Morgunblaðið - 03.05.2018, Page 79

Morgunblaðið - 03.05.2018, Page 79
ton eru af „smærri“ gerðinni; þau blása ekki út viðfangsefnin heldur kanna þau úr návígi og kalla á nánd við áhorfandann. Verkin einkennast af léttleika og malerískri tilfinningu. Strokur pensils og annarra áhalda eru oft aðgreindar, til dæmis í und- urfallegri vatnslitamynd sem skír- skotar til japansks listskautahlaup- ara, Yuzuru Hansu. Myndin er á mörkum hins óhlutbundna og hefur austrænan blæ. Á annarri mynd af Yuzuru, sem unnin er með olíu, er sem skautasena úr sjónvarpinu hafi breyst í kyrrmynd; athygli áhorfand- ans beinist að pensildráttum sem móta andlitið blíðlega og kveikja samkennd með einstaklingnum, von- um hans og væntingum. Í skauta- hlaupi Yuzuru finnur hún heilt lífs- hlaup. Andliti Yuzuru svipar talsvert til unga mannsins á teikningunni Andr- ea Quaretesi eftir ítalska endur- reisnarlistamannsins Michelangelo frá um 1530. Lítil litblýantsteikning eftir Peyton heitir einmitt „After Michelangelo“ og er, eins og nafnið gefur til kynna, unnin eftir hinni áhrifaríku en lágstemmdu portrett- mynd Michelangelos. Mynd Miche- langelos er krítarmynd þar sem fín- leg mýkt og viðkvæmni hins unga andlits er frábærlega túlkuð með chi- aroscuro-skyggingartækni. Eft- irmynd Peyton er ekki „kópía“, held- ur innlifun í verk endurreisnarlistamannsins og þar með á einhvern hátt í líf hans og per- sónunnar sem túlkuð er í teikning- unni. Í verki hennar býr einnig íhug- un um eðli teikningarinnar sem athafnar og myndgerðar yfirleitt. Misstórar blýantsstrokur neðst í hægra horni myndarinnar eru á skjön við chiaroscuro og virka öðrum þræði eins og prufur en minna jafn- framt á afstrakteigindir mynda. Með því að endurgera verk Michelang- elos, leitast Peyton við að rekja sig gegnum verk hans, strik fyrir strik, og draga fram tímann í verkinu. Verk Peyton búa yfir nánd en jafn- framt einkennast þau af framandi dulúð. Á sýningunni getur að líta eina sjálfsmynd, vangamynd í svart- hvítri dúkristu. Myndasmiðurinn horfir fram fyrir sig og lætur fátt uppi. Líkt og í annarri dúkristu, „An- toine!“, er áhorfandanum að veru- legu leyti eftirlátið að ráða í drætt- ina. Iðandi pensilskriftin í hinu fallega verki „Belle Belle Belle (La Belle et la Bête)“ skapar andrúms- loft viðkvæmnislegrar rómantíkur. Efri hluti myndarinnar leikur á mörkum læsileikans en neðri hlutinn sýnir máttvana manneskju – og stað- setning myndarinnar í svartmáluðu rými ýtir undir óljósa atburðarásina. Verk Elizabeth Peyton birta og spegla veruleika þar sem ótal mannamyndir skarast í sífellu og með þessum myndum leitast hún við að ná tangarhaldi á slíkum veruleika – og hvetja áhorfandann til að staldra við og rýna eftir svipmóti mennskunnar undir yfirborðinu í hröðu, ímyndamótuðu fjölmiðlaum- hverfi. Tilvist og ásjóna mannsins í tímans flaumi er í senn óljós atburða- rás og sígilt viðfangsefni mynda- smiða. Morgunblaðið/Einar Falur Listakonan Peyton á sýningu sinni í Kling & Bang við verkið After Michelangelo. „Með því að endurgera verk Michelangelos, leitast Peyton við að rekja sig gegnum verk hans, strik fyrir strik, og draga fram tímann í verkinu.“ Listamaðurinn og Gladstone Gallery, New York og Brussel. Angela Merkel Málverk Peyton af kanslaranum; eftir að hafa skoðað ljós- myndir af henni frá 30 árum var niðurstaðan sú „að andlitsfall og svipbrigði Merkel endurspegluðu helsta styrk þessa valdamikla stjórnmálaleiðtoga í umróti heimsins: mannúð“. Málverkið er ekki á sýningunni í Kling & Bang. Morgunblaðið/Valli Óljós „Iðandi pensilskriftin í hinu fallega verki „Belle Belle Belle (La Belle et la Bête)“ skapar andrúmsloft viðkvæmnislegrar rómantíkur … staðsetn- ing myndarinnar í svartmáluðu rými ýtir undir óljósa atburðarásina.“ MENNING 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Margrét Brynjólfsdóttir listmálari sýndir þessa dagana ásamt Caty Wasser glerlistakonu í Aida Galerie í Strasbourg undir heitinu Terre d’Islande et Transparences. Þegar sýningunni lýkur, 10. maí næstkom- andi, verður hún færð úr stað, til Catala Glass Art í Cosswiller í Al- sace. Sýningin var sett upp á vegum fé- lagsins Alsace-Islande og að frum- kvæði Catherine Ulrich. Alsace- Islande-samtökin hafa staðið fyrir ýmsum ráðstefnum, tónleikum og sýningum, ásamt því að standa fyr- ir menningarferðum til Íslands. Í Catala Glass Art eiga og reka listamennirnir Caty Wasser og Eric Wasser, sem er líka arkitekt og hönnuður, vinnustofur í sér- stakri byggingu, Heldiome. Sýn- ingin mun standa þar til 24. júní. Margrét hefur unnið að list sinni til fjölda ára og málar með olíu á striga. Hún á að baki fjölbreytt myndlistarnám og hefur frá árinu 1997 haldið mál- verkasýningar víða. Margrét sýnir í Strasbourg og Alsace Hluti eins málverka Margrétar Brynj- ólfsdóttur. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fim 3/5 kl. 20:00 25. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Fös 4/5 kl. 20:00 26. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Lau 5/5 kl. 20:00 27. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Mið 16/5 kl. 20:30 aukas. Fös 4/5 kl. 20:30 12. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Fim 17/5 kl. 20:30 23. s Lau 5/5 kl. 20:30 13. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Fös 18/5 kl. 20:30 24. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s Sun 13/5 kl. 20:30 22. s Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Hin lánsömu (Stóra sviðið) Fim 10/5 kl. 20:00 3. s Sun 13/5 kl. 20:00 4. s Mið 16/5 kl. 20:00 5. s Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Faðirinn (Kassinn) Sun 6/5 kl. 19:30 49.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Aðfaranótt (Kassinn) Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.