Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 12
Litríkt Verk Láru eru kraftmikil.
Lára Lilja Gunnarsdóttir opnar sýn-
ingu kl. 19 í dag, fimmtudag, í Gallerí
Parti, Laugavegi 23. Sýningin er hluti
af List án landamæra, en Lára Lilja er
afkastamikill listamaður sem vinnur
þvert á miðla. Hún málar, teiknar og
býr til skúlptúra úr ull, tré og plasti. Á
þessari fyrstu einkasýningu sinni
sýnir Lára Lilja átta málverk. Verk
hennar einkennast af djörfu og
óvæntu litavali.
Endilega …
… kíkið á verk-
in hennar Láru
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég er mjög heilluð afgróðri jarðar, ekki síst há-lendisgróðri. Það hefurfylgt mér frá því ég var
krakki, ég þurfti alltaf að vita hvað öll
blómin hétu. Ég hef fyrir vikið verið
mikið að rýna ofan í svörðinn, en ég
geng mikið og í námunda við mig í
Garðabænum þar sem ég bý, eru Búr-
fellshraunin. Ég er hrifin af þessum
andstæðum, hörku hraunsins og mýkt
mosa og gróðurs,“ segir Þuríður Sig-
urðardóttir listakona sem í dag opnar
sýningu sína Fyrirmyndir í SÍM.
„Mér finnst líka heillandi við-
fangsefni þegar líf kviknar við óeðli-
legar aðstæður, til dæmis þessi sóley
sem er á floti,“ segir Þura og bendir á
stórt blátt verk, með stakri sóley úti í
vatni. „Þetta er brennisóley sem á
ekkert að geta lifað úti í vatni, en
henni tókst það samt. Gróður sem
kviknar í hraunsprungu finnst mér
magnaður, það segir svo mikið um
viljann til að lifa. Lífið lætur ekkert
stoppa sig.“
Fólk hlær að mér með nef ofan
í svörðinn og rass upp í loft
Þura veit fátt betra en leggjast
niður á lyngþúfu og draga að sér ang-
an jarðar, og gerir mikið af því þegar
hún gengur ein. „En þegar ég fer í
hestaferðalög með öðru fólki þá nýti
ég áningarnar oft til að athuga með
gróðurinn uppi á heiðunum. Fólk
hlær að mér þegar ég er komin með
nefið ofan í svörðinn og rassinn upp í
loft, á meðan aðrir nýta tímann í ann-
að. En þegar grannt er að gáð kemur
margt í ljós, stundum eru þetta agn-
arsmá blóm, tveir millimetrar í þver-
mál, til dæmis bláa dýragrasið,“ segir
Þura sem stækkar slík blóm upp í
verkum sínum, og dregur þannig
augu áhorfenda að hinu smáa.
„Smjörgrasið elska ég, en það felur
sig yfirleitt, rennur saman við annan
gróður í kring. Blóm engjarósar er
óskaplega fallegt þótt lítið sé og sama
er að segja um sauðamerginn. Þetta
eru allt mikil uppáhaldsblóm hjá
mér.“
En finnst hestakonunni og gróð-
urdýrkandanum Þuru ekki erfitt að
hugsa um blómin smáu sem hestarnir
traðka niður þegar hún ríður um land-
ið í hestaferðum? „Ég er alveg með-
vituð um að það er ekki hægt að kom-
ast hjá því að traðka eitthvað niður, ég
reyni eins og ég get að ríða sporaslóð.
En ég er ekki fasisti, við verðum að fá
að njóta, en auðvitað reyni ég að velja
reiðleiðir út frá því að skemma sem
minnst. Ég fæ hland fyrir hjartað ef
hestur tekur sig út úr rekstri og fer
inn á svæði sem maður veit að er við-
kvæmt.“
Fegurð hins smáa er dýrmæt-
ari en allt sem hægt er að kaupa
Þura segist gera vel við sig með
því að fara í göngutúr út í hraun. „Mér
finnst svo mikið ríkidæmi að eiga kost
á því. Og það kostar ekki neitt. Það er
útbreiddur misskilningur að það þurfi
að kosta mikið að gera vel við sig. Ég
sækist eftir því að geta miðlað þessari
tilfinningu í verkum mínum, hversu
gott og dásamlegt það er að horfa á líf
kvikna úti í náttúrunni og horfa á alla
litina í hrauninu. Ég hlakka alltaf til
að komast á vinnustofuna og færa
þetta yfir í málverk. Þetta er mín leið
til að koma á framfæri fegurðinni sem
margir missa af, fegurð sem er miklu
dýrmætari en allt það sem hægt er að
kaupa fyrir peninga,“ segir Þura og
bætir við að hún vilji ekki keppa við
náttúruna, ekkert jafnist á við hana.
„Verkin á þessari sýningu eru flest frá
því síðsumars eða að hausti, og þess
vegna finnst mér gaman að sýna þau
núna á vori. Þessi verk eru byggð á
hinu sjónræna, og þau eru í raun
ákveðið framhald á seríu sem ég vann
að áður og hét Starir og sýndi árið
2007, en þá var ég mjög upptekin af
því af því hversu dýrmætar mýrarnar
eru í náttúrunni og hafði áhyggjur af
því hvernig þeim hafði nánast verið
útrýmt hægt og hljótt. Þetta er um-
ræða sem er fyrirferðarmikil í dag.“
Þura segist mála mest yfir vet-
urinn og þá heldur hún líka námskeið
í málun á vinnustofu sinni. „Ég mála
miklu minna á sumrin, samt alltaf
eitthvað, til dæmis á rigningardögum.
En þegar sólin skín og veðrið er gott
nota ég tímann í annað en að mála.
Það er engin leið að láta yndislega ís-
lenska sumarið framhjá sér fara með
því að loka sig inni á vinnustofu.“
Lífið lætur
ekkert
stoppa sig
„Það segir svo mikið um viljann til að lifa þegar gróð-
ur kviknar í hraunsprungu,“ segir Þuríður Sigurðar-
dóttir sem er heilluð af því smáa sem leynist í sverð-
inum. Þura opnar sýningu í dag á verkum sínum.
Morgunblaðið/Hari
Þura Á vinnustofunni þar sem hún heldur einnig námskeið fyrir fólk í málun. Þessi verk verða á sýningunni.
Sortulyng Í hraunsprungu eftir vetur, sígrænt en einhver blöð gefast upp.
Andstæður Þura er hrifin af andstæðunum hörku hrauns og mýkt mosa.
Sýning Þuru, Fyrirmyndir, verð-
ur opnuð í dag, fimmtudaginn 3.
maí, í SÍM, sýningarsal, Hafn-
arstræti 16, kl. 17. Sýningin verður
opin á skrifstofutíma SÍM, ekki um
helgar.
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Síðbuxur, kvartbuxur, ökklabuxur og leggings
Str.
38-58