Morgunblaðið - 03.05.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018
Bled vatn&Rósahöfnin
sp
ör
eh
f.
Haust 8
Náttúran í kringum Bled vatn er með sanni hrífandi fögur
og lætur engan ósnortinn. Í ferðinni siglum við á Bled
vatni út í eyjuna Blejski otok, förum til Portorož sem verður
aðaláfangastaður ferðarinnar, siglum til Izola og Piran, sem
eru tvær af perlum Slóveníu og sækjum tónlistarborgina
Salzburg í Austurríki heim.
22. september - 2. október
Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Aldurinn er afstæður, mjög af-
stæður,“ segir Þórður Árni Björg-
úlfsson á Akureyri sem varð 100 ára
í gær. „Ég hef alltaf verið jákvæður
maður, gengið vel í bæði vinnu og
meðal vina og það kalla ég mikið lán.
Ég átti yndislega konu. Lífið hefur
leikið við mig. Ég hef verið svo hepp-
inn að vera heilsuhraustur mestalla
mína ævi, fyrir utan einu sinni, fyrir
þremur árum, þegar ég fékk sýk-
ingu og var ansi veikur í sextán
daga. Það eru öll veikindi mín,“ segir
Þórður.
Kona hans var Unnur Friðriks-
dóttir en hún lést árið 2006, 93 ára.
Börn þeirra eru þrjú.
Þórður fæddist á Eskifirði en
flutti til Akureyrar 12 ára. „Eyja-
fjörður hefur tekið vel á móti mér og
ég kann afskaplega vel við allt hér
norðanlands. Föðurætt mín er aust-
firsk en móðurættin er breiðfirsk.
Ég valdi þann kostinn að vera mið-
svæðis þannig að ég gæti vinkað á
báða bóga,“ segir Þórður og hlær.
Hann lauk vélstjóraprófi árið 1939
og rak m.a. vélsmiðjuna Val á Akur-
eyri.
Útivistin mikil gæfa
Þórður og Unnur voru mikið
útivistarfólk, sem hann segir hafa
verið mikla gæfu. „Skíðagangan, úti-
vistin, fjallaferðin, það var það sem
ég og mín kona elskuðum og áttum
góða samleið í.“
Þórður er orðinn slæmur í fót-
unum og getur því ekki notið mik-
illar útivistar lengur en hann býr
enn á heimili sínu og sér um sig að
mestu leyti sjálfur.
Þegar Þórður varð níræður
kviknaði áhugi hjá honum á tölvum
og segir hann það hafa gefið sér
margt gott. Í gegnum tölvur fylgist
hann með skipa- og flugumferð og
fréttum, hlustar á tónlist, horfir á
Youtube og spjallar við ættmenni í
gegnum Skype. „Ég hef ákaflega
gaman af að fylgjast með og það geri
ég í gegnum tölvuna þótt gamall sé.
Ég hafði ekki áhuga fyrir tölvunni
fyrr en ég varð níræður; þá fyrst
opnaðist sú gátt. Fram að því vildi
ég ekki sjá tölvur, mér fannst þær
fara illa með tímann.“
Börn Þórðar héldu honum af-
mælisveislu í hátíðarsal dvalarheim-
ilisins Hlíðar á Akureyri í gær.
„Ég hef ákaflega gam-
an af að fylgjast með“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Aldarafmæli Þórður með börnum sínum í gær; Björgúlfur lengst til vinstri, þá afmælisbarnið, Björg og Friðrik.
Þórður Árni Björgúlfsson, 100 ára, hangir í tölvunni
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ríflega 1.700 fleiri erlendir ríkisborg-
arar fluttu til landsins á fyrsta ársfjórð-
ungi en frá því. Guðjón Hauksson, sér-
fræðingur á mannfjöldadeild Hag-
stofunnar, segir aðspurður að
sennilega sé þetta mesti aðflutningur
erlendra ríkisborgara á fyrsta ársfjórð-
ungi í sögu landsins. Þó sé erfitt að
bera saman tímabilið við 2006-2007,
enda hafi verklag hjá Þjóðskrá breyst.
Til samanburðar fluttu um 20 fleiri
íslenskir ríkisborgarar til landsins en
frá því á fyrsta fjórðungi. Það eru tölu-
vert færri en fluttu til landsins á fyrsta
fjórðungi í fyrra. Samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofunnar fluttu 2.530
erlendir ríkisborgarar til landsins á
fyrsta fjórðungi. Flestir komu frá Pól-
landi, eða 770. Á sama tímabili fluttu
810 erlendir ríkisborgarar frá landinu
og fóru flestir, eða 300, til Póllands.
