Saga - 2009, Side 9
Gottrup hafði aðeins búið skamma hríð á Þingeyrum er hann fór
að svipast um eftir kvonfangi. Hann hafði augastað á Þórunni dótt-
ur Þorleifs kortssonar lögmanns, sem þá bjó embættislaus á Bæ í
Hrútafirði. Gottrup varð þó að lúta í lægra haldi fyrir öðrum biðli,
Lárusi Scheving, sem fékk Þórunnar „og þótti mörgum Þórunn
hafa illa fyrir séð, því þeir nafnar voru þá eigi taldir jafnmenni“,
segir Bogi Benediktsson.8 Gottrup kvæntist hins vegar Catarinu
Péturs dóttur, danskri stúlku frá Frederiksborg á Sjálandi. Hún var
fædd 1666 og var af ætt tengdaforeldra kristofers Heidemanns land -
fógeta. Haldið var veglegt brúðkaup á Þingeyrum, fyrst kaupöl árið
1686 og svo festaröl 1687.9 Árið 1695 lét Gottrup taka ofan gömlu
klausturkirkjuna að Þingeyrum og smíða þar nýja glæsilega timb-
urkirkju. Fékk hann til smíðinnar danskan timburmann og íslensk-
an snikkara sem hafði lært í Danmörku.10 kirkjan var um 14 metra
löng útbrotakirkja með turni upp af miðjum mæni. Hún stóð til árs-
ins 1819, þegar torfkirkja var reist í hennar stað, og var sögð ein sú
glæsilegasta timburkirkja sem reist hafði verið á gömlu íslensku
klausturjörðunum.
Í þeirri kirkju sem nú prýðir Þingeyrar, steinkirkju Ásgeirs
einars sonar alþingismanns, eru eins og áður segir merkir gripir
sem þau hjón Catarina og Lauritz Gottrup færðu kirkjunni. Þar á
meðal er predikunarstóllog himinn yfir stólnum, hvort tveggja gefið
kirkjunni 1696, skírnarfontur, áttstrendur, einnig með himniyfir, gef-
inn 1697, skírnarfat úr tini, átthyrnt, með ártalinu 1693, oblátuöskjur
úr silfri með upphafsstöfum þeirra hjóna, silfurvínkanna með nöfn-
um þeirra hjóna og síðast en ekki síst stórt og glæsilegt minningar-
mark eða legsteinn hjónanna, sem prýðir forkirkjuna á Þingeyrum.
Steinninn, sem er 218 sentimetrar á hæð og 145 á breidd, er úr
gráum sandsteini, trúlega meitlaður í Danmörku. Hann var áður
yfir gröf þeirra í kirkjugarðinum á Þingeyrum.
Málverkið af Gottrup og fjölskyldu er 46 sentimetrar á hæð og
74,5 á breidd innan rammans en 148 sentimetrar á hæð í ramman-
um og 153 á breidd. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður skráði
það í bækur Þjóðminjasafnsins 22. febrúar 1900 og lýsir því nokkuð
nákvæmlega.11 Þá var það talsvert skemmt og sendi Matthías það
málverkið af lauritz gottrup … 9
8 Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir I, bls. 593.
9 ÞÍ. Hannes Þorsteinsson, ævir lærða manna 40, bls. 134.
10 Hörður Ágústsson, ÍslenskbyggingararfleifðI (Reykjavík 1990), bls. 206–207.
11 Þmjs. 4676. Skrár Þjóðminjasafns Íslands.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:51 Page 9