Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 65
MINNINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Elín eða Ella Arnoldsdóttir er látin. Ellu kynntist ég í árdaga þegar Gísli elsta barn hennar kom í samhenta bekkinn okkar í Barnaskóla Selfoss. Það tókst fljótt vinátta með okkur Gísla enda þekkti ég vel föður Ellu, hann Arnold verslunar- mann í Höfn og Kristjönu konu hans í Hrefnutanga í gegnum móður mína sem einnig vann í Höfn. Við Gísli sóttum talsvert í Hrefnutangann fyrir utan á enda ávallt boðið upp á dýrindis með- læti, eplaskífur og kakó, og það var freistandi í önnum dagsins fyrir okkur ungu mennina að koma þangað og gleyma tíman- um. Mæður okkar Gísla unnu hins vegar úti og því voru kaffi- föngin hjá svöngum skólastrák- um ekki eins fjölbreytt heima fyrir, en Ella hafði svo reikning í Siggabúð og stundum máttum við skrifa kókómjólk og snúð þar. Elín var einstæð með tvö börn, Gísla og Kristjönu Stefáns- börn, þegar þau komu á Selfoss og eignaðist síðan dótturina Ragnheiði Blöndal, öll kostafólk Elín Arnoldsdóttir ✝ Elín Arn-oldsdóttir fæddist 8. október 1938. Hún lést 15. apríl 2018. Útförin fór fram 24. apríl 2018. og frábært söng- fólk. Sjálf söng Ella í kirkjukór Selfoss fyrr á árum og var með gott tóneyra eins og börnin hennar. Líf Ellu var ekki alltaf sældarlíf en með þrjósku og þrautseigju og stuðningi foreldra sinna meðan þeirra naut við fór hún í gegnum lífsstarfið og kom börn- um sínum til manns lengstan tímann búsett á Fossheiði 50 á Selfossi og rauði Volkswagen-inn var partur af fjölskyldunni. Ella var skoðanaföst og ákveð- in og náðum við vel saman í póli- tíkinni og er margra skemmti- legra landsfundaferða að minnast svo ekki sé nú talað um kosningabaráttur í bæði bæjar- stjórnar- og alþingiskosningum. Ella nýttist vel í hvers kyns skráningum og bakvinnslu í kosningabaráttu, svo var hún gríðarlega mannglögg þegar þekkja og greina þurfti menn og málefni í úthringingum og fleira. Ella var stolt af arfleifð sinni og gat það með réttu og ég sóttist gjarnan eftir börnunum hennar á jólatónleika eða þorrablót sem ég stóð að og bauð henni þá stund- um að koma og stolt hennar leyndi sér ekki. Þegar ég sit hér og læt hugann reika til liðinna ára horfi ég á leik í sjónvarpinu milli uppáhaldsliða okkar Gísla Arsenal og West Ham sem er lið Gísla og slögin á tölvunni í minn- ingargreininni eru orðin 1965 sem er fæðingarár okkar Gísla, margt skrítið. Elsku Elín mín, takk fyrir öll árin og vinskapinn sem var heill okkar í millum og fyrir hönd okkar bæjarstjórnar- hóps sjálfstæðismanna vil ég þakka þér framlag og stuðning í gegnum árin og sendi innilegar samúðarkveðjur til ykkar elsku Gísli, Kristjana og Ragnheiður og fjölskyldunnar allrar. Kjartan Björnsson. Það er erfitt að kveðja vini sína og skrítin tilfinning að geta ekki tekið upp símann og hringt eða bankað og of seint að stinga upp á einhverju skemmtilegu að gera saman. Þegar ég flutti á Selfoss ung að árum hafði Ella flust þaðan en hún kom aftur með börnin sín tvö og fljótlega eftir það kynntumst við. Það var happafengur að kynn- ast og verða vinkona jafn flottrar konu og hún Ella Arnolds var, það var aldrei lognmolla þar sem hún var og alls staðar tekið eftir henni. Hún var trygglynd og góður félagi og gerðum við oft margt skemmtilegt saman. Hún átti það