Saga - 2009, Page 5
F o R M Á L I R I T S T J Ó R A
Þær heita Catarina, Mette Maria, Magdalena og Anna Sophia og prýða
forsíðu Sögu að þessu sinni. Catarina var eiginkona og barnsmóðir Lauritz
Gottrups lögmanns á Þingeyrum, sem hefur ásamt einkasyninum, Jóhann -
esi, verið klipptur í burtu svo myndin af málverkinu passi í bókarbrotið.
Um málverkið og fjölskylduna má lesa í umfjöllun þeirra Þóru kristjáns -
dóttur og Gunnars Hannessonar, sem skrifuð er í tilefni af forsíðunni og
birtist í nýjum bálki Sögu sem ber heitið „Forsíðumyndin“. kápa Sögu verð -
ur því hér eftir ekki myndskreyting við efni ritsins heldur mynd á forsíðu
með texta í tímaritinu.
Annar nýr bálkur frá og með þessu hefti er „Spurning Sögu“. Hug -
myndin er að hann geti orðið vettvangur sagnfræðilegrar umræðu þótt
ákveðið hafi verið að hefja leikinn með spurningu til stjórnmálamanna varð -
andi hugmyndir þeirra um eigin eftirmæli eða sögulega arfleifð. Hér er
ekki endilega verið að bregðast við umróti í íslenskum stjórnmálum síðustu
mánuði því hugmyndina má frekar tengja langlífri tilhneigingu stjórn-
málamanna og þó einkum fjölmiðla til að vísa til sögunnar sem einskonar
dómstóls í álitamálum samtímans í framtíðinni. Með þessari umfjöllun vill
Saga sýna fram á að þetta hlutverk sögunnar á sjaldnast við rök að styðjast
frá sjónarhóli nútímasagnfræði en jafnframt leiða í ljós afstöðu stjórnmála-
mannanna sjálfra til þessarar hugmyndar.
Að öðru leyti er Saga „með hefðbundnu sniði“, eins og sagt er, enda
engin ástæða til að þvinga samtímanum upp á sagnfræðina. krafan um
þátttöku hugvísindamanna, og þar með sagnfræðinga, í samfélagsumræðu
hef ur reyndar verið rædd nokkuð upp á síðkastið og svo virðist sem hinn
almenni skilningur sé sá að fræðimenn á sviði hugvísinda hafi þar skyld-
um að gegna. Jafnvel að þeir séu fulltrúar gilda sem eigi erindi við fólk
þegar kreppir að í samfélaginu. ekki verður þó séð hvernig hægt er að færa
rök fyrir slíkum skyldum nema í þeim tilvikum þegar hugvísindamenn
telja sig geta, í krafti sérþekkingar sinnar, skýrt málefni í samtíðinni. Þegar
tíðindi eiga sér stað í stjórnmálum eru til dæmis oft kallaðir til sérfræðing-
ar í stjórnmálasögu og þeir fengnir til að finna fordæmi eða sögulegar hlið -
stæður við nýliðna atburði. Þá verður að gera þá kröfu að innlegg þeirra
endur spegli fræðigreinina sjálfa og sýni hvers hún er megnug. Þær upp -
lýsingar að ekki séu söguleg fordæmi fyrir tiltekinni hegðun forseta Íslands
eða að tiltekinn árafjöldi sé liðinn frá því að minnihlutastjórn var mynduð
á Íslandi hafa til dæmis takmarkað gildi nema að útskýrt sé hvað slíkt þýði
í raun og veru. M.ö.o. er eina raunverulega skylda sagnfræðinga við sam-
félagið sú að þeir horfi greinandi á samtíð sína og láti sér ekki nægja að vera
einhverskonar leitarvélar fyrir fjölmiðla, kjósi þeir á annað borð að leggja
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:51 Page 5