Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 44

Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 sólgleraugu VEFVERSLUN opticalstudio.is Mér finnst rétt að stuðla að því að borg- arbúar geti fylgst með og myndað sér skoð- anir á rekstri borg- arinnar og kostnaði við reksturinn og birti því hér nokkrar tölur í þeim tilgangi sem snúa að rekstri fasteigna í borginni. Ég hef átt hús í borginni sl. 22 ár og er húsið eins í dag og það var þegar ég keypti það að teknu tilliti til venjulegs viðhalds. Fækkað hefur í heimilinu þannig að heldur hefur dregið úr notkun ein- hverra þátta rekstrar hússins en ekki aukist. Á hverju ári greiði ég rafmagn, hita og fasteignagjöld ásamt vatns- og fráveitugjöldum. Frá aldamótum hafa þessi gjöld hækkað eins og ann- að í þjóðfélaginu, en þó ekki á sama hátt eins og sést á meðfylgjandi stólpariti. Árið 2000 greiddi ég þannig 30.647 kr. á mánuði fyrir þessa þætti sam- anlagt en 103.047 kr. á mánuði árið 2018 (aprílmánuðir). Þetta er rúm- lega þreföldun kostnaðarins. Sé þetta borið saman við neysluvísitöl- una, byggingarvísitöluna og launa- vísitöluna kemur í ljós að engin þeirra hefur hækkað jafnmikið á sama tíma. Árleg hækkun reikninga Reykjavíkurborgar var á þessum ár- um 7,4% að meðaltali á meðan árleg hækkun byggingarvísitölunnar var 6,4% að meðaltali. Ár- leg meðaltalshækkun reikninga Reykjavíkur- borgar og stofnana hennar hefur verið um 8,6 % undanfarin 11 ár miðað við síðustu reikninga, þannig að enn hefur verið slegið í klárinn. Hefðu gjöld Reykja- víkurborgar og stofn- ana hennar vegna reksturs hússins fylgt byggingarvísitölunni frá árinu 2000 væri ég að greiða 87.982 kr. á mán- uði á þessu ári samtals fyrir þessa þjónustu borgarinnar eða 15.166 kr. lægri upphæð á mánuði, sem er 181.992 kr. á ári. Nú skyldi maður ætla að með stærri rekstrareiningu og aukinni tækni yrði rekstur borgarinnar og stofnana hennar hagkvæmari, en það virðist vera öfugt hjá Reykjavík- urborg. Það vill svo til að ég vann að skipu- lags- og hagræðingarmálum í mörg ár fyrir eina af þessum stofnunum borgarinnar fyrir aldamótin síðustu og var stefnan þá að láta borgarbúa njóta þess í lækkandi gjöldum þegar vel tókst til. Á þeim tíma sparaðist mikið í rekstri stofnunarinnar, svo að skipti milljörðum á ári, og lækk- uðu því gjöld Reykvíkinga umtals- vert á þeim tíma, sjá slóðina: http://www.hannarr.com/um- hannarr/sparnadur/ Þessi lækkun var oftast afhent notendum þjónustunnar með því að hækka ekki taxta þjónustunnar, eins og lesa má í tilkynningum um slíkt í greinargerðum og yfirlitum stofn- unarinnar frá þeim tíma. Nú virðist ekki vera unnið á sama hátt hjá þessari stofnun, hver ætli skýringin sé? Og hver ætli vilji borg- arbúa sé í því sambandi? Breytingar á gjöldum Reykjavíkur- borgar frá árinu 2000 Eftir Sigurð Ingólfsson »Maður skyldi ætla að með stærri rekstrar- einingu og aukinni tækni yrði rekstur borg- arinnar hagkvæmari, en því virðist öfugt farið hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri Hannars ehf. Samanburður á gjöldum í Reykjavík og vísitölum Reykjavík samtals 236% Breyting frá 2000 til 2018 360% 270% 180% 90% 0% Rafmagn Hitaveita Fasteigna- gjöld* Vísitala neysluverðs Byggingar- vísitala Launa vísitala 334% 191% 213% 129% 187% 234% Gjöld Reykjavíkurborgar Vísitölur Reykjavík samtals 48% Breyting frá 2000 til 2007 80% 60% 40% 20% 0% Rafmagn Hitaveita Fasteigna- gjöld* Vísitala neysluverðs Byggingar- vísitala Launa vísitala 43% 18% 76% 36% 54% 65% Gjöld Reykjavíkurborgar Vísitölur *Með vatni og fráveitu Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.