til að vera orðhvöss en það stóð aldrei nema augnablikið því oftast kraumaði í henni hlát- urinn og húmorinn og skopskyn- ið var aldrei langt undan og ekki var leiðinlegt að skemmta sér með henni. Trygglyndi var henni í blóð borið, hún var alltaf sama góða vinkonan þótt daglegt amstur í seinni tíð hafi skapað slitrótt samband. Ella var drífandi í hverju sem hún tók sér fyrir hendur, leik- listin var hennar áhugamál og lék hún í mörgum verkum með Leikfélagi Selfoss, söngrödd hafði hún góða sem nýttist í mörgum hlutverkum, einnig söng hún með kirkjukór Selfoss í mörg ár. Ella gekk í gegnum ýmsa erf- iðleika á sinni lífsgöngu og hafa erfið veikindi verið hennar fylgi- nautur í mörg ár en alltaf var hún sama litríka konan sem deildi af lífsgleði sinni ríkulega til annarra. Elsku Gísli, Kristjana, Ragn- heiður og barnabörn, mínar mestu og bestu samúðarkveðjur sendi ég ykkur elskurnar, ég er og verð með ykkur í anda. Elsku Ella mín, þínu ævistarfi er lokið, ég er þakklát fyrir allar okkar góðu samverustundir, þú varst lífsglöð kona og gleðigjafi sem deildir og gafst af þér til annarra. Góða ferð heim vinan. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Enginn veit og enginn sér hvar endirinn er né hvenær að ber og enginn vill víst vita það hvenær tími er til að leggja af stað. (S. Pétursson) Þín vinkona Sigríður J. Guð- mundsdóttir (Sirrý Guðmunds). ✝ Héðinn Sveins-son fæddist á Akureyri 14. októ- ber 1956. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 11. apríl 2018. Hann var kjör- sonur hjónanna Sveins Cecils Jóns- sonar, f. 1919, d. 2005, og Guðlaugar Jónínu Jónsdóttur, f. 1921, d. 1966. Héðinn var einkabarn kjörforeldra sinna og var ógiftur og barnlaus. Foreldrar Héðins eru hjónin Gunnþórunn Oddsdóttir, f. 1936, og Páll S. Jónsson, f. 1930. Systkini hans eru: Jón, f. 1955, Loftur, f. 1957, Ágúst, f. 1959, d. 1993, Rannveig Björg, f. 1961, Olga Guð- laug, f. 1967, og Páll Þór, f. 1971. Héðinn starfaði hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, starf- rækti fiskbúð á Frakkastíg ásamt Sveini föður sínum og starfaði hjá Reykjavíkurborg á hverfisstöð, þar til hann hætti að vinna að heilsufarsástæðum, en Héðinn átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár. Útför Héðins fór fram í kyrr- þey, 20. apríl 2018, að ósk hins látna. Ég hafði tekið eftir Hédda og jú ég vissi hver hann var en ég kynntist honum ekki fyrr en haustið 1975, nýkominn úr sveitinni. Strákarnir höfðu ver- ið að rúnta með honum um sumarið. Hann átti bíl, Ford Cortínu, með kassettutæki, það var toppurinn í þá daga. Ég fékk að fljóta með. Héðinn átti helling af góðum kassettum og voru Stones oft í spilaranum, stund- um 10cc eða Elton John. Hann var duglegur að kaupa allt það nýjasta í tónlist; Boney M, Donnu Summer, Cat Stevens og Queen. Héddi átti alla tíð flotta bíla og var sérstaklega hrifinn af Toyota. Bílarnir hans voru alltaf stífbónaðir og flottir. Hann var bílatöffari. Þegar ég kynntist Hédda var hann að vinna í Bæjarútgerð Reykjavíkur en byrjaði fljót- lega að vinna með Sveini föður sínum í fiskbúðinni á Frakka- stíg. Hann tók daginn snemma og keyrði suður með sjó að sækja fisk og var pikköppinn oftar en ekki drekkhlaðinn. Síðan var gert að og svo staðin vaktin í búðinni. Þeir feðgar ráku fisk- búðina af miklum myndarskap og var