Saga - 2009, Page 7
gunnar hannesson og þóra kristjánsdóttir
Málverkið af Lauritz Gottrup
lögmanni og fjölskyldu hans
Málverkið af fjölskyldu danska verslunarmannsins Lauritz Gott -
rup, sem náði því að verða lögmaður á Íslandi og einn ríkasti
klaust urhaldari í landinu, opnar þeim sem það skoða innsýn í heim
auðugra embættismanna hér á landi á fyrri öldum. Málverkið var
málað fyrir Þingeyraklausturkirkju snemma á 18. öld og prýddi
fyrst stóru timburkirkjuna sem Gottrup lét reisa á staðnum árið
1695 og síðast steinkirkju þá sem Ásgeir einarsson bóndi og alþingis -
maður lét reisa á staðnum 1877. Sú kirkja stendur enn á Þing eyrum,
prýdd fjölda merkra gripa frá tímum Gottrups, en málverk ið var
keypt til Þjóðminjasafns um aldamótin 1900 og hangir nú í forsal
safnsins meðal mynda af íslenskum embættismönnum fyrri alda.
Málverkið vekur jafnan athygli safngesta. Bæði er fjölskyldan á
myndinni óvenju glæsilega búin og ekki síðri er gyllti ramminn um
málverkið. Hann er stór og mikið útskorinn í barokkstíl, með engla-
myndum og skjöldum þar sem m.a. eru skráðir fæðingardagar
þeirra hjóna og dánardægur.
Lauritz Gottrup var fæddur í Nakskov á Lálandi þann 3. júní
árið 1648 og mun síðar hafa fengist við verslun þar í bæ.1 Um 1677
birtist hann í íslenskum heimildum sem undirkaupmaður í Straum -
firði2 og þremur árum síðar er hann orðinn umboðsmaður Jóhanns
kleins fógeta. Árið 1683, þegar kristofer Heidemann kom hingað
sem landfógeti og umboðsmaður stiftamtmanns, er Lauritz Gott -
rup veitt Þingeyraklaustur, Vatnsdalsjarðir og Strandasýslujarðir.
Saga XLVII:1 (2009), bls. 7–12.
F o R S Í Ð U M y N D I N
1 ÞÍ. Hannes Þorsteinsson, ævir lærðra manna 40, bls. 139, 143v. Í heild telur
þetta verk Hannesar 66 handskrifuð bindi.
2 Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir I (Reykjavík 1881–1884), bls. 591. — Páll
eggert Ólason, SagaÍslendinga VI (Reykjavík 1943), bls. 9. — Páll eggert Ólason,
Íslenzkaræviskrár III (Reykjavík 1950), bls. 393.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:51 Page 7