Morgunblaðið - 03.05.2018, Page 40

Morgunblaðið - 03.05.2018, Page 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is New York Times birti í fyrrakvöld spurningalista sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsak- ar það hvort Rússar hafi haft óeðli- leg áhrif á forsetakosningarnar 2016, hyggst leggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta. For- dæmdi Trump lekann á listanum og sagði hann skammarlegan. Spurningarnar lúta einkum að því hvort forsetinn hafi ætlað sér að standa í vegi fyrir framgangi rétt- lætisins, sem og hvað Trump hafi vitað um tengsl og samskipti helstu undir- manna sinna við stjórnvöld í Rúss- landi. Spurði Trump á Twitter hvernig hægt væri að standa í vegi fyrir réttlæt- inu þegar enginn glæpur hefði verið framinn. Í gær var svo tilkynnt að Ty Cobb, helsti lögfræðingur forsetans í rannsókninni, myndi yfirgefa varn- arteymi Trumps í lok maí. Emmet Flood tekur við starfi Cobbs, en Flood varði einnig Bill Clinton þeg- ar reynt var að höfða mál á hendur honum til embættismissis. Leggja upp laupana Breska markaðsrannsóknafyrir- tækið Cambridge Analytica til- kynnti í gær að það hefði hætt allri starfsemi sinni og að sótt yrði um greiðslustöðvun bæði í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Fyrirtækið og starfsemi þess komst í hámæli í síðasta mánuði þegar í ljós kom að það hafði sankað að sér persónuupplýsingum allt að 87 milljóna notenda samfélagsmið- ilsins Facebook og nýtt þær á vafa- saman máta. Fyrirtækið var meðal annars ráð- ið af forsetaframboði Donalds Trump og hefur það verið sakað um að hafa haft óeðlileg áhrif á nið- urstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins að það hefði verið fórnarlamb nornaveiða og að ómögulegt væri fyrir það að halda áfram störfum vegna „fjölmargra tilhæfulausra ásakana“ sem enginn fótur væri fyr- ir. Vill ræða við forsetann  Cambridge Analytica sækir um greiðslustöðvun  Mueller birtir spurningalista Donald Trump Tugþúsundir Armena streymdu í gær til höfuðborgar landsins, Jerevan, til þess að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnarflokksins í Armeníu að hafna því að Nikol Pashinyan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, yrði næsti forsætisráðherra landsins eftir að Serzh Sargsyan sagði af sér í síðasta mánuði. Stíflaði fólkið vegi og hindraði aðgang að helstu stjórnarbyggingum. Var Je- revan því nánast lömuð á meðan mótmælin gengu yfir. AFP Ósátt við ákvörðun þingmeirihlutans Tugþúsundir mótmæltu í Jerevan, höfuðborg Armeníu Mahmud Abbas, forseti palest- ínsku heima- stjórnarinnar, var gagnrýndur mjög í gær fyrir ummæli sín, þar sem hann gaf í skyn að „sam- félagslegt hlut- verk“ gyðinga í bankageiranum í Evrópu hefði ver- ið ein af orsökum þess að þeir voru ofsóttir. Fordæmdu bæði Evrópusam- bandið og Bandaríkin ummæli Ab- bas, auk þess sem fulltrúi Samein- uðu þjóðanna í Mið-Austurlöndum sagði þau mjög óhugnanleg og ekki til þess fallin að stuðla að friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Benjamín Net- anyahu, forsætisráðherra Ísraels, sakaði Abbas um að vera einn af þeim sem afneituðu helförinni gegn gyðingum og kallaði eftir því að al- þjóðasamfélagið fordæmdi hin „andgyðinglegu ummæli.