mikið að gera. Ég vissi að mörg mötuneyti voru í áskrift hjá þeim. Síðustu starfsárin starfaði Héddi svo hjá Reykjavíkurborg í hverfis- stöð þaðan sem sinnt var ýmsu viðhaldi fyrir borgina. Margar skemmtilegar minn- ingar á ég um þessi 43 ár sem ég þekkti Hédda. Costa del Sol 1977, 30 og 40 ára afmælisveisl- urnar, Gardavatn og Feneyjar 2004, allir rúntarnir, Hallæris- planið og loks frímúrarinn með hanskana, sem hlegið var að í marga mánuði Ég heyrði fyrst af veikindum Hédda þegar við vinirnir vorum að skemmta okkur austur á Þingvöllum, hann féll og skalf allur. Mér var sagt að þetta væri flogakast. Ég varð ekki vitni að þessu og var blessunarlega laus við að verða vitni að því þegar Héddi fékk köst, því þau voru allsvakaleg. Það var engin að- vörun þegar köstin komu; hann datt bara. Þetta leiddi til þess að hann hlaut oft mikil meiðsl og varð að lokum til þess að hann varð að horfa á eftir bíl- prófinu og loks hætta að vinna. Hvort tveggja mikið áfall fyrir hann. Eftir að hann hætti að vinna heimsótti ég hann oft á morgn- ana þegar ég var búinn að vinna og fengum við okkur rúnnstykki og vínarbrauð. Oft voru fjörugar umræður um fót- bolta, en hann hélt með Liver- pool og ég með Tottenham. Það var í raun alveg sama um hvað við spjölluðum; Héddi hafði skoðanir á flestu, mjög sterkar skoðanir. Hann var mjög íhaldssamur, vildi alltaf fara í sömu búð- irnar, til sama rakara, sömu fatahreinsunina. Hin seinni ár keyrði ég hann reglulega til að versla og fengum við okkur oft- ar en ekki einn „sveittan“ borg- ara á eftir. Þá var aldrei farið annað en á Ruby Tuesday, pantaður „Smokehouse“ 120 g med. rare með frönskum og kokkteilsósu og vatn með. Núna er komið að leiðarlok- um allt of snemma, maður veit aldrei hvenær kallið kemur og það er erfitt að horfa á eftir vinum sínum falla frá á besta aldri. En ég veit að veikindin reyndust Hédda erfið og þung- bær. Hann verður því hvíldinni eflaust feginn. Farðu í friði vin- ur. Blessuð sé minning Héðins Sveinssonar. Indriði Jóhannsson (Indi). Nú er komið að því að ég kveð Héðin vin minn í hinsta sinn. Vinátta okkar hefur staðið yfir í meira en 50 ár og höfum við Héðinn alltaf verið mjög nánir vinir. Vinskapur okkar hófst við Miklubraut. Ég átti heima á númer 86 en hann á 90. Héðinn var kjörsonur Guðlaug- ar og Sveins og er mér ætíð minnisstætt er Lauga kallaði á mig smápollann, hlaupandi um og stríðandi, og bað mig um að koma til sín. Hún hélt í höndina á Héðni og bað mig um að vera vinur hans. Ég horfði í augun á henni og fann fyrir svo mikilli góðvild og hlýju. Varð þetta upphaf vináttu okkar Héðins. Guðlaug lést þegar Héðinn var níu ára gamall og var frá- fall hennar honum afar erfitt. Árin líða og við vorum alltaf í sambandi af og til en síðan jókst sambandið til mikilla muna þegar við fengum bílpróf. Fórum við þá á rúntinn. Héð- inn átti bíl og var viljugur að fara á rúntinn hvenær sem var. Það var rúntað langt fram á nótt og hljómtækin þanin. Lengst af bjó Héðinn með pabba sínum, Sveini, í Ljós- heimum en upp úr 1990 kaupir Héðinn nýja íbúð í Vesturbæ og þar bjó hann alla sína tíð. Héðinn bjó einn og var barn- laus. Samskipti okkar Héðins voru mikil en við töluðum saman nánast á hverjum degi um allt milli himins og jarðar. Héðinn var góður vinur minn og var duglegur að viðhalda sambandi. Hann var