Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is New York Times birti í fyrrakvöld spurningalista sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsak- ar það hvort Rússar hafi haft óeðli- leg áhrif á forsetakosningarnar 2016, hyggst leggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta. For- dæmdi Trump lekann á listanum og sagði hann skammarlegan. Spurningarnar lúta einkum að því hvort forsetinn hafi ætlað sér að standa í vegi fyrir framgangi rétt- lætisins, sem og hvað Trump hafi vitað um tengsl og samskipti helstu undir- manna sinna við stjórnvöld í Rúss- landi. Spurði Trump á Twitter hvernig hægt væri að standa í vegi fyrir réttlæt- inu þegar enginn glæpur hefði verið framinn. Í gær var svo tilkynnt að Ty Cobb, helsti lögfræðingur forsetans í rannsókninni, myndi yfirgefa varn- arteymi Trumps í lok maí. Emmet Flood tekur við starfi Cobbs, en Flood varði einnig Bill Clinton þeg- ar reynt var að höfða mál á hendur honum til embættismissis. Leggja upp laupana Breska markaðsrannsóknafyrir- tækið Cambridge Analytica til- kynnti í gær að það hefði hætt allri starfsemi sinni og að sótt yrði um greiðslustöðvun bæði í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Fyrirtækið og starfsemi þess komst í hámæli í síðasta mánuði þegar í ljós kom að það hafði sankað að sér persónuupplýsingum allt að 87 milljóna notenda samfélagsmið- ilsins Facebook og nýtt þær á vafa- saman máta. Fyrirtækið var meðal annars ráð- ið af forsetaframboði Donalds Trump og hefur það verið sakað um að hafa haft óeðlileg áhrif á nið- urstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins að það hefði verið fórnarlamb nornaveiða og að ómögulegt væri fyrir það að halda áfram störfum vegna „fjölmargra tilhæfulausra ásakana“ sem enginn fótur væri fyr- ir. Vill ræða við forsetann  Cambridge Analytica sækir um greiðslustöðvun  Mueller birtir spurningalista Donald Trump Tugþúsundir Armena streymdu í gær til höfuðborgar landsins, Jerevan, til þess að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnarflokksins í Armeníu að hafna því að Nikol Pashinyan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, yrði næsti forsætisráðherra landsins eftir að Serzh Sargsyan sagði af sér í síðasta mánuði. Stíflaði fólkið vegi og hindraði aðgang að helstu stjórnarbyggingum. Var Je- revan því nánast lömuð á meðan mótmælin gengu yfir. AFP Ósátt við ákvörðun þingmeirihlutans Tugþúsundir mótmæltu í Jerevan, höfuðborg Armeníu Mahmud Abbas, forseti palest- ínsku heima- stjórnarinnar, var gagnrýndur mjög í gær fyrir ummæli sín, þar sem hann gaf í skyn að „sam- félagslegt hlut- verk“ gyðinga í bankageiranum í Evrópu hefði ver- ið ein af orsökum þess að þeir voru ofsóttir. Fordæmdu bæði Evrópusam- bandið og Bandaríkin ummæli Ab- bas, auk þess sem fulltrúi Samein- uðu þjóðanna í Mið-Austurlöndum sagði þau mjög óhugnanleg og ekki til þess fallin að stuðla að friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Benjamín Net- anyahu, forsætisráðherra Ísraels, sakaði Abbas um að vera einn af þeim sem afneituðu helförinni gegn gyðingum og kallaði eftir því að al- þjóðasamfélagið fordæmdi hin „andgyðinglegu ummæli.