Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 62

Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 7. maí SÉRBLAÐ Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 11. maí Rúmlega fertugur faðir í Reykjavík spyr: „Þriggja ára (fjögurra ára í sumar) dóttir mín er þvílíkt háð snuðinu sínu að ég dauðkvíði því að taka það af henni. Allt snýst um snuðið og ef það gleym- ist til dæmis í bílnum verður allt vitlaust. Ég þori varla að hugsa til þess að taka það af henni en átta mig á að einhvern tíma verð ég að taka af skarið. Hvernig á ég að fara að þessu?“ Sæll, þetta er algeng spurning því snuðið hefur oft hjálpað börnum við að róa sig og jafnvel veitt þeim öryggi í ýmsum að- stæðum. Uppeldi, eins og svo margt annað, gengur oft betur ef við náum að skipuleggja okkur. Við foreldrar þurfum að hafa í huga að í öllu uppeldi erum við bæði að vinna að skammtímamark- miðum en líka til lengri tíma. Hjá ykkur er verk- efnið bæði að styðja döm- una við að venja sig af snuði og einnig að kenna henni að takast á við krefjandi aðstæður án þess að missa stjórn á skapinu. Settu þig aðeins í spor hennar, hefur þú þurft að hætta ein- hverjum óvana sjálfur? Þá veistu að þetta getur verið krefjandi tímabil en það gengur yfir – ég lofa! Gott er að ákveða tímann sem á að hætta með nokkrum fyrirvara, gæta þess að sá tími sé ekki álagstími á heimili. Á undirbúningstímabilinu er gott að hjálpa henni að skilgreina sig á aðeins annan hátt, þá sem eldra barn sem notar ekki snuð. Það gæti líka verið mjög hjálplegt að búa til sögu með henni um þetta ferli og nota þá myndir með smátexta. „Ég heiti Guðrún og í sumar verð ég fjög- urra ára. Ég er mjög góð í að klifra og get oft hlaup- ið hraðar en mamma og pabbi. Í sumar ætla ég að hætta með snuð, ég ætla að hengja það á tréð í Hús- dýragarðinum svo kálfarnir og lömbin geti notað það. Ég veit að ég get sko alveg hætt með snuð, alveg eins og mamma/Sigga/leikskólakennarinn/ eða bara einhver fyrirmynd.“ Með þessu erum við búin að hjálpa henni að hugsa á uppbyggilegri hátt um að hún geti tekist á við þetta verkefni. Það er mikilvægt að láta hana taka eftir þegar vel gengur og spyrja hvort hún sjálf sé ekki stolt af sér, því er svo hægt að bæta við sög- una. Þegar stóri dagurinn er runninn upp er gott að vera meðvitaður um hvar hætt- urnar liggja, oft er það e-ð í umhverfinu sem kveikir löngunina í snuð- ið. Þá er betra að vera undirbúin, hafa t.d. ný „stóru stelpu“-rúmföt eða nýja bók að lesa. Á daginn getur verið gott að vera með brakandi ferskar gulrætur eða frosin vínber. Þegar söknuður eftir snuði kemur upp er oft gott að knúsa bara og segja: ég skil þig alveg. Hjálpa henni svo að dreifa huganum, t.d. með því að fara að syngja, lesa eða ef þið eruð á ferð að telja fljúgandi bíla og svipast um eftir grænum hestum. Það er ekki síður mikilvægt að for- eldrarnir undirbúi sig fyrir þetta tímabil. Auðvitað ráðið þið við skapið í dömunni, annað eins hafið þið nú tekist á við. Þótt hún verði reið þá gerir það ekk- ert til, best er að ganga ekki inn í reiðina og fara að rökræða, því þá ertu bara að bíða eftir því að hún segi: „Nú skil ég hvað þú átt við pabbi, auðvitað hætti ég með snuðið!“ Þetta mun ekki gerast. Þú þarft ekki að vera hræddur við þetta fjögurra ára skott þótt hún missi sig aðeins. Bíddu bara þangað til hún verður 14! Spurt og svarað Allt snýst um snuðið Spurningum sem berast Fjölskyldunni á mbl.is svarar SÓL sálfræði- og læknisþjónusta en þar starfar hópur fagfólks sem leggur metnað sinn í að veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra góða þjónustu. Nánari upplýsingar á www.sol.is Uppeldi Það getur verið krefj- andi að venja börn af snuði. 1 Hjá okkur er oft mikið um aðvera, mikill gestagangur, og því er það afar mikilvægt að allir hittist við kvöldverðarborðið. Kannski ekki frumlegasta ráð í heimi en um leið það mikilvægasta. Í raun er þetta sami rammi og ég fékk í minni fjöl- skyldu þegar ég var að alast upp. Alltaf matur kl. sirka 18.30 nema þá urðu allir að þegja því útvarpið var heilagt. Við hins vegar leggjum mikið upp úr því að allir séu síma- lausir og „á staðnum“, tali saman og eigi gæðastund yfir kvöldmatnum. 