mikill fagurkeri og hafði gaman af fallegum hlutum enda ber heimili hans þess glöggt vitni. Áhugamál okkar lágu saman en við höfðum báðir gaman af enska fótboltanum og var Liverpool liðið okkar. Héðinn var einnig mikill áhugamaður um músík og átti stórt og flott geisladiskasafn með helstu hljómsveitum tuttugustu aldar- innar. Og ekki fannst honum leið- inlegt að spila tónlistina það hátt, að stundum fannst manni nóg um. Fljótlega í æsku fór að bera á veikindum Héðins, flogaveiki og ágerðist hún með árunum og urðu flogaköstin þyngri og tíð- ari eftir því sem árin liðu. Fór svo að lokum að hann varð að hætta að vinna og var það hon- um erfitt. Hann var þó duglegur að fara í göngutúra og sækja þá þjónustu sem í boði var. Nú er Héðinn ekki lengur meðal okkar. Það verður óneit- anlega skrítið að heyra ekki í honum, að geta ekki horft sam- an á fótboltann og rætt um hann. En minning um góðan dreng lifir og megi Guð almáttugur blessa minningu hans. Þín verður sárt saknað. Að lokum vil ég setja ís- lenskan texta af lagi okkar Liverpool-manna „You’ll never walk alone“. Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkj- ans ljóð upp við ljóshvolfin björt og heið þó steypist í gegn þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og vit fyrir víst þú er aldrei einn á ferð. (Þýð. Þorsteinn Valdimarsson) Þinn vinur, Halldór Borgþórsson. Héðinn Sveinsson ✝ Þórarinn Sig-urðsson fædd- ist á Sjafnargötu 12 í Reykjavík 28. desember 1953. Hann lést á Land- spítalanum 30. mars 2018 eftir stutta baráttu við krabbamein. Foreldrar hans voru þau Sigurður Jónsson, f. 23. júní 1927, d. 25. sept. 2007, og Helga Sigríður Ólafsdóttir, f. 13. mars 1925, d. 29. sept. 2011. Þórarinn var yngstur þriggja systkina en þau eru Jón Ólafur Sigurðsson og Guðný Sjöfn Sigurðardóttir. Fjölskyldan bjó fyrstu árin í bænum en þegar Þórarinn var um 10 ára fluttu þau um tíma á Hellu og voru þar til 1971 en þá fór Þórarinn í lýðháskóla í Ringe- bu í Guðbrandsdal í Noregi. Þórarinn kvænt- ist Grétu Sólveigu Gunnlaugsdóttur árið 1977 og átti með henni tvo syni, þá Ingólf Frey, f. 1978, og Hannes Berg, f. 1979, en þau skildu fimm árum síðar Þórarinn á eitt barnabarn, Þóru Berglindi Hannesdóttur, f. 2004, sem búsett er í Noregi. Þórarinn starfaði lengst af sem bílstjóri hjá Kynnisferðum og Guðmundi Jónassyni. Var hann einnig í stjórn og samn- ingamaður hjá Bifreiðafélaginu Sleipni um langt skeið. Útför hans fór fram 9. apríl 2018. Það varð brátt um Þórarin Sig- urðsson – Tóta – vinnufélaga minn og vin. Hann hafði reyndar kennt sér meins um nokkurt skeið en engum datt í hug að það yrði hon- um svona fljótt að aldurtila. Við ól- umst upp á nær sama blettinum á Langholtsvegi upp úr miðri síð- ustu öld, en nær fjögurra ára ald- ursmunur gerði það að verkum að við þekktumst ekkert sem börn. Ég man samt óljóst eftir litlum strák sem var kallaður Kaggi og átti systur sem var kölluð Mímí. Það átti síðar fyrir okkur að liggja að þekkjast og vinna saman hjá Kynnisferðum með litlum hléum í tæp fjörutíu ár. Þetta voru góð ár og gjöful – skemmtilegir og fróðir samstarfsmenn sem tóku þátt í uppbyggingu, mótun og þróun þeirrar ferðaþjónustu sem er núna það sem aðallega heldur þjóðarbúinu á floti. Tóti var aldrei margmáll, en við fyrstu kynni fann ég til samkenndar með hon- um þar sem hér