkast til fyrir vonbrigðum, þar sem hún er marg- falt betri mynd, sem átti töluvert meira erindi við sinn samtíma en þessi á við sinn. Málið er hins vegar að það skiptir í raun og veru engu máli hvort myndin er betri eða verri en Taxi Driver; þetta er bara sjálf- stætt verk, en af því það er búið að skilyrða fólk til að lesa myndina á þennan hátt er ekki annað hægt en að mynda sér skoðun á þessu. Það var í það minnsta auðheyrt að þetta mál var efst á baugi í samræðum bíógesta að mynd lokinni. Myndin á það vissulega sameigin- legt með Taxi Driver að það er opið til túlkunar hvort það sem á sér stað sé að gerast í raun og veru eða hvort það sé hugarburður aðalpersón- unnar. Við vitum að Joe er tæpur á geði, hann sér ofsjónir, og því er ekki alltaf gott að segja hvað er raunverulegt og hvað ekki. Plottið er líka þess eðlis; það er svo fráleitt að það gæti allt eins verið samsæris- kenning ofsóknarbrjálæðings og ég kýs að lesa það þannig. Það er lítið talað í myndinni og frekar leitast við að miðla sögunni og geðveiki Joes með myndrænum hætti. Þetta er snjöll hugmynd, að leyfa áhorfand- anum að sjá sömu ofsjónir og Joe, en leysist upp í ofhleðslu af klénum og ódýrum upplýsingum um hvaða ástæður ligga að baki geðveiki hans. Þetta er ekki nógu skemmtilega af hendi leyst og maður hefur séð sömu tækni nýtta með betri árangri. Phoenix sýnir stórgóðan leik og er vel að öllum sínum verðlaunum kom- inn. Ýmislegt er vel gert og myndin innheldur vissulega kraftmiklar sen- ur. Heildarmyndin gengur hins veg- ar ekki upp; myndin flakkar á milli þess að vera spennumynd og list- rænt karakterportrett en þessar áherslur vinna ekki nógu vel saman þannig að í stað þess að vera hvort tveggja endar hún á að vera hvor- ugt. Bíó Paradís You Were Never Really Here bbnnn Leikstjórn og handrit: Lynne Ramsay. Kvikmyndataka: Thomas Townend. Klipping: Joe Bini. Aðalhlutverk: Joaq- uin Phoenix, Judith Roberts, Ekaterina Samsonov, Frank Pando, John Doman. 89 mín. Bandaríkin, 2017. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Linur leigumorðingi Verðlaunaleikari „Phoenix sýnir stórgóðan leik og er vel að öllum sínum verðlaunum kominn. Ýmislegt er vel gert og myndin inniheldur vissulega kraftmiklar senur. Heildarmyndin gengur hins vegar ekki upp,“ segir í gagnrýni. Skráning hófst í fyrradag í lista- smiðjur listahátíðarinnar LungA sem haldin verður á Seyðisfirði 15.- 22. júlí en meðal þeirra sem stýra munu smiðju er vídeólistamaðurinn Andrew Thomas Huang sem gert hefur myndbönd fyrir tónlistar- stjörnur á borð við Thom Yorke og Björk og hljómsveitina Sigur Rós. Huang stýrir vikulangri smiðju sem ber heitið Puppetry & Digital Video. Huang hefur verið einn helsti samstarfsmaður Bjarkar síðustu ár, leikstýrt nokkrum myndböndum fyrir hana og átt stóran þátt í þeim undraveröldum sem þar hafa verið skapaðar, eins og fram kemur í til- kynningu. Tónlistarkonan Sóley verður einnig með námskeið í sam- starfi við leikstjórann Dominque Gyðu og nefnist sú smiðja Enter the Dream. Þá mun listakonan Sam- antha Shay einnig stýra smiðju auk þess að setja upp stóra sýningu með sviðslistahópi sínum. LungA, listahátíð unga fólksins, samanstendur af listasmiðjum, fyrirlestrum og sýningum og endar með tveggja daga tónleikum og að þessu sinni koma m.a. fram Princess Nokia, Páll Óskar, Sykur, Soleima og Svala Björgvins. Eftirsóttur Stilla úr vídeói eftir kínversk-bandaríska vídeólistamanninn Andrew Thomas Huang, einn helsta samstarfsmann Bjarkar hin síðustu ár. Andrew Thomas Huang stýrir listasmiðju á LungA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.