2 Annað atriði sem hefur virkaðmjög vel í minni fjölskyldu er að leyfa börnunum að elda einu sinni í viku. Það fer auðvitað eftir aldri barnanna hvenær þau geta byrjað og hve mikið þau geta gert sjálf. En þetta virkar þannig að við kaupum inn og þau sjá um rest. Þeim finnst þetta æðislegt og læra heilmikið á þessu, ekki bara að elda heldur líka alls kyns smáatriði eins og að stilla ofninn og bara bjarga sér. Ég bara fæ mér kaffi og fylgist með. Við mamma þeirra erum auðvitað nærri ef þau þurfa hjálp en það er eitt í tengslum við þetta ráð og það er að ef þau eru óörugg með að allt klikki, til dæmis ef kviknar í matnum, þá má bara kaupa pítsu. Það má gera mistök og það róar þau í elda- mennskunni. 3 Þriðja ráðið tengist upp-þvottavélinni. Það er reyndar meira regla en ráð því það er bann- að að ganga fram hjá henni ef hún er full. Ef þú þarft að nota eitthvað sem á að fara inn í uppþvottavél er bannað að setja það í vaskinn. Það á einfaldlega að taka úr henni og ekk- ert vesen. Svo á að sjálfsögðu að setja allt sjálf/ur inn í vélina. Þetta tæknilega með að raða í vélina og vita hvar leirtau, hnífapör og pottar eiga vera er hagnýtt, en það er ekki síður mikilvægt að vita að röðin er komin að þér ef þú opnar vélina með hreinu leirtaui. 4 Tímasetning tiltektar. Á okkarheimili er oft hrikalega mikið af dóti úti um allt. Úlpur, skólatöskur og oft bara allt úti um allt og svo er maður alltaf að reyna eitthvað að taka til enda engum öðrum til að dreifa. Þannig að við reynum að virkja krakkana. Og eitt hefur virk- að mjög vel og það er að stilla klukkuna og segja kannski við eitt barnið: „Nú þrífur þú alla spegla og glugga í íbúðinni með þessari tusku og þessum fægilegi.“ Næsta barn ryksugar eins og það getur og þriðja barnið gengur til dæmis frá öllum skóm og töskum sem það sér. Svo þegar tíminn er búinn er til- tektin búin, sama hversu langt hún var komin. Þetta getur vakið því- líkan keppnisanda og stemningu hjá krökkunum og staðreynd að ef allir í fjölskyldunni hamast í tiltekt og þrifum í til dæmis þrjú korter eða klukkutíma þá gerast kraftaverk. Hins vegar nennir enginn að vakna að morgni og hugsa til þess að taka til og þrífa allan daginn. Allra síst ég! 5 Síðasta ráðið tengist líka sam-verustund fjölskyldunnar eins og fyrsta ráðið en sjónvarpsáhorfi. Við horfum oft saman á sjónvarpið, eitthvað sem allir eru sammála um að horfa á, til dæmis einhverja bíó- mynd, Allir geta dansað eða þvíum- líkt. Þá er ótrúlega mikilvægt að foreldrarnir séu ekki í símanum á meðan. Ég hef alveg staðið mig að því með yngsta minn að þegar ég horfi til dæmis á mynd með honum – kannski teiknimynd sem ég er bú- inn að sjá áður – er ég allt í einu farinn að svara tölvupósti eða skruna niður Facebook-ið mitt. Það er bara ekki í lagi! Börnin segja kannski ekkert en þau skynja það mjög vel ef þú ert ekki andlega á staðnum fyrir þau. Sveppi kemur að lokum með eitt bónusráð sem hann er ekki búinn að prófa sjálfur en finnst gott að vita af í framtíðinni og það er að setja nýtt lykilorð á netbeininn (e. router) og hafa þannig stjórn á ungmennum í fjölskyldunni. Þannig er hægt að setja skilaboð inn á netið sem koma upp í tölvunni: „Netið opnast á ný þegar þú ert búinn að taka til í her- berginu þínu.“ dora@mbl.is Morgunblaðið/Ómar 5 uppeldisráð Heimilislíf Sveppa er líflegt. Fimm uppeldis- ráð Sveppa Sverrir Þór Sverrisson, sem flestir þekkja sem Sveppa, er mikill fjölskyldumaður en hann á þrjú börn, 6, 10 og 14 ára, með konu sinni Írisi Ösp Bergþórsdóttur. Hann segir fjölskyldulífið ansi líf- legt og sjálfur vinni hann óreglulegan vinnutíma. Því sé mikilvægt að skapa ákveðinn ramma og fylgja ákveðnum reglum með velferð og vellíðan barnanna í huga. Hér eru fimm ráð Sveppa:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.