var hugsandi maður á ferð. Hann var góðum gáfum gæddur, kominn af góðu og vel gerðu fólki sem lét sér annt um hann alla tíð og hugsaði vel um hag hans og systkina hans. For- eldrar hans voru einnig einstak- lega góðir við drengina hans tvo, þá Ingólf og Hannes. Kímnigáfa hans var einstök – þegar hann heyrði eitthvað spaugilegt urðu augun að mjóum strikum og svo kumraði lengi í honum. Sjálfur hafði Tóti gaman af því að um- gangast börn og bulla við þau. Hann var örlátur á tíma sinn og var góður hlustandi og oft lagði hann gott til mála sem þjökuðu og þyngdu. Hann sá ekki eftir tíma sem það tók hann að sinna fé- lagsmálum, aðallega fyrir stéttar- félagið Sleipni. Þar var hann góð- ur liðsmaður og hvatti menn til dáða. Tóti var ekki mikið fyrir mannfögnuði eftir að hann yfirgaf hirð Bakkusar, sem hélt honum oft í heljargreipum framan af ævi. Eftir að því tímabili lauk ferðaðist hann meira um landið en hann hafði áður gert og dvaldist þá oft í býli á Austurlandi sem fjölskylda hans á. Þar var trjárækt stunduð af kappi og þar naut fjölskyldan þess að vera út af fyrir sig. Hann hafði unun af því að ferðast um há- lendið og fékk mörg tækifæri til þess að gera það. Hann var alla tíð farsæll bíl- stjóri og vinsæll vegna varkárni sinnar, prúðmennsku og virðingar fyrir farþegum og sjálfum öku- tækjunum. Hann kunni að keyra – það var líf hans og yndi. Við hjá Kynnisferðum söknum vinar í stað, þeir sem kynntust honum gleyma honum seint. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Tóta – minning hans lifir. Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir. Þórarinn Sigurðsson Það er Þorláks- messukvöld. Úti kyngir niður snjó og það er aðeins farið að hvessa. Litla íbúðin í Flúða- bakkanum ilmar af heitu súkku- laði og nýsteiktum pönnukökum. Afi Kiddi situr í stólnum sínum og pabbi segir honum fréttir frá Skagaströnd. Á meðan amma Inna færir fram hverja krásina á fætur ann- arri stelumst við systur inn í her- bergi og skoðum í skrifborðið hans afa Kidda. Á borðinu stend- ur askur fullur af silfruðum og gylltum peningum og í skúffun- um er að finna stílabækur fullar af ljóðum og kvæðum eftir afa Kidda ásamt ýmsum gersemum. Við verðum heldur betur kátar þegar við opnum miðjuskúffuna og sjáum stóran smartísstauk! Í því kemur afi Kiddi glottandi inn Þorbjörg Jóninna Pálsdóttir ✝ Þorbjörg Jón-inna Pálsdóttir fæddist 12. apríl 1919. Hún lést 21. mars 2018. Útför Jóninnu fór fram 7. apríl 2018. í herbergi og opnar fyrir okkur stauk- inn. Þú kallar á okk- ur í kaffi og skenkir mér fullan bolla af heitu súkkulaði með rjóma, á meðan þú skammast í afa Kidda fyrir að stela sér tveimur pönnu- kökum. Þegar ég rifja upp árin okkar sam- an þá er þetta bara ein af fjöl- mörgum minningum sem koma upp í hugann, en Þorláksmessu- kaffi hjá ykkur afa Kidda var ómissandi hefð yfir jólin þegar ég var lítil. Árin eru orðin talsvert mörg síðan afi kvaddi okkur, en þó finnst mér alltaf svo stutt síð- an. Nú ert þú farin til hans og ég veit að hann er feginn að sjá þig. Það er með söknuði en fyrst og fremst þakklæti sem ég kveð þig í dag. Þakklæti fyrir árin okkar sam- an og þá ást, hlýju og kærleik sem alltaf var hjá þér að finna. Þakka þér fyrir allt, amma mín, þú kannski knúsar afa Kidda frá mér. Helga Dögg Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.