“ Abbas gagnrýndur fyrir ummæli sín Mahmud Abbas PALESTÍNA Forsprakkar hryðjuverkasamtak- anna ETA, sem á árum áður börð- ust fyrir sjálfstæði Baska, tilkynntu í gær að samtökin yrðu lögð al- gjörlega niður. Lýkur þar með sögu síðustu vopnuðu aðskilnaðarsam- takanna í Vestur-Evrópu. ETA-samtökin voru stofnuð árið 1959 á valdatíð Francisco Francos á Spáni. Stóð barátta samtakanna fyrir sjálfstæði yfir næstu fjóra ára- tugina og féllu að minnsta kosti 829 í árásum þeirra. Þá stóðu samtökin einnig fyrir margvíslegum mann- ránum og öðrum glæpum á þessum tíma. Árið 2011 lýstu samtökin yfir ein- hliða vopnahléi, en þá höfðu frönsk yfirvöld náð að handsama marga af helstu leiðtogum þeirra. Á síðasta ári hófu samtökin síðan afvopnun sjálfviljug, sem lauk á þessu ári. Samtökin sendu frá sér í síðasta mánuði yfirlýsingu þar sem beðist var afsökunar á þeim mannvígum sem þau hefðu staðið fyrir. ETA-samtökin leyst endanlega upp BASKALAND Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, kynnti í gær þrjá nýja ráðherra til sögunnar fyrir Venstre, en tveir ráðherrar flokksins sögðu óvænt af sér á þriðjudaginn. Þeir Søren Pind, menntamála- og rannsóknaráðherra, og Esben Lunde Larsen, matvæla- og um- hverfisráðherra, tilkynntu báðir á þriðjudaginn að þeir hygðust yfir- gefa dönsk stjórnmál. Larsen hafði átt erfitt uppdráttar í embætti síð- ustu mánuði, en Pind, sem var eitt sinn ein helsta vonarstjarna Ven- stre, sagði í fyrradag að hann hefði einfaldlega misst eldmóðinn fyrir stjórnmálunum og vildi finna sér annan starfsvettvang. Jakob Ellemann-Jensen, sem áð- ur var talsmaður flokksins, mun taka við starfi Larsens, en jafnframt var tilkynnt að systir hans, Karen Ell- emann myndi hætta sem sjávarút- vegs, jafnréttis- og Norðurlandaráð- herra, en gert er ráð fyrir að hún muni reyna að verða þingflokksfor- maður Venstre á næsta ári. Søren Gade, sem nú gegnir embættinu, mun að öllum líkindum bjóða sig fram til Evrópuþingsins þá og segja um leið af sér þingmennsku í Dan- mörku. Sagði Rasmussen að hann vonaðist til að Ellemann hlyti emb- ættið, en hún yrði þá fyrsta konan í sögu Venstre til þess að gegna því. Í hennar stað skipaði Rasmussen Evu Kjer Hansen í embættið, en hún hef- ur setið í ríkisstjórn tvisvar áður. Þá tilkynnti Rasmussen að við- skiptamaðurinn Tommy Ahlers myndi taka við ráðuneyti Sørens Pind. Ahlers situr ekki á þingi, en verður í framboði í næstu þingkosn- ingum, sem eiga að fara fram í síð- asta lagi hinn 17. júní 2019. Óvænt uppstokkun á ríkisstjórninni  Tveir ráðherrar sögðu af sér 1. maí í Danmörku AFP Uppstokkun Lars Løkke Rasm- ussen kynnti í gær nýju ráðherra- efnin (f.v.), Tommy Ahlers, Jakob Ellemann-Jensen og Evu Kjer Han- sen fyrir framan Amalíuborg. Að minnsta kosti 12 manns létust og sjö til viðbótar særðust þegar sjálfs- vígssprengjumenn réðust á lands- kjörstjórn Líbíu í Trípólí í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams lýstu yfir ábyrgð sinni á verknaðin- um og sögðu hann vera lið í því að ráðast á kjörstaði víðsvegar um Mið- Austurlönd og arabaheiminn. Tildrög ódæðisins voru þau að tveir menn réðust á byggingu kjör- stjórnarinnar um hádegisbilið að ís- lenskum tíma í gær. Skutu þeir sér leið inn í bygginguna áður en þeir sprengdu sjálfa sig í loft upp. Hin opinbera ríkisstjórn landsins fordæmdi verknaðinn sem heiguls- verk og lýsti því yfir að stjórnin myndi áfram styðja við lýðræðislega þróun landsins. Kjörstjórnin sendi frá sér yfirlýs- ingu um að öll gögn hennar væru örugg, og að hún væri reiðubúin til þess að skipuleggja kosningar hve- nær sem boðað yrði til þeirra. 12 látnir eftir sjálfs- vígsárás  Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.