“ Abbas gagnrýndur fyrir ummæli sín Mahmud Abbas PALESTÍNA Forsprakkar hryðjuverkasamtak- anna ETA, sem á árum áður börð- ust fyrir sjálfstæði Baska, tilkynntu í gær að samtökin yrðu lögð al- gjörlega niður. Lýkur þar með sögu síðustu vopnuðu aðskilnaðarsam- takanna í Vestur-Evrópu. ETA-samtökin voru stofnuð árið 1959 á valdatíð Francisco Francos á Spáni. Stóð barátta samtakanna fyrir sjálfstæði yfir næstu fjóra ára- tugina og féllu að minnsta kosti 829 í árásum þeirra. Þá stóðu samtökin einnig fyrir margvíslegum mann- ránum og öðrum glæpum á þessum tíma. Árið 2011 lýstu samtökin yfir ein- hliða vopnahléi, en þá höfðu frönsk yfirvöld náð að handsama marga af helstu leiðtogum þeirra. Á síðasta ári hófu samtökin síðan afvopnun sjálfviljug, sem lauk á þessu ári. Samtökin sendu frá sér í síðasta mánuði yfirlýsingu þar sem beðist var afsökunar á þeim mannvígum sem þau hefðu staðið fyrir. ETA-samtökin leyst endanlega upp BASKALAND Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, kynnti í gær þrjá nýja ráðherra til sögunnar fyrir Venstre, en tveir ráðherrar flokksins sögðu óvænt af sér á þriðjudaginn. Þeir Søren Pind, menntamála- og rannsóknaráðherra, og Esben Lunde Larsen, matvæla- og um- hverfisráðherra, tilkynntu báðir á þriðjudaginn að þeir hygðust yfir- gefa dönsk stjórnmál. Larsen hafði átt erfitt uppdráttar í embætti síð- ustu mánuði, en Pind, sem var eitt sinn ein helsta vonarstjarna Ven- stre, sagði í fyrradag að hann hefði einfaldlega misst eldmóðinn fyrir stjórnmálunum og vildi finna sér annan starfsvettvang. Jakob Ellemann-Jensen, sem áð- ur var talsmaður flokksins, mun taka við starfi Larsens, en jafnframt var tilkynnt að systir hans, Karen Ell- emann myndi hætta sem sjávarút- vegs, jafnréttis- og Norðurlandaráð- herra, en gert er ráð fyrir að hún muni reyna að verða þingflokksfor- maður Venstre á næsta ári. Søren Gade, sem nú gegnir embættinu, mun að öllum líkindum bjóða sig fram til Evrópuþingsins þá og segja um leið af sér þingmennsku í Dan- mörku. Sagði Rasmussen að hann vonaðist til að Ellemann hlyti emb- ættið, en hún yrði þá fyrsta konan í sögu Venstre til þess að gegna því. Í hennar stað skipaði Rasmussen Evu Kjer Hansen í embættið, en hún hef- ur setið í ríkisstjórn tvisvar áður. Þá tilkynnti Rasmussen að við- skiptamaðurinn Tommy Ahlers myndi taka við ráðuneyti Sørens Pind. Ahlers situr ekki á þingi, en verður í framboði í næstu þingkosn- ingum, sem eiga að fara fram í síð- asta lagi hinn 17. júní 2019. Óvænt uppstokkun á ríkisstjórninni  Tveir ráðherrar sögðu af sér 1. maí í Danmörku AFP Uppstokkun Lars Løkke Rasm- ussen kynnti í gær nýju ráðherra- efnin (f.v.), Tommy Ahlers, Jakob Ellemann-Jensen og Evu Kjer Han- sen fyrir framan Amalíuborg. Að minnsta kosti 12 manns létust og sjö til viðbótar særðust þegar sjálfs- vígssprengjumenn réðust á lands- kjörstjórn Líbíu í Trípólí í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams lýstu yfir ábyrgð sinni á verknaðin- um og sögðu hann vera lið í því að ráðast á kjörstaði víðsvegar um Mið- Austurlönd og arabaheiminn. Tildrög ódæðisins voru þau að tveir menn réðust á byggingu kjör- stjórnarinnar um hádegisbilið að ís- lenskum tíma í gær. Skutu þeir sér leið inn í bygginguna áður en þeir sprengdu sjálfa sig í loft upp. Hin opinbera ríkisstjórn landsins fordæmdi verknaðinn sem heiguls- verk og lýsti því yfir að stjórnin myndi áfram styðja við lýðræðislega þróun landsins. Kjörstjórnin sendi frá sér yfirlýs- ingu um að öll gögn hennar væru örugg, og að hún væri reiðubúin til þess að skipuleggja kosningar hve- nær sem boðað yrði til þeirra. 12 látnir eftir sjálfs- vígsárás  Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.