Á fyrsta fjórðungi fluttu 560 íslensk-
ir ríkisborgarar frá landinu. Þar af
fluttu 370 til Danmerkur, Svíþjóðar og
Noregs. Þaðan fluttust líka flestir ís-
lenskir ríkisborgarar, eða 400 af alls
580 aðfluttum. Með þessari þróun á
fyrsta ársfjórðungi hafa um 39.300
fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til
landsins á öldinni en frá landinu. Til
samanburðar fluttu um 11.500 fleiri ís-
lenskir ríkisborgarar frá landinu á
þessu tímabili en til landsins.
Vegna þessarar þróunar í búferla-
flutningum er samsetning þjóðarinnar
að breytast. Karl Sigurðsson, sérfræð-
ingur hjá Vinnumálastofnun, hefur
bent á að fjölskyldur sameinist gjarnan
eftir að fyrirvinnan festir hér rætur.
Metfjöldi flytur til Íslands
Búferlaflutningar frá Íslandi 2000 til 2018*
Aðfluttir umfram brottflutta
Heimild: Hagstofa Íslands
Íslenskir Erlendir
2000 62 1.652
2001 -472 1.440
2002 -1.020 745
2003 -613 480
2004 -438 968
2005 118 3.742
2006 -280 5.535
2007 -167 5.299
2008 -477 1.621
2009 -2.466 -2.369
2010 -1.703 -431
2011 -1.311 -93
2012 -936 617
2013 -36 1.634
2014 -760 1.873
2015 -1.265 2.716
2016 -146 4.215
2017 360 7.900
2018* 20 1.720
+6
+5
+4
+3
+2
+1
0
-1
-2
-3
-4
.000
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18*
Samtals Íslenskir Erlendir
2000-2018* -11.530 39.264
2005-2007 -329 14.576
2015-2018* -1.031 16.551
Íslenskir ríkisborgarar
Erlendir ríkisborgarar
8.260
*Til og með 31. mars 2018 (fyrsti ársfjórðungur)
1. ársfj. 2018
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
munu leggja fram tillögu þess efnis í
dag í borgarstjórn að samþykkt
verði friðlýsing Elliðaárdalsins
vegna sérstaks náttúrufars, fuglalífs
og jarðsögu í
dalnum, skv.
drögum að tillög-
unni ásamt grein-
argerð.
„Tillagan er í
samræmi við
kosningastefnu
flokksins um að
Reykjavík verði
grænasta borg
Evrópu, bæði
með því að leysa
svifryksvandann og vernda græn
svæði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti
lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar nú í maí.
Framkvæmdir yfirvofandi
„Við óttumst yfirvofandi byggingu
á mannvirkjum á grænum svæðum í
eigu borgarinnar, bæði í Elliðaárdal,
Laugardal og við Reynisvatn. Búið
er að gefa vilyrði fyrir því að byggt
verði í Elliðaárdal og stórar bygg-
ingar, t.d. í Laugardal, eru á aðal-
skipulagi. Við viljum því spyrna við
fótum,“ segir Eyþór og bætir við að
Elliðaárdalurinn sé ekki aðeins ein-
stök náttúruperla heldur einnig vin-
sælt útivistarsvæði Reykvíkinga,
einkum íbúa í Árbæ og Breiðholti.
Í greinargerð með tillögunni segir
m.a. að Elliðaárdalurinn sé náttúru-
perla og stærsta græna svæði
Reykjavíkur. Verndargildi hans sé
ótvírætt sökum einstaks náttúrufars
og mikillar fjölbreytni fuglalífs.
Finna megi þar setlög frá lokum ís-
aldar, strandsetlög frá hærra sjáv-
armáli og 4.500 ára gamalt Leitar-
hraunið móti landslagið. Elliðaárnar
hafa rofið hraunið og myndað fossa,
stærstu eru Selfoss og Stórifoss.
Laxveiði hafi verið stunduð í Elliða-
ánum frá fornu fari, líklega frá upp-
hafi byggðar í Reykjavík. Danakon-
ungur átti laxveiðirétt í ánum í um
300 ár þar til á 19. öld.
Reykjavíkurborg keypti árnar ár-
ið 1906 og árið 2012 friðlýsti þáver-
andi menntamálaráðherra, Katrín
Jakobsdóttir, hús í Elliðaárdalnum
en ekki dalinn sjálfan. Mikilvægt sé
að dalurinn verði friðlýstur gegn
ágangi mannvirkjagerðar.
Einungis séu fimm friðlýst svæði
innan borgarmarkanna, Fossvogs-
bakkar, Háubakkar, Laugarás,
Rauðhólar og Eldborg í Bláfjöllum.
ernayr@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólsetur í Elliðaárdal Náttúruperla og stærsta græna svæði Reykjavíkur.
Vilja friðlýsa
Elliðaárdalinn
Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borginni
Eyþór
Arnalds